Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 11 Elzta Fokker flugvélin seld Stórtjón í bílveltu FLUGLEIÐIR hafa gengið frá sölu á Fokker Friendship flug- vélinni TF-FLP til bandarísks fyrirtækis og munu flugmenn félagsins fljúga vélinni til New York í byrjun febrúar. Véiin er seld með einum varahreyfli og er söluverð ein milljón dollara eða um 400 milljónir íslenzkra króna. Eins og fram hefur komið í fréttum frá Flugleiðum vinnur félagið nú að stöðlun innanlands- flugflotans. Liður í þeirri fram- kvæmd er sala á Friendship- flugvélinni TF-FLP sem félagið setti á söluskrá síðast liðið haust. TF-FLP er elsta flugvél flotans, var upphaflega smíðuð fyrir flug- félag Braathens í Noregi en Flug- Samsöngur Söngfélags Skaftfellinga Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík efnir til samsöngs Iaugardaginn 2. febr. ki. 4 e.h. í Menntaskólanum við Hamra- hlið. Á efnisskrá eru lög eftir innlenda og erlenda höfunda, þar á meðal 8 lög eftir skaft- fellska höfunda. Söngstjóri kórsins er Þorvaldur Björns- son og undirieikari Ágnes Löve. Um þessar mundir á Skaft- fellingafélagið 40 ára afmæli, og þar sem söngfélagið starfar sem deild innan þess þótti stjórnend- um félagsins full ástæða til að halda þessa tónleika í tilefni afmælis félagsins. Leiðrétting I frétt Morgunblaðsins í fyrra- dag var farið rangt með föður- nöfn þeirra Þuríðar Guðmunds- dóttur og Elísabetar Eiríksdótt- ur, sem fram komu á afmælis- vöku Kvenréttindafélags íslands. Biðst blaðið velvirð- ingar á því. Þá var einnig í fréttinni skýrt frá söng þriggja stúlkna, en þær heita Hildigunnur Rúnarsdóttir og Marta og Hildigunnur Hall- dórsdætur, en þær systur eru frænkur Hildigunnar Rúnars- dóttur. Aðalræðis- maður andast Sven-Erik Byhr, aðalræðis- maður íslands í Malmö, andaðist 22. þessa mánaðar. Utanrikisráðuneytið, Reykjavik, 28. janúar 1980. leiðir keyptu vélina frá Þýska- landi í maí 1974. Póstrán tvívegis sviðsett UNNIÐ hefur verið af fullum krafti við rannsókn póstránsins í Sandgerði en sú gáta er þó enn óráðin. Atburðurinn hefur tvíveg- is verið settur á svið eins og póstmeistarinn lýsti honum í þeim tilgangi að rannsóknarmennirnir áttuðu sig betur á því hvað gerðist. Rannsókninni verður haldið áfram af sama krafti. Til að draga úr möguleikunum á því að enn eitt póstrán verði reynt í Sandgerði hefur umhverfi póst- hússins verið flóðlýst, og geta ræningjar því ekki framvegis leynst þar í myrkrinu. FYRIR nokkrum dögum varð það óhapp á Álftanesvegi í beygju rétt við Hraungarð að vörubifreið frá Selfossi valt. Á palli bifreiðarinnar voru einingar í einbýlishús og farmurinn var það hár að þegar mikil vindhviða reið yfir skipti engum togum að bifreiðin fauk útaf veginum. Slys urðu ekki en bifreiðin skemmdist allmikið, framrúð- an brotnaði, hús beyglaðist og einnig mun hafa undizt upp á pall og grind. Eitthvað mun hafa brotnað af einingunum, sem voru úr tré. Meðfylgjandi mynd var tekin skömmu eftir að óhappið varð. Hljómplötu- útsala Okkar landsfræga hljómplötuútsala hófst í morgun. Viö bjóöum popp, íslenskar plötur, létta tónlist, klassík og kassettur. Suöurlandsbraut 8 Laugavegi 24 Sími 84670 Sími 18670 Látið þetta tækifæri ekki fram hjá ykkur fara. Auðvelt í notkun Með fjarstýringu og fullkomnu stjórnborði er auðvelt og þægilegt að skipta um rás á nýja K12 litsjónvarps- tækinu. Nýja fjarstýringin notar ósýnilega innrauða ljósgeisla fyrir hraðar og nákvæmar fjarstýringar. Þú getur skipt um rás eftir vild, stjórnað hljóðinu, myndgerð og stöðvað hljóðið alveg. Græni hnappurinn skilar strax samstilltu hljóði. birtu og litstyrk. K12 tækið hefur líka sjálfvirka stöðvaleit, sem ásamt AFC kerfi tryggir fullkomna mynd og hljóð. K12 tækið gefur til kynna með ljósmerki að stilling þess sé rétt og hárnákvæm. Philips meö eðlilegum litum heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 —15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.