Morgunblaðið - 21.12.1979, Page 16

Morgunblaðið - 21.12.1979, Page 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 Frækinn sonur fornra dyggða Bjartmar Guðmundsson: Hér Kcta allir verið sælir. Utgefandi: Bókaútgáfan Skjald- borg, Akurcyri 1978. Sami höfundur: Haldið til haga. Útgefandi hinn sami, Akureyri 1979. Samtals 37 minningaþættir. Þeir hafa mannast vel, hinir mörgu synir skáldsins og góð- bóndans, Guðmundar Friðjóns- sonar á Sandi og hinnar fágætlega heilsteyptu konu hans, Guðrúnar Oddsdóttur. Frásagnir og lýsingar Bjartmars Guðmundssonar í þess- um tveimur bókum vitna mjög svo glöggt um það, hver áhrif þátttaka þeirra Sandsbræðra í harðsóttri lífsbaráttu í bernsku og æsku hefur haft á manndómsþroska þeirra, samfara lífsviðhorfum mikilhæfra foreldra og þess raunhæfa menningarblóma í hér- aðinu, sem sameinaði það tvennt að eyða háskalegum fordómum og veita fornum dyggðum vernd. Friðjón gamli á Sandi var kjarna- kvistur á ærið sterkum stofni góðra gáfna og mikillar gerðar, enda mikill mannblómi af honum runninn. En svo er að minnast móðernis hinnar ágætu konu, Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN Guðrúnar Oddsdóttur. Oddur, fað- ir hennar, bjó á heiðarkoti, sem vart gat „talizt til verulegra bú- jarða". Kona hans hét Sigríður Gunnlaugsdóttir. Oddur lézt lið- lega fertugur. Þau hjón höfðu þá eignazt fimm börn, Eitt þeirra, Guðrún, var tekið til fósturs á barnlaust, en þó fjölmennt menn- ingarheimili. Hvað svo um Sigríði Gunnlaugsdóttur og hennar fjög- ur börn? Hún fór heim í Hrapp- staðasel, og þarna uppi í kotinu á Fljótsheiði framfleytti hún börn- um sínum án sveitarstyrks í sex ár, þar af árin 1880—82, einhver þau hörðustu, sem sögur fara af. En 1883 ákvað Sigríður að fara til Ameríku með börn sín, Guðrúnu sem hin, en Guðrún aftók að fara, og þar við sat. Sigríður fór síðan án hennar, en með hin börnin vestur um haf, mun hafa hugsað sem svo: Harðar getur vart Ameríka leikið mig en fóstur- moldin hefur gert undanfarin ár. Um ættir þessarar fágætu kven- hetju getur Bjartmar ekki, nema hvað hann segir, að hún hafi verið „aðflutt vestan úr Hörgárdal og átt ættingja marga í Eyjafjarðar- sýslu." „Það vissi ég áður en ég las þessar bækur, að Bjartmar væri með ágætum ritfær, og þó að ég hafi skrifað um hinar merku bækur Þórodds, bróður hans, um foreldra þeirra og Sandsheimilið, hef ég lesið flest í þessum minn- ingum af áhuga og ánægju. Frá- sagnir Bjartmars af aðstæðum og bjargræðisvegum á Sandi eru og ekki aðeins fróðlegar og sérstæð- ar, heldur og skemmtilegar — og margar allt að því spennandi. Þá eru lýsingar hans á nágrönnunum, sumum hverjum, mjög vel gerðar, og frásagnirnar um einingu og hjálpsemi þeirra sýna gjörla inn- ræti sögumannsins sjálfs. Það, sem hann segir af sjálfum sér heima í héraði, sýnir ljóslega, að hann hefur þar verið næsta þarfur Bjartmar Guðmundsson. maður, sem hefur mótað sjálf- stætt skoðanir sínar og farið sinna eigin ferða, án þess að ganga á hlut annarra. Það mun og vera sannmæli jafnt að mínum dómi sem hans, að „hér geta allir verið sælir“, en ég vil þó bæta við, ef ráðamenn sjá að sér og láta ekki ragmennsku gagnvart Iítilsigld- um og grunnfærnum kjósendum aftra sér frá því að taka fastatök- um þann vanda, sem annars Ieiðir brátt til þess, að íslend- ingar hljóti svipað hlutskipti og raunin varð um Nýfundnaland- búa, sem sé það. að verða sviptir fjárráðum og Isiand ef til vill gert að hjálendu erlends ríkis. Frásögn Bjartmanns af för hans á fund Vestur-íslendinga er vel rituð, þó að ekki jafnist hún á við lýsingar hans úr átthögunum, en vörn hans gegn ummælum krist- ins sálaða Andréssonar um Guð- mund Friðjónsson og skáldskap hans, tel ég gersamlega óþarfa. Skáldskapur Guðmundar Frið- jónssonar mun verða að verðugu metinn og er það nú hjá öllum, sem mark er á takandi, en það, sem Kristinn sagði um hann er og verður jafnmarklaust og boðun þess menningarvita á þeirri bók- menntastefnu, sem skyldi yfir- skyggja allar aðrar, svo að enginn rithöfundur og ekkert skáld, sem ætti nokkurn metnað, gæti látið hjá líða að skipa sér undir merki hennar! Kristinn fór og af þessum heimi sem maður sárra og mikilla vonbrigða. Ég lýk svo þessu greinarkorni með því að þakka Bjartmari list- fengar og rækilegar lýsingar hans á lífsbaráttunni í átthögum hans og margar ágætar og eftirminni- legar mannlýsingar. Þar nefni ég einkum til lýsingarnar á foreldr- um hans og Karli á Knútsstöðum, en ef til vill fer hann á mestum kostum í kaflanum Reiðarslag, Þar sem hjartahrærandi harmur mótar frásögnina, án þess þó að þar sé nokkurs staðar farið yfir mörk hófseminnar. Loks eru svo frásagnirnar af „þarfasta þjónin- um“ og öllum ferfættum og vængjuðum verum, sem á er minnzt. Ylurinn sem þar liggur í orðunum er arfur, sem engar gengisfellingar hafa haft áhrif á. Guðmundur Gíslason Ilagalín. SKODEILD p) KARNABÆR Leitiö ekki langt yfir skammt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.