Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 Snillingur, sem ekki mátti vamm sitt vita Gunnar M. Magúss: Sigurðar bók Þórðarsonar Útgefandi: Setberg, Reykjavík 1979 Sigurður Þórðarson var mér á vissan hátt kunnur og nákominn áður en ég sá hann. Faðir hans, séra Þórður Ólafsson, varð að loknu prófi prestur í Dýrafjarð- arþingum og bjó á Gerðhömrum norðan fjarðarins. Frá 1904 var hann svo prestur á Söndum í Dýrafirði og síðan prófastur, unz hann lét af prestskap. Hann fermdi bæði föður minn og móður og síðan mig, og segi ég frá því í ævisögu minni, hvað ég átti hon- um að þakka í trúarefnum. Hann Bökmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN varð og vinur foreldra minna, og eftir að þau fluttust í Haukadal frá Lokinhömrum, kom hann ávallt til þeirra, þegar hann fór á anexsíuna í Hrauni í Keldudal eð akom þaðan, og vel minnist ég þess, þegar hann var í kjöri til Alþingis 1914 og foreldrar mínir voru einu atkvæðin hans í Hauka- dal. Kosningunni lauk þannig, að tveggja atkvæða munur var á honum og Matthíasi frænda mín- um Ólafssyni, sem naut svo til óskoraðs fylgis frænda og vina í Haukadal, enda þar búsettur um áratugi. Eg heyrði það snemma, að eldri sonur séra Þórðar, Sigurður að nafni væri sönghneigður. Hann varð lærisveinn í unglingaskóla séra Sigtryggs Guðlaugssonar, nam orgelleik hjá Kristni bónda bróður séra Sigtryggs, og söng- fræði hjá prestinum, sem hafði mikið dálæti á söng og hljómlist og hafði samið sönglög. Og þarna samdi Sigurður lag, sem séra Jótagjöl; sem marga dreymir um Attt ti/hfjómffutnings fyrir: HEIMIL/D — BÍLINN OG DfSKÓTEKfD Gunnar M. Magnúss Sigtryggur lét nemendur sína syngja, og þá er ég var nemandi í Núpsskóla, fékk klerkurinn söng- elski nýtt lag frá lærisveini þeirra bræðra. Man ég alltaf, hve barns- lega glaður klerkur var, þegar hann sagði þesi tíðindi. Síðan kenndi hann nemendum sínum lagið, og oft var það sungið og raulað. Ég var tveimur og hálfu ári yngri en Sgurður, og í Núps- skóla var ég aðeins 15 ára gamall. Þar var minnzt 300 ára fæðingar- afmælis Hallgríms Péturssonar, og tók ég mig til og orti tvær vísur í tilefni þess. Séra Sigtryggur bar lof á vísurnar og sagði brosandi í áheyrn nemendanna, að fyrir skemmstu hefði sótt skólann verð- andi tónskáld, og nú sæti á skólabekk á Núpi verðandi ljóð- skáld. Þess læt ég svo getið, að sama skóla sóttur Jón úr Vör, Steinn Steinarr og Guðbergur Bergsson. Leiðir okkar Sigurðar Þórðar- sonar lágu fyrst saman sumarið 1918. Þá kom hann heim frá námi í Þýskalandi, þar sem hann var í nánum tengslum við þá Pál ísólfs- son gg Jón Leifs. Ég var þá blaðamaður við Fréttir, fór á fund Sigurðar og átti fystur íslenzkra blaðamanna viðtal við hann. Síðar tókst með okkur góður kunn- ingsskapur, og var ég nokkrum sinnum gestur á heimili þeirra frú Aslaugar Sveinsdóttur frá Hvylft í Önundarfirði, og vel minnist ég Sigurðar sem embættismanns frá því að við Valur Gíslason unnum að fyrstu samningum íslenzkra Iistamanna vð Ríkisútvarpið. Það er vandi að rita sögu látins manns þannig, að hún gæðist lífi, en Gunnari Magnúss hefur tekizt það furðu vel. í fyrsta kaflanum, Leitinni að tóninum, segir frá skemmtilegum atvikum úr bernsku tónskáldsins, og sýna þau, að snemma hefur Gæðiog smekklegt útlit__________ SIEMENS-ryksugunnar grundvallast á áratuga tækniþróun og sérhæfðri fram- leiðslu SIEMENS-verksmiðjanna. SIEMENS-ryksugan er hljóðlát og auðveld í notkun. Rafeindastýrður 1000W-mótor tryggir mikinn sogkraft, sem aðlaga má aöstæðum hverju sinni. Leitið upplýsinga um SIEMENS-ryksugur og sannfærist um kosti þeirra. SIEMENS -ryksugur sem endast SMITH& NORLAND Nóatúni 4, Reykjavík Simi 28300 krókurinn beygst til þess, sem verða vildi. Þá er gerð grein fyrir ætt Sigurðar og uppeldi og síðan skólaárum hans innan lands og utan, því næst borgaralegum störfum hans. Gaman er að því, að Gunnar hefur fegnið í hendur blaðaauglýsingu frá kennsluárum Sigurðar í Kvennaskólanum, en þar mun hann fyrst hafa stofnað söngflokk. Auglýsingin fer hér á eftir: Söngskemmtun Kvennaskólans í Bárunni miðvikudaginn 9. maí 1923 Kvennakór (55 námsmeyjar) syng- ur undir stjórn Sigurðar Þórðar- sonar Píanóundirspil: Frk. María Ein- arsdóttir Einsöngur: Frk. Ingibjörg Bene- diktsdóttir Píanóundirspil: Hr. Markús Kristjánsson Þá segir í kaflanum frá stofnun Karlakórs Reykjavíkur og fyrstu opinberu söngskemmtunum hans, einnig fyrstu utanför kórsins. Síðan er fjallað um feril Sigurðar og gengi hans sem söngstjóra tónskálds og frábærs borgaralegs starfsmanns — og þá einkum hjá Ríkisúrvarpinu þar sem hann var alltaf stoð og stytta fyrirtækisins og hollvinur þeirra, sem þar störf- uðu. Þá er greint frá starfsbræðr- um hans í Karlakórnum. Frá þessu öllu er greint í 5 köflum nákvæmlega og í eðlilegri röð, Sigurði fylgt allt til þess að yfir lauk og eftir hann var mælt af mjög svo mörgum sem dáðu hann sem tónskáld og söngstjóra og ekki sízt sem frábæran eljumann og valmenni.sem ekki mátti á neinu sviði vamm sitt vita. í næstsíðasta kaflanum. Bak við tjöldin, er skýrt frá viðhorfi Sig- urðar til eilífðarmálanna. Hann var þar heill, svo sem gagnvart hverju því, sem hugur hans gaf gætur, var sannfærður spiritisti og þeim þakklátur félagi, sem stóðu að sálarrannsóknum hér á landi. Það er svo ekkert undarlegt, þó að honum yrði að orði, þá er hann frétti lát dr Níelsar Dungal: „Nú held ég að Dungal verði hissa“. Þetta voru eins og vænta mátti engin köpuryrði, þó að Dungal hefði skrifað stóra bók til að afsanna, að hann taldi á vísindalegan hátt, lífið eftir dauð- ann. Síðasti kafli bókarinnar heitir Samfylgdin, og er hann viðtal við frú Aslaugu Sveinsdóttur. Er hann næsta fróðlegur, og er þar meðal annars fjallað um þá sáru harma, sem þeim Sigurði og As- laugu bar að höndum, þar sem var missir þeirra tveggja barna, sem þau eignuðust, dreng, sem lézt á níunda ári og telpu, sem lifði aðeins á fjórða ár. Þar um er bezt að fara sem fæstum orðum, en flestir munu geta gert sér að einhverju leyti í hugarlund, hvað foreldrarnir liðu, þegar hinn mikla missi bar að höndum. Um vinnubrögð Sigurðar og heimilis- hætti getur frú Áslag af sinni góðu og rólegu yfirvegun, og vissulega verður þessi kafli les- andanum minnisstæðari en flest annað í bókinni, þó að yfirleitt hafi Gunnari Magnúss farizt verkið vel úr hendi. I bókinni er fjölmargt ljós- mynda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.