Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 YAOmúU- kaffinu Eí þú þarft endilega að láta þér blæða, vertu þá á mottunni! mæm. Fáránlegt! — Slanga, sem býð- ur epli. Hvíiík fjarstæða að þessi eina kona á jörðinni skuli einmitt nú þurfa að finna slöngu? „Má ekki fara illa með hann“ BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Gott getur verið að spila þann- ig, að einn slagur fáist fyrir. En þó er auðvitað betra að velja þá aðferð, sem tryggir tvo. bó verð- ur að taka fram, að ekki var auðvelt, að koma auga á þetta í spili dagsins. Norður gaf, allir utan hættu. Norður S. D H. DIO T. Á8532 L. ÁKD84 Austur S. 1086 H. 63 T. D9764 L. 963 Suður S. 543 H. Á87542 T. 10 L. G72 Suður Vestur 1 TíkuII pass 1 Hjarta 1 spaði 3 Lauf pass 3 Hjortu pass 4 Hjortu ailir pass Vestur spilaði út spaðakóng og þegar hann hafði séð blindan spilaði hann spaðaásnum en með því að láta sagnhafa trompa í blindum tryggði hann sér einn aukaslag á trompið. Suður gerði eins og til var ætlast. Trompaði, spilaði sig heim á hendina með tígulás og trompa tígul, trompaði síðan síðasta spaðann og þar með voru möguleikar varnarinnar bún- ir. Sagnhafi fór inn á hendina með laufi á gosann, tók á trompás og spilaði aftur trompi og vörnin gat^, ekki fengið fleiri slagi en tvo á tromp auk spaðakóngsins. Slétt unnið. Sjálfsagt hefur þú séð hvernig vestur gat hnekkt spilinu. Eftir spaðakónginn varð vestur að spila trompkóngnum, beint út í opinn dauðann, en eftir þaö yrði spilið óvinnandi. Sagnhafi getur þá ekki tekið tvisvar tromp og spilað laufunum. Vestur á aðeins tvö og hann fær slag á tromp og þrjá á spaða. Ekki verður betra að reyna að trompa spaða. Vestur fær þá að vísu tíl baka hjartaslaginn, sem hann gaf með kóngnum en fær að auki tvo á spaða. Og ekki dugir heldur að láta vestur fá á hjarta- kónginn, hann spilar þá bara spaðaásnum og fær tvo á tromp og tvo á spaða. Vestur S. ÁKG972 H. KG9 t. KG L. 105 Sagnirnar: Norður Aust COSPER P r t ei3oC05PER _? _? _? Borist hefur eftirfarandi grein- arkorn frá sjúkraþjálfara þar sem fjallað er um vinnustellingar og er bréfið ritað í tilefni greinar dr. theol. Jakobs Jónssonar í Tímariti Gigtarfélags íslands 4. tbl. 1. árgangs í desember 1979. Nafnið á þessu greinarkorni vakti sannarlega athygli mína, er ég sá Tímarit GÍ, en þó ekki síður er ég sá hver ritað hafði. Ég hafði þó verið svo heppin að heyra fyrir tilviljun hluta þess erindis er höfundur greinarinnar flutti í Ríkisútvarpinu fyrir u.þ.b. ári síðan að mig minnir um þetta sama efni. Nú, ekki síður en þá, varð ég alveg undrandi að þessu máli skyldi vera hreyft af manni úr stétt þeirri, sem að áliti alls almennings er talinn sinna sálum meðbræðra sinna fremur en líkama. Því meir gladdi það mig, sem það var óvænna. Dr. theol. Jakob Jónsson kemur í þessu greinarkorni beint að aðalvandamálinu í heilsugæslu utan sjúkrahúsanna. Það er, að reyna að koma í veg fyrir líkam- lega og þá um leið andlega van- líðan af völdum rangs álags og einhæfra starfa. í kyrrsetuþjóð- félagi nútímans þar sem véla- og tæknivæðing er alltaf að aukast, hefur líkamleg heilsa hins vinn- andi manns orðið útundan. Hér varítar fræðslu, eins og dr. theol. Jakob bendir réttilega á. Og því fyrr á lífsleiðinni sem sú fræðsla er veitt, því betra. Hér þyrftu skólarnir að koma inn. Þar næst til allra Islendinga á ákveðnum aldri. Það er og gleðiefni, að í nokkrum fjölbrautaskólum hefur líkamsbeiting og starfsstöður ver- ið teknar inn sem námsefni á heilsugæslubraut og er vonandi aðeins fyrsta skrefið því þetta ætti að kenna í öllurp brautum. Þegar tæki og hlutir eru keypt- ir, fylgir oft bæklingur um með- ferð og viðhald, og er það síðan á ábyrgð eigandans hvort farið- er eftir þeim leiðbeiningum og tæk- inu haldið í lagi. Þetta þyrfti og ætti að vera nokkuð svipað með líkamann. Fólk getur og á að taka ábyrgð á líkamlegri heilsu sinni sjálft, að svo miklu leyti sem ekki koma til vefrænir sjúkdómar. En til þess að það verði, þarf aukna fræðslu. Eitt af starfssviðum sjúkra- þjálfara er einmitt að kenna fólki líkamsbeitingu og starfsstöður/ Maigret og vínkaupmaðurinn Eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir sneri ó islensku 3 Dyrnar voru opnaðar og Lap- ointe kom inn i skrifstofuna. — Fourquet rannsóknarlög- reglumaður var að hringja. Hann vildi hafa tal af yður en ég sagði þér væruð vant við iátinn. Foruquet vann i 17. hverfi, þar sem bjuggu rikisbubbar og þar voru sjaidan framin glæpa- verk. — Maður var skotinn niður i Rue Fortuny, tvö hundruð metra frá Parc Monceau. Af pappirum og skjölum kemur fram að hann var einn af þeim stóru — mjög þekktur vínkaup- maður. — Er það allt og sumt sem vitað er á þessari stundu? — Hann virðist hafa verið á leið út i bilinn sinn, þegar skotið var á hann fjórum skot- um. Það voru engin vitni. Þetta er fremur fáfarin gata og á þessari stundu virðist enginn hafa verið þar á ferii. Maigret leit á Stiernet og svo yppti hann öxlum. — Er Lucas hér? Hann gekk að dyrunum á næsta herbergi og sá að Lucas sat við skrifborð sitt. — Kíktu aðeins hingað inn til min. Stiernet horfði stóreygur á þá tii skiptis eins og þetta kæmi honum rétt lítið við. — Þú byrjar á yíirheyrsl- unni aftur og lætur bóka svör hans. Svo lætur þú hann skrifa undir og lætur fiytja hann í varðhaid. Lapointe, þú kemur með mér. Hann fór í þykka svarta frakkann sinn og sveipaði bláa trefiinum sem konan hans hafði prjónað, um hálsinn. Áður en hann fór af stað tróð hann sér i nýja pipu, sem hann kveikti i frammi á gangi eftir að hafa litið sem snöggvast i síðasta sinn á morðingjann unga. Þótt ekki væri framorðið voru fáir á ferli vegna kuldans sem gerði mann stirðan í andlit- inu og næddi gegnum hlýjustu flíkur. Maigret og Lapointe stigu inn i einn af bilum rannsóknarlögreglunnar og siðan var ekið i loftinu i annan bæiarhluta borgarinnar. I Rue Fortuny stöðvaði lög- regluþjónn alla umferð og hindraði forvitna vegfarendur i að komast að iiki sem lá á gangstéttinni. Fimm, sex manns voru á sveimi hjá. Foruquet var þarna og kom snarlega til Maigret. — Rannsóknarstjóri hverfis- ins var að koma. Læknirinn er einnig kominn á vettvang. Hann var elskulegur maður og Maigret féll hann vel i geð. Þeir tókust i hendur. — Þekktuð þér Oscar Cha- but? — Hefði ég átt að gera það? — Hann er þekktur maður, einn af stærstu vínkaup- mönnum hér í París. hann átti ýms þekkustu fyritækin. Ég er viss um að þér kannist við nöfnin Vin des Moines, Múnka- vinið. Hann hefur bila i förum og skip á ánum. Maðurinn sem lá á gangstétt- inni var þrekvaxinn án þess að vera digur. Læknirinn sem kraup við hlið hans reis á fætur og dustaði af buxnaskálmun- um. — Hann hefur aðeins lifað örfáar minútur eftir hann var skotinn, en við fáum um það nánari upplýsingar eftir krufn- inguna. Maigret horfði á starandi brostin Ijósblá augun og kröft- uga andlitsdrættina. - Hafið þér hringt í sak- sóknarann. — Já, hann sendir fulitrúa fljótlega. Maigret skimaði i kringum sig og sá Fourquet standa skammt írá þar sem hann barði sér til hita. — Hvaða bíl á hann. Við gangstéttina stóðu nokkrir bilar, allt stórir og dýrir. Chabut hafði verið á rauðum Jaguar. — Hafið þér athugað hanskahólfið? — Já. Þar voru sólgleraugu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.