Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 Hugmyndir okkar um útlönd og útlendinga ein- kennast ekki alltaf af mikilli þekkingu né viti — þaðan af síður fordómaleysi, þrátt fyrir margrómað frjálslyndi og upplýsingu okkar. Tyrki nefnum við gjarnan háðs- lega Hund-Tyrkjann og teljum að þeir eigi okkur skuld að gjalda frá því í gamla daga. Og þó er löngu sannað, að þeir komu hvergi nærri Tyrkjaráninu í denn tíð. En einhvern veginn mót- aðist með okkur skoðun — sem við yfirfærðum á milljón- ir manna tiltölulega fyrir- hafnarlítið. Og því er kannski fleirum eins farið og mér, en við borð lá að ég byggist við því, þegar til Istanbul kom nú á dögun- um, að þar æddu um götur illúðlegir villimenn með hníf á milli tannanna að gera atlögu að konum og drepa börn. Svo reyndust þeir vera ljúflingsmenn. Þar er vissu- lega alhæft líka — maður verður auðvitað ekki nema lítils vísari, þegar maður tyllir niður tá í stóru og ókunnulandi í nokkra daga. En það var nóg til þess að mér hugnaðist það fólk sem ég hitti. Og Tyrkir eru glæsilegri og tignarlegri 1 fasi en Grikkir sem eru mjög blandaðir þeim ins og allir vita. Karlmennirnir bera næstum allir gróskumik- ið yfirskegg, það virtist næstum því jafn mikill partur af þeim og að hafa tennur og nef. Konurnar eru ekki nærri eins hveiti- brauðslegar og margar grískar konur, þær tala miklu lægra og hlæja miklu oftar og innilegar. Tyrkir eru sérstæð blanda aust- urs og vesturs. Þeir telja sig Evrópumenn og bregðast ekki verr við en séu þeir kallaðir Asíumenn. Þeir eru þó múhameðstrúar, og um sumt er trúin þeim sami fjötur og múhameðstrúin er víðast hvar, en á hinn bóginn virðist unga kynslóðin leggja mjög lítið upp úr því að iðka bænahald og sýna trúrækni. Ég man þegar við fórum í Topkapi, þar sem mikið er geymt af gersemum þeirra frá fyrri tímum, silfur, gull, gimsteinar, stórkostleg herklæði, skraut og ég veit ekki hvað. Og í einum sal er hægt að berja augum skrín sem hafa að geyma hár úr skeggi Múhameðs eða eina tönn úr gómi hans. Með okkur var Gúlden Guneri, ung stúlka, múhameðs- trúar náttúrlega. Hún er fædd og uppalin í Istanbul og af heldur efnuðu fólki. Hún hafði aldrei farið í Topkapi áður — reyndar sagðist hún aldrei hafa farið í moskuna — og hún tók fyrir munninn og skellti uppúr þegar hún sá hina múhameðsku dýr- gripi. Hún gat ekki fyrir nokkurn lifandi mun tekið svona hátíðlega, sagði hún. Uti á Bosporus stóðu skipin tvö, sem rekist höfðu á nokkrum dög- um áður, enn í ljósum logum. Það var ógnarsjón og hafði þó dregið úr eldhafinu. Þeir sögðust búast við að vikur myndu líða unz eldarnir slokknuðu. Öðru hverju kváðu við minni háttar spreng- ingar, en það var ekki nema blávatn hjá þeim sem urðu fyrstu tvo dagana. Allur sjórinn í kring er náttúr- lega stórmengaður og verður um langan tíma bannað að veiða þarna. Það kemur illa við marga því að ýmsir hafa átt smábáta og sótt lífsviðurværi sitt þarna út á 3undið. Istanbul kom mér fyrir sjónir sem menguð borg, ekki ýkja hreinleg — en iðandi og fjörug. Umferðin í Istanbul er kapituli út Litið yfir Izmir — sem forðum var Smyrna Grikklands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.