Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 47 Reiðilestur Thor Vilhjálmsson: FALDAFEYKIR, greinasafn 225 bls. Lystræninginn 79 Þetta greinasafn Thors Vil- hjálmssonar hefur að geyma ýms- ar greinar og pistla sem höfundur- inn hefur látið frá sér fara síðasta aldarfjórðung. Flestar þessara rit- smíða eru mjög stuttar (tvær til þrjár bls.) en nokkrar lengri og hafa þær birst í ýmsum blöðum og tímaritum. Drjúgum hluta bókar- innar ver Thor til að fjalla um hið fræga meiðyrðamál sem Krist- mann Guðmundsson höfðaði vegna ummæla Thors í grein í hinu látna bókmenntariti Birting á fyrri hluta síðasta áratugar. Það er einkar áhugaverð lesning og finnst mér reyndar best skrifaði hluti bókarinnar, enda höfundin- um mikið niðri fyrir. Kannski er þarna dæmi um það sem Steinn Steinarr kallaði „lífsháskann“ og fannst einatt vanta í kveðskap ungskálda síns tíma.í þessu fyrr- nefnda máli hefur Thor þurft að berjast fyrir sannfæringu sinni og ég held að það hafi verið eitthvað í þá áttina sem Steinn hafði í huga þegar hann sagði þetta um lífsháskann. Flestar greinarnar eru frekar lítið spennandi reiðilestur. Beinir höfundur þar spjótum sinum m.a. að úthlutunarnefnd listamanna- launa og öðrum þeim fram- kvæmdaaðilum ríkisvaldsins sem Bökmenntir eftir SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON hafa með málefni lista og lista- manna að gera og víkur þá til dæmis í snjallri grein að því einstæða uppátæki stjórnvalda að banna fullorðnu fólki að sjá víðfrægt listaverk, kvikmyndin Veldi tilfinninganna af því að það er elskast svo mikið í myndinni, á sama tíma og kvikmyndahús og framleiðendur raka saman fé á því að kenna fólki að meiða og drepa hvert annað. Eg get ekki sagt að mér hafi þótt gaman að þessari sautjándu bók Thors Vilhjálms- sonar. Á bókarkápu segir reyndar að í bókinni sé efnið „krufið í grimmum texta sem leiftrar af húmor“. Þetta með grimmdina í textanum finnst mér vel mega til sanns vegar færa en fullyrðingin um hið húmoríska leiftur finnst mér nú eins og nokkrum númerum of stór. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt Thor Vilhjálmsson nefndan húmorista og á ég ekki von á stórvægilegum breytingum í því efni þrátt fyrir útkomu þessarar bókar. Hann er hins vegar að mínu viti fádæma hagur orðlista- smiður en betur finnst mér smíði hans njóta sín í stærri og viða- meiri verkum. í eftirmála kemur fram að von mun á öðru bindi af sama tagi og ennfremur lætur höfundur þar í ljós þá von að bók þessi verði til þess að örðugra verði að gera honum upp skoðanir. Ég tel ein- sýnt að sú von muni rætast og bókin þannig ná tilgangi sínum. Sagt er að tilgangurinn helgi meðalið og er það rétt. Ég get þó ekki varist því að ætla að það gæti ómögulega skaðað tilganginn þótt meðalið væri dálítið skemmti- legra. Kaupmannahöfn 12/12 79 SIB Vikublaðið Fólk hefur göngu sína NÝTT tímarit hóf göngu sína í gær vikublaðið Fólk. Utgefandi þess er Frjálst framtak h.f., og ritstjóri er Óli Tynes, áður blaða- maður á Vísi og Morgunblaðinu. Óli Tynes sagði í samtali við blaðamenn Morgunblaðsins í gær, að upplag þessa fyrsta tölublaðs fólks væri 20 þúsund eintök, en líklega yrði upplagið þó ekki svo stórt í framtíðinni, en það færi þó eftir viðtökum. Þá sagði Óli, að ætlunin væri að bláðið komi út vikulega, og verður útkomudagur þriðjudagur í hverri viku. Eins og nafnið bendir til er efni blaðsins stuttar fréttir og viðtöl við fólk, og mikið er af myndum í fyrsta tölublaðinu. Blaðið er í sama broti og flest fyrri rit Frjáls framtaks, svo sem Frjáls verslun, íþróttablaðið og tölublað Fólks er stærð. fleiri. Fyrsta 36 síður að rHftNNES ^SON AEG VALIÐ ER VANDALAUST JÓLAGJAFIR EGGJASUÐUTÆKI BÍLARYKSUGA NY RYKSUGA NY KAFFIVEL DJUPSTEIKINGA POTTUR HANDHRÆRIVEL BRAUÐRIST BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 3ZVJ BÓKMENNTAVIÐBURÐUR Hannes Pétursson um^átekapemr KVÆÐAFYLGSNI HALLGRÍMSSON í þessari bók er brugðið upp eftirminnilegum svipmynd- um af Jónasi Hallgrímssyni, lífi hans og list. Og Hannes er í senn nógu kröfuharð- ur fræðimaður og listfengur rithöfundur til að fjalla um þetta efni á þann hátt sem því er samboðinn. Bók hans er reist á víðtækri heimildakönnun og snilldarvel rituð. Bræöraborgarstíg 16 Síml 12923-19156 „...lestur bókarinnr er skemmtun og hátíð sem heídur áfram allt kvöidið og alla nóttina og langt fram á morgun, og allt uns síðasta blaði er flett.“ (JS/Tíminn). „Útkoma Kvæðafylgsna er mikill bók- menntalegur viðburður.“ (Jón Þ. Þór/Tíminn). „Eins og vænta mátti er öll bók Hannesar hin læsileg- asta enda skrifar þar skáld af umhyggju og ástúð um annað skáld.“ (Heimir Pálsson/Helgarpósturinn). „Vinnubrögð Hannesar eru einstaklega vönduð og oft til hreinnar fyrirmyndar.“ (Heiga Kress/Dag- blaðið). — í einu orði sagt: KJÖRGRIPUR i; í • i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.