Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 25
fclk i fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 57 I nafni hinna fátœk- ustu meðal fátœkra ... + NORÐMENN höfðu komið berfættu nunnunni úr fætækra- hverfum Kalkúttaborgar, Móður Tereseu, úr jafnvægi er þeir tóku á móti henni í Osló á dögunum, er hún kom þangað til að veita viðtöku Nóbelsverðlaunum. — Móttökurnar sem hún hlaut voru fyllilega sambærilegar við það er Norðmenn taka á móti konung- um og öðrum þjóðarleiðtogum og vel það. Eftirminnileg, segja blöðin, verður blysförin um göt- ur borgarinnar henni til heiðurs. — Þessi fréttamynd er tekin við athöfnina í Osló er Móðir Teresa hafði tekið við Nóbelsverðlaun- unum, komin í ræðupúltið. Þakk- ar gjöfina, sem hún kvaðst hafa tekið á móti í nafni hinna fátækustu meðal fátækra. Nærstaddir munu lengi minn- ast þeirra orða hennar í ræðunni er hún sagði: „Stærsta ógnunin við friðinn í heiminum í dag eru ' ópin frá ófædda barninu sak- lausa.“ Því má bæta við að þeir sem vinna hérlendis fyrir fjár- j söfnun til Móður Tereseu hafa opnað gíróreikning í bönkunum sem er nr. 23900—3. Glugginn í Dallas + NAFN Lee Harvey Oswalds, mannsins, sem myrti John F. Kennedy, tengist nú beint minningarreit um þennan at- burð, sem bráðlega verður komið á fót í Dallas, þar sem forsetinn var myrtur. Her- bergið í stórbyggingu þeirri, er Lee Harvey var i, er hann skaut forsetann til bana, verð- ur gert að minningarreit um þennan atburð. Byggingin hef- ur verið lokuð síðan. Herbergið á sjöttu hæð byggingarinnar verður lagfært þannig, að þar verði allt með sama sniði og er Lee Harvey tók sér stöðu við glugga herbergisins með hinn langdræga riffil og skaut for- setann. Forstöðumaður vérk- legra framkvæmda í borginni hefur allan veg og vanda af þessu. Hann sagði við frétta- ritara Reuters: Allir, sem koma hingað til bæjarins, vilja fá að sjá gluggann, sem Lee Harvey skaut út um. Svo er að sjá sem aðkomumenn hafi tæplega áhuga á öðru, en að komast upp í herbergið og geta horft út um gluggann, yfir vettvang þessa heimssögulega viðburðar. Þeir munu berjast um völdin í Kanada + ÞESSI brosandi náungi, með barðastóra hattinn til vinstri er kanadíski stjórnmálamaðurinn og fyrrum forsætisráðherra Kanada í 11 ár, Pierre Trudeau. — Þetta er dálítið óvenjuleg mynd af honum. Á flestum fréttamyndum er hann t.d. berhöfðaður. — Myndin er tekin fyrir fáeinum dögum. Nú er hann að leggja í hann aftur — kosningabaráttuna, eftir að forsætis- ráðherrann Joe Clark (til hægri) féll við atkvæða- greiðslu í kanadíska þinginu: 139 atkv. gegn 133. Trudeau hafði sagt flokksmönnum sínum í haust að hann myndi draga sig í hlé. En eftir að þessi staða kom upp á þinginu, hafði hann orðið við áskorunum flokksmanna sinna um að takast formennskuna aftur á hendur og leiða flokk sinn til sigurs á ný, en kosningarnar fara fram 18. febr. næstkomandi. Verð kr. 8.750. Tilboðsverð 7.500. Basso Erectus «-“■— Verð kr. 8.750. Tilboðsverð 7.500. Þaö fer ekki framhjá neinum sem hlustar á þessa plötu aö um snilli Árna á hljóöfæri sitt eru engar ofsagnir. Ásamt honum leika á plötunni Mike Melwoin á píanó, Peter Robinson á strengjavél, Mitch Holder á gítar, Jaoe Porcaro á percussion, David Grigger á trommur og svo konsertmeistarinn Jerry Vinci. Plata sem sannir tónlistarunnendur veröa aö eignast. Verð kr. 8.750, Tilboðsverð 7.000. Plötuhreinsarar frá Groove Tube Verö kr. 2.500.- Kassettutöskur í mörgum litum og stæröum á góöu verði Sendum í póstkröfu L.ugavegi 33 — Simi 11508 — 101 Raykjavík. Við gefum 10% afslátt af öllum plötum séu keyptar 2 eöa fleiri plötur í einu. 1 11i •111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.