Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 43 af fyrir sig. Þar keyrir ekki hver eftir sinni tilfinningu — heldur bara sínum geðþótta. Og vilji maður stoppa bílinn og bregða sér frá, er ekkert einfaldara en slökkva á honum og fara út — nánast hvar sem er. Og þykir ekki umtalsvert. Ef hann er fyrir þarna á miðri götu, koma bara einhverjir og færa hann kurteis- lega frá. Á sumum stæðum eru þó verðir sem bera bílana til og frá og er það vel séð vinna. Sjaldgæft er að heyra flautur mikið þeyttar, ef umferðaröngþveiti myndast, þá halla menn sér bara aftur á bak í sætunum og slappa af. Þetta fannst mér þótt smátt sé í sjálfu sér dálítið athyglisvert. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að í raun og veru er Istanbul — þetta forna hlið milli austurs og vesturs — í þremur hlutum, tveir þeirra Evrópumegin og milli þeirra liggur Gullna hornið og yfir það eru þrjár brýr á ýmsum stöðum og síðast skal svo nefna Asíuhlutann og þar hefur byggð þanizt mjög út á síðustu árum. I gömlu borginni er hinn frægi Bazaar þeirra, þangað er gaman að koma og þar var erill allan daginn, hrópað hátt og prúttað töluvert. Tyrkir eru klókir sölu- menn og halda óspart fram gæð- um sinnar vöru. Þar er líka hægt að fá fagran varning, ekki sízt skal þá getið hinna frægu tyrkn- esku teppa, sem gefa hinum persn- esku áreiðanlega ekki eftir sem bezt eru að gæðum. Helmingurinn af skemmtuninni við að verzla á bazarnum er auðvitað fólginn í því að prútta, engum heilvita manni dettur í hug að greiða það sem upp er sett í byrjun. Þá er að sýna leikni sína og lagni í að lækka verðið eða hækka eftir því hvorum megin borðs er staðið. Einn daginn tókum við okkur smáferð á hendur um borgina. Fannst við ættum að skoða ein- hverjar af þessum fimm hundruð moskum sem eru í borginni og ekki verður þverfótað fyrir. Fátt ferðamanna er í Istanbul á þess- um árstíma og fram eftir degi vorum við einar með leiðsögukonu okkar. Við fórum meðal annars í Suleymans-mikla-moskuna og mér fannst til um hana, og er þó yfirleitt ekki hrifin af kirkjuskoð- unum. Bláa moskan — Ag. Sophia — fannst mér öllu íburðarmeiri og ekki að mínum smekk. En tignar- leg og mikilfenglegt mannvirki engu að síður. Eftir hádegi stigum við um borð í bát sem krussaði á milli þorpa í Evrópu og Asíu á víxl, Asíumegin eiga margir efnaðir Istanbulbúar sér sérstök sumarhús og þar er yfirleitt að því er mér skilst velmegun og framfarir verulega að aukast. Eins og vikið var að áðan dreg ég nokkuð í efa að Tyrkir séu tiltakanlega trúhneigðir menn þrátt fyrir öll þessi bænahús svo dýrðleg sem þau eru. Eftir þá breytingu sem Ataturk gerði á öllu þjóðskipulagi Tyrklands fyrir hálfri öld, hafa þeir fjarlægzt trúna. Og þeir eru enn að fjar- lægjast hana með því að gagnrýna hana fyrir að vera hemill á framfarir í sínu vestræna lýðræð- isríki. Sem stendur er ástandið ófagurt í Tyrklandi. Þar eru blóðugar óeirðir, menn eru drepnir nánast dag hvern. Sé hægri sinni skotinn að morgni, má nokkrun veginn bóka að einn eða tveir vinstri menn hafa verið gerðir höfðinu styttri fyrir sólsetur. Og öfugt. Svona gengur þetta til og það er eins og enginn ráði neitt við neitt. Og hvarvetna heyrðist þessi rödd hjá þeim sem við var rætt um ástandið: Það sem við þurfum nú er annar Ataturk. Vitur einræð- isherra, sem hefur getu og einurð til þess að leiða okkur. Það er ekkert útlit fyrir það sem stendur. Hvorki Ecevit né Demirel eru líklegir til stórræðanna að því er menn halda. Demirel tók við af Ecevit, eins og Ecevit hafði áður tekið við af Demirel. Og það hafði sáralítil breyting orðið. Texti: Götumynd frá Istanbul. Suleyimansmoskan — ein af mörg hundruð moskum i Istanbul. ejn sú fegursta þeirra fjögurra eða fimm sem ég skoðaði. Diönuhofið í Efesus. í Istanbul er bilum lagt alls staðar, hvort sem er á gangstéttum eða á miðjum götunum. Jóhanna Kristjónsdóttir Menntun fólks í Tyrklandi hefur tekið breytingum til batnaðar. Og nú vilja allir fara í háskóla. Svo að til vandræða stefnir. Menn fara í verkfræði og læknisfræði og lög- fræði og það er löngu orðið offramboð af menntamönnum og fólk vantar í iðnstörf og verklega vinnu. Launakjör fólks eru á okkar mælikvarða afar léleg. Stúlka sem vinnur góða skrif- stofuvinnu eða piltur sem vinnur í verzlun fá svona 8—12 þúsund tyrkneskar lírur á mánuði (það samsvarar 80—120 þús. ísl. kr.). Það segir auðvitað ekki alla sög- una, en þó má nefna að þarna virðast allir keyra um á Ren- aultbílum, sem eru smíðaðir í tyrknesk-franskri verksmiðju og þeir kosta 600 þús. lírur. Þetta vafðist sennilega álíka mikið fyrir mér að skilja og fyrir útlendan gest sem kemur hingað og er sagt að meðallaun séu 3—400 þúsund eða ekki það. Samt eiga allir bíl og íbúð. En það er ekki nokkur vafi á því að Tyrkland getur átt mikla framtíð fyrir sér í atvinnulegu tilliti ef tekst að lægja þær stjórnmálaöldur sem eru að færa landið í kaf og rétta efnahaginn við, draga úr 60—70% verðbólgu og minnka atvinnuleysið, sem nú er 20 prósent, þrátt fyrir mikinn fjölda Tyrkja sem stundar vinnu erlendis, bæði í Þýzkalandi og á Norðurlöndum. „Demirel á ekki sjö dagana sæla nú,“ segir við mig Sam Kohen, fréttastjóri Milliyet, þriðja stærsta blaðsins í Istanbul. „Við ætlum að gefa honum smásvigrúm áður en við ráðumst til atlögu. Annars erum við óháð blað, þótt við höfum stutt Ecevit síðast. En það er harla lítil ástæða til að búast við breytingum. Við þekkj- um þá báða, hvorugur er líklegur til að koma á óvart. Ecevit hefur sjarma, hann er fágaður mennta- maður, rómantískur hugsjóna- maður. Demirel er utan af landi, hann hefur sinn stíl þótt grófari sé og hann kann á sitt fólk. Hann er raunsærri og hefur ákveðið forskot í þekkingu á efnahagsmál- um. Síðast en ekki sízt er svo kona hans hlutlaus og skiptir sér ekki af neinu. Frú Ecevit hefur aftur á móti látið mjög að sér kveða, verið að stússa út og suður fyrir mann sinn. Ég hef litið á þetta sem kost lengst af. En nú kom upp úr dúrnum nýlega fjársvik hjá félagi sem hún átti aðild að því að stofna og það getur veikt stöðu manns hennar, þótt það sé raunar ekkert sem bendir til að hún sé flækt í svikin. Þeir eiga fátt sameiginlegt, Demirel og Ecevit, nema að hvor- ugur virðist hafa nein ráð á takteinum, né snerpu til að fram- kvæma harkalegar aðgerðir — og svo eru þeir báðir barnlausir." Tyrkland — Istanbul í nokkra daga, það er djarft að ætla að gera á því mikla úttekt. En við kom- umst til Izmir og fórum til Efesus, þar sem sagt er að María mey hafi búið eftir að sonur hennar var krossfestur og Jóhannes tók hana með sér frá Gyðingalandi. Það er sjaldan sem rústaborgir hrífa mig — sjaldan hafa stór- staðir fortíðar megnað að vekja með mér innri hugljómun. Ekki fyrr en ég kom til Efesus og sté inn í litla húsið sem hefur verið endurbyggt eins og talið er að það gæti hafa litið út þegar María bjó þar. Það er svo einfalt og hreint og mér fannst ég næstum sjá Maríu ganga þar um garða, hæga, hljóð- láta konu sem hafði orðið að horfa upp á son sinn sem hún elskaði en skildi sjálfsagt aldrei, hengdan upp á kross. Inni í þessu húsi var einhver blíður þytur. Hvort sem María var einu sinni fyrir óra- löngu á þessum stað verður víst aldrei vitað — en mér fannst hún hefði getað verið hér. Höfrungur 75 ára í dag ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Höfrungur er 75 ára í dag. Stofnað 20. des. 1904. Aðalhvatamaður að stofn- un var Anton Proppé kaupmaður á Þingeyri. Fimleikar voru aðal verkefni þess framanaf starfsævi og þá aðallega yfir veturinn. En er árin liðu varð mikið íþróttalíf og um tíma 1925 til 1928 voru 6 deildir við æfingar drengjaflokkur, ungl- ingaflokkur, kvennaflokkur, Old- boys (karlaflokkur), frúarflokkur og úrvalsflokkur pilta. Æft var tvisvar í viku hjá öllum flokkum. Þá var vikivakakennsla og tóku þátt í þeim 86 fullorðnir og 62 börn. Á sumrin voru sundnám- skeið, kennt í sjó. Sýningarflokkur sýndi fimleikaæfingar á skemmt- un í Geirþjófsfirði og 1930 í Framnesi á Héraðshátíð Vest- fjarða. Óvíða mun hafa verið meira íþróttalíf í smákaupstað. Núver- andi formaður £r Sighvatur Dýri Guðmundsson. Ekki voru tök á að minnast afmælisins á þessum tímamótum, en áætlað að verði síðar. Nú eru mörg áhugamál á dagskrá, leikvallargerð, skíða- námskeið, sundlaugarmál, svo að eitthvað sé nefnt. Heill þér Höfrungur Viggó Nathanaelsson Þjófnaðar- faraldur í Eyjum TALSVERT hefur verið um hnupl og þjófnaði í Vestmannaeyjum að undanförnu, og hefur lögreglan átt annríkt af þeim sökum. Að sögn lögreglunnar eru það einkum stálpaðir krakkar og unglingar sem standa fyrir þessum óknytt- um, um leið og þeir safna í brennur sem kveikja á í um áramótin. Tekist hefur að upplýsa flest þessara mála, og eru það í flestum tilvikum sömu ungl- ingarnir sem fyrir þeim standa. Gullverð nálgast 500 dollara London, 19. des. AP. GULLVERÐ hélt áfram að hækka á gjaldeyrismörk- uðum í London og Ziirich í dag, og um tíma komst verðið í 496 dollara á únsu. Þegar gjaldeyrismörkuð- unum var lokað síðdegis var verðið 489 dollarar í Ziirich og 488,60 í London, og hefur það aldrei staðið hærra að viðskiptadegi loknum. Gullverðið hefur nú rokið upp um 106,50 dollara á aðeins einum mánuði, og fyrir rúmu ári, 30. nóvem- ber í fyrra, var gullverðið 193,25 dollarar únsan. Hækkunin nú stafar að- allega af ótryggu efnahags- ástandi í heiminum og af ótta við að olíuútflutn- ingsríkin, OPEC, samþykki á fundi sínum í Caracas verulega verðhækkun á olíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.