Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 17 Morgunblaðið hafði í gærkvöldi samband við þrjá þingmenn Sjálf- stæðismanna, þá Eggert Haukdal, Friðjón Þórðarson og Pálma Jóns- son, og innti þá eftir því, hvort þeir myndu styðja ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags undir forsæti hins fyrstnefnda. Svör þeirra fara hér á eftir. Morgunblaðinu tókst ekki að ná sambandi við Albert Guðmundsson. Pálmi Jónsson: Reikna ekki með að ganga í berhögg við þingflokkinn „Þetta mál hlýtur að bera að í þingflokknum," sagði Pálmi Jónsson, al- þingismaður, er Morgun- blaðið spurði hann í gær, hvort hann væri stuðn- ingsmaður ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens, ef þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins hafnaði henni. „Verði það fellt í þing- flokknum að eiga aðild að þessari ríkisstjórn, reikna ég ekki með að ganga í berhögg við þingflokk- inn,“ sagði Pálmi. Eggert Haukdal: Vil ríkis- stjórn með góð- an málefna- grundvöll „ÉG VIL nú ekki tjá mig um þetta mál,“ sagði Egg- ert Haukdal, alþingis- maður, er Morgunblaðið spurði hann, hvort hann yrði stuðningsmaður ríkis- stjórnar Gunnars Thor- oddsens, ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafn- aði henni. „Ég vil taka fram, að ég er ekki í þingflokknum, þótt ég sé sjálfstæðismaður ennþá. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur í 2 mánuði verið að reyna að mynda ríkis- stjórn, og tækist einhverj- um sjálfstæðismanni að mynda ríkisstjórn, öðrum en formanninum, þá held ég að allir sjálfstæðismenn fagni því, sé málefna- grundvöllurinn góður. Þá vil ég og benda á að þótt ég sé ekki í þingflokknum, þá hef ég í vetur oft greitt atkvæði með Sjálfstæðis- flokknum.“ „Ég vil fá ríkisstjórn, myndaða af Alþingi með góðan málefnagrundvöll," sagði Eggert Haukdal. „Ef tekst að mynda slíka ríkis- stjórn, þá styð ég hana. Ég vona að menn skoði þessi mál í rólegheitum og taki afstöðu, en láti ekki ein- hver annarleg sjónarmið ráða. Verði svo, trúi ég ekki öðru en takist að mynda starfhæfa ríkisstjórn." Friðjón Þórðarson: Vil engu svara um slíka stjórn „ÉG VEIT ósköp lítið um þetta, nema hvað að síðustu daga hafa verið einhverjar áþreifingar í þessa átt. Mér skilst að það sé mikill áhugi bæði hjá framsóknarmönnum og alþýðubandalags- mönnum á stjórn undir forsæti Gunnars Thor- oddsen. Sjálfur vil ég engu svara um slíka stjórn á þessu stigi." Aðrar vangavelt- ur trufla þjóðstjóm- arviðræðurnar — segir Geir Hallgrímsson „ÞAÐ ER of mikið sagt, að við séum komnir út í efnisatriði. En menn hafa rætt saman. Hins vegar trufla óneitanlega þessar vangaveltur manna um aðra stjórnarmyndunar- möguleika,“ sagði Geir Hallgrímsson formaður sjálfstæðisflokksins, er Mbl. spurði hann í gær- kvöldi um þjóðstjórnar- viðræður. Geir Hallgrímsson, Steingrímur Hermannsson formaður Fram- sóknar, Kjartan Jóhannsson vara- formaður Alþýðuflokksins og Ragnar Arnalds formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins ræddu fjögurra flokka stjórnarsamstarf á fundi í gærmorgun. Þeir munu hittast aftur í dag. „Þetta var spjall um málin. Við fórum svona almennt yfir mynd- ina, en það er víðs fjarri að nokkrar ákvarðanir hafi verið teknar," sagði Ragnar Arnalds í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Það er megn andstaða gegn því í öllum flokkum að þurfa að gefa stjórn- armyndun frá sér og fá utanþings- stjórn og þess vegna vilja menn skoða þennan möguleika, eins og aðra. Þrífóturinn er vissulega þungur í skauti og varla er fjögurra flokka stjórn auðveldari viðfangs." Ragnar sagði, að um þjóð- stjórnarviðræðurnar mætti segja, að þær væru formlegastar af því, sem í gangi væri í stjórnarmynd- unarmálum, en hins vegar stæðu menn í áþreifingum um ýmsa aðra möguleika, „bæði velþekkt stjórn- armunstur og óvæntar lausnir.“ Alþýðuflokksmenn hefja viðræður um nýsköpun Alþýðuflokkurinn hóf í fyrrakvöld viðræður við Alþýðubandalagið um samkomulag milli þcssara flokka í ríkisstjórn, með Sjálfstæðisflokki eða Framsóknarflokki. Sam- þykkt alþýðuflokksmanna um þessar viðræður var bundin nýsköpunarstjórn þar sem þeir telja þegar fullreynt að ná saman vinstri stjórn. Upplýs- ingar úr Alþýðubandalagi benda þó til að menn þar telji þessar viðræður allt eins beinast að vinstri stjórn. Af hálfu Alþýðuflokksins voru þeir Karl Steinar Guðnason og Magnús H. Magnússon í viðræð- unum og af hálfu Alþýðubanda- lagsins voru þeir Guðmundur J. Guðmundsson og Þröstur Ólafs- son hagfræðingur tilnefndir til viðræðna. Að sögn alþýðuflokks- manna gengu viðræður þessar vel í fyrrakvöld og fram eftir degi í gær, en skyndiíega birtust í við- ræðunum þeir Svavar Gestsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Hljóp þá fljótlega snurða á þráðinn. Alþýðubandalagið hefur þó ekki tekið afstöðu til þessara viðræðna en sjálfstæðismenn hafa lýst sig fúsa til nýsköpunarviðræðna og var búizt við því að unnt yrði að halda þeim áfram í dag. Jón Sigurðsson þjóðhagsstjóri: Skylda allra manna að greiða fyrir myndun ríkisstjórnar „ÞESSARI hugmynd var hreyft með minni vitund og samþykki og ekki meira um það að segja,“ sagði Jón Sigurðsson þjóðhags- stjóri, er Mbl. ræddi við hann i gærkvöldi um tilboð Benedikts Gröndal um samstjórn Alþýðu- flokks. Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Jóns. Mbl. spurði Jón, hvort hann teldi einsýnt að þingmenn þyrftu utanaðkomandi aðstoð til að koma á starfhæfri meirihlutastjórn. „Ég hef ekki þá skoðun," svaraði Jón. „Þetta er aðeins ein tilraun á vegum stjórnmálaflokkanna. Það er ekkert sem segir, að þingmynd- uð ríkisstjórn þurfi eingöngu að vera skipuð alþingismönnum, eins og sagan geymir reyndar dæmi um. Ég lít svo á að það sé fyrst og fremst verkefni þingsins að tryggja landinu stjórn." Þá spurði Mbl. Jón, hvort hann hefði með þessu viljað færa sig „nær pólitíkinni." „Ég held að það sé ákaflega mikilvægt að koma á ríkisstjórn, sem kemur fram málum á Al- þingi," svaraði Jón. „Ég tel að það sé skylda allra manna að greiða því leið og það eitt bjó á bak við afstöðu mína. Það er mörgum steininum velt upp í þessu sambandi og flestir falla aftur í sama far og áður enn sem komið er. Ég sé enga ástæðu til að draga víðtækari ályktanir af þessu." Aðalfundur Bifrastar sam- þykkir að selja Eimskip Á AÐALFUNDI Skipafélagsins Bifrastar h/f, sem haldinn var í gær, var samþykkt að ganga frá samningi um kaup H/F Eimskipafélags íslands á allt að 100% hlutabréfa i Skipafélaginu Bifröst h/f að undangengnum samningaviðræðum, sem farið höfðu fram á milli aðiia og tilboðs H/F Eimskipafélags íslands frá 29. desember sl. Fyrir aðalfundinn hafði tilboð þetta verið samþykkt af eigendum rúmlega 96% hlutafjárins, segir í frétt frá félögunum. I fréttinni segir, að ástæður vegar, að trygging væri fengin fyrir því, að eigendurnir vilja selja, séu „erfið rekstraraðstaða og ótryggar horfur, sem forráða- menn Bifrastar töldu eftir atvik- um ekki unnt að mæta án verulega aukins fjármagns og eða sam- vinnu við önnur skipafélög um reksturinn. Þegar tilboð Eim- skipafélagsins barst stjórn Bif- rastar taldi hún rétt að mæla með því við hluthafa, að að því yrði gengið, enda taldi stjórnin að með því væri tvennt unnið. Annars fyrir framhaldi þeirrar flutn- ingatækni, sem félagið beitti sér fyrir í rekstri sínum til hagræðis fyrir flytjendur og hins vegar trygging hluthafa á endurgreiðslu þess fjár, er þeir höfðu lagt fram til félagsins. Af hálfu kaupenda hefur verið ákveðið að rekstri Skipafélagsins Bifrastar h/f verði haldið áfram með svipuðum hætti og verið hefur. Mun félagið annast áfram reglubundnar siglingar til Banda- ríkjanna, og hafa fasta viðkomu í Portsmouth. Mun m.s. Berglind annast þessar siglingar, eins og verið hefur að undanförnu, en Bifröst hefur hana á leigu. Eins og fram hefur komið í fréttum mun m.s. Bifröst hins vegar verða í siglingum fyrir h/f Eimskipafélag íslands, einkum til Antwerpen og Rotterdam og flytja sérstaklega bifreiðar og gáma. Það er mat stjórnenda h/f Eimskipafélags íslands, að með þessum breytingum fáist betri nýting skipa, sem leiði af sér aukna hagkvæmni og bætta þjón- ustu fyrir viðskiptamenn félagsins og muni reynast félaginu hag- kvæm.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.