Morgunblaðið - 23.01.1980, Síða 31

Morgunblaðið - 23.01.1980, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANUAR 1980 31 Fer karlalandsliðið í handknattleik til Kína í ágúst? -tel á því nokkrar líkur segir Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ EKKI er enn loku fyrir það skotið, að íslenska karlalandslið- ið í handknattleik fari í keppnis- ferð til Kína á yfirstandandi ári. Ef af ferðinni yrði myndi lands- liðið fara utan í ágústmánuði. Eins og skýrt hefur verið frá í Mbl. barst ÍSÍ boð um að senda 40 manna keppnisflokk til Kína, karla- og kvennalið í handknatt- leik. Kínverjar buðu allt uppi- hald svo og ferðir innan Kína en sjálft ferðalagið þurfti ÍSÍ og HSí að greiða. Ferð sem þessi er gífurlega kostnaðarsöm og myndi kosta um 25 milljónir króna fyrir allan hópinn. í stuttu spjalli við Mbl. í gær sagði forseti ÍSÍ, Gísli Halldórs- son, að verið væri að vinna að þessum málum. Ef ferðin yrði farin myndi um 20 manna hópur fara út og yrði þar um karlalands- liðið að ræða. Slík ferð væri afar kostnaðarsöm og myndi kostnað- urinn við svona ferð vera um 12 milljónir króna fyrir 20 manna hóp. „Ég tel nokkrar líkur á að þessi ferð verði farin í ágústmán- uði,“ sagði Gísli en þetta mál mun væntanlega skýrast á næstu vik- um. Kínverjar hafa í nokkur skipti sótt okkur heim. Hingað hafa komið borðtennisspilarar, og fim- leikaflokkur svo nokkuð sé nefnt. Það yrði því til þess að styrkja samband Kína og íslands á íþróttasviðinu og menningarlega ef ferð þessi yrði farin. Væntan- lega mun íslenska ríkisstjórnin reyna að hlaupa undir bagga með ISI og styrkja þessa sérstöku keppnisferð svo að af henni geti orðið. Verði af ferðinni er þetta lengsta ferð sem íslenskur íþrótta- hópur hefur farið í. - Þr. • Kristján Arason. hinn hávaxni og nautsterki leikmaður FH er nú markhæsti leikmaðurinn í 1. deild, hefur skorað 41 mark. Kristján lék með hinu sigursæla unglingalandsliði i Danmörku undir lok síðasta árs og á vafa- laust möguleika á því að spila sig inn í landsliðshópinn sem hugs- anlega fer til Kína í ágúst. HandknattieiKur V...........-...... J Fékk 1,5 milljón ÞÁ hefur vetur konungur haldið innreið sína á Bretlandseyjum með tilheyrandi frestunum knatt- spyrnuleikja. Alls var 16 leikjum frestað í ensku deildakeppninni á laugardag og þar af voru 4 leikjanna á getraunaseðlinum. Þegar Axel Einarsson hafði beitt teningnum leit röðin þannig út: 122 - 112 - 212 - 112. Þessi röð kom fram á 2 seðlum, og var vinningur fyrir hvora röð kr. 1.184.500 - og með 11 rétta var 21 röð og vinningur fyrir hverja kr. 48.300- Annar hinna heppnu er frá Siglufirði, en þar sem hann var með 36 raða kerfisseðil, var hann auk raðarinnar með 12 rétta, einnig með 11 rétta í 6 röðum og vinningur fyrir seðilinn því tæp- lega 1.5 millj. kr. N.k. laugardag fer fram 4. umferð ensku bikarkeppninnar og á seðlinum nr. 22 eru allir leikirn- ir úr þeirri keppni. Vakin er athygli á, að strika skal út nöfn tveggja liða, Portsmouth og Chel- sea, sem bæði hafa fallið út eftir að seðillinn fór í prentun. Birm- ingham fær því Middlesboro í heimsókn og Everton fær Wigan í heimsókn. Wigan hefur verið þekktari bær fyrir frækið rugby- lið en knattspyrnuliðið, en eftir sigurinn yfir Chelsea má gera ráð fyrir hverju sem er á Goodison Park í Liverpool á laugardaginn, sérstaklega þegar þess er gætt, að borgin Wigan er ekki nema steinsnar frá Liverpool. Frá riðlakeppninni. Gísli Eyjólfsson hefir skorað fyrir Tréborg. Keflavíkurverktakar unnu firmakeppni Víðis Garði 21. janúar. SL. SUNNUDAG lauk í Iþrótta- húsinu í Njarðvíkum innanhúss- knattspyrnumóti sem knatt- spyrnufélagið Víðir í Garði stóð fyrir. Þátttaka var mjög góð en alls tóku 24 firmu þátt í keppn- inni og voru nokkur þeirra frá Reykjavík. Leikið var í riðlum og til úrslita kepptu Keflavíkurverktakar og Tréborg úr Garði. Keflavíkurverk- takar unnu leikinn 6—4 eftir að hafa komist í 6—1 í upphafi síðari hálfleiks. Nokkrir núverandi og fyrrverandi leikmenn í Kefla- víkurliðinu léku með sigurliðinu. Má þar nefna Grétar Magnússon, Marka-Jón og Þórð Karlsson. Mótið fór í alla staði vel fram þó gætti nokkurs misræmis í út- færslu reglna hjá dómurunum. Arnór. Getrauna- spá M.B.L O O CQ s s 3 öt u. o 5 Sunday Mlrror Sunday People Sunday Express News of the worid Sunday Telexraph SAWTALS Arsenal — Brighton 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Birm'm — Portsm./Mid'bro 1 1 1- 1 1 1 6 0 0 Bolton — Halifax X 1 X 1 2 X 2 3 1 Bristol City — Ipswich 2 2 1 2 1 1 3 0 3 Cambridge — Aston Villa X 2 2 2 2 2 0 1 5 Carlisie — Wrexham X 1 2 X 1 1 3 2 1 Chester — Millwall X 1 2 2 1 1 3 1 2 Everton — Chelsea/Wigan 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Nott'm Forest — Liverpool 2 X 1 1 2 2 2 1 3 Orient — West Ham X 1 1 2 2 2 2 1 3 Swindon — Tottenham 1 1 2 2 2 2 2 0 4 Wolves — Norwich 1 1 X X 1 2 3 2 1 Ósigur Ármanns gegn Grindavík ÁRMANN tapaði sínum fyrsta leik i 1. deild íslandsmótsins í körfuknattleik er liðið sótti STAÐAN Staðan í i.deild í körfu Ármann ÍBK Grindavik. Þór Borgarnes Tindastóll 6 5 1 10 7 5 2 10 7 4 3 8 4 2 2 4 5 14 2 5 0 5 0 Grindvíkinga suður í Njarðvík. Grindvíkingar sigruðu 118—117 cftir framlengdan leik. Banda- ríkjamennirnir í liðunum tveim- ur, Danny Shouse og Mark Holm- es settu mjög mörk sín á leikinn. Danny skoraði 76 stig fyrir Ármann og Mark 67 stig fyrir Grindvíkinga. Að loknum venjulegum leiktíma í viðureign liðanna var staðan jöfn, 103—103. Grindvíkingar höfðu þá unnið upp gott forskot Ármanns. Þegar hálf önnur mínúta var til leiksloka höfðu Ármenningar sjö stiga forustu, 101—94. Grindvíkingar með Mark í broddi fylkingar neituðu að leggja árar í bát og þeir náðu að minnka muninn í fjögur stig, 101—97, og þá var ein mínúta eftir. Ármenningar náðu að skora en góður endasprettur Grindvík- inga tryggði þeim framlengingu og í henni vannst dýrmætur sigur. Þrátt fyrir ósigur hafa Ármenn- ingar tapað fæstum stigum í 1. deild — tveimur, en Þór og Keflavík hafa tapað fjórum stig- um. Grindvíkingar eru til alls líklegir en þeir hafa tapað sex stigum. Dómarar í leiknum voru þeir Kristbjörn Albertsson og Björn Ólafsson. Bayern sfeinlá BAYERN Munchen hefur mætt einhverju kynlegu and- streymi að undanförnu. Eftir að hafa tapað óvænt fyrir Bayeruth úr 2. deiid í bikar- keppninni, heimsótti liðið Bayer Leverkusen í deildar- keppninni og tapaði enn óvænt. Vetrarkuldar miklir hafa geisað í Þýskalandi að undanförnu og kann það að vera skýringin á hve sterku liði Bayern hafa verið mis- lagðar hendur að undan- förnu. Leverkusen sigraði 1—0. Hamburger, sem einnig var slegið óvænt út úr bik-, arkeppninni, lét það hins vegar ekkert á sig fá. Liðið hélt sínu striki í deildakeppn- inni og sigraði Bochum 3—1. Endurheimti HSV þar með efsta sætið, en Bayern hrifs- aði það sæti hins vegar til sín fyrir nokkru. Önnur úrslit í Þýskalandi urðu sem hér segir: 1860 Munch.—1 FC Köln 1-1 Schalke 04—B.Mönch.gl. 1—0 Dusseld.—Kaiserslaut. 6—1 Dortmund—Frankfurt 0—1 Stuttgart—Duisburg 2—0 Uerdr.—Werder Brem. 2—0 Hamburger hefur nú hlotið 25 stig, en Bayern einu stigi minna. Köln hefur nú skotist í þriðja sætið með 23 stig og þvi til alls líklegt. Þrjú lið hafa hlotið 22 stig, Frank- furt, Dortmund og Schalke 04. , ........ Áhorfendur í færra lagi! í BRASILÍU var mikið magn- aður upp og auglýstur undan- úrslitaleikur í deildarkeppn- inni milii America og Mixto de Cuiaba. Fór leikurinn fram á Marcana-leikvangin- um, risavelli sem tekur um 200.000 áhori'endur, eða tæp- lega alla Islendinga. Síðan gerðist það, að aðeins um 1200 manns mættu! Mátti næstum heyra saumnál detta og bergmál að auki. Zico til Valencia? SPÆNSKA félagið Valencia hefur hug á að tryggja sér brasiliska knattspyrnusnill- inginn og kvikmyndastjörn- una Zico. Á hann að koma í stað Reiner Bonhof sem hyggur á heimferð i lok keppnistimabilsins, liklega til Hamburger SV. Zico er af mörgum talinn einn snjall- asti knattspyrnumaður Suð- ur Ameriku. ♦ ------ Suöurnesjamót í knattspyrnu SUÐURNESJAMÓT i öllum flokkum innanhússknatt- spyrnu íer fram í Njarðvík á laugardaginn og hefst það klukkan 11.30. Þaú lið sem þarna keppa eru Njarðvik, Sandgerði. Víðir og Grinda- vík. en síðast nefnda liðið hefur borið hitann og þung- ann af undirbúningnum að þessu sinni. 4' I.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.