Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 37 Mikið var borið í dagskrána. Fyrst söng kór Austurbæjar- skólans og var efnisval allt tengt skólanum. Byrjað á sálm- inum fallega, Hátíð fer að höndum ein, sem Jóhannes úr Kötlum bætti á sínum tíma við fleiri erindum að beiðni söng- kennara skólans, sem fannst eitt erindi of lítið. Þá var sungið jólaljóð, eins og Sigur- sveinn D. Kristinsson, þáver- andi söngkennari, gerði, þ.e. í tvöfaldri keðju, með annarri röddinni fimmund neðar. Og síðan „Upp skepna hver göfga glöð“, sem Hallgrímur Jakobs- son söngkennari hafði á sínum tíma gert við texta Einars Braga og núverandi söngkenn- ari gróf upp í einhverjum skápnum. Og loks „Sjá himins opnast hlið“ í raddsetningu Róberts A. Ottóssonar, en Guð- ríður Magnúsdóttir, ekkja hans, er kennari í skólanum. Þá léku börnin með miklum tilþrifum kvæðið um Jólasvein- ana eftir Jóhannes úr Kötlum, sem lengi kenndi við Austur- bæjarskólann. Og því næst kvæðið um skrópasýkina eftir Stefán Jónsson, sem kenndi í skólanum árum saman í stofu 17 á efri hæðinni. Stefán var oft nefndur faðir hans Gutta og því átti vel við að börnin fluttu og léku Guttakvæðið. Endirinn á dagskrá barnanna var söngleik- urinn Litla Ljót eftir Hauk Ágústsson, sem fjallar sem kunnugt er um Indjána og komu þar margir litríkir Indí- ánar fram. Nú er komin til sögunnar tækni, sem gerir fært að varpa sviðsmyndum á bak- vegg leiksviðsins, sem er mikil hagræðing frá því að bera inn leiktjöld á svo þröngu sviði, eins og áður var gert. Einnig má þar sýna kvikmyndir og var sýnd stutt gamanmynd með Chaplin, áður en krakkarnir fluttu sig yfir í leikfimissalinn, þar sem biðu hljóðfæraleikar- arnir, söngkennarinn Pétur H. Jónsson við píanóið og Eyjólfur Bjarni Alfreðsson með fiðlu og léku fjörlega undir sönginn meðan gengið var kringum jólatréð. Torgið efst á blaði, þegar farið er í bæinn til fatakaupaí Mokkakápa 215.000 Herramokkajakki 150.000 Duffys stakkar 34.000 Barnahúfa 8.900 Lúffur 5.800 _ sími: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.