Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 13
FOSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 45 Skagafjörður á fyrri öld Jón Espólín, Einar Bjarnason: SAGA FRÁ SKAGFIRÐINGUM 1685 - 1847 Fjórða hindi. Iðunn Reykjavik 1979. Hér með lýkur útgáfu á Skag- firðingasögu Jóns Espólíns og Einars Bjarnasonar undir umsjá þeirra, Kristmundar Bjarnasonar, Hannesar Péturssonar og Ög- mundar Helgasonar. Fyrrum álitu sumir að Gísli Konráðsson hefði samið hluta þessarar Sögu frá Skagfirðingum. Hannes kveður í eftirmála »fullvíst, að Einar Bjarnason er meðhöfundur Espó- líns að Sögu frá Skagfirðingum, en ekki Gísli Konráðsson. Á hinn bóginn er vel skiljanlegt, að orð legðist á um hlutdeild Gísla í skráningu sögunnar, svo afkasta- mikill og nafnkenndur sagnritari sem hann var og handgenginn Jóni Espólín.« Þetta bindi hefst um 1840 og tekur til áratugsins sem þá fór í hönd. Með hliðsjón af ritunartím- anum er þetta því æði mikil samtímasaga, enda oft því líkast sem blaðamaður sé að segja frá atburðum líðandi stundar. Auðvit- að kemur hér við sögu mikill fjöldi karla og kvenna en af öllum þeim sem verulegar sögur fara af segir líkast til einna gerst frá Sölva Helgasyni: »Flakkaði hann í æsku um Skagafjörð og var mjög bald- inn.... Hann var gáfaður sæmi- lega og heldur laginn til að skrifa og æfði það mjög.« Minnst er á hinn fræga reisupassa Sölva: »Stóð efst á bréfinu nafn Sölva, og að hann væri gull- og silfursmiður og hárskerari, er færi um land að skoða eldgjósandi fjöll, kletta og standberg, gjár og gljúfur, ár og fossa, vötn og skóga, heiðar og dali og hvaðeina, og var til tínt margt.« Ýmsa mun Sölvi hafa blekkt með reisupassa sínum en að Huines Pétursson lokum »dæmdi hæstiréttur honum hýðingu mikla. Var hann þar eftir fluttur til Skagafjarðar, og flakk- aði hann þar og gambraði svo mikið af vísdómi sínum, að enginn hafði áður þvílíkt heyrt.« Nokkuð mun hjátrú hafa verið tekin að sjatna á ritunartíma þessarar bókár, en ekki úr sög- unni. Til að mynda segir um konu eina að hún »gekk til smiðju, greip þar kníf bitlítinn og skar sig á háls og inn í bein og hafði þegar bana.« En svo er talin ástæða til að taka fram að »ekki þóttu reimleikar verða eftir hana.« Vel mun hafa árað um þetta leyti, enda mun því almennt trúað að árferði sé að jafnaði betra fyrripart hverrar aldar. »Gras- vöxtur var í betra lagi um sumarið og nýting góð og veturinn bezti allt fram að nýári. Voru oftast þíður og jörð rauð,« segir t.d. um ariö 1844. Einn kaflinn heitir Frá bind- indisfélagi. Þar er meðal annars getið um Bindindisfélag Vestur- heimsmanna. Þaðan eru sagðar þær fréttir að »nokkrum árum eftir síðastliðin aldamót tóku menn að taka eftir því í Vestur- álfu, að þorri sakamanna var hneigður til brennivíns og ann- arra áfengra drykkja og að mörg illvirki voru unnin í drykkjuskap.« Þá er þess getið að Benedikt Vigfússon prófastur á Hólum hafi stofnað bindindisfélag með bænd- um í sókn sinni. Hér erum við að nálgast ártal pereatsins í Reykjavík sem spannst einmitt út af stofnun bindindisfélags, að minnsta kosti í orði kveðnu. Gaman væri að bera saman mál og stíl þessarar sögu og samsvar- andi rita sem tekin eru saman nú á dögum, t.d. ýmissa héraðasagna sem margar hafa séð dagsins ljós á undanförnum árum. Kæmi þá vafalaust í ljós margvíslegur mun- ur. Um daglegt talmál á fyrri Bðkmenntir eftir ERLEND JÓNSSON hluta nítjándu aldar vitum við því miður lítið. Ritað mál frá þeim tíma segir okkur ekki alla sögu um það, jafnvel ekki setningar sem þó eru hafðar eftir fólki. Saga þessi er sögð í annáls- formi, en segja má að það væri hér hinn algengasti háttur á söguritun í fjórar, fimm aldir — aldirnar sem fóru til ónýtis af þjóðaræv- inni. Þó þess konar sagnfræði virðist nú þurr og leiðigjörn hafði hún þann stóra kost með sér að atburðirnir voru raktir í réttri tímaröð, ella værum við nú litlu nær um það hvenær hvaðeina gerðist. Umsjón þessarar útgáfu hefur kostað mikla vinnu svo ekki sé meira sagt. Til dæmis fyllir nafnaskráin ein fimmtíu og tvær blaðsíður. Skýringar og viðaukar taka líka mikið rúm. Þetta rit þarf að vera tiltækt á hverju bókasafni, smáu sem stóru. Dætur Reykjavíkur Þórunn Elfa Magnúsdóttir: VORIÐ HLÆR (Dætur Reykjavíkur). 208 bls. Fjölvaútgáfa. Rvík, 1979. SVO langt er síðan ég las þessa sögu í frumútgáfu að hún stóð mér orðið óljóst fyrir hugskotssjónum þegar önnur útgáfa barst í hend- ur. Gleymskan hefur þann kost með sér að hægt er að lesa bókina eins og maður sé að sjá hana í fyrsta skipti og meta hana sam- kvæmt því. Ég man svo langt að Þórunn Elfa var gjarnan nefnd í sömu Þórunn Elfa Magnúsdóttir andrá og Guðmundur Daníelsson og Ólafur Jóh. Sigurðsson. Dætur Reykjavíkur voru á sínum tíma verulega umtalað skáldverk. Síðar tóku ýmsir vindar að blása kringum nafn skáldkonunn- ar, flestir svalir. Einn taldi skáldskap hennar óalandi. Síðan komu aðrir og höfðu þetta hver eftir öðrum. Og þar með fauk tilvonandi viðurkenning skáldkon- unnar út í veðrið. Ekki ætla ég að freista þess að færa Þórunni Elfu aftur það sem frá henni var tekið. Það stæði öðrum nær, t.d. hinum vígreifu valkyrjum jafnréttis sem mjög veifa framlagi kvenna til bók- menntanna. Því staðreynd er að Þórunn Elfa var með hinum fyrstu til að boða þess konar jafnrétti í bókum sínum — stund- um beint, en einnig að sjálfsögðu með því sem hún hefur sjálf lagt til íslenskra bókmennta. Dætur Reykjavíkur er vel skrif- að skáldverk og lýsir einkar ná- kvæmlega þeim hugblæ sem sveif hér yfir vötnunum á fjórða áratug aldarinnar. Þetta var á frumskeiði borgalífs í landinu, ærslafull stemmning lá í loftinu, tískan mátti sín mikils, lífskjörin voru afarmisjöfn svo ekki sé meira sagt, þannig að framtíð ungrar stúlku var virt sem töluvert happ- drætti. Hún varð að treysta á alla sína eiginleika — að fegurðinni ekki undanskilinni! Þetta voru tímar drossíunnar, silkisokkanna og þéringanna. Riddaralegir gullhamrar munu þá hafa verið vel þegnir: » — Hvað sem smábrögðum líður, svona til að undirstrika, þá eruð þér mjög falleg stúlka. Þér hljótið að geta gert yður vonir um fyrstu verðlaun í Theófanisam- keppninni.« Þrátt fyrir svona skrautlegar umbúðir komst kjarninn oftast til skila, fólk sagði meining sína, einnig þær dætur Reykjavíkur sem þá settu svip á borgina. Þær áttu um tvo kosti að velja: að giftast sem var skárri kosturinn og að pipra sem var lakari kostur- inn. En fengi einhver þeirra þá flugu í höfuðið að stefna eftir einhverri annarri og ókvenlegri lífsleið, t.d. að verða rithöfundur, var vart annað hægt en hrista höfuðið og vona að þess konar hugarórar eltust af henni. Þegar Dætur Reykjavíkur komu út á fjórða tugnum var efnið splunkunýtt. Nú er það orðið gamalt. Ný útgáfa verður því lesin og metin út frá öðru sjónarhorni. Þórunn Elfa var kornung þegar hún sendi frá sér þessa bók. Hún var strax talin efnilegur ungur rithöfundur — og það með réttu. Því er meira en verðugt að bókin skuli nú endurútgefin. Hún lýsir veröld sem var. Myndir Sigrúnar Eldjárn lýsa vel gömlu fatatískunni. En and- litsdrættirnir á ungu stúlkunum minna lítt á stemninguna frá gleimortímabilinu fyrir stríð. Bökmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON Sumir versla dýrt — aörir versla hjá okkur Okkar verö eru ekki tilboð ^ heldur árangur af j hagstæðum innkaupum Gæðakaffið frá Merrild Merrild 103, Java & Mokka blanda millibrennt. Merrild 104, Java & Mokkablanda dökkbrennt. Merrild 304, Java & Mokkablanda gæðakaffi. Tivoli kaffið vinsæla. ítalska kaffið: LavAzza Buona Festa LavAzza Qualita Blu LavAzza qualita Rose Onko Mocca hollenska kaffið. Van Nelle SUPRA hollenska kaffið. Emmes Veisluterta á iólaverði: Aðeins kr. 2.750,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.