Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 Islenskt-norskt vina- f élag stof nað í Drammen SHÞ Osló. Mánud. 10. des: Sunnudaginn 9. desember var stofnað í Drammen „Islandsk- Norsk Vennskapsforening í Drammen og omegn“. Áfundinum mættu 75 manns af báðum þjóð- ernum, sem gengu í félagið. Fyrir nokkrum árum kom fram sú hugmynd frá Ingibergi Bald- vinssyni og Sigíði Vilhelmsen að stofna til félags Norðmanna og íslendinga. Var þetta auglýst, en eini þátttakandinn auk þeirra var Atli Björnli lögmaður, sem nú er konsúll íslands í Drammen. Lá nú hugmyndin niðri um sinn. Það var svo í sumar, að henni var hreyft að nýju, með ofagreindum ár- angri. Stofnfundur var svo boðaður sunnudaginn 9. desember. Gerði Sigríður þar fyrst grein fyrir tilefni fundarins, en síðan hélt íslenski sendiherrann í Osló, Páll Ásgeir Tryggvason, tölu og óskaði félaginu allra heilla. Var hann mættur á fundinum ásamt konu sinni. Fundarstjóri var kosinn Ingibergur Baldvinsson og Sigurð- ur H. Þorsteinsson fundarritari. Þá voru samþykkt lög fyrir félagið og kosin stjórn samkvæmt þeim. Formaður var kjörin frú Sigríður Vilhelmsen, varaformaður Sigurð- ur H. Þorsteinsson, ritari Inger Helene Boasson-Eriksen, gjald- keri Magnús Óskar Magnússon og meðstjórnendur Jan Skjönhaug og Ingibergur Baldvinsson. Sigurður H. Þorsteinsson sagði síðan frá aðdraganda félagsstofn- unarinnar og Sigríður Vilhelmsen þakkaði traustið fyrir hönd stjórnar. Þá var gengið til dagskrár skemmtifundar. Ivar Orgland stjórnaði samsöng og las íslensk ljóð bæði á fummáli og í þýðingum sínum. Einnig var sýnd kvikmynd ferðamálaráðs, „Island den feil- döpte öy“. Ennfremur var hress- ing á borðum, kaffi, brauð og kökur. Sungu menn ættjarðarlög beggja þjóða, skemmtivísur og jólalög. Mikill og góður rómur var gerður að kvikmyndinni. Að lokum flutti Atli Björnli lögmaður tölu, þar sem hann minntist fyrri tilrauna og óskaði félagi þessu heilla og góðs starfs, en hann hefir verið sá sem hefir í raun annast allt skrifstofuhald fyrir félagið og tekið á móti pósti þess. Nú er kjörinn ritari og var það sem áður segir Inger Helene Boasson-Eriksen. Þeir sem vilja skrifa félaginu geta samt sent bréf sín til: Advokat Atli Björnli, Islands Visekonsulat, Ströms Torv Flytjendur: Haraldur Sigurðsson - Laddi Þórhalldur Sigurðsson - Halli Ragnhildur Gísladóttir - Ragga # # Eg hef aldrei heyrt skemmtilegri plötu Kotturinn Guttormur (Aldrei að segja aldrei Guttormur _ — Kýrin Ljómalind Nýkjörin stjórn félagsins, talið frá vinstri: Sigurður H. Þorsteinsson varaformaður, Jan Skjönhaug meðstjórnandi, Sigríður Vilhelmsen formaður, Inger Helene Bóasson-Eriksen ritari, Ingibergur Baldvins- son meðstjórnandi og Magnús Ó. Magnússon gjaldkeri. Ljósm. Steinar Olsen 9, N-3000 Drammen. Takmark félagsins samkvæmt lögum þess er að vera félagsskap- ur fastbúandi íslendinga og Norð- manna til að auka þekkingu og kynni einstaklinga og þjóðanna. Ætlunin er að halda fundi með þetta fyrir augum, ýmist skemmtifundi eða starfsfundi þar sem fólk getur komið saman, rætt um málefni og lesið blöð og tímarit. Einnig er stefnt að menn- ingartengslum, myndlistarsýning- um og kynningum listamanna. Hefir þegar verið farið á fjörurnar við Svein Björnsson listmálara í Hafnarfirði um að halda sýningu hér, sem hann hefir tekið vel í. Jólasprengjur London, 19. des. AP, ' ** UNDANFARNA tvo sól- arhringa hefur lögreglan í London fundið fimm sprengjur í pökkum og bréfum, sem sendar höfðu verið í pósti tii kunnra Lundúnabúa. Ekki er vitað hvaðan sprengjurnar koma, en talið að hryðju- verkamenn írska lýðveld- ishersins, IRA, hafi sent þær til að hefna fyrir herferð lögreglunnar gegn þeim í fyrri viku. Svo virð- ist sem nöfn viðtakenda sprengnanna hafi verið val- in af handahófi úr upp- sláttarbókum í fyrri viku voru 25 manns handteknir í London grunaðir um aðild að hryðjuverkum, og voru þeir leiddir fyrir rétt þar í borg í dag. Voru níu þeirra úrskurðaðir í gæsluvarð- hald í viku. Austurríski leikarinn Helmut Berger og ítalska leikkonan Ela Martinelli stinga saman nefjum við athöfn í Rómaborg þar sem veittar Voru viðurkenn- ingar fyrir besta klæðaburð karls og konu í heiminum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.