Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 7 Áætlana- gerö og ríkisumsvif Fjórir þingmenn Sjálf- stæöisflokks hafa flutt tillögu til þingsályktunar um nýja aðferó viö áætl- anagerð. Tillögugreinin felur það í sór, aö fjárveit- ingar hins opinbera verði óbundnar af fyrri fjár- lagagerð, þann veg að verkefni komi til endur- skoðunar frá grunni við fjárlagagerö. í greinargerð er sú skoöun látin í Ijós, að einn þátturinn í barátt- unni gegn of miklum ríkisumsvifum (skatt- heimtu) sé gerbreyting á fjárlagagerð. Grípa þurfi til nýrra aðferða til aö koma fjárhagsáætlunum á „verkefnagrundvöll" í staö „stofnanagrundvall- ar“, en í núverandi skipan ráði hefð fjárveitingum fremur en þörf, a.m.k. oftar en skyldi. Stjórnendur einkafyrir- tækja og stjórnmála- menn erlendis hafa leitað nýrra leiða við fjárlaga- eða fjárhagsáætlanagerð. Ein þeirra er svonefnd „núllgrunnsóætlana- gerð“, sem Stjórnunarfél- agiö hefur m.a. kynnt undanfarið. Megin- einkenni Þessi nýja tækni við gerð rekstrar- og fjár- hagsáætlana gerir þær kröfur til stjórnanda að hann réttlæti fjárhags- áætlanabeiðnir frá núllgrunni. Tækni þessi flytur yfir á stjórnanda, sem sækir um fjárveit- ingu, sönnunarábyrgð á því, aö hann eigí rétt á fjármagni til ráðstöfunar. Megineinkenni og mark- mið þessarar aðferðar eru sögð þrjú (í greinar- gerð meö tilíögunni): „1. Sönnunarbyrði um réttmæti fjárveitingar flyst frá æðstu stjórnend- um og handhöfum fjár- veitingavalds yfir til stjórnenda stofnana og deilda sem sækja um fjárveitingu. 2. Starfsemi stofnunar eða deildar verður að skoöa frá grunni, en slíkt hvetur til endurbóta á rekstri og eykur því viö- leitni til aö bæta virkni stofnana viö að ná mark- miöum sínum. 3. Við gerð áætlunar- innar er aliri starfsemi skipt í ákvörðunarpakka (decisions packages), sem hver fyrir sig hefur að geyma lýsingu á ákveðnu verkefni: hvert sé markmiöiö með að ráðast í það, hvernig það skuli unnið, hvað það kosti o.s.frv. Þessir ákvörðunarpakkar eru síöan metnir og þeim raðað upp eftir mikilvægi þeirra." Markmiö Markmiðin með beít- ingu þessarar nýju aö- feröar eru sögð þessi: „1. Gera úttekt á þörf fyrir framkvæmd á og skilvirkni þeirrar starf- semi, sem fram fer á stofnun eöa deild, og kanna hvort starfsemin sé sú sama og til var ætlast í upphafi. 2. Geta gert saman- burð á tillögum um ný verkefni og þeim verk- efnum sem þegar er unn- ið að í stofnunum. 3. Tryggja mikla þátt- töku stjórnenda á öllum þrepum innan stofnana í gerð fjárhagsáætlunar. 4. Gera æðstu stjórn- endum auöveldara með að velja úr þau verkefni sem þeir telja mikilvæg- U8t.“ Þessi aðferö er talin auðvelda stjórnmála- mönnum aö raða verk- efnum hins opinbera í framkvæmda- eða for- gangsröð — og að raun- verulegar þarfir opin- berra þjónustustofnana en ekki hefö róði fjárveit- ingum til þeirra. Allt mið- ar þetta að því að fjór- magna þaö, sem sótt er í vasa skattborgaranna í formi margháttaðrar skattheimtu, nýtist sem bezt, skili sér aftur í sem mestri gagnsemi til þeirra og aö vöxtur ríkis- geirans og skattheimt- unnar taki ekki þaö stór- an hlut af atvinnutekjum einstaklinga og heimila að ráöstöfunartekjur skerðist óeölilega. Gróska í atvinnulífi Skattheimtan í þjóðfé- faginu kemur ekki síður við atvinnureksturinn en launþegann. í raun hefur hún þegar veikt rekstr- argrundvöll hvers konar atvinnurekstrar í landinu og sett fyrirtækjum stól- inn fyrir dyrnar um eig- infjármyndun, nauðsyn- legt viðhald, endurnýjun og vöxt. Þetta veikir ekki aðeins atvinnuöryggi fjöldans, heldur dregur úr verðmætasköpun í þjóð- arbúskapnum, en á vexti verðmætasköpunar og aukinna þjóðartekna hljóta bætt lífskjör, aukn- ar framkvæmdir og efling menningar- og mannúö- arstarfs að byggjast. — Skattheimtan má ekki verða höggexi á háls at- vinnuveganna. Þeir eru sú undirstaða sem öll þjóðin byggir á. Það er mergurinn málsins. — U3AVJ.I1 — U3AVJ.I1 - U3AVJ.I1 — U3AVXI1 — H > < m 30 Stórútsala a og Lítiö viö í Litaveri því þaö hefur ávallt borgaö sig. Opiö laugardag i.l HM V r H > < m 30— U3AVXI1 — U3AV1I1— U3AV1I1 — U3AV1I1 Grensásvegi, Hreyfilshúsinu. Sími 82444. H > < m 30 H > < m 30 H > < m 30 Innilegar þakkir færi ég öllum sem heiðruðu mig með gjöfum, skeytum og heimsóknum á 60 ára afmæli mínu 13. janúar s.l. Sérstakar þakkir færi ég starfsfólki Vífilsstaðaspítala fyrir stórhöfðing- legar gjafir. Skúli Jensson. Þakkir Innilegar þakkir færi ég öllum sem sýndu mér vinarhug á áttatíu ára afmæli mínu 14. janúar 1980. Hólmfríður Helgadóttir Suðurgötu 12, Sauðárkróki. Verksmiðju- útsala Barna- og dömupeysur, prjónabútar í kjóla og peysur, allt á óvenju hagstæöu veröi. Nýtt og fjölbreytt úrval af kvöld- og dagkjólum. Það borgar sig aö líta inn. Verksmiðjusalan — Brautarholti 22, Inngangur frá Nóatúni gegnt Þórscafé. LANDSSAMBAND BLANDAÐRA KÓRA R eykjaví K Kóranámskeiöiö Nordklang ’80 (námskeið fyrir kórsöngvara) verður haldið í Borgá í Finnlandi dagana 20.—26. júlí nk. Námskeiðiö er fyrir þá sem syngja í kórum innan L.B.K. Umsóknir þurfa aö berast skriflega fyrir 25. mars nk. til Landssambands blandaöra kóra, box 1335, Reykjavík. Stjórnin. Þorramatur Þorramatur Súrt slátur Súr lifrarpylsa Lundabaggi Súrar bringur Hrútspungar Hákarl kr. 1.411.- kg kr. 2.025.- kg kr. 3.700.- kg kr. 3.400.- kg kr. 3.600.- kg kr. 3.500.- kg Sviöasulta ný og súr Hvalsulta og hvalrengi Flatkökur, haröfiskur og síld í miklu úrvali. Veljið þorramatinn eftir eigin vali. Rúgbrauðið okkar er aldeilis frábært. VQRSUBL Þverbrekku 8, Kópavogi. Símar 42040 og 44140.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.