Morgunblaðið - 27.01.1980, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980
Manuela Wiesler (t.v.) og Helga Ingólfsdóttir ræða hér saman yfir einhverju tónverkinu og eru sennilega að velta vöngum yfir því
með hvaða hætti þær eigi að taka á því. LjóHm. KriHtján
Þetta byrjaði eiginlega
með heimboði hjá Helgu
Frá lágreistu húsi í
Grjótaþorpinu geta veg-
farendur stundum heyrt
flautuleik ef skarkali bæj-
arlífsins er ekki of há-
vaðasamur, en í húsinu
því býr Manuela Wiesler
flautuleikari ásamt fjöl-
skyldu sinni. Sendimenn
Morgunblaðsins knúðu
þar dyra í vikunni. Erindið
var þó ekki að spjalla
einungis við Manuelu
heldur og samstarfskonu
hennar á tónlistarsviðinu,
Helgu Ingólfsdóttur,
semballeikara, en þær
hafa allmörg undanfarin
ár komið fram saman við
ýmis tækifæri og flutt
áheyrendum sínum eldri
sem yngri tónverk.
Þegar okkur bar að
garði voru þær að ræða
næstu áfanga samstarfsins,
glugga í nótur og gera upp
við sig með hvaða tökum
þær ættu að nálgast
verkið. En í kvöld munu
þær leika á tónleikum
Myrkra músikdaga í
Bústaðakirkju og hafa
þær sinnt æfingum fyrir þá
nú síðustu vikurnar. Fyrst
voru þær inntar eftir því
hvernig samstarf þeirra
hefði hafist:
— Þetta byrjaði eiginlega með
heimboði hjá Helgu, sagði Manu-
ela, en þar sátum við heilt kvöld
og spiluðum allar sónötur Bachs í
gegn. Uppúr þessu kom samstarf
okkar í Skálholti en sumarið 1975
byrjuðu þar svonefndir sumar-
tónleikar sem við höfum haldið
áfram öll sumur eftir það og
hyggjumst enn bjóða upp á tón-
leika þar næstu árin.
— Það hefur verið mjög gaman
að vinna að þessum sumartónleik-
um, sagði Helga, og okkur finnst
einhvern veginn að Skálholt búi
yfir kynngikrafti, sem hjálpar
okkur við músikina og segja rm ið
þessar vikur, sem við dveljumst
eystra líði dagurinn við stöðugar
æfingar frá morgni til kvölds.
Standið þið sjálfar fyrir tón-
leikahaldinu þar?
— Já, þ.e. við sjáum um tón-
leikahaldið og umstangið í kring-
um það, en fáum þess í stað
húsnæði og fæði í Skálholti þessar
fjórar vikur, sem tónleikahaldið
varir. Síðastliðin tvö sumur feng-
um við styrk frá Ferðamálaráði,
Kynnisferðum og Ferðaskrifstofu
ríkisins og höfum þá líka spilað
fyrir ferðamenn, sem staldra við
eina dagsstund, skoða kirkjuna og
vilja gjarnan hlusta þegar við
æfum eða fá okkur til að spila
fyrir sig sérstaklega. Það er oft
mjög gaman að spila fyrir þreytta
ferðamenn, sem hafa kannski ver-
ið á ferð um landið í marga daga,
ekki heyrt í útvarpi, en rekast svo
þarna inn og heyra góða tónlist.
Fyrir það er fólkið þakklátt og
sumir vilja jafnvel láta okkur
njóta þess efna til samskota og
einu sinni lagði kona kexpakkann
sinn á sembalinn áður en hún fór
út aftur.
En skipulagða dagskráin er
tónleikahald laugardaga og
sunnudaga, fjórar helgar í röð og
kváðu þær aðsóknina hafa verið
allgóða, margir fengju sér greini-
lega sunnudagsbíltúr t.d. frá
Reykjavík m.a. til að koma við í
Skálholti og njóta tónleika og svo
ættu þær sér fastan áheyrendahóp
þar sem væru heimamenn.
Þá er ótalinn einn þáttur
sumartónleikanna, en hann er sá
að listakonurnar hafa iðulega
frumflutt ný verk islenskra tón-
skálda, sem samin hafa verið
sérstaklega fyrir þær.
Mikilvægt
samstarf
— Já, við höfum fengið að
kljást við verk íslenskra tón-
skálda, sem samið hafa fyrir
okkur og hefur okkur þótt það
mjög spennandi. Þá gefst líka
tækifæri til að fá höfundana
austur og getum við rætt við þá
um hvernig megi best flytja
verkið, fengið hjá þeim leiðbein-
ingar og álit og er slíkt samstarf
mjög mikilvægt bæði fyrir tón-
skáldið og flytjendur. Það er allt
annaö og ólíkt skemmtilegra að
æfa upp verkin þegar við eigum
slíka samvinnu við tónskáldin,
heldur en að æfa þau eingöngu
upp af nótnablöðum og vita ekkert
um manneskjuna á bak við nót-
urnar.
Er mikill munur á því að leika
nútímaverk eða hin eldri?
— Það eru nánast eins og tveir
ólíkir heimar, segir Helga, en
Manuela viðhafði önnur orð:
— Mér finnst enginn munur
vera á því, það er aðeins verið að
segja það sama með ólíkum hætti,
þetta er eins og við læsum texta
eftir Hallgrím Pétursson og Stein
Steinarr, sem okkur finnst ólíkir,
en komust að raun um að þeir eru
að tala um svipaða hluti.
Helga heldur áfram:
— Vissulega eru það sömu hlut-
irnir, sem koma fyrir aftur og
aftur en samt sem áður er ný
tónlist mjög ólík þeirri gömlu
a.m.k. hvað varðar sembal. Semb-
alinn er hljóðfæri barokktímans.
Alla 19. öldina eru engin tónverk
samin fyrir sembal, en þegar fram
kemur á 20. öld opnast augu
manna og eyru á ný fyrir þessu
gamla hljóðfæri, en tónskáld 20.
aldar nálgast hljóðfærið á annan
hátt, en gert var áður, það segir
sig sjálft.
Er mikið samið fyrir sembal?
— Á íslandi hefur það aukist
mjög síðustu 10—20 árin að samið
sé fyrir sembal, en var eiginlega
mjög lítið fram að því. Af íslensk-
um tónskáldum má segja að Haf-
liði Hallgrímsson hafi riðið á
vaðið með samningu kvartetts, en
síðan komu þeir hver á fætur
öðrum og mætti t.d. nefna Atla
Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson,
Leif Þórarinsson og Pál P. Páls-
son.
Og fellur nútímaverkið jafn vel í
jarðveginn hjá áheyrendum og
eldri tónlistin?
íslensku verkin
í góða jörð
— Já, íslensku verkin eru jafn-
góð, þau falla í alveg jafngóðan
jarðveg og það er gaman að spila
þau, ekki síður en tónverk barokk-
tímans.
En þær Helga Ingólfsdóttir og
Manuela Wiesler hafa ekki aðeins
flutt íslendingum tónlist sína eða
ferðamönnum í Skálholti, þeim
hefur verið boðið í tónleikaferðir
til útlanda og eru fleiri slíkar
ferðir á döfinni:
— Við spiluðum í Kaupmanna-
höfn síðasta haust og í vor munum
við halda tónleika í Noregi og
Stokkhólmi. Árið 1981 er síðan
ráðgert að við förum til Vínar, en
þar er á hverju sumri sérstök
tónlistardagskrá í tvo mánuði
meðan ríkisóperan þar er í fríi.
Munum við halda eina tónleika á
hátíðinni.
En hvernig vinna þær að því að
undirbúa tónleika?
— Við tökum langan tíma fyrst
í að skoða verkin og æfa þau sitt í
hvoru lagi, því samæfingarnar
hafa ekkert að segja fyrr en við
höfum kynnst verkunum töluvert
sitt í hvoru lagi. Þá kemur að því
að æfa saman og ræða einstök
atriði þeirra, hraða, áherslur
o.s.frv. Stundum hringjum við
kannski hvor i aðra þegar við
þykjumst hafa uppgötvað eitthvað
nýtt í verkinu, sem hin þarf að
vita af.
Á tónleikunum í kvöld leika þær
íslensk og erlend verk og lítur
efnisskráin út sem hér segir:
1) Sónata í e-moll eftir Joh.
Mattheson, en verk þetta fann
Heiga í aftriti í Kaupmannahöfn
sl. ár og kvaðst hún viss um að fáir
hefðu leikið það fyrr.
2) Leifur Þórarinsson, „Da“,
fantasía fyrir sembal, frumflutn-
ingur. Leifur lauk samningu
verksins rétt fyrir jólin og sagði
Helga það mjög vel skrifað og
væri sjaldgæft að sjá svo vel
skrifuð nútímaverk fyrir sembal.
3) Páll P. Pálsson: stúlkan og
vindurinn. Hugmyndina sækir
höfundur í samnefnt ljóð Þor-
steins Valdimarssonar og var
verkið samið til flutnings á
sumartónleikum í Skálholti sl.
sumar.
4) Leifur Þórarinsson: Sónata
per Manuela. Stórbrotið og glæsi-
legt verk, sagði Manuela, en verkið
hefur hún spilað mikið að undan-
förnu m.a. erlendis. Sagði hún að í
verkinu notaði Leifur möguleika
flautunnar til hins ítrasta og væri
stundum sem heil hljómsveit.
5) Að síðustu spila þær síðan
h-moll sónötu Bachs, en hann
samdi 6 sónötur fyrir flautu og
sembal og þykir h-moll sónatan
vera mesta völundarsmíðin.
Enn í námi
í lokin má nefna að þær léku inn
á hljómplötu nú í haust og sendu
frá sér:
— Já, platan var tekin upp í
Skálholti á einum degi í nóvember
og við ætluðum okkur að koma
henni á markað fyrir jólin, sem
tókst þrátt fyrir að margir teldu
okkur alltof bjartsýnar í því efni.
Á plötunni eru ýmis verk sem við
höfum spilað í Skálholti og var
mjög gaman að vinna að útgáfu
hennar þótt að allt yrði að taka
stuttan tíma.
Með þeim orðum eru tónlistar-
konurnar kvaddar og þær halda
áfram að æfa og undirbúa fyrir
tónleikana. Má að lokum geta þess
aö Manuela sagðist vera nemandi
ennþá, hún væri í vetur í tímum
hjá flautukennara í Sviss og færi
þangaö á 6—8 vikna fresti og
dveldi ytra 2—3 daga í senn. Hefði
hún talið það auðveldara en að
flytjast með fjölskylduna af land-
inu, fá húsnæði, vinnu og barna-
gæslu o.fl. og sjálfsagt ekki dýrara
jafnvel þótt hún yrði að ferðast
milli landa nokkrum sinnum yfir
veturinn. j.t.
Eg þakka innilega Félagi íslenskra leikara, Starfs-
mannafélagi Ríkisútvarpsins, Starfsmannafélagi
Þjóöleikhússins, Leikfélagi Reykjavíkur, frændum,
vinum, kunningjum og öörum fyrir gjafir, góöar
kveöjur og margvíslegan sóma mér sýndan af tilefni
sjötíu og fimm ára afmælis míns þ. 21. des. sl.
Þorsteinn Ö. Stephensen