Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 Elinborg Þórðar- dóttir — Minningarorð Fædd 5. ágúst 1901 Dáin 24. janúar 1980 Fyrir sextíu og fímm árum kvaddi ellefu ára gömul stúlka foreldra og stóran systkinahóp. Hún varð eftir í heimahögum, en leið hinna lá suður til höfuðstað- arins. Á þessum tíina var það algengt að fjölskyldur tvístruðust sökum fátæktar og aðskilnaðurinn var oft ævilangur. 1914 var hart í ári og bóndinn á Kolbeinsstöðum í Hnappadalssýslu fór ekki var- hluta af því. Hann missti stóran hluta bústofns síns og sá ekki fram á að geta framfleytt stórum barnahópi. Hann brá búi og flutt- ist til Reykjavíkur með fjölskyld- uná, en eitt barnanna varð eftir, Elinborg. Henni var komið fyrir hjá nöfnu sinni og föðursystur á Skjálg. En aðskilnaðurinn var ekki langur. Eftir fjögur ár var Elinborg aftur í glaðværum og samheldnum systkinahópi. Guðný Elinborg eins og hún hét fullu nafni, fæddist í Eiðshúsum í Hnappadalssýslu, en fluttist ung að Kolbeinsstöðum með fjölskyldu sinni. Þótt hún eyddi meirihluta ævi sinnar í Reykjavík, leit hún ævinlega á sig sem Snæfelling. Foreldrar hennar, Þórður Krist- jánsson og Sigríður Þorkelsdóttir, voru bæði af snæfellskum bænda- ættum. Elinborg var fjórða í röð átia systkina, elzt var Ingibjörg Ásthildur, fædd 1896, þá Guðlaug, fædd 1898, Sólveig, fædd 1902, Elinborg, fædd 1904, Þorkell, fæddur 1906, Guðrún Ólína, fædd 1909 (hún dó á fyrsta ári), Gunnar, fæddur 1912, og yngst var Ásdís Anna, fædd 1918. Það var menn- ingarbragur á heimilinu þrátt fyrir fátæktina og hverri frístund vel varið. Elinborg lærði öll sveitastörf barn að aldri og vann bæði innanhúss og utan með systkinum sínum. Eftir að fjölskyldan flutt- ist suður til Reykjavíkur bjó hún fyrst að Hverfisgötu 66A. Þórður vann öll algeng verkamannastörf og börnin hjálpuðu til strax og þau komust á legg. Elinborg var í vist á vetrum, en á sumrin fór hún í síld til Siglufjarðar. Árið 1931 gat Þórður með aðstoð barna sinna fést kaup á stóru húsi á þeirra tíma mælikvarða, Njáls- götu 15. Nokkrum árum eftir að þau settust að í Reykjavík urðu þau fyrir alvarlegum áföllum. Yngri sonurinn, Gunnar, drukknaði í Reykjavíkurhöfn, sjö ára gamall, og síðar veiktist yngsta dóttirin, Anna, af berklum og lézt hún árið 1943. Þórður andaðist sama ár, en Sigríður lifði til ársins 1947. Hún lá lengi rúmföst heima á Njáls- götu 15 og naut aðhlynningar og umhyggjusemi barna og barna- barna. Árið 1934 gekk Elinborg að eiga Vigberg Ágúst Einarsson verk- stjóra, sem lifir konu sína. Hann er borinn og barnfæddur Reykvík- ingur, traustur og vinfastur eins og kona hans var. Þau eignuðust þrjár dætur, Eddu, f. 18. marz 1934, Selmu Sigþóru, f. 22. febrúar 1940, og Ástu Ónnu, f. 12. janúar 1942. Allar voru þær mannvæn- legar en þann skugga bar á, að Edda veiktist af lömunarveiki barn að aldri og náði sér aldrei eftir það. Á unglingsárunum var hún oft fárveik og veturinn áður en hún tók gagnfræðapróf gat hún ekki sótt skóla. Hún lá rúmföst og Elinborg las skólabækurnar fyrir dóttur sína. Um vorið varð Edda efst á gagnfræðaprófi í Austur- bæjarskólanum. Hún náði sér að nokkru leyti, hóf vinnu við verzl- unarstörf og ætlaði að fara að stofna eigið heimili þegar hún veiktist hastarlega og lézt, tæp- lega tuttugu og eins árs. Ellefu árum síðar misstu Elinborg og Vigberg næstelztu dóttur sína, Selmu, sem sýnt hafði að hún var búin framúrskarandi hæfileikum. Hún hafði nýlokið námi við há- skólann í Edinborg og hafið kennslustörf, þegar hún veiktist. í þetta skipti var aðdragandinn stuttur. Rösklega einum mánuði eftir að hún var flutt í sjúkrahús kvaddi hún þennan heim með sama æðruleysinu og alla tíð var aðalsmerki móður hennar. Yngsta dóttirin, Ásta Anna, var foreldr- um sínum til ómetanlegs stuðn- ings og gleði í raunum þeirra allra. Hún lauk námi frá Kenn- araskóla íslands og stundaði síðan nám í þýzku og uppeldisfræði þegar hún var komin til Göttingen í Þýzkalandi ásamt manni sínum, Axel Björnssyni eðlisfræðingi. Synir þeirra tveir, Björn og Egill, voru augasteinar Elinborgar ömmu sinnar. Það var Elinborgu og Vigberg ógleymanlegt ævintýri, þegar þau heimsóttu dóttur sína og tengdason í Göttingen. Hvorugt þeirra hafði áður komið út fyrir landssteinana, en það var samt enginn viðvaningsbragur á ferða- löngunum. Elinborg og Vigberg bjuggu á Njálsgötu 15, þar til Elinborg var orðin ein eftir systkinanna þar. Þá keyptu þau sér íbúð við Rauðalæk 2. Elinborg vann þá i þvottahúsi Landspítalans. Hún fór að vinna þar strax og heimilisstörfin létt- ust og var í fullri vinnu þar til hún var komin fast að sjötugu. Þegar ég fór að venja komur mínar á Njálsgötu 15 árið 1955, bjuggu þau Elinborg og Vigberg í húsinu ásamt tveimur systkinum Elinborgar, Þorkeli og Guðlaugu. Síðar fluttist Þórir, systursonur þeirra, í húsið ásamt Elviru konu sinni og fjórum sonum, og enn á ný ómuðu barnshlátrar í gamla húsinu. Elinborg var einstaklega barngóð og lagin við unglinga. Mér er það minnisstætt, þegar ég kom eitt sinn á Njálsgötu 15 með bróðurdóttur mína á öðru ári. Hún kunni illa við sig í ókunnugu umhverfi og vildi ekki þýðast húsráðendur. Elinborg minnti þá á ömmuna í Brekkukoti. Með einstakri lagni vann hún bug á ótta litla gestsins og fyrr en verði var sú stutta farin að babbla við Elinborgu og hossa sér í knjám Vigbergs. Á heimili þeirra var enginn tekinn með tromþi, en þau vináttubönd, sem þar voru hnýtt, rofnuðu aldrei. Allir voru velkomnir og gestrisni var með eindæmum enda sóttu þangað margir. Það fór ekki fram- hjá neinum, að á heimilinu ríkti óvenjuleg samheldni og eindrægni milli hjóna og systkina og aldrei hraut neinum styggðaryrði af vör. Framkoma húsmóðurinnar ein- kenndist af hlýju, látleysi og hógværð og aðrir tileinkuðu sér prúðmennsku hennar ósjálfrátt. Elinborg var fremur lágvaxin, alla ævi grönn og létt á fæti, og bar höfuðið hátt. Lengst af ævinn- ar átti hún við vanheilsu að stríða, en hún kvartaði aldrei. Hún var fluggreind og var gædd miklum frásagnarhæfileika og leiftrandi kímnigáfu. Hún hafði mikla löng- un til að leggja út á menntabraut og átti þess engan kost, en hún notfærði sér alla möguleika til sjálfsmenntunar, sem völ var á. Frá henni stafaði innri fegurð, sem hún fékk svo ríkulega af í vöggugjöf, og gleymist engum sem hana þekkti. Margrét Jónsdóttir I dag verður gerð útför móður- systur minnar, Elinborgar Þórð- ardóttur, Rauðalæk 2, hér í borg, en hún varð bráðkvödd hinn 24. janúar sl. Hún var fædd að Eiðhúsum í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hinn 5. ágúst 1904 og var því á 76. aldursári, er hún lézt. Varð hún elzt systkina sinna, en þau voru átta, sex systur og tveir bræður. Fullu nafni hét hún Guðný Elinborg og voru foreldrar hennar hjónin Þórður Kristjánsson bóndi og Sigríður Þorkelsdóttir, en þau bjuggu fyrst að Fossi og síðar að Hofgörðum (Ytri-Görðum) í Stað- arsveit, en síðan að Eiðhúsum í Miklaholtshreppi og síðast að Kol- beinsstöðum í Kolbeinsstaða- hreppi, þar sem þau bjuggu, unz þau brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur árið 1915. Um Þórð heitinn hefur varðveitzt merk heimild, en hann lenti í miklu sjóslysi á yngri árum og er sú frásögn skráð í bókinni „Bóndinn á heiðinni" eftir Guðlaug Jónsson og einnig getið í bókinni „Hjarð- arfellsætt" eftir Þórð Kárason. Var Þórður Kristjánsson fæddur að Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi og af ætt þeirri, sem við þann bæ er kennd. Elinborg kom ekki til Reykja- víkur, fyrr en eftir fermingu, en dvaldist nokkur ár hjá föðursystur sinni, Guðnýju í Skjálg í Kolbeins- staðahreppi og Jóni manni henn- ar. Frá unglingsaldri vann hún fyrir sér, enda þekktist varla annað á þeim árum hjá almúga- fólki. Stundaði hún þau störf, sem til féllu, meðan hún var í Reykjavík á vetrum, en á sumrin fór hún ýmist í kaupavinnu í sveit eða síldarvinnu á Siglufirði. Árið 1934 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Vígberg Ágústi Ein- arssyni, fyrrum verkstjóra, Jóns- sonar bónda í Skildinganesi. Þau Vígberg og Elinborg stofnuðu heimili sitt að Njálsgötu 15 í Reykjavík og bjuggu þar til ársins 1970, er þau fluttu að Rauðalæk 2, en þar bjó Elinborg til dauðadags, eins og áður segir. Af þremur dætrum, sem þau hjónin eignuðust, er aðeins ein á lífi, Ásta Anna, kennari við Ár- bæjarskóla, fædd 12. janúar 1942. Hún giftist árið 1964 dr. Axel Björnssyni jarðeðlisfræðingi og eiga þau tvo syni, Björn og Egil. Edda Svanhildur var fædd 18. marz 1934. Á fermingaraldri veiktist hún skyndilega af erfiðum taugasjúkdómi, en náði sér síðar að nokkru og gat farið að vinna fyrir sér við verzlunarstörf: En skyndilega tók sjúkdómurinn sig upp aftur og varð ekki við neitt ráðið, unz hún lézt aðeins tvítug að aldri árið 1955. Selma Sigþóra var fædd 22. febrúar 1940. Hún varð stúdent árið 1960 með framúrskarandi vitnisburði og lauk M.A. prófi frá Háskólanum í Edinborg árið 1964. Síðan gerðist hún kennari við Hagaskólann í Reykjavík. En síðla árs 1965 veiktist hún hastarlega og lézt eftir skamma legu í ársbyrjun 1966. Má nærri geta, hvílíkt áfall dætramissirinn var þeim hjónum, hvílík sorg það var að horfa á bak þessum lífsglöðu mannkostastúlk- um. En það sem gaf þeim styrk í raunum þeirrá og andstreymi var bjargföst trú á æðri handleiðslu og órjúfandi samheldni þeirra. Og þegar frá leíð, varð það þeim hjónum ómetanleg huggun að sjá yngstu dótturina ljúka námi og stofna sitt eigið heimili, og urðu barnabörnin sólargeislarnir í lífi Elinborgar á ævikvöldinu. Elinborg hjúkraði ekki aðeins dætrum sínum á sjúkra- og dánar- beði, heldur og foreldrum sínum og frændfólki. Einkum er mér minnisstæð áralöng umhyggja og aðhlynning við ömmusystur mína, Vigdísi Þorkelsdóttur, sem bjó hjá þeim Vígbergi að Njálsgötu 15 og andaðist í hárri elli. Sjálfur var ég heimagangur á heimili þeirra hjóna frá því, að ég man eftir mér. Á ég margar af mínum ljúfustu endurminningum frá því, er ég bjó í nábýli við þau Elinborgu og Vígberg á Njálsgötu 15. Einkum verður það mér jafnan minnisstætt, hve vel þau tóku konu minni, er við fluttumst heim frá útlöndum. Munum við hjónin aldrei getað fullþakkað þeim Elin- borgu alla þá greiðasemi og alúð, er við og synir okkar nutum á frumbýlisárum okkar og jafnan síðar. Elinborg var fínleg kona og ekki sterkbyggð að sjá. Hún var ekki heilsuhraust, en gekk jafnan glöð og reif að hverju starfi. En auðlegð hjartans var mikil og með ólíkindum, hve miklu hún gat miðlað öðrum af kröftum sínum. Það var þeim Vígbergi og Elin- borgu kappsmál, að dæturnar nytu sem beztrar menntunar. Til þess að létta undir með bónda sínum að afla heimilinu tekna fór svo, að Elinborg leitaði sér at- vinnu utan heimilisins, enda þótt starfinn þar væri ærinn. Fór hún að vinna í þvottahúsi Landspítal- ans. Fyrst var þetta hlutastarf, en síðan ílentist hún þar og varð fastráðin, og í allt hygg ég, að árin þar hafi orðið hátt í 20, áður en hún dró sig í hlé, 70 ára gömul. Elinborg var listfeng að eðlis- fari og mátti sjá þess merki í hannyrðum hennar. Þótt nægju- semi og ráðdeild væru aðalsmerki þeirra hjóna, þá áttu þau fallegt heimili og bar handbragði hús- móðurinnar fagurt vitni. Elinborg var minnug með af- brigðum og ættfróð og sagði vel frá. Fróðleiksfýsn var henni í blóð borin og frá unga aldri hafði hún tamið sér þekkingarleit. Einkum hafði hún áhuga á bókum um andleg efni, þótt hún léti sér fátt óviðkomandi. Hún hafði heil- steypta skapgerð og átti mikið sálarþrek. Bærist talið að þjóð- málum, var hún jafnan málsvari lítilmagnans, enda ekki að undra eftir þá hörðu lífsbaráttu, sem hún hafði háð og það mikla andstreymi, sem hún hafði orðið að þola í lífinu. Meitlað málfar hennar og hnitmiðaðar setningar báru vott skýrri og agaðri hugsun. Þegar við nú kveðjum Elinborgu frænku mína hinztu kveðju, hrannast minningarnar um þessa ágætu konu upp, en í mínum huga ber hæst minningin um góða móður og eiginkonu, sem allra vanda vildi leysa og allra þraut vildi líkna. Vigbergi Einarssyni, Ástu Önnu, Axel, drengjunum litlu og öðru venzla- og frændfólki vottum við hjónin og synir okkar dýpstu samúð. Þórir Ólafsson. t Maöurinn minn og faöir okkar, JÓN SIGURÐSSON, Vestmannabraut 73, veröur jarösunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardag- inn 2. febrúar kl. 13.30. Karólína Sigurðardóttír, Geirlaug Jónsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Sígurður Jónsson. t Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi, BJÖRN GUÐMUNDSSON, fré Bæ. Jaöarsbraut 39, veröur jarösunginn frá Akraneskirkiu, laugardaginn 2. febrúar kl. 11.15 f.h. Þeir sem vildu minnast hans er bent á Sjúkrahús Akraness. Sigrún Björnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför fööur okkar og tengdaföður ÁSGRÍMS GUÐJÓNSSONAR, fyrrv. tollvarðar, Holtsgötu 20, fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 2. febrúar kl. 10.30. Ragnheióur Ásgrímsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Guöjón Ó. Ásgrímsson, Svanlaug Magnúsdóttir, Arnbjörn Ásgrímsson, Kristín Guðvaröardóttir. t Hugheilar þakkir sendum viö ykkur, hverju og einu, sem sýnt hafiö doktor JÓNI GÍSLASYNI, » fyrrum skólastjóra, órofa tryggð og sæmd. Nefnum viö þar sérstaklega samkennara og starfsliö Verzlunar- skóla íslands, nemendur yngri sem eldri og, síöast en ekki sízt skólanefnd og Verzlunarráö íslands. Viö þökkum af heilum hug hluttekningu, samúö og hlýju, og óskum ykkur alls hins bezta. Lea Eggertsdóttir IEggert Jónsson Sigurlaug Aðalsteinsdóttir, Gísli Jónsson Halla Árnadóttir, og barnabörn. Lokað laugardaginn 2. febrúar vegna jaröarfarar ÁSGRÍMS GUÐJÓNSSONAR Málarabúöin, Vesturgötu 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.