Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 Ég er himinlif andi 66 — sagði sá fyrsti, sem keypti bjór í Fríhöfninni samkv. nýrri reglugerð, sem heimilar ferðamönnum að fara með 12 flöskur af bjór inn í landið. Á SJÖTTA tímanum í gær streymdu farþegar flugs 801 frá Luxembourg til Chicago með millilendingu einn af öðrum inn í Fríhöfnina. Sá fyrsti, sem kom inn, var Kristinn Benediktsson. Honum var auðsjáanlega ekki kunnugt um hina nýju reglugerðar- breytingu — það er, að farþegar sem koma til landsins megi taka með sér 12 flöskur af bjór. Hann gekk að iéttvínstegundum og blaðamaður skundaði því til hans og spurði hvort hann hygðist ekki færa sér í nyt nýjar reglugerðarheimildir — og taka með sér bjór inn í landið. „Hvað ertu að segja, er búið að breyta þessu?“ spurði hann forviða. Blaðamaður sýndi honum skilti þar sem það stóð svart á hvítu, að heimilt væri að taka bjór. „Þetta kemur mér sannarlega á óvart — en ég er alveg himinlifandi," sagði hann og tók hjórflöskur úr staflanum. „Er ég sá fyrsti. Þetta er heilmikil upplifun,“ sagði Kristinn og varð þar með fyrsti íslendingurinn til að taka með sér bjór inn í landið samkvæmt hinni nýju reglugerð. iA 1 Ágúst Ágústsson — starfsmenn hans fá næg verkefni við að hlaða „Virðingarverð breyting“ „Þetta er virðingarverð breyting en hafa verður í huga, að lög eru lög og reglugerð í sjálfu sér breytir þeim ekki. Það hefði verið ósann- gjarnt og bagalegt gagnvart far- mönnum og flugliðum að taka af þeim bjórinn og því tel ég þessa reglugerðarbreytingu mjög já- kvæða — þetta eru menn að mínu skapi,“ sagði Teitur Jónsson, einn íslenzku farþeganna, sem komu til landsins með DC-8 þotu Flugleiða í gærkvöldi. „Vissi að búið var að breyta reglugerðinni“ „Ég frétti í morgun í Luxem- bourg hjá starfsmönnum Flug- leiða, að búið væri að breyta þessu. Ég er mjög ánægð með þessa breytingu. Hér er verið að koma í veg fyrir misrétti. Annars sést ánægja mín bezt af því, að ég fór beint í bjórinn og tók minn skammt," sagði Eva Albertsdóttir, einn farþega með flugi 801. „Eitt skreí framávið“ „Ég hef komið hingað fjórum sinnum áður og í sannleika sagt hef ég aldrei getað skilið bjórbann- ið ykkar hér á meðan þið leyfið söiu sterkra víntegunda," sagði P.R. Brouwer, starfsmaður hol- lenska sendiráðsins í Lundúnum, sem jafnframt hefur með íslenzk málefni að gera. Og hann bætti við: „En batnandi mönnum er bezt að lifa. Þetta er skref framávið. Og það er nú gott til þess að vita, að þegar ég kem hingað til lands í framtíðinni get ég haft með mér alvörubjór." „Meiri vinna fyrir okkur“ „Þessi reglugerðarbreyting hef- ur aukna vinnu í för með sér fyrir okkur," sagði Ágúst Ágústsson, framkvæmdastjóri fjármála Fríhafnarinnar, í viðtali við blaðamann. „Verzlunarplássið er lítið og það veldur erfiðleikum. Bjórinn er plássfrekur og það þarf að endurnýja lagerinn ört.“ Verða fleiri tegundir á boðstól- um en nú eru? „Það er þegar mikil ásókn frá umboðsmönnum bjórs. Það, sem við gerum nú, er að kanna þessi mál ofan í kjölinn. Eins og málum er háttað nú þarf að skera kassa í tvennt til að fá tólf bjóra umbúðir. Því væri hent- ugt að fá 12 flösku kassa með haldi. I framtíðinni vonumst við til að geta haft algengustu tegundir og síðan eitthvað úrval minna þekktra tegunda." Hvað voru margir bjórkassar seldir á síðasta ári? „Það voru 19 þúsund kassar Eva Albertsdóttir — fór beint í bjórkassana. Brouwer — „hef aldrei getað skilið bjórbannið um leið og þið hafið selt sterka drykki“. seldir, það er 12 flösku kassar. Þar af voru 6 þúsund kassaneldir í gegnum barinn. Það verður því væntanlega mikil aukning í bjór- sölu.“ „Vinsæl ráðstöfun“ „Það hefur iðulega komið fyrir, að fólk hafi viljað koma bjór inn í landið, einkum útlendingar. Þeir hafa átt erfitt með að skilja þetta og kallað þetta hreinan barbar- isma,“ sagði Friðrik Sigfússon, tollfulltrúi á Keflavíkurflugvelli. „Hvað sjálfan mig snertir þá er ég sammála Davíð Scheving Thor- steinssyni, Ég er á móti misrétti — að einhverjir hópar hafi forrétt- indi fram yfir aðra. í sjálfu sér er mér sama hvort bjór er seldur eða ekki.“ Hefur þessi breyting áhrif á ykkar störf hér.“ Um það er enn of snemmt að segja — reynslan verður að skera úr um það en auðvitað liggur í augum uppi, að nú mega allir, tvítugir og eldri, fara með bjór inn í landið og það í sjálfu sér er breyting." „Fæ ekki séð að þetta standist fyrir lögum“ „Ég efast um lögmæti þessarar reglugerðarhreytingar,“ sagði Kristján Pétursson, deildarstjóri. „Ef einhver færi í mál við ráðherra fyrir hönd ráðuneytisins þá er ég upp bjórkössum í framtiðinni. Myndir Mbl. Kristján efins um að þessi reglugerð stand- ist fyrir lögum. Lög eru lög og reglugerðir breyta þeim ekki. En ég er á móti forréttindum og að mínu mati ætti nú með sömu rökum að selja bjór í ÁTVR og á veitingahúsum." Ertu á móti bjórnum? „Nei, það er ekki þar með sagt. Ég vil leyfa sölu bjórs og þá í ÁTVR og á veitingahúsum — þannig að allir sitji við sama borð en ekki bara að ferðamenn, far- menn og flugliðar sitji að krásun- um.“ Þess má geta, að af þeim 17 sem komu til landsins í gær með flugi 801 keyptu 15 bjór. Teitur Jónsson — hampar bjórkassa. Davíð fær öl í þakklætisskyni „ÉG FÉKK í dag sendan bjór- kassa og auk þess sendi einn farþega, sem komu með Luxem- bourgarvélinni í dag, mér sex bjóra — helming bjórskammts- ins. Það er líkt með honum og ekkjunni forðum í sögunni um SIGHVATUR Björgvinsson fjár- málaráðherra undirritaði i gær nýja reglugerð um tollfrjálsan farangur ferðamanna og far- manna við komu frá útlöndum, sem heimilar ferðamönnum að kaupa tólf flöskur af öli og má hver flaska innihalda allt að háifum lítra. Fyrstur til að lesa reglugerðina,/, með undirskrift ráðherrans vai*/Davíð Scheving Thorsteinsson. „Pening ekkjunnar“. Það er í sjálfu sér ekki mikið að gefa 6 bjóra en þegar sá hinn sami á aðeins 12 þá kalla ég það höíðinglega gjöf,“ sagði Davíð Scheving Thorsteinsson í viðtali við blaðamann. „Þá hef ég fengið mörg skeyti, þar sem fólk þakkar mér að hafa riðið á vaðið í þessu réttlætism- áli. Sérstaklega þótti mér vænt um svohljóöandi skeyti: „Til ha- mingju með ölið — kærar þakk- ir. Nokkrar Loftleiðaflugfreyj- ur“. En fólk á ekki að þakka mér — ég er þess óverðugur. Það var Sighvatur Björgvinsson, fjár- málaráðherra, sem setti þessa reglugerð og hann á þakkir skildar," sagði Davíð ennfremur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.