Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 49 Á ártíð forsetans Einar Laxness: JÓN SIGURÐSSON FORSETI. 192 bls. Sögufélag. Reykjavík 1979. Jón forseti segir þjóðin, og á þá við að Jón Sigurðsson hafi verið eins konar andlegur forseti þess frjálsa íslands sem íslendinga dreymdi um á seinni hluta nítjándu aldar. Þess vegna er mynd af honum jafnan látin hanga við hliðina á myndum af forsetum lýðveldisins. En eins og lesa má um í þessari bók var Jón Sigurðsson forseti Bókmenntafé- lagsins og af því gáfu Hafnar- íslendingar honum þetta virð- ingarheiti sem þjóðin hefur síðan viðhaldið og smám saman upphaf- ið til eins konar þjóðhöfðingja- nafnbótar í vitund sinni. Það stæði Bókmenntafélaginu næst að minnast nú ártíðar for- seta síns. En Bókmenntafélagið hefur dormað í hálfgerðu sleni hin síðari ár. Aftur á móti má segja að Sögufélagið sé að taka við hlut- verki því sem það áður gegndi. Þessi ágæta bók Einars Laxness vitnar gerst um það. Hún er ekki aðeins læsileg og fróðleg heldur líka falleg sem gripur og þar af leiðandi í samræmi við þann tilgang sem henni er ætlaður: að vera ekki aðeins minningarrit um Jón Sigurðsson heldur einnig al- þýðlegt fræðirit um þessa þjóð- hetju okkar, líf hans og starf, og svo úr garði gerð að útlit hæfi innihaldi. Einar Laxness lýsir því meðal annars hvernig heimili Jóns Sig- urðssonar varð hálfopinber sam- komustaður íslcndinga í Kaup- Einar Laxness mannahöfn. »Komið þér nú bráð- um upp á harðan fisk!« sagði frú Ingibjörg þegar hún bauð löndum heim. Þar komu þeir saman vikulega og þágu rausnarlegar veitingar sem hjá þjóðhöfðingja væri. Jóni Sigurðssyni var nefnilega gefið — og það er ekki öllum lagið — að vera í senn alþýðlegur og virðu- legur. Hann gat samneytt hverj- um sem var og hvenær sem var og ávallt verið fremstur meðal jafn- ingja. Forystuhæfileikar hans voru því ótvíræðir og hefðu notið sín á hvaða tíma sem var. Þá kemur fram í þessari bók að Jón Sigurðsson hefur í verulegum mæli sinnt því sem nú er kallað fyrirgreiðslupólitík. Hann átti til að sinna jafnvel smávægilegu kvabbi landa sinna. Hitt mun þó hafa verið tíðara að hann greiddi fyrir þeim í nauðum. Og þess þurfti oft. Jón Sigurðsson taldi sér ekki ósamboðið að blanda geði við íslenska stúdenta í Höfn. Stund- um sneri hann þeim við á götu og lét þá spásséra spottakorn með sér um strætin. Hefnigjarn var for- setinn ekki. En veittist einhver að honum gekk hinum sama ekki greiðlega að vinna traust hans ef hann síðar freistaði þess. Einar Laxness telur að Jón Sigurðsson hafi orðið fyrir drjúg- um áhrifum af stjórnmálastefnum þeim sem helst gustaði af í álfunni um hans daga en hins vegar hafi hann lagað eigin stefnu að hinum íslenzku aðstæðum sem voru að sjálfsögðu býsna sérstæðar fyrir meira en hundrað árum. Einar Laxness fer nokkrum orðum um það óhrjálega ástand sem hér ríkti þegar Jón Sigurðs- son tók að sér forystu fyrir þjóðinni. Ef einhverjum kann að þykja óþarft að nefna svo sjálf- sagðan hlut þá er ekki víst að svo sé þegar betur er að gætt. Til að mynda má minna á kenning þá sem til skamms tíma gekk á milli sögukennara og fleiri (og gengur kannski enn) að í rauninni hafi danir ekki kúgað Islendinga meira en sjálfa sig. Að halda slíku fram er auðvitað orðhengilsháttur eða sögufölsun. »Allt nýtilegt var numið á brott,« segir Einar Lax- Bökmenntir eftir ERLEND JÓNSSON ness. í þeim orðum felst heildar- lýsing á gervallri stjórn dana á Islandi. Um miðja nítjándu öld þurfti því meira en lítið pólitískt raunsæi til að binda vonir við framtíð þessa snauða lands. Til þess þurfti líka skáldlega draumsjón. Hvort tveggja virðist hafa farið saman hjá Jóni forseta. En fyrst og fremst hefur hann verið raunsær og frábærlega hag- sýnn stjórnmálaleiðtogi. Ekki má skiljast svo við bók þessa að ekki sé getið um þann fjölda mynda sem hér eru birtar. Hvort tveggja er að pappírinn er góður og prentun hefur tekist vel þannig að myndaefnið er meira en prýði — það er efni út af fyrir sig. Um höfundinn, Einar Laxness, er það að segja að hann er hér á heimaslóð, getur maður sagt; hef- ur áður sent fræsér mikið rit um Jón Guðmundsson ritstjóra, sam- tíðarmann Jóns forseta, og er því manna kunnugastur því efni sem hann hefur hér með viðað saman og búið í hendur lesendum. Bók hans er því í senn: reist á traustum fræðilegum grurini og aðgengileg hverjum sem er. Erlendur Jónsson. l|)Uðtíl í hjarta borgarinnar * aö Austurstræti 22. ■■■f NGLINGADEILD \RNABÆR HLJOMDEILD %li =Ooiö til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.