Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 31 George byrjaði af miklum krafti CHARLIE George vann hug og hjörtu áhangenda Nottingham Forest, er hann skoraði sigur- mark liðsins gegn Barcelona í hinni svokölluðu „Super Cup“ keppni í fyrrakvöld. Var um fyrri viðureign liðanna að ræða og fór leikurinn fram í Nottingham. „Super cup“ er árleg viðureign Evrópumeistara og Evrópumeist- ara bikarhafa. George er þó ekki félagsbundinn hjá Forest, félagið fékk hann einungis að láni til þess að gera upp hug sinn hvort það hefði áhuga á að fjárfesta í honum. Ekki er ólíklegt að úr því verði eftir frammistöðuna í fyrrakvöld. Hann skoraði eina mark leiksins á 8. mínútu og var óheppinn að bæta ekki öðru marki við, en Artola markvörður varði meistaralega. Artola var maður leiksins, hélt Barcelona á floti með snilldarleik. Lá við tapi hjá Tottenham ÞRÍR leikir fóru fram í ensku bikarkeppninni í fyrrakvöld en varla er hægt að segja að úrslit þeirra hafi verið óvænt. Totten- ham var þó nálægt því að tapa fyrir Swindon á heimavelli sínum. McIIale skoraði fyrir Swindon og það voru aðeins 7 minútur til leiksloka þegar Gerry Armstrong jafnaði. Og aðeins tvær til leiksloka þegar hann skoraði sigurmarkið. Aston Villa yfirspilaði Cam- bridge, Donovan (2), Alan Evans og Brian Little skoruðu mörk liðsins, en Steve Spriggs svaraði fyrir Cambridge. Þá unnu Úlfarn- ir góðan útisigur gegn Norwich. Úlfarnir komust í 3—1 með mörk- um Mel Eaves, John Richards og George Berry, en Bond og Mend- ham skoruðu mörk heimaliðsins, sem var nærri því að jafna í stórsókn undir lokin. • Konráð Jónsson sækir að vörn Vikings í leiknum í gærkvöldi. Hann komst þó ekkert áleiðis og Víkingur hirti tvö stig þrátt fyrir spennu undir lok leiksins. Ljósm.: RAX Mikil barátta KR- inga dugði ekki Þráinn þjálfar FH ásamt Asgeiri ÁSGEIR Elíasson mun ekki sjá einn um þjálfun 1. deildarliðs FH á komandi knattspyrnuvertið. Þráinn Hauksson verður honum innan- handar og mun stjórna liðinu frá bekknum þar sem ljóst er að Ásgeir mun leika með liðinu jafnframt þvi að sjá um þjálfun þess. Jafnframt þessu mun Þráinn þjálfa 2. flokk félagsins. Þráinn þjálfaði áður lið Hauka.________________________— Þr. UNIFN mætir Fram í úrvalsdeildinni EINN leikur fer í kvöld fram í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Suður í Njarðvik eigast við heimamenn og Fram. Er mjög mikilvægt fyrir bæði liðin að hreppa stigin og þó að lið UMFN sé sigurstranglegra, getur allt gerst. Leikurinn hefst um klukkan 19.30. LÍKLEGA hafa fá lið verið jafn nærri því að hrifsa stig af Víkingi en KR-ingar voru í Laug- ardalshöllinni í gærkvöldi, er annar leikur áttundu umferðar- innar í íslandsmótinu í hand- knattleik fór þar fram. Lokatöl- urnar, 26—23 Víkingi í hag, segja lítið um þá spennu og þann litla mun sem var þegar ein minúta og 57 sekúndur voru til ieiksloka. Þá var staðan 24—23. En á þessari rúmu minútu fór víti forgörðum hjá KR og Víkingar skoruðu tvö mörk úr hraðaupphlaupum. Það hefur nokkrum sinnum gert útslagið í vetur, Víkingar hafa verið sterkari á lokasprettinum. Stað- an í hálfleik var 15—10. Eins og staðan í hálfleik bendir til, var lengst af fátt sem benti til þess að KR-ingar myndu hrella Víkinga að einhverju marki. Að vísu var jafnt, 3—3, en þá voru 14 mínútur liðnar af leiknum. Því Valur sterkari á endasprettinum VALUR átti í talsverðu basli með ÍS i úrvalsdeildinni i körfuknatt- leik í gærkvöldi en undir lokin náðu Valsmenn góðum kafla og unnu örugglega 85:74, en í hálf- leik hafði ÍS haft yfir 39:37. Leikurinn var i heild mjög slakur og litil skemmtun fyrir þá áhorf- endur, sem lagt höfðu leið sína í Kennaraháskólann. Staða Vals er óneitanlega sterk fyrir hinn mjög svo mikilvæga leik gegn KR, sem verður í Laugardalshöll- inni á mánudaginn. Híttnin í fyrri hálfleik var léleg enda lítið skorað. Valsmenn voru sterkari til að byrja með og náðu fljótlega 8 stiga forystu 18:10. En stúdentarnir tóku nú sprett og komust í 24:20 og héldu þeir forystunni til leikhlés og höfðu þá tvö stig yfir eins og fyrr sagði. Bandaríkjamennirnir Tim Dwyer og Trent Smock voru atkvæða- mestir í fyrri hálfleiknum en aðrir leikmenn voru minna áberandi og það vakti athygli að jafn góður leikmaður og Torfi Magnússon skyldi skki skora eitt einasta stig í hálfleiknum. Valsmenn beittu pressuvörn í seinni hálfleiknum og virtist hún setja stúdentana talsvert út af laginu. Valur náði forystunni á ný en hún var aldrei nema nokkur stig og munaði þar mestu að Trent Smock hitti mjög vel á tímabili. Þegar 13 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum var staðan 63:61 Val í hag en þá urðu kaflaskipti í leiknum. Valsmenn- irnir fóru loks almennilega í gang og sigu framúr hægt og örugglega. Ekki er ástæða til að hæla mjög einstökum leikmönnum. Dwyer átti jafnan og góðan leik hjá Val og þeir Ríkharður og Torfi sóttu sig mjög þegar á leikinn leið. Kristján var að vanda mjög drjúg- ur. Hjá ÍS var Smock bestur og Jón Héðinsson var einnig góður þótt ekki skoraði hann mjög mikið. Gísli Gíslason tók spretti og Gunnar Thors dalaði þegar á leið eftir að hafa leikið mjög vel í fyrri hálfleik. Bjarni Gunnar lék ekki með að þessu sinni. STIG ÍS: Trent Smock 36, Gunnar Thors 11, Gísli Gíslason 10, Ingi Stefánsson 9, Jón Héöinsson 8. STIG Vals: Tim Dwyer 31, Ríkharður Hrafnkelsson 20, Kristján Ágústsson 14, Torfi Magnússon 11, Jón Steingrímsson 6, Þórir Magnússon 2, Gústaf Gústafsson 1. Ingi Gunnarsson og Kristbjörn Albertsson dæmdu leikinn vel. - SS. ÍS: Jón Héðinsson 3, Gunnar Thors 2, Gísli Gislason 2, Ingi Steíánsson 2, Albert Guðmundsson 1, Atli Arason 1, Olafur Thoroddsen 1, Guðni Kolbeinsson 1. Valur: Ríkharður Ilrafnkelsson 3, Torfi Magnússon 3, Kristján Ágústsson 3, Jón Steingrimsson 2, Þórir Magnússon 1, Gústaf Gústafsson 1, Jóhannes Magnússon 1, Sigurður Hjörleifsson 1. Víkingur — KR 26:23 næst skildi með liðunum og Víkingar náðu ágætri forystu, forystu sem hefði átt að nægja til öruggs sigurs. Forystan var allt upp í sex mörk, 13—7, en í hálfleik var hún fimm mörk, 15—10 eins og áður segir. Sami munurinn hélst lengi framan af síðari hálfleik, en úr því fóru KR-ingar að síga á. Þeir komust þó aldrei nær Víkingum en á síðustu mínútunum þegar staðan var 24—23 fyrir Víking og aftur dró í sundur á lokasekúnd- unum. Það gekk á ýmsu hjá KR. Fyrstu mínútur leiksins var baráttan slík í vörninni, að það var engu líkara en verið væri að varpa Víkingun- um inn í sirkusinn í Róm, fullan af glorsoltnum ljónum og þvíumlíku. Þetta stóð þó ekki lengi hjá liðinu sem heild, en allan tímann hjá nokkrum einstaklingum. Nokkur hraðaupphlaup þögguðu niður í ljónunum og vörnin fór að leka. Úpp úr miðjum síðari hálfleik voru Víkingarnir síðan farnir að taka lífinu með svo mikilli ró, að færi gafst. Og litlu munaði að KR-ingar tækju þá báðum hönd- um og refsuðu Víkingum fyrir áhugaleysið. Tveir menn báru af hjá KR, fyrst og fremst Friðrik Þorbjörnsson, sem lék þarna ör- ugglega einn sinn besta leik. Haukur Ottesen var svolítið mis- tækur framan af, en síðan var hann ásamt Friðriki burðarás liðsins. Víkingar áttu ekki sinn besta leik á vetrinum, en lengst af voru þeir þó sjálfum sér líkir. Sigurður Gunnarsson og Þorbergur Aðal- steinsson voru bestu menn liðsins, Páll og Árni stóðu fyrir sínu og Ólafur Jónsson skoraði sannar- lega á mikilvægum augnablikum, t.d. 25. mark Víkings, breytti stöðunni þá í 25—23. I stuttu máli: IslandsmótiA 1. deild. VikinKur — KR: 26-23 (15-10) MÖRK VÍKINGS: SÍKuröur Gunnarsson 9(5), ÞorberKur Aðalsteinsson 6, Páll BjörKvinsson 4, Erlendur Hermannsson. Ólafur Jónsson ok Árni Indriðason 2 hver ok Guðmundur Guðmundsson eitt mark. MÖRK KR: Friðrik Þorbjörnsson ok Hauk- ur Ottcsen 6 hvor. Simon 3, Einar 2, Björn 2(2), Kristinn. Konráð. Jóhannes ok Haukur Geirmundsson 1 hver. VÍTI í VASKINN: Kristján varði frá Hauki Ottcsen <>k Björn skaut i þverslá. BROTTR.: Einar Vilhjálmsson 4 min„ Frið- rik Þorbjörnsson. Jóhannes Stefánsson. Steinar BirKÍsson, Árni Indriðason ok Kristján SÍKmundsson i 2 mínútur hver. Elnkunnagjöfin Lið Víkings: Jens Einarsson 2, Kristján Sigmundsson 2, Steinar Birgisson 1, Sigurður Gunnarsson 4, Þorbergur Aðalsteinsson 3, Páll Björgvinsson 3, Árni Indriðason 3, Erlendur Hermannsson 2, Ólafur Jónsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2. Lið KR: Pétur Hjálmarsson 2, Gísli Felix Bjarnason 1, Friðrik Þorbjörnsson 4, Haukur Ottesen 3, Haukur Geirmundsson 1, Konráð Jónsson 1, Jóhannes Stefánsson 2, Einar Vilhjálmsson 2, Simon Unndórsson 2, Kristinn Ingason 2, Björn Pétursson 1 Dómarar: Rögnvaldur Erlingsson og Gunnlaugur Hjálmarsson 2. dögunum að það flísaðist úr hnéskel og hefur hann verið til meðferðar hjá læknum síðan. Þeir hafa ráðlagt hon- um að leggja skóna á hilluna i bili og gangast undir upp- skurð. Jackson mun hins veg- ar ekki vera hrifinn af því að missa af þessum mikilvæga lcik og það mun ekki koma í ljós fyrr en á mánudagskvöld- ið hvort hann verður með. - SS. Jackson ekki meö? ÓVÍST er að Bandarikja- maðurinn Marvin Jackson geti leikið með KR á mánu- dagskvöldið þegar liðið leikur hinn mikilvæga leik gegn Val. Jackson varð fyrir þeim meiðslum í leik KR og Fram á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.