Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 21 Börn sársaukans Nafn á frummálinu: Smertens born. Land: Danmörk. Leikstjóri: Christian Braad Thomsen. Kvikmyndun: Dirk Bruel. Sýningarstaður: Háskólabíó/ Mánudagsmynd. Danir lifa í lítt skáldlegu lands- lagi, flöttu út af skriðjöklum. Þeirra Himmelbjerg er vart hærra en meðalstór hundaþúfa hér á landi. Ef til vill er það þess vegna sem Danir nenna varla að opna munninn þegar þeir tala — Kvlkmyndlr eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON orðin velta út úr þeim líkt og af færibandi, hvergi hæðir né djúpar lægðir. Hvergi hnykkt á né kveðið að. Þannig er myndin Smertens born: Stelpukind, Gerða, sem er hálfgerð ævintýrapersóna fer úr heimi ævintýrisins og tekur að labba milli fólks sem lifir hvers- dagslífi. Fólk þetta bregður svo upp myndum af sinni eigin bernsku, myndum sem gjarnan eru heldur nöturlegar og lítt í ætt við það ævintýri sem bernskan skal vera. Þessar myndir úr bernskunni eru í sjálfu sér ekki svo illa unnar hjá leikstjóranum Christian Braad Thomsen. En þær eru aðeins brot af myndinni, meirihluta filmunnar er eytt í að sýna fólkið sjálft lýsa bernsku sinni. Þetta er ódýr aðferð og á vel heima í viðtalsþáttum í sjónvarpi en Jesús minn sem uppistaða í heilli kvikmynd. Það fór líka svo að helmingur bíógesta labbaði út. Og hinn helmingurinn sýndist mér vera meira og minna sofandi. í einu dagblaðanna stendur svo um Smertens born: „Myndin hlaut mjög góða dóma í Danmörku". Ég myndi hiklaust gefa mynd þess- ari- +4 stjörnur því hún er sú langleið- inlegasta sem ég hefi séð frá upphafi. Mánudagsmyndir Háskólabíós gætu verið vettvangur þess nýj- asta og athyglisverðasta í kvik- myndalistinni. Þar mætti kvik- myndagerðarmenn og áhugamenn um kvikmyndir gjarnan vera ráð- gefandi við val. Og þá má hafa í huga að myndir sem hafa fengið „góða dóma“ eru ekki alltaf bestu myndirnar. Því oft eru þeir sem dæma aðeins að dæma dóma annarra. FUJ fordæmir inn- rásina i Af ganistan Á STJÓRNARFUNDI Félags ungra jafnaðarmanna á mánu- daginn var eftirfarandi ályktun samþykkt: Auk innrásarinnar í Afganistan fordæmir Félag ungra jafnaðar- manna meðferð sovézkra yfir- valda á dr. Andrei Sakharov og öðrum þarlendum andófsmönnum. Hins vegar vekur FUJ athygli á að þátttaka í Ólympíuleikunum er allt annað en samþykki við stjórn- völd þess lands, sem leikana held- ur hverju sinni. Viðhorf okkar til kúgara á ekki að hafa áhrif á samskipti okkar við kúgaða þjóð, enda býr meirihluti mannkyns við harðræði, ýmist rautt eða brúnt. „Hagur verzlunar verði ekki skertur44 EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi framkvæmda- stjórnar Kaupmannasamtaka íslands miðvikudaginn 23. jan- úar sl: Þar sem nú fara fram umræður á milli forráðamanna stjórnmála- flokkanna í landinu um stjórn- armyndun vilja Kaupmannasam- tök Islands vara við því að í þeim viðræðum verði gerðir samningar um það að hagur verzlunarinnar verði skertur eins og svo oft hefur verið gert undir slíkum kringum- stæðum. Kaupmannasamtök Islands krefjast þess að sú stefna sem mörkuð hefur verið í málefnum verzlunarinnar með lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti frá 3. maí 1978 nái fram að ganga og neytendur í landinu fái að búa við aukna þjónustu og betra vöruúr- val. Samtök herstöðvaandstæðinga á ísafirði: Fordæma hernám Afg- anistans og Kampútseu EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá Samtökum herstöðva- andstæðinga á ísafirði: „Fundur Samtaka herstöðva- andstæðinga á Isafirði, haldinn 21. jan. 1980, fordæmir hernám Sovétríkjanna í Afganistan og Víetnáms á Kampútseu. Fundur- inn lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu þjóða Kampútseu og Afg- anistans fyrir sjálfstæði sínu og tilverurétti. Barátta þessara þjóða er nátengd baráttu íslenskra herstöðvaandstæðinga en mun ör- lagaríkari nú sem stendur. Fund- urinn skorar á alla unnendur þjóðfrelsis að láta heyra til sín og grípa til tiltækra aðgerða til stuðnings baráttu þessara þjóða.“ 1100 x 20 14 og 16 PR Nylon Kr. 155.000.- Eigum einnig á lager amerísk jeppa - dekk á mjög góðu verði: G 78 x 15 kr. 41.800 H 78 x 15 - 48.600 L 78 x 15 - 54.400 Skiptingar, umfelganir og fullkomin viðgeróarþjónusta á staðnum. Opió til kl. 7 mánudaga - föstudaga Opiðtil kl. 4 laugardaga Bandag Hjólbarðasólun h.f. Dugguvogi 2 - Sími 84111 ém * voru smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Gerum skattframtöl einstaklinga og fyrirtækja. Lögmenn Jón Magnússon hdl., Síguröur Sigur- jónsson hdl., Garðastræti 16, sími 29411,__________________ Skattframtöl — Reikningsskil Tek aö mér gerö skattframtala fyrlr einstaklinga og minni fyrir- tæki. Ólafur Geirsson viösk.fr. Skúlatúni 6, sími 21673 e. kl. 17.30. Þjónusta Lögg. skjalaþýö. Bodil Sahn, Lækjargötu 10, s. 10245. Landrover diesel lengri gerð árgerö 1974, í góðu standi. Skráöur tyrir 12 farþega m/bílstjóra. Uppl. i símum 93— 7307 og 91—37961. 19 ára stúlka meö stúdentspróf Óskar eftir vel launuöu starfi, margt kemur til greina. Uppl. f síma 45369 í kvöld og næstu kvöld Keflavík Gott nýlegt einbýlishús óskast til kaups. Mjög há útborgun í boöi. Upplýsingar gefur Eigna- og veröbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavík. Sími 92-3222. Söluturn eóa verzlun óskast til kaups. Tilboð sendist Mbl. fyrir 5. febr. merkt: „Sölu- turn — 4742". I.O.O.F. 1 =161218’/2=90 Samtök gegn astma og ofnæmi Almennur félagsfundur veröur haldin aö Noröurbrún 1, kl. 2.30 e.h. á morgun (laugardag). Rædd veröa félagsmál og undir- búningur aöalfundar. Ennfremur veröur rætt um undirbúning og stööu i utanferöum sjúkra og væntanlegum sjúkrasjóö sam- takanna. Kaffiveitingar á staönum — fjöl- mennið Stjórnin. Fró Guóspekifélaginu VI Sími 17520. Áakriftarsimi Ganglara ar 39573. I kvöld kl. 21.00 verður Sigvaldi Hjálmarsson meö erindi „Sú skapmikla ungfrú Kundalíní" (Dögun). Skemmtifundur með félagsvist og fl. veröur í kvöld, föstudaginn 1. febrúar '80, kl. 20.30 í Farfuglaheimilinu, Laufásvegi 41. Farfuglar Aðalfundur Kristilegs stúdentafélags veröur í kvöld kl. 20,00 aö Amt- mannsstíg 2B. Athugið breyttan fundarstaö. Stjórnin. Kvenfélag Laugarnessóknar Aöalfundur veröur haldinn mánudaginn 4. febrúar kl. 8 í fundarsal kirkjunnar. Mætið vel og takiö með ykkur nýja félaga. Stjórnin. AK.LVSLNGASIMINN KK: 22480 JHargunblabib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.