Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 63 Ævar R. Kvaran: Að sigra sjálfan sig' Harold Sherman: AÐ SIGRA ÓTTANN OG FINNA LYKIL LÍFSHAMINGJUNNAR Þýðandi: Ingólfur Árnason Bókaútgáfan Skuggsjá, 1979. Epafródítuss hét lífvörður Ner- ós keisara Rómaveldis. Hann átti þræl nokkurn sem mikið orð fór af fyrir gáfur. Hann hét Epiktet og var grískur. Húsbóndi leit þennan þræl sinn öfundaraugum, þótt hann mæti hann mikils sökum kosta, og eitt sinn, þegar þrællinn skákaði húsbónda sínum í orðræð- um brást hann illa við og lét leiða þræl sinn til pyndingar fyrir ósvífnina. En þrællinn lét sér hvergi bregða og sagði hugrór og brosandi, þegar pyndingin var hafin: „Þú brýtur vísast fót minn“. Það gekk eftir og þá sagði þræll- inn: „Hvað sagði ég ekki?“ Þetta hefur sennilega verið upphaf helti hans. Sýnir þessi frásögn ljóslega sjaldgæfa skapstillingu og minnir mjög á sum tilsvör í Islendinga- sögum. Epiktet varð síðan tamt að taka dæmi af helti sinni á þann veg, að hún gæti hamlað líkaman- um en ekki skapgerðinni. Svo fór að lokum að Epafródí- Novosti gagnrýnir Stalin Moskvu, 19. des. AP. SOVÉZKA fréttastofan Novosti minnist þess í dag að á föstudag eru liðin 100 ár frá fæðingu Jósefs Stalíns, og segir þar meðal annars að leiðtoganum liðna hafi orðið á mistök og skyssur, sem leitt hafi til fjöldaofsókna. Þó beri að taka tillit til sögunnar þegar Stalín sé dæmdur, og því verði ekki neitað að þessi maður, sem réð Sovétríkjunum frá 1928 til dauðadags árið 1953 hafi komið mörgu góðu til leiðar. Frétt Novosti skrifar Gennady Gerasimov, og virðist hún gagn- rýnni en minningargreinarnar fyrir tíu árum, þegar minnst var 90 ára afmælisins. Gerasimov bendir á að Stalín hafi ríkt á erfiðum tímum meðan erlendir og innlendir gagnbylt- ingarmenn reyndu að grafa undan byltingu bolsjevikka og herveldi fasista gerði innrás í Sovétríkin. „Ástandið krafðist miðstjórnar og aga og nokkurrar takmörkunar á lýðfrelsi, auk einingar gagnvart öflugum fjandmanni,“ segir í fréttinni. Gerasimov bendir á að á dánar- beði sínu árið 1922 hafi Vladimir I. Lenin látið í ljós efasemdir í garð Stalíns, og Nikita Krúsjeff hafi vitnað í þau orð hans í ræðu sinni árið 1956, þegar hann gagn- rýndi stefnu Stalíns. Segir Gera- simov að svo hafi verið komið að Stalín hafi talið sig yfir alla gagnrýni hafinn, gert miklar póli- tískar skyssur og gripið til rót- tækra aðgerða að lítt rannsökuðu máli. Vestrænar heimildir telja að á árunum milli 1930 og 1950 hafi allt að því 20 milljónir Rússa látizt meðan Stalín var að tryggja völd sín, neyða bændur til starfa á samyrkjubúum og útrýma raun- verulegum og ímynduðum fjand- mönnum. tuss gaf Epiktet frelsi og varð hann síðar alkunnur kennari í heimspekilegum fræðum í Róm. Epiktet skrifaði aldrei neina bók, því kennsla hans var munnleg og tók hann í þeim efnum sér til fyrirmyndar þann vitmanninn, sem hann mat umfram aðra menn, Sókrates. Það sem eftir Epiktet lifir af kenningum hans hefur því verið skráð af nemend- um hans. Ýmislegt er til af því í lítilli bók á íslensku, sem ber nafnið HVER ER SINNAR GÆFU SMIÐUR og dr. Broddi Jóhannesson íslenskaði og er sú bók meðal þeirra bóka sem ég met mest, sökum þeirrar miklu lífsvisku sem í henni er að finna. Til dæmis þetta: „Ef mótlæti hendir þig, þá mundu að snúa þér ætíð til sjálfs þín og spyrja hverja mannkosti þú megir setja gegn því. Ef þér er falið erfitt starf nýtur þú þrautseigju þinnar, og ef þú ert svívirtur neytir þú umburð- ar þíns“. „Segðu um engan hlut: Ég missti hann, heldur : Ég skilaði honum aftur. Barn þitt hefur látist, — því hefur verið skilað aftur. Kona þín hefur dáið — henni hefur verið skilað aftur. Þú hefur verið sviftur óðali þínu, — einnig því hefur verið skilað aftur. En þú munt svara: Sá er illvirki sem svifti mig því. Hvað varðar þig hvern gjafar- inn kaus til þess að krefja það aftur? Meðan hann ljær þér það skaltu geyma þess vel, en telja það annarra eign sem gesti'r gistihús- ið.“ Epiktet segir ennfremur á öðr- um stað: „Þér myndi þykja hart ef ein- hverjum yrði gefið vald á líkama þínum. En minnkast þú þín þá ekki fyrir það að gefa hverjum sem er vald á skapi þínu, svo það æsist og gengur úr skorðum, ef hann svívirðir þig?“ Já, Epiktet bendir okkur nefni- lega á það, að eitt af því sem við getum ráðið við sé að stjórna hugsun okkar. Hann bendir okkur á það að greina á milli þess í lífinu, sem við ráðum við og hins sem við ekki fáum breytt. Og hann bendir okkur á rétt viðbrögð gagnvart því sem hendir okkur. Þessi sama viska kemur fram í hinni frábæru bæn AA-manna: „Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég get ekki breytt. Kjark til þess að breyta því sem ég get breytt, og vit til þess að greina þar á milli". Aldrei hefur nauðsyn þess að kunna að bregðast rétt við vanda- málum lífsins verið brýnni en nú á þessum tímum hinna örhröðu breytinga í þjóðfélaginu, enda þjáist orðið annar hver maður af streitu í einhverri mynd. En það er einmitt tilgangur bókar Harolds Shermans að kenna okkur þau viðbrögð sem ein mega að gagni koma gegn þessum vanda. Ég hef hér að framan bent á, að þessi snjöllu ráð hafi reyndar öldum saman staðið til boða. En stundum getur verið erfiðleikum bundið að finna þessa fornu visku og okkur er því hollt að lesa góðar bækur sem draga þetta saman fyrir okkur og sýna okkur með lifandi dæmum úr nútímanunt hvernig hægt er að lækna sjálfan sig af margs konar þjáningum. Og það er einmitt það sem Sherman er að gera með þessari bók sinni. Hann tekur það sjálfur skýrt fram, að það sem hann kennir í þessari bók sé ekkert nýtt. Það er forn viska. En alltof mörgum er ókunnugt um þá möguleika sem í þeim sjálfum búa til þess að leysa vandamál sín og þetta er þvi bók fyrir þá. Markmið þessarar mjög gagnlegu bókar er að kynna okkur ýmsar grundvallarreglur um sjálf okkur og veita okkur næga þekk- ingu til þess að þroska með æfingu meðvitaða stjórn á djúpvitund- inni, sem getur veitt okkur næst- um takmarkalausa möguleika til þess að breyta lífi okkar og örlögum til hins betra. Hún kennir okkur meðal annars: Að líta á lífið sem tilgangsríkt fyrirbæri. Að sætta okkur við lífið og aðstæður þess með gleði, hvert sem umhverfi okkar er. Að unna hverri mannveru, — því við erum skyld öllu lífi. að viðurkenna, að þetta sé skynsemi gæddur og gáfum búinn alheimur. að sjá í lítilmótlegasta erfið- ismanni og mesta kennara jafna möguleika á þjónustu. Að vera hugrakkur — verjast þeirri freistingu að gefast upp í baráttu sem virðist vonlaus — öruggur í þeirri trú, að sigur hefur alltaf verið grundvallaður á óför- um, að hamingja getur ekki annað en fylgt í kjölfar mótlætis. Að skilja að þú uppskerð því aðeins ófarir, að þú farir ekki rétt með þann efnivið sem fyrir hendi er. Að kynnast hinu innra sjálfi þínu og ljúka þannig upp dyrum fyrir afrekum, sem engan dreymir um. Höfundur bókarinnar AÐ SIGRA ÓTTANN, hefur leyst hlutverk sitt vel af hendi. Þetta er maður sem hefur aukið visku sína og mátt sinn til þess að sigrast á örðugleikum lífsins á iangri ævi og nú vill hann deila reynslu sinni með þeim, sem kæra sig um það. Niðurstaða hans hefur orðið sú sama og vitrustu manna fornald- ar, en hann sýnir okkur hvernig forn viska á brýnt erindi við okkur öll á tímum gjörbreytts heims, því manneðlið hefur minna breyst en kringumstæður og umhverfi. Ing- ólfur Árnason hefur íslenskað þessa bók með ágætum. Ég vil þó aðeins leyfa mér að benda á að því styttri sem íslensk orð geta verið því betra, að mínum dómi. Ég myndi því heldur kjósa orðið djúpvitund en undirvitund og heldur vanmetakennd en minni- máttarkennd, en síðarnefndu orð- in notar Ingólfur nokkuð til skipt- is. Skuggsjá hefur hér enn bætt við mjög gagnlegri bók, sem gæti komið þeim að stórkostlegu gagni, sem hana vilja færa sér í nyt. Leiðrétting á prentvillu í grein ÆRK Græðir- inn á Einarsstöðum í Mbl. 20. þ.m. Undir lok greinarinnar stendur: „ — — — Að öðru leyti er efni bókarinnar frásagnir um hjátrú manns um kynni sín af hinum dásamlegu hæfileikum Einars á Einarsstöðum--“ Á að vera þrjátíu manns í stað hjátrú manns.!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.