Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 3 5 Góðmenni eða fantur ÆSI- og spennusögur eru að vanda margar á jólamarkaði. Sala þeirra mun mjög háð því hvernig til hefur tekist með kápuskreyt- ingu. Lofi kápan góðu eru bækurn- ar rifnar út. Þetta vita bókaútgef- endur. Það gerist til dæmis ekki hjá rótgróinni æsisagnaútgáfu eins og Iðunni að kápa sé hallær- isleg. Meðal þeirra sem sjá um þessa hlið mála hjá Iðunni í ár eru Brian Pilkington (Fílaspor) og Kristján Kristjánsson (Njósnir í Berlín). Líklega er æsisagan einkum við hæfi þeirra sem ekki hafa vaxið frá bókum æskudaganna, ungl- ingasögum með miklum hasar, Basil fursta og Percy hinum ósigr- andi. Maður á góðar minningar frá lestri þessara bóka. En ein- hvern veginn þróaðist maður frá þessari tegund bókmennta. Aftur á móti rekst maður á menn sem með æskulegri tilhlökkun bíða nýjustu bókar Alistairs Mac- Leans. Þeim hefur heppnast að varðveita í sér unglinginn. Það vantar ekki að Alistair MacLean sé auglýstur með stórum orðum að þessu sinni. Bók hans nefnist Ég sprengi klukkan 10, Anna Valdimarsdóttir þýddi, út- gefandi Iðunn. „Alistair MacLean hefur kannski aldrei reynt meira á taugar lesenda sinna en í þessari ótrúlega spennandi sögu“ stendur á bókarkápu. Ennfremur er bent á að gagnrýnendur noti sterkustu orð um söguna: „MacLean aldrei betri." Stóð ekki eitthvað svipað í fyrra aftan á Svartagulli eða var það í hitteðfyrra þegar Forseta- ránið kom út? Alistair MacLean er ekki leiðin- legur höfundur. En hann er sjálf- um sér líkur frá ári til árs. Hvernig hann byggir upp spennu er lesendum hans kunnugt. Að þessu sinni er á ferðinni óður maður sem ógnar Bandaríkjunum með kjarnorkusprengjum sem hann hefur á einhvern hátt náð tangarhaldi á. Ryder yfirlögreglu- þjónn er hetja sögunnar og lætur þau orð falla á einum stað að annað hvort sé maður góðmenni eða fantur. Ætli þessi orð segi ekki töluvert um höfunda eins og Alistair MacLean? Alistair MacLean er að fjalla í bók sinni um stórpólitísk efni, það sem getur í raun og veru gerst, er ekki aðeins þanki æsisagnahöf- undar. Sama má segja um Ham- mond Innes í Fílasporum, þýð- andi Álfheiður Kjartansdóttir, útgefandi Iðunn. Það eru styrj- aldarátök í Afríku sem eru kveikja þessarar sögu, en hún lýsir baráttu milli góðs og ills; aðalpersónurnar eru góðmenni og fantur. Margar bóka Hammond Innes eru ævintýrabækur þar sem ótrú- legustu hlutir gerast. Sennilega fullnægja þær einna best kröfum fullorðinna lesenda sem enn hafa ekki slitið sig frá ævintýraheimi bóka sem þeir lásu í æsku. Fíla- spor er hins vegar bók sem er nokkuð jöfn frá upphafi til enda. í henni er alltaf eitthvað að gerast, en ris sögunnar undir lokin er vel undirbúið og ekki eins óvænt og oft áður hjá Innes. Hammond Innes er hálfgerður klaufi þegar hann lýsir ástum karls og konu og samfaralýsingar sem eru nauðsynlegur þáttur hverrar spennusögu finnast varla hjá honum. í Fílasporum er þó ein slík. „Veistu ekki hvað þú átt að gera þegar stúlka er hrædd?“ spyr Mary hetjuna. En hetjan er ekki alveg með á nótunum svo að stúlkan spyr í hálfgerðri örvænt- ingu: „Þú ert þó vonandi eðli- legur?" Framan á bók Brians Callisons: Árás í dögun, þýðandi Andrés Kristjánsson, útgefandi Iðunn, er eftirfarandi einkunn Alistairs MacLeans: „Besta stríðsbók sem ég hef lesið." Höfundur segir sögu sína virðingarvott við breskar víkingasveitir. Strandhöggið í Alvík sem sagan greinir frá gerð- ist aldrei, en svipuð strandhögg áttu sér stað við St. Nazaire, Lofoten og Dieppe. Áhersla er lögð á að báðir stríðsaðilar, Þjóðverjar og Bretar, hafi verið „hughraustir menn“. Það er mikil hermannarómantík í þessari sögu, dýrkun á mannvíg- um, því að gera skyldu sína í stríði. Þessi bók er í flesta staði ógeðfelld, en „maður stendur á öndinni" eins og gagnrýnandi New York Times skrifar. Þetta orðalag er að verða vinsælt hjá bókaútgef- endum og notað í tíma og ótíma. Njósnir í Berlín eftir Adam Hall, þýðandi Álfheiður Kjart- ansdóttir, útgefandi Iðunn, segir frá Quiller nokkrum sem gat sér gott orð í stríðinu sem bjargvætt- ur fanga nasista, en er sendur eftir stríð til þess að kynna sér nasisma í Sambandslýðveldinu. Hann hittir stúlku sem var barn að aldri í neðanjarðarbyrginu þeg- ar Hitler og félagar hans voru að Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON syngja sitt síðasta. Hún er girni- leg ljóska og kann ýmislegt fyrir sér í kynlífi, en „hefur í vitunum óþefinn af brunnu holdi í For- ingjabyrginu". Höfundurinn veltir sér upp úr flestu því sem stríð og leyniþjón- usta bjóða upp á. Hann gerir það að vísu kunnáttusamlega þótt varla sé hér á ferðinni „ein af bestu njósnasögum eftir stríð“ eins og einhver erlendur gagnrýn- andi hefur skrifað. Skilnaðurinn eftir Harold Robbins í þýðingu Ásgeirs Ing- ólfssonar, útgefandi Ingólfs- prent, er eftirtektarverðust þeirra sagna sem hér hefur verið drepið á. En ég held að bókarkápan geri sitt til að fæla fólk frá henni. Hún er í næfum stíl og ekki líkleg til að vekja athygli. Harold Robbins er vinsæll og víðkunnur höfundur. Að mínu viti skrifar hann trúverðugar spenn- usögur sem rista varla djúpt, en eru bæði hvað umhverfislýsingar og persónusköpun varðar ekki alveg út í bláinn. Hann lýsir til dæmis lífi stórborgarfólks með eðlilegum hætti svo að lesandinn hefur á tilfinningunni að ekki sé farið með tómar ýkjur. Hvernig bregðast menn við þeg- ar þeir vakna af værum svefni við það að lögreglan tilkynnir þeim að dóttir þeirra hafi framið morð? Þetta kemur fyrir Luke Carey. Símhringingin veldur því að hann heldur til móts við fortíð sína, morðið verður honum tilefni end- anlegs uppgjörs við fyrrverandi konu sína. I sögunni rifjar hann upp minningar sínar sem varpa ljósi á hina ógnvænlegu atburði sem leiddu til morðsins. Harold Robbins hefur með þess- ari sögu ritað bandaríska sam- tíðarsögu sem er ekki bara til- búinn æsingur heldur segir okkur töluvert um hið yfirborðslega líf fólks í sviðsljósi og þeirra sem bornir eru til ríkidæmis. Hér er mikill fláttskapur á ferð, ekki síst af hálfu vel borgaðra lögfræðinga, en ekkert af þessu er fjarri lagi. Stíll höfundar er hraður og gagn- orður. Með útgáfu æsisagna er það fyrst og fremst haft í huga að græða megi á fyrirtækinu. Sumir útgefendur nota slíkar bækur til að borga halla á útgáfu annarra bóka sem þeim er metnaðarmál að koma á framfæri. Það er út af fyrir sig gott og blessað. Verra er þegar útgáfa beinist að gróðasjón- armiðum og engu öðru, en þess eru mörg dæmi eins og sjá má með því að lesa auglýsingar í blöðum. Á hryllinginn í sjónvarpi vil ég helst ekki minnast. Iðunn hefur staðið sig vel að því leyti að velja góða þýðendur æsis- agna. Það má heita áreiðanlegt að þýðendur eins og Andrés Kristj- ánsson og Álfheiður Kjartansdótt- ir láta ekki frá sér fara hroðvirkn- islegar þýðingar. Sama er að segja um Önnu Valdimarsdóttur. Það eru að vísu hnökrar á þýðingu Ásgeirs Ingólfssonar á skáldsögu Harolds Robbins, en í heild sinni er sagan lipurlega þýdd. Þetta ber að virða við forlög og þýðendur. Ingólfsprent boðar nýja útgáfu á bókum eftir Harold Robbins. Þær bækur hljóta að sóma sér vel á markaði við hlið bestu bóka á spennusviði. GJAFAKORTIN eru einföld lausn OPIÐ TIL KL. 10 I KVÖLD OPIÐ AÐFANGADAG KL. 9—12 © TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR Laugavegi 66 — Sími frá skiptiboröi 85055. NÚ FER ENGINN í JÓLAKÖTTINN Því það eru gleðileg jól á Laugavegi 66.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.