Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 3 Síðdegisafgreiðsla á föstudögum i Sparisjóði Keflavikur: Fleiri hugleiða sömu þjónustu SPARISJÓÐURINN í Keflavík hefur frá áramót- um haft afgreiðslu sína opna frá klukkan 17—18 á föstudögum, en aðrar bankastofnanir og spari- sjóðir hafa hins vegar síðdegisafgreiðslu sína á fimmtudögum. Tómas Tómasson sparisjóðsstjóri í Keflavík sagði í gær, að þeir hefðu ákveðið að hafa opið á föstudögum eins og áður eftir að þeir hefðu orðið varir við magnaðar óánægjuraddir viðskipta- vina sinna. — Þegar ákveðið var að taka upp síðdegisafgreiðslu á fimmtudögum í sparnaðar- skyni og hafa lokað aðra eftirmiðdaga, ákváðum við að gera slíkt hið sama í tilrauna- skyni, sagði Tómas. — Það kom þó fljótlega í ijós, að þessir fimmtudagar voru nær ekkert notaðir og viðskipta- vinirnir voru óánægðir með þessa breytingu. — Við ákváðum því að breyta aftur, en við höfðum áður haft opið á föstudögum og það mælzt vel fyrir. Þessi þjónusta er jafn mikið notuð og áður og það er mikið af fólki, sem ekki er bundið í vinnu síðdegis á föstudögum og getur því notað þennan tíma, auk þess sem margir fá laun sín greidd á þessum degi vikunnar. — Því er ekki að neita að þessi ákvörðun okkar hefur verið litin hornauga af ýmsum öðrum bankastofnunum. Þetta var þó ekki bindandi sam- komulag um fimmtudagsaf- greiðsluna og ég hef heyrt að fleiri sparisjóðir hafa hug á að taka upp sama hátt og við, sagði Tómas Tómasson. INNLENT^ Margeir og Björn efstir á Skákþinginu LOKIÐ er átta umferðum á Skákþingi Reykjavikur og er staðan nú sú, að efstir og jafnir eru Margeir Pétursson og Björn Þorsteinsson með 7 vinninga. Þeir tefla saman i kvöld og hefur Björn hvítt. Næstir koma átta menn með 6 vinninga, þeir Bragi Kristjánsson, Sævar Bjarnason, Jóhann Hjart- arson, Guðmundur Agústsson, Elvar Guðmundsson, Þórir Ólafs- son, Sigurður Sverrisson og Har- aldur Haraldsson. Tefldar verða 11 umferðir eftir Monrad-kerfi. UTSALAN sem allir hafa beðið eftir hófst í morgun í ^ verzlunum I samtímis ALLT nýjar og nýlegar vörur Aldrei meira úrval af góðum vörum á jafn ótrúlega góðu verði. 40%-60°/( afsláttur * Herrafatnaöur * Dömufatnaöur * Unglingafatnaður * Barnafatnaöur * Skór, hljómplötur, kassettur Látið ekki happ úr hendi sleppa UNGLINGADEllD (!Ln\KARNABÆR F Aosturstræti 22 Sími Ua sKiptiborði 85055 áfSZm. SKODEILD KARNABÆR Ai.-.tiji 'f.ft .. Sun> frj sKiptiborði 88055 Laugavefli 20. Sími frá ikiptiborOi 85055. £ TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS tjjgjj) KARNABÆR ai’þo Greifahúsinu, Austurstræti 22, 2. hæð. Sími 85055 Glaesibæ — Laugavegi 66 Sími frá skiptiboröi 85055. Austurstræti 22. Sími frá skiptiborði 85055. i@i ijfiji

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.