Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 Dagrún Kristjánsdóttir: Góð bók er gulli betri íslendingar eru almennt taldir bókamenn og rétt er það að mikið er gefið út af bókum og mikið er lesið, en þar með er ekki öll sagan sögð. Réttara væri að spyrja um það hvernig bækur eru gefnar út og hvaða bækur eru lesnar? Margir una sér langar stundir við bókalestur og er ekki frítt við að það sé talið nokkuð órækt merki um góðar gáfur, en þá gleymist að huga að því hvernig bækur það eru sem lesnar eru, því magnið er ekki endilega rétti mælikvarðinn, — heldur gæðin. Eðlilegt er það að vísu, að val á bókum til lestrar, sé misjafnt, en æskilegt er að það sé að jafnaði vandað — eins og allt annað sem við tökum okkur fyrir hendur. Mikið er til af góðum bókum, um ýmis efni, en samt er það misjafnt hve efni þeirra er beinlínis nyt- samt og hve lengi sú nytsemi varir. Það er vissulega mestur fengur í þeim bókum sem við höfum var- anleg not af og hafa bætandi áhrif á daglegt líf okkar, ásamt því að vera öruggt ferðanesti leiðina á enda, út yfir þau mörk sem okkur eru sett í jarðneskri tilveru. Bækur sem helzt geta gefið vísbendingar í þessa átt eru marg- ar til, en misgóðar, má þar nefna bækur um trúarleg efni, guðspeki og lífið að loknu jarðlífi. Flestar bækur um þessi efni miða að því að leysa sálina úr fjötrum fávizku og ófrelsis, nema þær, sem enn kenna það, að þegar sál og líkami skiljast að, sé ekki nema um tvennt að velja fyrir þá vitund sem lifir af líkamsdauðann — þ.e. sálina — og það er annaðhvort eilíf sæla, beint í framhaldi af rysjóttu mannlífi, eða eilíf útskúf- un með tilheyrandi kvölum. Hve margir eru svo fullkomnir og algóðir að þeir geti vænst þess að geta flogið beint að fótskör Guðs, úr mannheimi? Eru það þeir er boða þessa kenningu? Og hvað um alla hina? Eru þeir svo gegnsýrðir af vonsku að þeim hæfi aðeins það versta? Hvað sagði ekki Kristur: I húsi föður míns eru margar vist- arverur. Til hvers eru þær allar, ef aðeins er um tvær að ræða, Himnaríki eða Helvíti? Enn eru þeir sem boða í nafni trúar sinnar, svefn til dómsdags, sem virðist vera nokkurð óljóst, hvenær renna muni upp og kæmi mér ekki á óvart þó að þeir yrðu vel hvíldir og útsofnir, sem þann kost kjósa, því enginn veit hve margar milljónir ára geta liðið, áður en sá dagur rennur upp. Það er sannarlega ekki furða þó að myrkrið sé mikið í hugskoti þeirra og lífi, sem láta þessar ömurlegu skoðanir ráða og hafa þessi viðhorf til framtíðarinnar og eilífðarinnar. Ég vænti þess að Drottinn sé réttlátari og kær- leiksríkari en svo, að hann sjái Dagrún Kristjánsdóttir ekkert nema svart og hvítt og þessvegna þurfa vistarverurnar að vera fleiri en tvær, svo að rúm sé fyrir okkur öll, svo misgóð og misvond sem við erum og eigum misjafnlega langa leið fyrir hönd- um til fullkomnunar, en það er markmiðið með tilvist okkar að við nálgumst smám saman, með meiri reynslu og þroska, hið full- komna upphaf, þ.e. Guð. Tækifær- ið er okkur gefið hér á jörð, þessvegna er það afarmikils vert að við nýtum þá möguleika eftir því sem vit og geta leyfir. Við gerum öll mistök að meira eða minna leyti, þau geta leitt til erfiðleika sem okkur finnst við ekki ráða við. Við hittum einfald- lega ekki á réttu lausnina, þó að hún liggi mörgum í augum uppi, en hún er sú að tengja saman — trú á Guð, trú á sjálfan sig og trú á að allir erfiðleikar víkji, sé stöðugt haft í huga að við erum ekki ein um að ráða fram úr vandamálum okkar ef að við afráðum að biðja Guð um hjálp. Jarðlífið er ekki eitt og Guð annað — þetta er — eða á að vera samofið, þannig gengur allt bezt. Mér barst í hendur bók, fyrir nokkru sem ætti að vera til á hverju heimili. Hún er eftir Nor- man Vincent Peale, þýdd af Bald- vin Þ. Kristjánssyni og heitir BJARTSÝNI LETTIR ÞÉR LÍFIÐ. Þessi bók lýsir því betur en ég get komið orðum að, hve mikil nauðsyn það er fyrir hvern þann mann, sem vill komast farsællega í gegnum lífið og yfir torfærur þess, að eiga sterka tíu — án hennar erum við lítil og komumst skammt. Við öðlumst ekki næga tru á okkar eigin getu —án trúar á Guð, og jafnvel þó að margur virðist trúa aðeins á sjálfan sig, þá nægir það ekki til lengdar, áður en varir virðist eitthvað hafa gripið í taumana, sem við ráðum ekki við. I bók dr. Peale eru gefin mörg og góð ráð, við margskonar vanda- málum og djúpstæðum erfiðleik- um og miða þau undantekningar- laust að því að auka bjartsýni og von hjá þeim fjölmörgu sem eru að gefast upp í lífsbaráttunni. Er það gert á þann eina hátt sem fær er og gefur varanlega bót þjökuð- um huga um leið og greiðist úr öðrum erfiðleikum — sterk trú á handleiðslu Guðs, er styzta og bezta leiðin til bjartsýni og vel- gengrti. Þó vil ég taka það fram að sú velgengni getur verið önnur, en venjulega er átt við með því orði, sem í hugum fólks merkir oftast ríkidæmi eða það að geta veitt sér flest sem hugurinn grinist, það er í raun ekki velgengni, þar sem það spillir frekar og tefur fyrir þroska flestra, nema þeirra sem nota auð sinn öðrum til góðs. Nú eru það efalaust margir sem eru andvígir því sem að framan er sagt og telja þetta ekki svo auðvelt, sem það er sett fram. Það er rétt að það er ekki oft „auðvelt" að sigrast á erfiðleikum, en þar með er ekki sagt að það sé ekki hægt. Sama má segja um trúna, — það hafa ekki allir sömu tilhneig- ingu til trúar, en það er líka hægt að læra að trúa og öðlast sterka trú, en það þarf að iðka trú og leggja rækt við hana til þess að hún verði það afl í lífi manns, sem megnar að breyta því til góðs — breyta vonleysi í bjartsýni, van- mætti í styrk. Bók dr. Peale kennir okkur hvernig þetta er gert og það er enginn skortur á erfið- leikunum sem margur á við að stríða, en þrátt fyrir það vinnast margir sigrar eingöngu fyrir bjartsýni sem á rót sína að rekja til vaxandi trúar, — trúar sem er tengd lífinu. Það vinnst lítið með sunnudagstrú sem oft virðist að- skilin hversdagsleikanum og slitin úr tengslum við raunveruleikann, Guðs er þörf alla daga vikunnar, það kemur skýrt fram m.a. í bókinni; Bjartsýni léttir þér lífið. Þúsundir manna hafa reynt það hvernig máttur trúar og bjartsýni, hafa gjörbreytt lífi þeirra, — ekki aðeins andlegri líðan, heldur beinlínis veraldlegu gengi á ýmsan hátt. Og um leið og einstaklingun- um fjölgar sem eru í andlegu jafnvægi og sáttir við hina félags- legu heild — þá fer mannlíf batnandi í öllu tilliti. Allir þættir lífsins, eru svo nánir og samofnir að einangruð fyrirbæri eru varla til. Allt bæði illt og gott geislar frá sér áhrifum, meira eða minna á ýmsan hátt og má líkja þeim við gárur sem myndast á lygnum vatnsfleti, sé steini kastað í vatn- ið, gárurnar ná langt út frá staðnum þar sem steinninn féll. Vil ég þakka Baldvin Þ. Krist- jánssyni fyrir það sem hann hefur lagt til liðsinnis batnandi heimi, með þýðinu sinni á bók dr. Peale og fyrri bókum hans, sem allar sýna fram á, hverju máttug trú getur komið til leiðar. Norðurstjarnan í Hafnarfirði: Framleiðir upp í 450 milljón króna samning FYRIR skömmu var und- irritaður í Reykjavík sölu- og framleiðslusamningur annars vegar af hálfu Sölustofnunar lagmetis sem seljanda og Norður- stjörnunnar h.f. í Hafnar- firði sem framleiðanda og fyrirtækisins Christian Bjelland h.f. í Bandaríkj- unum hinsvegar, en samn- ingurinn var gerður með milligöngu dótturfyrir- tækis Sölustofnunar lag- metis í Bandaríkjunum, Iceland Waters Industries í New York. Samkvæmt samningi þessum var samið um sölu á niðursoðnum léttreyktum síldarflökum að heildar- verðmæti 450 millj. kr., en vara þessi verður seld á Bandaríkjamarkaði með vörumerki Chr. Bjelland. Samningurinn er sá stærsti, er gerður hefur verið af hálfu Sölustofnun- ar lagmetis til þessa á vestrænum markaðssvæð- um, en áður hafa stærri samningar verið gerðir við Sovétríkin. Norðurstjarnan h.f. í Hafnarfirði framleið- ir ein upp í þennan samn- ing. Unnið er að frekari sölu á þessari vörutegund á Bandaríkjamarkaði, m.a. sölu með íslenzku vöru- merki, Iceland Waters. Standa vonir til að takast megi að selja á næsta ári á Bandaríkjamarkaði einum þessa vörutegund fyrir u.þ.b. 800 millj. kr., og yrði þá bæði um að ræða magn- og verðmætisaukningu á milli ára, allt að 30% í magni og um 15% í verð- mæti í erlendri mynt. Sérstök áherzla verður á það lögð af hálfu Sölustofn- unar lagmetis að auka sölu á lagmeti undir eigin vöru- merki stofnunarinnar. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐEVU U (il.VSIM, \ simiw i:R; 22180 imic v rjí€it3£öfitaqiaH Ú-r [>ieuoiov£loscí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.