Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 Endurminningar Iranskeisara: Byltingar- leiðtogarnir missa íran til kommúnista London 14. des. AP. FYRRVERANDI íranskeis- ari viðurkennir í endurminn- ingum sínum. sem komu út í London í dag, að hann hafi gert skyssu með því að reyna að færa þjóð nánast á stein- aldarstigi til sjálfstæðis, frelsis og nútima menningar. Ilann segir að byltingarleið- togum þeim, sem nú stýri landinu, muni ckki verða annað ágengt en missa það í hendur kommúnista. Hann ver stjórnarfar það sem hann hélt uppi á valda- tíma sínum og segir að í nóvember 1978, þegar óeirð- irnar tóku að magnast fyrir alvöru, hafi ekki verið nema um 300 pólitískir fangar í landinu. Um hina illræmdu leyniþjónustu SAVAK segir hann: „Ég get ekki varið allar gjörðir SAVAKS. Það getur verið að fólk, sem SAVAK handtók, hafi verið pyntað. Okkur kunna sem víða annars staðar að hafa orðið á mistök. „En hann gerir engan mun á hryðjuverkamönnum og póli- tískum föngum og um hina síðari segir keisarinn fyrrver- andi: „Ég get svarið, að farið var með þá reglum og lögum samkvæmt og þeir voru aldrei pyntaðir." Keisarinn fer hörðum orð- um um það stjórnleysi og þó öllu heldur ógnarstjórn sem nú sé í íran og fjallar meðal annars um þau hundruð manna, sem hafi verið tekin af lífi síðan í febrúar sl. og segir að sakir sumra þeirra hafi ekki verið aðrar en þær að hafa gegnt ábyrgðarstöðu í hernum meðan hann var keis- ari. Fylgst með slysaæfingu Flugbjörgunar- sveitarinnar í „Ljónagryf junni“: Nauðsynleg aðhlynning veitt þótt um „platslys“ væri að ræða Það voru allir mættir suður í Nauthólsvík í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar s.l. þriðjudagskvöld til að taka þátt í æfingu sem var á áætlun, þegar tilkynning kom um að slys hefði orðið í bílakirkjugarðinum í Hafnarfirði, Ljónagryfjunni svokölluðu. Maður með tvö börn hafði verið þar á ferð en ekki komið fram á réttum tíma. Þegar var látið til skarar skríða, allur björgunarbún- aður tekinn til og settur í bílana og haldið af stað suður eftir. Sveitinni, sem í voru rúmlega 40 menn, var skipt niður í þrjá hópa og þeim falið að leita hver sitt svæði. Mjög greiðlega gekk að finna hina týndu, þrátt fyrir snjókófið og kom þá í ljós að þetta var bara „plat“-slys, sjúklingarnir voru með gervisár, sem að vísu voru mjög raunveruleg útlits. Það breytti hins vegar engu og sjúklingarnir fengu alla þá nauðsynlegu aðhlynningu sem hægt var að veita og þeir fluttir yfir erfitt landið, yfir bílflökin, niður í sjúkrabílana sem biðu heitir og tilbúnir. Enn var látið sem allt væri í alvöru og sjúklingarnir fluttir í húsnæði sveitarinnar, sem var ímyndað sjúkrahús. Þar var hver sjúklingur fyrir sig tekinn fyrir, ef svo má að orði komast, þ.e. rætt mjög vandlega um meðferðina sem hann fékk, hvort hún hefði í öllum tilfellum verið rétt. Almennt voru viðbrögð björgun- armanna rétt, en auðvitað komu athugasemdir um eitt og annað sem betur mætti fara og var tilgangi æfingarinnar þar með náð. — Það er og hefur ætíð verið á stefnuskrá Flugbjörgunarsveitarinnar að þjálfa félagana sem allra bezt í skyndihjálp og sjúkraflutn- ingum, enda æfingar sem þessi oft haldnar. — sb. Sérskattur á verzlunarhúsnæði: Veikir atvinnu- öryggi í verzlun — sagði Albert Guðmundsson SIGHVATUR Björgvins- son fjármálaráðherra mælti sl. mánudag fyrir stjórnarfrumvarpi um framlengingu sérstaks skatts á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði, sem upp var tekinn í ár, og skal skatturinn lagður á áfram tekjuárið 1980. Sagði ráðherrann skattinn lagðan á til þess að sporna gegn hóflausri fjárfest- ingu í verzlunarhúsnæði og auk þess væri gert ráð fyrir IV2 milljarði í tekjur eftir þessari skattaleið í fjárlagafrumvarpi því, er hann hefur lagt fram. Albert Guðmundsson (S) og Friðrik SophusSon (S) mótmæltu þessari skatt- lagningu. Sagði Albert að fjármálaráðherra ruglaði saman þessum sérstaka skatti og nýbyggingar- gjaldi, er hann teldi að skatturinn spornaði gegn fjárfestingu. Þessi sérstaki skattur legðist á húsnæði, sem þegar væri til staðar í þessari atvinnugrein og veikti rekstraraðstöðu hennar og þar með at- vinnuöryggi margra þús- unda manna er til hennar sæktu um atvinnu og af- komu. Með því að taka út úr rekstri atvinnugreinar- innar svo háan viðbótar- skatt væri í raun verið að taka vinnutæki frá henni. Friðrik sagði kapp krata- ráðherrans, sem nú kæmi fram í því að framlengja þennan skatt, stangast á við fyrri afstöðu flokksins. Báðir hvöttu þeir viðkom- andi þingnefnd til að gaumgæfa þetta mál mjög vel og stuðla að því að þessari ranglátu skatt- heimtu yrði hætt. Svavar Gestsson (Abl) lýsti sig fylgjandi skattlagningunni, sagði afnám skatta, ef til kæmi, fyrr eiga að koma niður annars staðar en í verzlunarrekstri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.