Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 ÍSLENSKIR kristniboðar segja frá hefur að geyma frásagnir þeirra Katrínar Guðlaugs- dóttur, Margrétar Hróbjartsdóttur og Helga Hróbjartssonar af starfi þeirra í Suður- Eþíópíu þar sem þau dvöldust um árabil við kristniboðs- og hjálparstörf. Helgi Hróbjarts- son hefur myndskreytt, en bókin er gefin út í tilefni 50 ára afmælis Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Útgefandi er bókaútgáfan Salt hf. Fyrri kaflinn cr eftir Margréti Hróbjartsdóttur. Ég gleymi eflaust aldrei nótt einni þegar óttinn lamaði mig alveg. Enn þann dag í dag líður mér illa, þegar ég hugsa um þann atburð. Ég vaknaði við mikinn grát og óp, sem færðust nær og nær stöðinni. Eitthvað hræðilegt hlaut að hafa gerzt, og nú var fólkið á leiðinni til okkar. Ég vakti Benedikt, og þegar fólkið stóð grátandi fyrir utan þorði ég ekki út, en bað hann að fara og athuga, hvað um væri að vera. Þegar hann kom inn aftur, sagði hann mér, að fyrir utan lægi kona, kviðarholið væri opið og innyflin lægju úti. Hún væri þegar búinn að missa mikið blóð og væri deyjandi. .Maðurinn hennar hafði misþyrmt henni svona í reiðikasti. Mér var strax ljóst, að ég gæti ekkert gert, en spurningin var, hvort reynandi væri að keyra hana til Gídóle. Sennilega hefði það ekkert þýtt. Holsárið og blóðmissirinn höfðu þegar leitt hana of langt. Benedikt sagði fólkinu, að eina veika vonin væri bundin við það, að hún yrði flutt til Gídóle, í bíl kristniboðs- ins, og værum við viðbúin að fara með hana strax þeim að kostnað- arlausu. Fólkið hefur séð, að hun myndi ekki lifa ferðina af og vildi því ekki gera þessa tilraun. Grátur þess ómaði lengi í niðdimmri nóttinni, og í huga mér ríkti dimma og sársauki. Mér fannst ég hafa brugðizt því. Ég hafði ekki einu sinni árætt að líta á konuna. En þetta varð mér mikill lærdóm- ur. Það kom aldrei fyrir aftur, að ég drægi mig inn í skel af ótta við að horfast í augu við veruleikann, þegar slasað fólk var borið til okkar. Einu sinni var borinn til sjúkra- skýlisins maður, sem fengið hafði djúpa spjótsstungu inn í kviðar- holið. Hluti af þörmunum lá úti. Ingunn Gísladóttir var sem betur fer heima, þegar þetta gerðist, og hafði hún oft áður orðið að glíma við slys af þessu tagi. í þetta sinn leizt henni illa á, að hún gæti gert að sárum mannsins svo vel væri, og við vorum því farin að gera ráðstafanir til að keyra til Gídóle. Þá ber allt í einu bíl að garði! Fögnuðurinn var mikill, þegar við sáum, að þarna var vörubíll norska kristniboðsins kominn, — og ekki varð gleðin minni, þegar út úr honum steig norskur læknir! Okkur fannst við hafa himin höndum tekið og lofuðum Guð. Við hófumst þegar handa við að undir- búa skurðaðgerð, og var mér falið að annast svæfinguna að tilsögn læknisins. Þegar sjúklingurinn hafði sofnað, var öðrum undirbún- ingi lokið, og aðgerðin hófst. Allt gekk vel þar til aðeins var eftir að sauma yzta lagið. Þá hætti sjúki- ingurinn allt í einu að anda! öll tiltæk ráð voru viðhöfð til að lífga hann við, en allt kom fyrir ekki. Og læknirinn gat ekki gefið neina skýringu á því, sem gerzt hafði. Við urðum að segja bræðrum hins látna hvernig komið var, og það skipti engum togum, — sorgar- söngurinn og kveinstafirnir byrj- uðu umsvifalaust, en einnig ásak- anir á okkur, að við hefðum gengið að honum dauðum! Ég lá vakandi alla næstu nótt og hlustaði á harmkveinin. Sem betur fer rigndi mikið þessa nótt, og þegar regnið B* t Kápumyndina tók Helgi Hróbjartsson. Á meðal geta vegið hátt í 50 kíló, og bregður þó mörgum konum ekki við að fara tvær ferðir á dag eftir viði. Mjölsúpa eða kornbollur til matar handa heimilisfólkinu er lagaðar á opnu eldstæði með frumstæðum áhöldum. En sjaldan er lengi til setunnar boðið, því akurvinna er mikil. Konan hefur eigin spildu, þar sem hún ræktar korn til daglegs brauðs. Maðurinn á aðra akra og víðáttumeiri. Oft vinna hjónin saman á þessum ökrum, en hagn- aðurinn rennur alla jafna í vasa húsbóndans. Bómullarrækt er talsverð, og þegar um hægist, sitja karlar og konur við að hreinsa bómull og spinna, — en karlarnir einir vefa. Saumaskapurinn var líka þeirra verk, og ekki fyrr en kvennafundir á kristniboðsstöðinni hófust, að konur lærðu að nota nálina. Meðan konan vinnur, er það verk ömmu eða langömmu, sem ekki getur lengur erfiðað, að gæta minnstu barnanna. Algengt er og að sjá börn á unga aldri bera sér yngra systkin á bakinu. Það eru óskráð lög meðal heið- ingja, að maðurinn má lúskra á konu sinni eftir þörfum, og er þá réttur hennar jafnan fyrir borð borinn. Ævi gamalla kvenna er enn síður dans á rósum, því að heiðnin dæmir óvinnufæra misk- unnarlaust úr leik, ekki sízt ef harðnar í ári... Minnisstætt er mér atvik frá sjúkraskýlinu. Heiðingi kom með eiginkonu sína. Hægri handlegg- urinn var illa brotinn, og beinin stóðu út um opið sárið. Holdið var farið að rotna, enda nokkur tími liðinn frá því slysið varð. Líklega var eina björgun kon- unnar, ef handleggurinn yrði tek- inn af. Það var von á læknisheim- sókn næsta dag, og hjúkrunarkon- an bað manninn að bíða. systkina í Konsó Kaflar úr bókinni íslenskir kristniboðar segja frá i'Í.V Nokkrar teikningar eru í bókinni og eru þær cinnig eftir Helga Hróbjartsson. buldi á bárujárnsþakinu, heyrði ég minna til syrgjendanna. Fegin varð ég birtunni og fór snemma á fætur til að útbúa morgunverð handa ferðalöngunum, sem ætluðu að halda ferð sinni áfram. Ingunn ætlaði að slást í fylgd með þeim til að fara í sumarfrí. Þegar þau héldu úr hlaði, stóð ég eftir með ábyrgðina á sjúkrastarfinu. En þó var ég ekki ein. Maðurinn minn stóð með mér og studdi mig með ráðum og dáð. Sá agnúi var þó á, að hann hafði í svo mörg horn að líta, því á honum hvíldi skóla- og safnaðarstarfið og þær byggingarframkvæmdir sem í gangi voru. Fullvissan um að Guð væri með í verki gaf okkur þrek. Við vissum, að hann mundi gefa okkur vizku og vísdóm til að ráða fram úr því, sem erfitt mundi reynast. Hann brást okkur heldur aldrei. Við urðum ótal sinnum vottar að því, að hann lagði líknarhendi yfir sjúka og þjáða og notaði okkur þrátt fyrir veikleika okkar og vanþekkingu. Sólskinssögurnar frá sjúkra- starfinu eru þó margfalt fleiri en hinar. Ólýsanleg gleði og þakklæti fyllti hug og hjarta, þegar fólkinu batnaði. Margar slikar gleðistund- ir átti ég og hafði því ærna ástæðu til að lofsyngja Guði mínum hástöfum, hvað ég líka oft gerði. Síðari kaflinn er eftir Katrínu Guðlaugsdóttur og fjallar m.a. nokkuð um stöðu kvenna og heitir: Fagnaðarerindið leysir f jötrana Margt er skrifað og enn meira skrafað um stöðu kvenna í dag. Ekki freistar mín að fara út á þá braut, enda hagur íslenzkrar konu vel kunnur. Færri hafa hugmynd um aðbúnað kvenna í heiðnu landi. í Konsó er konum almennt sniðin þröngur stakkur. Verði hjón á vegi manns, gengur eigin- maður ósjaldan á undan tómhent- ur, en konan þungt klyfjuð á hæla honum. Erfiðustu verkin falla gjarna í hennar hlut, þó skylt sé að leggja áherzlu á, að karlmenn í Konsó eru vinnusamir, svo að af ber öllum þjóðflokkum Eþíópíu. Hver fjölskylda hefst við í afmörkuðum húsagarði, og hýbýl- in eru kringlóttir leirkofar með stráþaki. Okkur þætti trúlega mið nótt, þegar Konsókonan rís úr hörðu fleti og sezt við kvarnarsteinana. Verkið er henni kunnugra en svo, að hún þarfnist birtu. Sama máli gegnir um tröðin, sem hún gengur niður að brunnin- um eftir vatni. Þegar við förum að þekkja til staðhátta, hættum við að undrast, þó hreinlæti sé víða ábótavant. Eða er ekki eðlilegt, að þeim sé dropinn dýrmætur, þegar sækja þarf hann langar leiðir? Furðu sætir, hve fáar kvenn- anna eru bakveikar miðað við allt, sem á þær er lagt. Viðarbyrðar „Hvað gæti slík aðgerð kostað?“ spurði maðurinn. „Kannski 10—15 dollara, en við sjáum til með það,“ var honum svarað. Maðurinn sneri sér við og horfði hugsandi á konu sína. Hún var ekki mikils virði handarlaus. Næsta morgun var maðurinn horfinn með konuna. „Það er ódýrara fyrir mig og miklu betra að fá mér nýja,“ hreytti hann út úr sér, þegar næturvaktin reyndi að hefta för hans. Mat heiðins manns á konu sinni er misjafnt og mælikvarðinn allur annar en við eigum að venjast í kristnu landi. Það er fráleitt að þau séu jafningjar. Þess vegna hefur kristin trú verið konunum í Konsó mikil lyftistöng. Allir eru jafnir fyrir Guði, ekki karl eða kona, og Orðið leiðbeinir um kristið líferni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.