Morgunblaðið - 27.01.1980, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 27.01.1980, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980 7 Umsjónarmaður Gísli Jónsson_______________35. þáttur Eins og fyrri daginn bregðast lesendur vel og rösklega við, þegar ég leita mér liðs þeirra. Nokkrir hafa bæði munnlega og skriflega frætt mig um nafnið Selma, svo sem um var beðið. Ræki- legast er um það fjallað í bréfi frá Magnúsi Þórðarsyni í Reykjavík. Það bréf er svo ágætt fyrir allra hluta sakir og sá fróðleikur, sem í því er, svo dæmigerður fyrir „örlög orðanna“, að ég leyfi mér að birta bréfið, lítið eitt stytt: „Þegar Skotinn James Macpherson fór að gefa út Ossíans-kvæði upp úr 1760, urðu þau mjög vinsæl í Evrópu, enda fljótlega þýdd á mörg tungumál. Macpher- son lét líta svo út, að hann hefði þýtt kvæðin á ensku úr gamalli gelísku, en brátt voru bornar brigður á það. Kom fyrir ekki, þótt hann legði fram „frumtexta" — að vísu furðuvel gerðan. Nú munu flestir á því, að Macpherson hafi sjálfur ort meginhluta kvæðanna, þótt eitthvað hafi hann stuðst við forn þjóðkvæði. Hvað sem uppruna Ossí- ans-kviðu líður, er það bók- menntasöguleg staðreynd, að kvæðin hrifu hugi manna, einkum ungs fólks, næstu áratugi, enda féllu þau vel að rómantísku stefnuni. Tízka í nafngiftum fer eftir ýmsu, þ. á m. bókmenntatízku, og svo fór hér. Mörg nöfn úr Ossí- ans-kviðu voru tekin upp í Evrópu, og lifa sum enn góðu lífi. Einna þekktast er Óskar, sem talið er, að Macpherson hafi myndað úr germanska nafninu Ásgeir, þótt eftir sögunni heiti hann eftir Ossían, föður sínum (syni Fingals) og Púnverjanum Hamilkar frá Karþagó. Nafnið Oscar hvarf að mestu á Bretlandseyjum eftir mála- ,ferlin við Oscar Wilde, að sínu leyti eins og Adolfs- nafnið eftir seinni heims- styrjöld (hvorugt nafnið raunar algengt áður). Napó- leon mikli var afar hrifinn af Ossíans-kviðu. 1799 var son- ur eins hershöfðingja hans, Jean Baptiste Bernadotte, vatni ausinn, og var Napó- leon guðfaðir. Hann fékk að ráða einu nafninu og valdi Oscar. Því nafni var hann alltaf nefndur innan fjöl- skyldunnar. Faðir hans varð síðar konungur í Svíþjóð (Karl XIV. Jóhann), og þegar sonurinn kom til ríkis, nefndist hann Oskar I. Þar með festist nafnið á Norður- löndum. Sama uppruna eiga t.d. karlmannsnöfnin Fingal, Ossian (sbr. sænska skáldið Ossian Nilsson) og Orla (sbr. dönsku stjórnmálamennina Orla Lehmann og Orla Möll- er) og kvenmannsnöfnin Malvina, Minona (svo hét t.d. stúlka, sem talin var laun- dóttir Beethovens) og Selma. Einn fegursti kaflinn í Ossíans-kviðu er „Songs of Selma“ (eða Shelma). Orðið er keltneskt (gelískt) og þýð- ir „fögur sjón“, eða „hin bjarta og fagra“. Þessi kafli varð sérstaklega frægur, því að Goethe tók hann upp í skáldsögu sinni, „Die Leiden des jungen Werthers", (Raunum hins unga Wert- hers), sem kom fyrst út 1774. Goethe lætur Werther þýða söngvana og þylja þá, þegar hann hittir Lotte í síðasta sinni, áður en hann ræður sér bana, og grétu þau þá bæði. Bókin varð heimsfræg og þar með söngvarnir. Finnsk-sænska skáldið Frans Mikael Franzén, (f. í Finnlandi 1772, d. í Svíþjóð 1847, þá biskup í Hernö- sand), orti á æskuárum sínum rómantísk og hálf- erótísk ástarljóð til drauma- dísar sinnar, sem hann nefndi Selmu („Till Selma“ og „Fanny och Selma“). Ljóð- in urðu geysilega vinsæl í Svíþjóð og gengu þar í af- skriftum út um allar sveitir áratugum saman. Þar með festist Selmunafnið í Svíþjóð. Skáldkonan Selma Ottiliana Lovisa Lagerlöf (f. 1858) gerði nafnið enn vin- sælla, svo að nú tíðkast það um öll Norðurlönd. Ekki veit ég, hvenær fyrst er skýrt Selma hér á landi. 1908 er „Herragarðssaga" eftir Selmu Lagerlöf fram- haldssaga í ísafold, og kom hún einnig út í bók. Síðan greinir Magnús af mikilli nákvæmni frá öllu því, sem eftir Selmu Lagerlöf hefur komið út í íslenskum þýðingum. Hefur hann sann- arlega gert gangskör að því að rannsaka málið sem um skyldi fjalla, svo að það er nú meira en komið á góðan rekspöl. En því tek ég svo til orða, að um daginn sást í blaði að nú þyrfti að gera rekspöl að því að mynda ríkisstjórn á Islandi. Komiö og skoöiö eina af húsagerðum okkar, aö Kársnesbraut 128. Húsiö er opið laugardaga og sunnudaga kl. 10—18, og virka daga frá kl. 10—18. KR SUMÁRIIIIS Kristinn Ragnarsson húsasmíöameistari Kársnesbraut 128, sími 41077 Kópavogi Morgun haninn Þaö er Ijúft að vakna á morgnana í skólann og vinnuna, við tónlist eða hringingu í morgunhananum frá Philips. Hann getur líka séð um að svaefa ykkur á kvöldin með útvarpinu og slekkur síðan á sér þegar þið eruð sofnuð. Morgunhaninn er fallegt taeki, sem er til prýðis á náttborðinu, þar aö auki gengur hann alveg hljóðlaust. heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 15655 Þorramatur Þorramatur Súrtslátur kr. 1.411-kg Súr lifrarpylsa kr. 2.025 - kg Lundabaggi kr. 3.700 - kg Súrar bringur kr. 3.400 - kg Hrútspungar kr. 3.600 - kg Hákarl kr. 3.500 - kg Sviöasulta ný og súr Hvalsulta og hvalrengi Flatkökur, harðfiskur og síld í miklu úrvali. Veljið þorramatinn eftir eigin vali. Rúgbrauðið okkar er aldeilis frábært. VOMUFEU. Vörðufeli 8, Kópavogi. Símar 42040 og 44140. EF ÞAÐ ER FRÉTT- 8) NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.