Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 Aldamótahúsfreyiur MÓÐIR MÍN HÚSFREYJAN. 326 bls. Gisli Kristjánsson bjó til prentunar. Skuggsjá, 1979. »MEÐ þessu þriðja bindi rit- safnsins: Móðir mín — húsfreyj- an er frá minni hendi lokið athöfnum við söfnun efnis og búning þess til útgáfu,« segir Gísli Kristjánsson i formála. Húsfreyj- urnar í safninu eru hér með orðnar fjörutíu og sex. »Má því álykta,« segir Gísli, »að hér sé mótuð allgóð þjóðlifsmynd um- rædds tímabils, með heimilin og stjórnendur þeirra sem megin- drætti myndarinnar.« Hér í þessu bindi segir frá sextán húsfreyjum. Þær eru af aldamótakynslóðinni sem Jónas Jónsson kallaði svo, kynslóðinni sem var frumvaxta um aldamót. Ekki er við því að búast — þar sem synir eða dætur segja hér frá mæðrum sínum — að dregnar séu upp alhliða mannlýsingar. Börn segja gjarnan kost, en ekki löst á Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON mæðrum sínum. Hér gildir þó fyrirvari Snorra að fár muni lofa jafnvel móður sína umfram verð- leika því það væri háð en eigi lof. Enda hefur þessum frásögnum verið treyst því fyrri bindi þessa verks hafa orðið afarvinsælt les- efni, einkum meðal eldri kynslóð- arinnar sem — næstum að segja eðli sínu samkvæmt — hefur langtum meiri áhuga á fortíðinni, ættfræðinni ef ekki mannlífinu yfirleitt en yngra og miðaldra fólk sem sjaldnast gefur sér tíma til að hugsa um annað en eigin hag frá degi til dags. Líkast til gætu fleiri sagt eitt- hvað svipað og Hulda Pálsdóttir sem byrjar þátt sinn á þessum orðum: »Einhvern tíma hefði mér þótt ótrúlegt að ég ætti eftir að skrifa um móður mína. En nú þegar þess er farið á leit við mig hugsa ég gott til að hverfa í huganum til löngu liðinna daga...« í samræmi við búsetuhlutfall í landinu á fyrstu áratugum aldar- innar voru flestar þessar hús- freyjur bændakonur. Raunar var svo til ætlast í fyrstunni að eingöngu yrði sagt frá sveitahús- freyjum en frá því var svo brátt vikið. Allt um það hafa flestar konurnar í þessu riti — hvar sem þær áttu heima — búið búi sínu í víðtækara skilningi en nú er búið. Þær vörðu allri orku sinni til að vinna störf sem nú er í tísku að gera lítið úr: »Móðir mín helgaði föður mínum og okkur börnum sínum alla starfskrafta sína og umhyggju,® segir Stefán Snævarr og talar örugglega fyrir munn fleiri. í rauninni þurftu þessar konur Getur þú hugsað þér jól án lifandi blóma? Hýasintur hafa lengi verið kjörblóm íslenskra heimila á jólahátíðinni. Hvers vegna? Þær hafa unaðslega ilmrík blóm. Þær varpa hátíðarblæ á umhverfið. Þær auka jólastemmn- inguna. ^Blóma fiamleiðendur að vera allt sem Stephan G. taldi upp í vísunni frægu: Löngum var ég... og svo framvegis. Og meira til. Þær voru uppalendur, en líka oft og tíðum bæði kennarar barn- anna og verkstjórar eftir að þau fóru að taka til hendinni. Hér er því getið um margs konar störf sem ekki aðeins einkenndu þjóð- félagið í gamla daga heldur einnig uppeldi þess. Eins og áður — í fyrri bindun- um — er nokkuð misjafnt hversu höfundarnir einskorða sig við per- sónu móður sinnar, sumir segja líka frá fjölskyldu sinni og heimil- isháttum, almennt. Þegar allt er dregið saman geyma þessir þættir býsna alhliða lýsingu á því þjóðfélagi sem var. Þarna má, svo dæmi sé tekið og af því að jólin eru í nánd, fræðast um hvernig börn og fullorðnir nutu þeirrar dýrlegu hátíðar fyrir fimmtíu, sextíu árum. Lestur þessa rits er því ágæt hvíld frá skarkala og hraða dagsins í dag og kemur vel heim við helgi jóla- haldsins. Erlendur Jónsson Byggt og búið Friðrik Hallgrimssson: MARGSLUNGIÐ MANNLÍF. Sjálfsævisaga. 202 bls. Bókaforl. Odds Björnssonar hf. Akureyri, 1979. »ÞAÐ eru breyttir tímar, sem ég hef lifað þessi rúm 80 ár,« segir Friðrik Hallgrímsson. »Lífsbar- áttan hefur breytzt úr vinnu- þrælkun, lélegum húsakynnum, fötum og fæði af skornum skammti, í svokallað velferðar- þjóðfélag, þar sem allir búa í Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON upphituðum húsum, og flestir hafa of mikið af mat og fötum, geta leyft sér eða leyfa sér að henda fötum og mat.« Friðrik Hallgrímsson var bóndi norður í Blönduhlíð í Skagafirði. Hann hefur margs að minnast, fyrst frá bernsku og æsku, síðan frá manndóms- og búskaparárum sem voru erfið en að ýmsu leyti tilbreytingarík. Á búskaparárum Friðriks varð hið margumtalaða framfaraskeið í íslenskum landbúnaði. Gamlir búskaparhættir hurfu hver af öðrum en nýir tóku við. Ekki varð skeið þetta þó áfalla- eða óhappa- laust. Til dæmis kom kreppan illa við bændur eins og aðra. I raun og veru tók ekki að rætast úr fyrir þeim fyrr en með heimsstyrjöld- inni síðari þegar eftirspurn og peningavelta jókst. Friðrik Hallgrímsson er fremur líflegur sögumaður, segir frá hnökra- og hispurslaust og leiðist sjaldan út í málalengingar þó saga hans sé alllöng. Talsvert segir hann frá skiptum sínum við næstu nágranna en með þeim var stundum smákrytur sem virðist þó ekki hafa rist djúpt. Ásteyt- Friðrik Hallgrímsson. ingarefnin voru meðal annars beit og landamerki. Og jafnvel landa- brugg. Þegar Friðrik segir frá liðnum dögum er sem hann end- urlifi þá um leið, mat hans á mönnum og málefnum er gjarnan af því tagi sem gengur og gerist í hita dagsins, þar er hvorki hik né angurværð vegna þess sem liðið er og kemur ekki aftur. Þegar árin færðust yfir og Friðrik hætti búskap tók hann að ferðast til annarra landa — Ameríku og Evrópu — og víkkaði þannig sjónhring sinn í þann mund er kvöldsól ævinnar tók að nálgast sitt náttmálaskarð. Saga hans er því býsna dæmigerð fyrir þá sem fæddust fyrir aldamót og þreyðu þorrann og góuna fram á síðasta fjórðung þessarar aldar — fæddust og ólust upp í baðstofu en máttu að lokum keyra höfuð á bak aftur til að mæla í sjónhending skýjakljúfa Nýjujórvíkur og ann- arra heimsborga. Hér verður ekkert mat lagt á skoðanir þær sem Friðrik Hall- grímsson setur fram á mönnum og málefnum. En bók hans er hressi- leg. Erlendur Jónsson. Árni Helgason: Hvar stendur þú? Lífsgæðakapphlaupið hefir ekki borið annan árangur en að gera fólk eirðarlausara og óánægðara en áður. Það þarf sterk bein til að þola góða daga, stendur þar. Maður er alltaf að rekast á fólk á flótta. Það á engan innri frið. Það reynir að kaupa sér falskan frið við þær lindir sem leiða til ills. „Minn friður er á flótta," getur margur maðurinn sagt. Og hvers vegna? Vegna þess að hann hefir ekki farið eftir gömlu götunum, vegum reynslunnar, brautum dyggðanna. „Hann horfir inn í sig sjálfan og blindast," stendur þar. Bindindisfélögin beina mönnum á friðarbrautir. Þau vita hvar firðarins og hamingjunnar er að leita. Yfir hálfa öld hef ég verð virkur þátttakandi í leiðbeiningastarf- semi góðtemplara sem hefir að kjörorði trú, von og kærleika og vinnur sín störf í þeim anda. Það er mín mesta ánægja að fá að benda börnum og unglingum á hamingjuleiðina, gömlu göturnar, sem Kristur bendir á. Það er vegur lífsins. Og því veldur það mér sorg hversu margir villast í þoku vímuefna og hversu margir í skjóli ímyndaðs frelsis kynda þá elda sem sárast brenna á samferða- fólkinu. Sjáandi virðast þeir ekki sjá og heyrandi ekki heyra. „Ef við nú reyndum að brjótast það beint." Er það möguleiki? Ert þú til í baráttuna? Flugbjörgun- arsveitin í Reykjavík kallar til landsmanna og biður um hjálp. Mörgum mannslífum hefir hún bjargað. En hversu margir farast í áfengisflaumnum? Sameinuðu þjóðirnar benda nú á voðann. Hvað gerir þú? í hvorri fylking- unni tekur þú þér stöðu? Þeirri er hleður flóðgarða og styrkir varnir eða hinni sem dregur lokur frá flóðgáttum í þágu áfengisauð- valdsins? Árni Helgason, Stykkishólmi. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.