Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 61 hreyfingar, en fram að þessu má segja, að það komi nokkuð seint á lífsbraut manna. Það er ekki fyrr en viðkomandi hefur leitað til læknis vegna líkamlegrar van- líðunar. Nú hin allra síðustu ár hefur þó borið við að sjúkraþjálfarar hafi farið á vinnustaði og til félaga- samtaka og leiðbeint fólki með starfsstöður og vinnuhagræðingu, auk þess sem brýnt hefur verið fyrir því að nauðsynlegt sé að halda líkamanum í góðri þjálfun, því eins og dr. Jakob hefur eftir bílstjóranum: „Ég á þessum líkama svo mikið að þakka, að ég má ekki fara illa með hann.“ Þessi bílstjóri lagði mikla áherslu á að sætið í bíl sínum væri gott og setstaða rétt. En eins og segir í greinarkorni dr. Jakobs um vinnustellingar: Það er ekki nóg að vekja athygli á þessum málum öðru hvoru í fjöl- miðlum, heldur þarf að fylgja þessu eftir af dugnaði. Utlagður kostnaður myndi fljótt skila sér í minni fjarveru úr vinnu og skóla og minni útgjöldum til sjúkrahús- vistunar þessa fólks. Kristín Erna Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari." Árgerö 1980 komin Sérstakt jólatilboð 250.000 út og rest á 6 mán. • Gleymdist kurteisin? Árný Guðmundsdóttir: — Mig langar að greina frá litlu atviki er kom fyrir mig í vikunni þegar ég var að kaupa mér efni í sængurföt í gamalli og virtri verzlun í bænum, sem ég hefi verslað lengi við. Þar er mjög góð og kurteis afgreiðslustúlka, sem ég hef átt samskipti við áður og ekki haft neitt við hennar störf að athuga. En þegar ég er að sauma og er komin að lakinu þá kemur í Ijós að ég hafði um 3.70 m í stað 6.30 m eins og ég hafði beðið um og því gat ég ekki saumað lak á hjónarúm úr þeirri lengd. Ég hringdi í konuna og lét vita af vandamáli þessu og bjóst síðan við góðum móttökum er ég kom í búðina til að fá meira efni. En þá bar svo við að mér fannst nærri sem mér yrði hent út. Að lokum fékk ég þó 2 m til viðbótar, en mér finnst ekki nóg að sýna kurteisi ef fólk getur síðan ekki viðurkennt yfirsjónir, sem var augljóslega búðarinnar í þessu tilviki. Auðvit- að hefði ég átt að koma fyrr, ég viðurkenni það, ég kaupi efnið á föstudegi, en er ekki komin að lakinu í saumskapnum fyrr en á miðvikudag, en samt sem áður verð ég að segja að ég bjóst ekki Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Waddinxveen í Hollandi í sumar kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Sosonkos, Hol- landi, og Kavaleks, Bandaríkjun- um. 29... Rxh4! 30. gxh4 Dxh4 31. Rxd6 Rg5 32. Bxa6 f3! 33. Bfl Rh3+ 34. Bxh3 Dxh3 35. Re3 gw og hvítur gafst upp. Anatoly Karpov heimsmeistari sigraði á mótinu. Hann hlaut 5 vinninga af 6 mögulegum. Kaval- ek hlaut 3 v., Hort 2 V6 og Sosonko rak lestina með 1 % v. við svona viðtökum hjá gamal- reyndu afgreiðslufólki í vandaðri búð. Sú sem átti hlut að máli þarna er einmitt mjög fær í starfi enda hef ég mest verslað í þessari búð og ekki séð eftir því. • Neyðin er líka nær Nokkrar ömmur, er höfðu komið saman, óskuðu eftir að koma eftirfarandi á framfæri: — Um þessar mundir er mikið talað um neyð fólks og þá einkan- lega úti í heimi og er alls konar fjáröflun í gangi til hjálpar. Inn- anlands eru einnig í gangi happ- drætti fyrir hina ýmsu líknar- starfsemi félaga og alls staðar er þörf fyrir fjárframlög okkar, sem megum sjá af nokkrum krónum. Okkur finnst hins vegar að nokkuð oft gleymist sú neyð sem er okkur næst, þ.e. hér innanlands, og hafa nokkrar okkar, sem vinna á Grensásdeildinni, oft orðið vitni að því hversu erfitt það er fyrir fatlað fólk að komast út í lífið að nýju eftir slys og sjúkdóma sem hefta starfsgetuna. Þarf ekki að hafa mörg orð um það, en okkur finnst sem t.d. Hjálparstofnun kirkjunnar megi líka hugsa um þetta fólk, neyðin er líka hjá okkur sjálfum, við þurfum að sinna okkar fólki og rétta því hjálparhönd. Það gerist ekki nema einhver hafi forgöngu um málið og því vildum við beina því til Hjálparstofnunarinnar hvort hún gæti ekki tekið þessi mál upp líka, en ekki einbeitt sér að hörmung- um úti í heimi, eins og gert hefur verið mikið af að undanförnu. Enginn deilir um þörf fólksins í stríðshrjáðum löndum, en neyðin í okkar eigin landi hefur líka gleymst og farið framhjá okkur. HÖGNI HREKKVlSI a J? „'EG 6V6T V/O/AD K) OETie QærOK}" SIGGA V/öGA £ á/LVERAW TÖKUM NOTUÐ TÆKI UPP í NÝ Verö 22“ 711.980,- 26“ 749.850.- r Verslióisérverslun með UTASJÓNVÖRP og HLJÓMTÆKI k Viðskiptavinir athugið að H.F. Ölgeröin Egill Skallagrímsson veröur lokuö á aðfangadag og gamlársdag. ÖLL RAFMAGNS- HANDVERKFÆRI 4 RR BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. 1 1 EFÞAÐERFRÉTT- 8) NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.