Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 MORö'dN/ kafriNú ((/ GRANI GÖSLARI Leyf mér stinga upp á „Leifum dagsins“! Réttu mér frækorn í viðbót! Það þarf 100 ár til að fylla eina öld „Mig langar til að tísta ofurlítið vegna greinarkorns í Mbl. 15. jan. s.l., eftir Þorstein Jónsson í dálk- um Velvakanda. Greinarhöfundur rekur hornin í einhverja sögu Gunnars M. Magnúss., og telur hana lítt við hæfi barna. Engin deili veit ég á þeirri sögu, enda ætla ég ekki að hafa fleiri orð þar um. Þ.J. getur þess í leiðinni, að hann hafi sjálfur samið nokkrar sögur, vel við hæfi barna, að hans mati. Mér þætti nú ekki ónýtt að fá að sjá einhverjar þessara sagna hans, ef hann gæti komið þeim í vélritun, og fengið þær birtar í Lesbók Mbl. ef ekki vildi betra til. Annars þykir mér þó, sem blaðagrein Þ.J. gefi ekki miklar vonir um vandaða sögu, Vísast er þó, að minni rækt sé lögð við eina litla blaðagrein heldur en frásögn í söguformi. Það geta nú fleiri grobbað heldur en Þ.J. Einu sinni skrifaði ég dálítið sögukorn, og þeir fáu, sem sáu þá sögu, luku upp einum rómi um ágætt lesefni barna. En sagan sú varð aldrei meir en vélritað eintak, og ég gætti þess ekki betur en það, að það glataðist, og er nú ekki lengur til, nema í BRIDGE Það kom á óvart þegar tvö óþekkt nöfn skipuðu efsta sætið að loknum fyrsta hluta Philip Morris keppninnar í Ostende á síðast- liðnu hausti. En þegar að var gáð kom í ljós, að þetta voru rúmensk- ir flóttamenn og var þetta fyrsta mót þeirra á vesturlöndum. Eðli- lega ánægjulegt fyrir þá þó ekki tækist að halda fyrsta sætinu lengi og að lokum enduðu þeir í 29. sæti af 108, sem þátt tóku. Spilið í dag sögðu þeir vera sitt besta í þessum fyrsta þriðjungi keppninnar. Norður gaf, allir voru á hættu. Vestur Norður S. Á43 H. Á107 T. DG1084 L. K7 Austur S. 1072 S. K965 H. 864 H. KG5 T. K975 T. Á L. Á93 Suður L. G10652 S. DG8 H. D932 T. 632 L. D84 Norður varð sagnhafi í einu grandi eftir opnun á einum tígli og suður hafði svarað með einu hjarta. Rúmenarnir voru með spil austurs og vesturs og á spilakorti þeirra kom fram, að þeir spiluðu venjulega út fjórða hæsta spili frá lengd. En austur ákvað að bregða af venjunni og spilaði út lauftvisti og sagnhafi tók níu vesturs með kóng. Norður réðst á tígulinn, spilaði drottningunni og austur hélt áfram laufsókninni spilaði gosan- um, drottning og ás. En í stað þess að spila áfram laufunum skipti vestur í spaða, austur fékk á kónginn og hann tók þvínæst á lauftíu en hætti þá við laufin og spilaði spaða. Þetta orsakaði eðli- lega, að sagnhafi hélt laufin skipt- ast 4—4. Norður hélt áfram tígulsókn- inni, meðhöndlaði litinn rétt og þegar vestur tók á kónginn skipti hann í hjarta. Norður gat þá tekið sína sjö slagi en lét freistast, langaði í yfirslaginn eins og oft kemur fyrir í tvímenningskeppni, og hleypti á drottninguna. En þá gat austur tekið þrjá slagi, hjarta- kónginn og tvo á lauf og fékk 200 fyrir, óskatölu tvímennings- spilarans. Maigret og vínkaupmaðurinn Eltir Georges Simenon Jóhanna Krist|ónsdóttir sneri á íslensku 34 — Ætluðuð þið að tala við mig? — Nei, við komum til að votta eiginmanni yðar hinztu virðingu. — bað er einhvern veginn eins og hann sé lifandi? Þeir hafa unnið sitt verk vei, finnst yður ekki? Hún talaði vélrænt og yfir hreyfingum hennar var einhvers konar svefngengils- bragur. — Mig langaði til að spyrja yður einnar spurningar, frú, sagði Maigret alit í einu. Hún leit á hann, forviða nokkuð. — Og hvað er það? — Viljið þér í fuliri alvöru að við höfum uppi á morðingja manns yðar? Hún var sýnilega ekki við- búin þessari spurningu og það var eins og hún gripi andann á lofti. — Hvers vegna skyldi ég óska annars? — Æ, ég veit ekki... ef við finnum hann verður ur þessu máiarekstur og yfirheyrslur sem vandlega verður sagt frá í blöðum og öðrum fjölmiðium. Mörg vitni verða leidd fram, þar á meðal starfslið manns yðar — kvenfólk af öliu tagi. Trúlegast er að þetta fólk segi sannieikann. Það gæti orðið óþægilegt á að hlýða. . — Ég skil hvað þér eigið við, svaraði hún stiiiilega. Hún hugsaði sig um og sagði síðan: — Auðvitað mun þetta vekja óþægilega athygli. — Þér svöruðuð ekki spurn- ingunni. — Satt að segja er mér sama. Ég er ekki hefnigjörn. Sá sem drap hann hefur án efa taliö að hann hefði fuilgilda ástæðu til að gera þetta. Hvaða gagn cr að þvi að hann verði settur i fangelsi í tíu ár eða jafnvel til lífstíðar? — Ef þér gætuð sagt mér eitthvað sem gæfi visbendingu um hver hefði átt hlut að máli. mynduð þér þá halda því fyrir yður? — Þar sem ég hef ekkert i huga hef ég heldur ekki velt því fyrir mér, hvort ég myndi þegja yfir því. En ég býst við það væri skylda min að greina yður frá því, er það ekki? Þar af leiðandi hugsa ég að ég myndi gera það. En ég viðurkenni að mér þætti það óþægilegt. — Hver tekur nú við fyrir- tæki eiginmanns yðar? Lou- ceck? - Ég er smeyk við þann mann. Mér finnst hann ófyrir- leitinn og harðsvíraður. Ég get ekki afborið að horfast i augu við hann. — En maöurinn yðar virðist hafa haft á honum trú? — Það er ekki vafi á því að Louceck er frábær í sínu starfi. Ilann er klókur og Oscar mátti þakka honum töluvert af vel- gcngni fyrirtækisins. Hann kann lagabálka út og inn og veit hvernig á að hegða sér i kerfinu — og leika sér með það. í upphafi gerði hann aðeins skattskýrsluna fyrir Oscar en svo vann hann sig æ meira upp og varð á endanum númer tvö í fyrirtætdnu. — Hver fann upp nafrið á Munkavininu? — Það var Oscar. Þá var fyrirtækið minna í sniðum og aðeins komin til sögunnar starfsemin á Quai de Charen- ton. Það var Louceck sem ráð- lagði honum að koma sér upp bækistöð á hinum staðnum og færa út kviarnar. — Haldið þér að maðurinn yðar hafi talið að Louceck væri ærlegur maður? — Hann þurfti á honum að halda. Og hann gat séð um sig. — Þér svöruðuð ekki spurn- ingunni frú. Verður það hann sem tekur við rekstri fyrirtæk- isins? — Ég geri ráð fyrir að hann haldi stöðu sinni, að minnsta kosti enn um sinn — en hann kemst ekki lengra. — Hver tekur við stjórninni? — Ég. Hún sagði þetta fjarska blátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.