Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 4 Nýkomin norsk loðfóðruð kven- leðurstígvél með hrufótt- um slitsóla. Litur: Brúnt og tan. Stærðir: 36—41. Verð 29.800,- Hálfhá verð: 27.800,- Póstsendum. Skóbúðin Suðurveri, Stigahlíð 45. Sími 83225. Hinir margeftirspuröu dönsku kuldajakkar aftur fáanlegir. Kuldahúfur og kuldastígvél í miklu úrvali. V E R Z LU N I N GEísiP" Fjallað um fíkniefni og eiturlyf Kastljós er á dagskrá sjónvarps i kvöld, og hefst þátturinn klukkap 21.05. Umsjónarmaður þáttarins að þessu sinni er Helgi E. Helgason fréttamaður, og honum til halds og trausts er Sæmundur Guðvinsson blaða- maður á Visi. Helgi sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að þátturinn að »- • .si ■ Helgi E. Helgason fréttamaður. þessu sinni yrði helgaður fíkniefnum og skaðsemi þeirra. Verður rætt við fjölmarga .aðila um þessi mál, lækna, lögreglu- menn og sjúklinga. Fíknilyf og eiturlyf margs kon- ar hafa verið stórt vandamál víða um heim á liðnum árum, og sérstaklega hefur æskufólk á Vesturlöndum orðið neyslu þess- ara efna að bráð. Hér á landi hefur jafnan verið talið að fíkniefni væru tiltölulega lítið í umferð, en það virðist vera að breytast./Nær daglega má lesa í dagblöðunum fréttir af því að fólk er handtekið fyrir smygl, neyslu og sölu eiturlyfja. Er þar einkum um að ræða hin vægari efni, en æ oftar heyrast nefnd lyf eins og LSD, heróín og kókaín, og jafnvel englaryk. Helgi sagði að meðal þeirra sem kæmu fram í þættinum í kvöld væru Jóhannes Berg- sveinsson, Þuríður Jónsdóttir, Guðmundur Gígja, Ásgeir Karls- son, Vilhjálmur Skúlason, Ólafur Ólafsson, Skúli Johnsen og Grett- ir Pálsson, auk þess sem rætt verður við ónefndan fíkniefna- neytanda. Miklar íjárhæðir eru venjulega annars vegar þegar um er að ræða sölu og dreifingu á eiturlyfjum, og þá er oft einnig stutt í vopn og vopnaviðskipti. Hundar hafa á undanförnum árum verið mikið notaðir við ieit að fíkniefnum, og hefur það gefið góða raun hér á landi sem annars staðar. íslendingar hafa komið við sögu fikniefnamála erlendis ekki síður en hér heima. Hér sést kókain og miklar fjárhæðir í danskri mynt sem íslendingar í Kaupmannahöfn voru teknir með. Utvarp Reykjavík FÖSTUDKGUR 1. febrúar MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónieikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Kristján Guðlaugsson heldur áfram lestri þýðingar sinnar á „Veröldin er full af vinum“ eftir Ingrid Sjöstrand (10). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 „Ég . man það enn“, Skeggi Ásbjarnarson sér um þáttinn. 11.00 Morguntónleikar. Tom Krause syngur lög eftir Schubert; Irwin Gage leikur á píanó / Vladimir Horowitz leikur Píanósónötu nr. 8 í c-moll op. 13 eftir Beethoven. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikasyrpa. Léttklassisk tónlist og lög úr ýmsum áttum. SÍÐDEGIÐ 14.30 Miðdegissagan: „Gatan“ eftir Ivar Lo-Johansson. Gunnar Benediktsson þýddi. Halldór Gunnarsson les (24). 15.00 Popp. Vignir Sveinsson kynnir. 15.30 Lesin dagskrá næstu viku. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Litli barnatiminn: Heiðdis Norðfjörð stjórnar barnatima á Akureyri. 16.40 Útvarpssaga barnanna: „Ekki dettur heimurinn“ eft- ir Judy Bloome. Guðbjörg Þórisdóttir les þýðingu sína (2). 17.00 Siðdegistónleikar. Ung- verska útvarpshljómsveitin leikur Tilbrigði eftir Zoltan Kodály um ungverskt þjóð- lag; György Lehel stj. / Jascha Heifetz og Fílharm- oniusveit Lundúna leika Fiðlukonsert i d-moll op. 47 eftir Jean Sibelius; sir Thom- as Beecham stj. KVÖLDIÐ 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Víðsjá. 19.45 til- kynningar. 20.00 Sinfónia nr. 1 i c-moll op. 68 eftir Jóhannes Brahms. Filharmóníusveit Berlínar Ieikur; Herbert von Karajan stj. 20.45 Kvöldvaka a. Einsöngur: Stefán íslandi syngur islenzk lög, Fritz Weisshappel leikur á píanó. b. Þerriblaðsvísur Hannesar Hafsteins. Magnús Jónsson kennari í Hafnarfirði flytur erindi. c. í höfuðstað Vestfjarða. Alda Snæhólm les kafla úr minningum Elínar Guð- mundsdóttur Snæhólm, sem minnist dvalar sinnar á ísa- firði og aðdraganda hennar. d. Snotrurímur eftir Einar Beinteinsson. Sveinbjörn Beinteinsson kveður. e. Haldið til haga. Grímur M. Helgason forstöðumaður handritadeildar Landsbóka- safnsins flytur þáttinn. f. Kórsöngur: Kirkjukór Akraness syngur. Söng- stjóri: Haukur Guðlaugsson. Fríða Lárusdóttir leikur á píanó. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Kvöldsagan: „Úr fylgsn- um fyrri aldar“ eftir Friðrik Eggerz. Gils Guðmundsson byrjar lesturinn. 23.00 Áfangar. Umsjónar- menn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ■QEMim FÖSTUDAGUR 1. febrúar 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Prúðu leikararnir 21.05 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Helgi E. Helgason. 22.05 Einn skal hver hlaupa s/h (The Loneliness of the Long Distance Runner) Bresk biómynd frá árinu 1%2, byggð á sögu eftir Alan Sillitoe. Leikstjóri Tony Riehardson. Aðal- hlutverk Tom Courtenay og Michael Redgrave. Colin Smith er ungur pilt- ur af fátæku foreldri, sem komist hefur i kast við lögin og situr i fangelsi. Hann er ágætur ianghlaup- ari og hefur verið valinn í kapplið fangelsisins i viða- vangshlaupi. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 23.45 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.