Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 23 Sjgurgeir Borgfjörð Ásbjömsson — Minning Fæddur 22. janúar 1920 Dáinn 23. janúar 1980 í dag kveðjum við Sigurgeir Borgfjörð Ásbjörnsson, fyrrver- andi deildarstjóra við tollgæsluna í Reykjavík. Sigurgeir var fæddur 22. janúar 1920, sonur hjónanna Valbjargar Jónsdóttur og Ásbjörns Guð- mundssonar í Borgarnesi. Sigur- geir ólst upp í foreldrahúsum ásamt 4 systkinum, 1 systur og 3 bræðrum. Að loknu námi við Verslunar- skóla íslands réðst hann sem tollvörður við tollgæsluna í Reykjavík eða í nóvember 1940. Þar með hófst merkur og farsæll starfsferill. Sigurgeir starfaði einkum við þær deildir tollgæsl- unnar sem tollafgreiða innfluttar vörur, fyrst í vöruskoðun, síðan í flugfrakt, en 1963 gerðist hann yfirmaður tollgæsludeildar toll- stjóraskrifstofunnar. Mannkostir Sigurgeirs, mikil þekking og reynsla öfluðu honum sérstaks trausts manna, jafnt inn- an stofnunarinnar sem utan. Mörg voru þau vandamál í daglegu starfi, sem hann leysti af festu og öryggi. Sá sem þessar línur ritar átti því láni að fagna að starfa um skeið undir stjórn Sigurgeirs. Oft var mikill erill við skrifborð deild- arstjórans, en ávallt mætti hann vandamálum samstarfsmanna sinna af nærgætni og skilningi. Mannkostir Sigurgeirs urðu yf- irstjórn tollmála fljótt ljósir og voru honum falin ýmis vandasöm trúnaðarstörf. M.a. var hann með- al fulltrúa íslands í samnorrænu tollflokkunarnefndinni. Hann var einn virtasti kennari Tollskóla Islands og hafa flestir starfandi tollverðir notið leiðsagnar hans á þeim vettvangi. Sigurgeir tók virkan þátt í félagsstörfum tollvarða og sat um árabil í stjórn Tollvarðafélags Islands. Vegna heilsubrests sagði Sigur- geir lausri stöðu sinni sem deild- arstjóri í byrjun síðastliðins árs, en starfaði þó hluta úr degi fram á sumarið. Með Sigurgeiri B. Ásbjörnssyni er horfinn af sjónarsviði mikill starfsfélagi og sannur vinur, sem tollverðir munu lengi minnast með söknuði. En sárastur er söknuður eftirlifandi eiginkonu Sigurgeirs, Þóru Þórðardóttur, og barna þeirra. Við vottum frú Þóru, börnunum og öðru skyldfólki dýpstu samúð. Jón Mýrdal. í dag fer fram frá Háteigskirkju útför Sigurgeirs Borgfjörðs Ás- björnssonar fyrrverandi yfirtoll- varðar, en hann lést á sjúkrahúsi í London þann 23 f.m. Hafði hann gengist þar undir erfiða skurðað- gerð vegna hjartabilunar, en þrátt fyrir færni lækna og fullkomnar aðstæður til slíkrar aðgerðar reyndist ekki unnt að bæta það mein og bjarga lífi hans. Sigurgeir fæddist í Borgarnesi 22. janúar 1920. Foreldrar hans voru Ásbjörn Guðmundsson og kona hans, Valbjörg Jónsdóttir. Voru þau bæði borgfirsk að ætt. Bjuggu þau í Borgarnesi, þar sem Ásbjörn stundaði ýmiss konar störf, m.a. pakkhússtörf hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Þau hjón eignuðust fimm börn, og eru fjögur þeirra á lífi: Bogi, búsettur í Borgarnesi, Þorbjörn, Guðjón og Sigríður, öll búsett í Reykjavík. Sigurgeir ólst upp í Borgarnesi ásamt systkinum sínum og tók þátt í ýmsum störfum á sjó og landi, er hann hafði aldur og þroska til. Dugnaður, ráðvendni og reglusemi voru eiginleikar, sem þá voru í heiðri hafðir og taldir undirstaða farsældar í lífsbarátt- unni. Þessum eiginleikum ásamt góðri greind og góðu hjartalagi var Sigurgeir búinn í ríkum mæli. Þetta góða veganesti reyndist honum notadrjúgt á lífsleiðinni og entist honum alla ævi. Á uppvaxtarárum Sigurgeirs var Borgarnes í örum vexti, enda kauptúnið vel í sveit sett með hinar fögru og blómlegu byggðir Borgarfjarðar allt um kring. í Borgarnesi var því talsverð starf- semi og allmiklar verklegar fram- kvæmdir, enda átti kauptúnið eftir að stækka mikið á næstu árum og áratugum og verða eins konar miðdepill héraðsins. Bættar samgönur við höfuðborgina voru knýjandi nauðsyn, þar eð vega- kerfið var mjög ófullkomið á þeim árum. Var því ráðist í kaup á vélskipinu Laxfossi til að bæta úr samgöngumálum byggðarlagsins. Var það skip í förum milli Borg- arness, Akraness og Reykjavíkur allmörg ár. Réðst Sigurgeir til starfa á Laxfossi og starfaði á því skipi um skeið, eftir að hann lauk námi í Verslunarskólanum 1939. Á þessum árum, kreppuárunum svokölluðu, var ekki auðvelt fyrir fátæka unglinga að afla sér fram- haldsmenntunar, þó að hugur þeirra stæði til slíks náms. Náms- lánum eða styrkjum var þá ekki til að dreifa. Hver varð að bjargast sem best hann gat á eigin spýtur. Þeir, sem voru svo heppnir að fá sæmilega launaða sumaratvinnu, voru skást settir og gátu fram- fleytt sér næsta skólavetur á tekjum sumarsins. Sigurgeir var meðal hinna heppnu, hvað þetta snerti. Hann fékk skiprúm á vélskipinu Eldborg frá Borgar- nesi, sem stundaði síldveiðar á sumrum, en skipstjóri á henni var þá hinn landskunni aflamaður Ólafur Magnússon. Var þar valinn maður í hverju rúmi. Þetta starf, ásamt fleiru, sem Sigurgeir mun hafa fengist við á þessum árum gerði honum kleift að ljúka þriggja vetra verslunarnámi. Haustið 1940 réðst Sigurgeir til starfa hjá tollgæslunni í Reykjavík og stundaði þar störf óslitið í nærfelld fjörutíu ár. Komu honum þá að góðu haldi þeir eiginleikar, sem áður er á minnst og hann hafði hlotið í vöggugjöf eða tileinkað sér í uppvextinum í foreldrahúsum. Hann var traustur og áreiðan- legur starfsmaður, sem í engu mátti vamm sitt vita, enda naut hann trausts og álits samstarfs- manna sinna sem og yfirboðara. Voru honum falin ýmis ábyrgðar- og trúnaðarstörf á vegum toll- þjónustunnar, og rækti hann þau jafnan af einstakri samviskusemi og vandvirkni. Frá 1964 gegndi hann starfi yfirtollvarðar, þar til heilsa hans tók að bila á síðast- liðnu ári. Sigurgeir unni mjög útilífi og veiðiskap. Hann hafði yndi af ferðalögum jafnt innanlands sem utan, og margar ánægjustundir átti hann við vötn og veiðiár í hópi góðra vina og félaga. Um langt árabil stundaði hann laxveiðar í ýmsum ám og var mjög slyngur í þeirri íþrótt. Líklega hefur áhugi hans á laxveiðum fyrst vaknað, þegar hann dvaldist ungur dreng- ur á bökkum Hvítár í Borgarfirði og horfði margsinnis á innlenda og erlenda veiðimenn draga feita og litfagra uppgöngulaxa úr hæg- um straumi árinnar, sem liðast þar um grænar grundir á leið sinni til hafs. Auk veiðigleðinnar mun hann hafa notið í ríkum mæli þess unaðar, sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða, þegar hún skartar sínu fegursta skrúði á björtum sumardögum. Við minn- ingar slíkra hamingjudaga gat Sigurgeir glaðst og yljað sér löngu eftir að þeir voru liðnir. Árið 1942 kvæntist Sigurgeir eftirlifandi konu sinni, Guðfinnu Þóru Þórðardóttur, ættaðri úr Borgarfirði. Þeim varð fimm barna auðið og eru þau öll upp- komin. Þau eru: Ásbjörn, fulltrúi, kvæntur Öldu Guðmundsdóttur, Loftveig Kristín, húsmóðir, gift Sveini R. Björnssyni, Þórður út- varpsvirki, kvæntur Björgu Magn- úsdóttur, Ágústa, húsmóðir, gift Sigurjóni Andréssyni, og Gunnar, bifvélavirki, kvæntur Sólveigu Ól- afsdóttur. Ég held mér sé óhætt að full- yrða, að Sigurgeir hafi verið gæfumaður í einkalífi sínu. Hann var góður heimilisfaðir og bar hag fjölskyldu sinnar jafnan fyrir brjósti. Var og mikil samheldni innan fjölskyldunnar og hélst það samband einnig eftir að börnin voru uppkomin og flutt úr for- eldrahúsum og höfðu stofnað eigin heimili. Það er jafnan sviplegt þegar menn sem enn eru á góðum aldri með óskerta starfsorku og fullir lífslöngunar, falla skyndilega í valinn, hrifnir brott frá ættingj- um og vinum og hverfa sjónum Ólafur K. Sigurðs- son — Minningarorð Fæddur 15. september 1926 Dáinn 26. janúar 1980 í dag kveðjum við Óla mág minn. Hann var sonur hjónanna Jónínu Guðmundsdóttur frá Nýja- bæ í Krísuvík og Sigurðar H. Ólafssonar, bóksala frá Kalm- anstjörn á Reykjanesi. Systkini Óla voru fjögur, Kristín, Steinunn, Guðmundur og Vilhjálmur. Kristín var elst þeirra systkina og lést hún fyir sjö árum, aðeins fimmtug að aldri. 1975 andaðist faðir þeirra, Sigurður, og nú er Óli kallaður burt frá okkur. En Stein- unn, yngsta systirin, dó á sínu fermingarári. Öll voru börn Jónu og Sigurðar fædd í Kirkjuvogi í Höfnum, nema Kristín er fæddist á Kalmanstjörn. Óli var um ferm- ingu þegar fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur. Og var það mikil breyting á háttum og högum. En alltaf stóð hugur hans til æsku- stöðva. Og mörg lágu sporin suður í Hafnir. Þegar ég kynnist Óla var hann við leiguakstur á Bifreiða- stöð Steindórs og var það hans aðalævistarf. Einnig stundaði hann sjó og önnur störf. Óli var á margan hátt sérstakur maður. Hann var vel gefinn og þó skóla- ganga væri ekki löng var hann vel lesinn og fróður. Hann var ekki maðurinn sem dansaði í kringum gullkálfinn. Heldur sá sem alltaf gaf en ekkert tók. Sá sem börnin leituðu til og fóru aldrei bónleið til búðar. Ég sá Óla aldrei hamingju- samari en þegar við vorum í sumardvöl á Kalmanstjörn, á hans æskuslóðum. Stína systir Óla var yndisleg kona og stóð hún fyrir þessum árvissu ferðum. Það eru ógleymanlegar stundir fyrir börnin okkar hjónanna, börn og barnabörn Stínu og reyndar okkur öll að kynnast og vera með Óla. En hugur hans reikaði víðar og þráði hann heitt að ferðast um lönd og álfur. En örlögin tóku í taumana. Mig langar að þakka Óla mági mínum fyrir allt og allt og bið Guð að blessa hann, móður hans og fjölskyldu. Mágkona. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég er kristinn, en mér líður illa. Mér finnst eins og ég sé í hafti og geti lítið gert. Hverju ætti einn einstaklingur svo sem að koma til vegar, eins og ástandið er í heiminum? Það er svo hrífandi við kristindóminn, að Guð er reiðubúinn, fær um og fús til þess að gera mikla hluti fyrir tilstilli eins manns. í Biblíunni er talað um, að einn maður geti elt þúsund og tveir rekið tíu þúsund á flótta. I sögunni eru ótal mörg dæmi þess, hverju einn einstaklingur hefur komið til vegar með Guði. Þegar Richard Baxter kom til þorpsins Kiddermin- ister og gerðist þar prestur, sagði hann: „Við sumar göturnar var ekki ein fjölskylda, sem tilbað Guð.“ Þegar hann lauk þjónustu sinni þarna, sögðu menn: „Þegar Baxter fór frá Kidderminister, voru þar margar götur, þar sem ekki var ein fjölskylda, sem safnaðist ekki saman til bæna á hverjum degi.“ Enginn kristinn maður var í hinni heiðnu stórborg Korintu, þegar Páll lagði leið sína þangað. Þegar hann fór þaðan, höfðu mörg hundruð manns veitt Kristi viðtöku. Peter Milne var mikill kristniboði á eyjunni Ngúna á Nýju-Hebrideseyjum. Fyrir neðan mynd af honum standa þessi orð: „Þegar hann kom þangað var ekkert ljós. Þegar hann dó þar, var ekkert myrkur." Þér skulið ekki vanmeta eða gera lítið úr mætti eins einstaklings, sem hefur helgað sig Kristi. Möguleikar okkar takmarkast aðeins af því, hversu illa við helgum okkur honum. „Hann mun gjöra enn meiri verk en þessi," sagði Jesús. „Því að ég fer til föðurins" (Jóh. 14,12). fyrir fullt og allt. En þannig er nú einu sinni lögmál lífsins, enginn veit hvenær kallið kemur, hinn slyngi sláttumaður kveður dyra og heimtir herfang sitt. Víst er gott að 'geta kvatt jarðlífið eins og Sigurgeir gerði, hugarrór, sáttur við allt og alla hafandi lokið gifturíku starfi og getið sér virð- ingar og þakklætis allra þeirra, sem þekktu hann og áttu við hann lengri eða skemmri kynni. Að leiðarlokum þakka ég Sigur- geiri langa og góða viðkynningu og árna honum velfarnaðar á nýju tilverustigi. Konu hans, börnum og öðrum ættingjum sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúð- arkveðjur. Þorvaldur Sæmundsson. Sigurgeir Ásbjörnsson í tollin- um, vinur minn og starfsbróðir, andaðist nýverið í London eftir skurðaðgerð. Sigurgeir var mörg- um góður félagi í starfi og utan þess. Innflytjendur varnings til landsins höfðu mikið saman við hann að sælda um margra ára skeið enda var hann gjörkunnur tollskránni, því flókna fyrirbrigði. Leituðu margir þeir til hans í sambandi við innflutning og toll- flokkun vara og fengu jafnan greið svör þrátt fyrir annríki og streitu. Ég, sem þessar línur rita, starfaði við skrifborð næst Sigur- geiri í tollinum og hafði því náið samband við hann bæði persónu- lega og í okkar starfi og mér er mikil eftirsjá í góðum dreng og vinsælum félaga. Ég vil að lokum ljúka þessari stuttu minningargrein með því að senda mína dýpstu samúð til eiginkonu og barna Sigurgeirs. Hafi hann þökk fyrir samfylgd- ina. Páll Hannesson Þótt við getum alltaf búist við dauðanum, kemur hann alloftast á óvart. Þegar ég frétti lát þessa vinar míns og samstarfsmanns, setti mig hljóðan, en hann andað- ist laugardaginn 26. janúar á Landspítalanum. Ólafur var fæddur að Kirkju- vogi í Höfnum þann 15. sept. 1926, sonur hjónanna Sigurðar H. Ól- afssonar og Jónínu Guðmunds- dóttur. Hann fluttist með foreldr- um sínum til Reykjavíkur er hann var 11 til 12 ára, og hefur hann átt heima þar síðan. Okkar kynni hófust við störf á Bifreiðastöð Steindórs, sem stóðu í marga áratugi og aldrei féll skuggi á. Ólafur var góður félagi, alltaf glaður og skemmtilegur í góðra vina hópi. Hann vakti vin- um sínum oft bros með græsku- lausri kímni og skemmtilegum tilsvörum, enda var hann góður drengur, hægur og prúður í allri framkomu og með sínu hlýja og milda brosi. Naut hann mikillar virðingar samstarfsmanna sinna. Mikla karlmennsku sýndi hann í þungri sjúkdómslegu þar til yfir lauk. Það er gott að hafa kynnst slíkum manni eins og Ólafi og með þakklátum hug geymum við minn- ingu um góðan dreng. Ég sendi aldraðri móður hans, systkinum og öðrum ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. „Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ V. Briem. Ragnar Elíasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.