Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 Hefur ekkert heyrt af fjöl- skyldunni í Kambódíu í 8 ár Van Thon Samúel Neak-Than heitir hann og kemur írá „landinu ljúfa“, eins og Kambodía er oft kölluð og það ekki að ástæðulausu. En það hefur orðið hlutskipti hans að búa undanfarin ár á „ísa köldu landiu. Þegar hann leit ísland fyrst augum af Gullfossi á ytri höfninni í Reykjavík, eftir mikið og erfitt sjóvolk að haustlagi 1969, sá hann í fyrsta skipti skóglaust land. Það var snjór í fjöllum og honum datt ekki í hug að íþessu landi ætti hann nokkurn tíma eftir að búa. Hann var bara ferðamaður í mánaðar skemmtiferð á fjarlægum slóðum. Nú þykir honum vænt um þetta land og ekki síður fólkið, sem hann hefur kynnst og hefur verið honum einstaklega gott, ségir hann. Honum finnst hann eiga hér heima. Samúelsnafnið, sem fellur vel að íslenskri nafnvenju, hlaut hann í skírn í Phnom Penh, þar sem fjölskylda hans er kaþólsk. Þar ólst hann upp við gott atlæti og litlar áhyggjur í hópi sex systkina. Faðir hans var ráð- herra, fyrst félagsmálaráðherra og síðast landbúnaðarráðherra í stjórn Norodoms Shianouks, þar til honum var steypt af stóli á árinu 1970. Faðir hans var af gamalli aðalsætt í Kambódíu og menntaður í Frakklandi og móð- ir hans af thaílensku og kambód- ísku bergi brotin. — En fólkið í Thaílandi, Laos og Kambódíu er svo líkt, enda sömu gerðar, útskýrir hann. Það eru Víetnam- arnir, sem eru af allt öðru sauðahúsi. Við áttum gott líf heima, bætir hann við. Höfðum allt af öllu. En sá tími er liðinn. Og kemur aldrei aftur! Var landið hans eins ljúft og af er látið? Ójá, segir Samúel af sannfæringu. Þetta er stórkost- legt land með merka sögu langt aftur í aldir. Það náði einu sinni yfir Suður-Víetnam. En það skiptir ekki máli. Kambódía er ákaflega frjósamt land. Við framleiddum næga fæðu. í Víetnam-stríðinu gátum við flutt mikil matvæli til þeirra. Og við veittum Viet Kong-mönnum viðtöku í land okkar, og tókum fyrir það á okkur þjáningar þar sem því fylgdu sprengjuárásir Bandaríkjamanna. Og nú gera Víetnamar okkur þetta — taka land okkar. Við vildum bara vera hlutlaust lítið ríki og í friði. Það var stefna Shianouks. Samúel gekk fyrst í skóla heima í Kambódíu. Þegar faðir hans vildi senda hann'til fram- haldsnáms í Sorbonne í Frakk- landi, var hann svo ungur, að hann varð að segja drenginn nokkrum árum eldri en hann raunverulega var. Þar las hann franskar bókmenntir og tók BA-próf. Eftir heimkomuna fór hann í eitt ár til Philippseyja til að lesa ensku og mandanao, sem er mál Filippseyinga. Eftir það sendi faðir hans hann til Japans til að læra hagfræði og þar var hann í 4—5 ár við nám. Þá kom hann heim og gekk í flugherinn, flaug Mirage I þotum í 3 ár. — Við vorum ekki í stríði, en þurftum að ýta Bandaríkja- mönnum úr okkar lofthelgi, út- skýrir hann. — Ég hafði alltaf ferðast mikið, til Japans, Hong Kong, og ég var í fríi í Evrópu, þegar Sihanouk var steypt af stóli, útskýrir hann. Sihanouk þurfti alltaf öðru hverju að fara til læknisins síns í Frakklandi, dr. Paté, vegna einhvers blöðrusjúk- dóms. Og þegar hann var á leið heim, og hafði viðdvöl í Moskvu, frétti hann að Lon Nol hefði steypt honum af stóli. Hann ákvað þá að fara til Kína, þar sem hann dvaldi lengi. — Ég var þá staddur í Finn- landi og las um það í blöðunum. Ég reiknaði með að faðir minn yrði fangelsaður. Ný stjórn myndi að sjálfsögðu fangelsa þá gömlu. En ég frétti ekkert af neinum í fjölskyldunni. Fékk aðeins eitt bréf frá bróður mínum, sem kenndi ensku í háskóla úti á landi. Hann skrif- aði mér gegn um vin minn á Islandi, sem hann hafði heimilis- fangið á, en sagði næstum ekkert KambódiumaðuHnn Samúel hef- ur búið hér í 8 ár, unnið í fiski og sótt nám í Háskóíanum. í bréfinu. Hefur vitað að það yrði ritskoðað. Gaf bara upp heimil- isfang sitt. Siðan fékk ég eitt kort frá honum og annað frá systur minni, sem var gift víet- nömskum veðurfræðingi og vann sjálf sem aðstoðarhótelstjóri á hóteli í Phnom Penh. Þar var bara sagt að allt væri í lagi. En ég skildi ekki hvers vegna þau skrifuðu ekki bréf. Eitthvað hlaut að vera að. Eftir það heyrði ég aldrei neitt frá fjöl- skyldunni, og veit ekkert hvað varð um neitt þeirra. Mér þykir vænt um fjölskyldu mína og gerði allt sem ég gat og skrifaði Rauða krossinum í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu og spurðist fyrir. Nokkur ár liðu þar til Pol Pot kom til valda. En ég veit ekki hvort þau lifa eða eru öll dáin. Það er erfiðast. Ef ég vissi að þau væru látin, gæti ég kannski hætt að hugsa um þau. — Af hverju ég lenti hér? Ég. var að lesa Norðurlandabók- menntir. Vissi að margir Kam- bódíumenn voru í París og Lond- on, en enginn að kynna sér Norðurlandabókmenntir. Ég kom til íslands í annað sinn sem ferðamaður, ferðaðist í tvo mán- uði um landið, því enn hafði ég fé af reikningi föður míns. Og þegar það var búið, fór ég að vinna hér. Ég eignaðist góða vini, og hér hefi ég verið síðan og látið fara lítið fyrir mér. Unnið í Bæjarútgerðinni og fór svo að nema við Háskólann. Ég hefi verið að lesa íslenzkar bók- menntir sl. tvö ár, því að maður verður að skilja íslenzka tungu, menningu og bókmenntir, lands- ins. Hér hefi ég allt sem ég þarf. Matthías í Bæjarútgerðinni og fjölskylda hans hafa verið mér svo ákaflega góð. Hann leyfir mér að stunda nám í háskólan- um frá vinnu. — Átta ár á sama stað er langur tími fyrir mig, mann sem alltaf var á ferðinni, segir Sam- úel. Ég hefi ekki farið í leyfi síðan ég fór að vinna hér, vinn alla daga nema sunnudaga. Ég hefi nóg viðfangsefni við að Móðir mín — Húsfreyjan, 3. bindi. Sextán nýir þættir um mæður, skráðir af börnum þeirra. í öllum þrem bindunum eru samtals 46 þættir um hús- freyjur, jafnt úr sveit sem bæ og frá víðum starfsvettvangi. — Óskabók allra kvenna. Tryggva saga Ófeigssonar, skráð af Ásgeiri Jakobssyni. Tvímælalaust ein merkasta ævisaga síðari tima og efa- lítið ein mesta sjómannabók, sem gefin hefur verið út á ís- landi. Samfelld saga togara- útgerðar frá fyrstu tíð. Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands eftir Hendrik Ottósson Stórskemmtileg minningabók, létt og leikandi frásögn af viðburðarríkri ævi manns, sem jafn opnum huga skynjarhug- hrif gamalla granna sem bernskubrek æskufélaganna og stórpólitíska atburði sam- tíðarinnar. Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar Þetta er án efa ein þjóðleg- asta bókin í ár. Þeir fjársjóðir, sem Gísli lét eftir sig, verða skemmtiefni margra kyn- slóða, rannsóknarefni margra alda. Umleikin ölduföldum eftir Játvarð J. Júlíusson Mikilfenglegt ágrip ættar- sagna Hergilseyinga,þarsem veruleikinn er stundum meiri harmleikur en mannshugur- inn fær upphugsað. Sú þjóð- lífsmynd, sem hér er dregin upp, má aldrei mást út né falla í gleymsku. ÁGRIP ÆTTARSAGNA HERGILSEYINGA Undir merki lífsins eftir dr. Vilhjálm G. Skúlason Fjallað er á skemmtilegan hátt um líf og störf heims- kunnra vísindamanna, sem með afrekum sinum ruddu brautina að stórstígum fram- förum lyfja- og læknisfræði og bægðu þannig hungri, sjúkdómum og fátækt frá dyr- um fjöldans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.