Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1980 Flugleiðir: Samningar við 400 starfsmenn runnu út í nótt SAMNINGAR Flugleiða hf við um 400 starfsmenn runnu út á miðnætti í nótt en félagið sagði samningunum upp nokkru fyrir áramót. Hér er um að ræða samninga við flugmenn, flugvél- stjóra, flugfreyjur, flugvirkja og flugumsjónarmenn. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hafa Flugleiðir sett fram hugmyndir að nýjum samningi við flugmenn og eru aðallegá fólgnar í honum kröfur um breyttan vinnutíma en tiltekið að viðræður um starfsaldursstiga verði teknar upp á síðari stigum samningaviðræðna. Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi tjáði Mbl. í gær að samninga- fundir hefðu ekki verið boðaðir ennþá en það yrði væntanlega gert fljótlega. Hann sagði að kröfur hefðu ekki borizt frá viðkomandi fagfélögum enda talið rétt að Flugleiðir legðu fyrst fram sínar hugmyndir, þar sem fyrirtækið hefði sagt upp samningunum. Alma Þórarinsson læknir: Ætlar ekki í forseta- framboð — Ekki hægt að kref jast svars af mér alveg á næstunni, segir Hjalti Þórar- insson. „MÍN niðurstaða er sú, að það komi ekki til greina að þessu sinni að ég gefi kost á mér til framboðs í for- setakosningunum og sú ákvörðun er endanleg,“ sagði Alma Þórarinsson læknir í samtali við Mbl. í gær. Alma sagði, að bæði konur og karlar hefðu skorað á sig að gefa kost á sér til forsetaframboðs. „Ég athugaði málið og kannaði, hvort verulegt fylgi væri við slíkt fram- boð meðal kvenna núna, en niður- staðan varð sú, að svo væri ekki. Þess vegna kemur ekki til greina að ég gefi kost á mér.“ Þá spurði Mbl. eiginmann Ölmu, Hjalta Þórarínsson yfirlækni, hvað hann hygðist fyrir varðandi forsetaframboð. „Það hefur eðli- lega ekkert gerzt hjá mér á meðan Alma var að athuga málið," svar- aði Hjalti. „Þess er ekki að vænta að það verði hægt að krefjast svars af mér um forsetaframboð alveg á næstunni." Viðey RE kom með 160 tonn af góðum fiski til Reykjavíkur i gær, en fyrirhugað hafði verið að skipið sigldi með aflann. Af afla Viðeyjar voru 120 tonn þorskur, en 40 tonn af öðrum fiski, karfa m.a. (Ljósm.: Emiiia) Hætt við ísfisksölur íslenzkra skipa í Bretlandi: Verðið óvenju lágt - s jómenn gef a físk Alma Þórarinsson. NOKKUR íslenzk fiskiskip hafa undanfarna daga selt afla sinn í ö INNLENT Mótmælastaða við rússneska sendiráðið: Sovétríkin láti þegar af stríðs- rekstri sinum gegn Afganistan — er krafa sex stjórnmálasamtaka SAMBAND ungra sjálfstæðismanna, Einingarsamtök kommúnista, Kommúnistaflokkur Islands, Samband ungra framsóknarmanna, Samband ungra jafnaðarmanna og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, efna til mótmælastöðu við rússneska sendiráðið i dag kl. 17.30. Tilefni mótmælastöðunnar er innrás Sovétríkjanna í Afganist- an og krefjast ofangreind stjórnmálasamtök þess að Sovétríkin láti þegar af stríðsrekstri sínum gegn Afganistan, dragi herlið sitt til baka og virði framvegis sjálfstæðis- og sjálfsákvörðunarrétt allra þjóða. í tilefni af mótmælastöðunni hafa stjórnmálasamtökin sent frá sér eftirfarandi ávarp: „Sérhvert ríki hefur rétt til þess að ráða málum sínum sjálft án íhlutunar og hernaðarafskipta annarra ríkja. Ofangreind samtök fordæma sérhverja íhlutun í mál- efni smáþjóða. Ofangreind samtök ungs fólks fordæma innrás Sovétríkjanna í Afganistan. Innrásin er gerð í anda heimsvaldastefnu, sem felur í sér freklegt brot gegn öllum hugmyndum um sjálfsákvörðun- arrétt þjóða og gegn alþjóðasam- þykktum um að þjóðir heims skuli virða frelsi og fullveldi hverra annarra, svo sem sáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Hernaðarafskipti Sovétríkjanna í Afganistan verður að skoða sem beina útþenslustefnu risaveldisins á kostnað sjálfstæðrar smáþjóðar. Heimsvaldastefna Sovétríkjanna er bein ógnun við heimsfriðinn. Við fordæmum beitingu Sovét- ríkjanna á hervaldi til að kúga nágrannaríki sín og krefjumst þess, að Sovétríkin láti þegar af stríðsrekstri sínum gegn Afgan- istan, dragi herliðið til baka og virði framvegis sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt allra þjóða." Bretlandi, en yfirleitt hefur feng- izt lélegt verð fyrir ísfiskinn. Þá hafa útgerðarmenn nokkurra skipa hætt við að láta skip sín landa ytra og þau í staðinn komið til heimahafna, má í þvi sam- bandi nefna Viðey og Karlsefni. Ástæðan fyrir lágu verði á fiski í Bretlandi er mikið framboð af fiski, bæði af heimabátum, en einnig af fiski frá öðrum Evrópu- löndum. Mjög vel hefur aflast i Norðursjónum að undanförnu og tiðarfar verið gott. Að sögn Þórleifs Ólafssonar starfsmanns Fylkis í Grimsby hafa brezkir sjómenn fiskað mjög vel í Norðursjónum síðustu vikur. Þá hefur mikið verið flutt af fiski á flutningabílum frá Belgíu, Hol- landi, Frakklandi og V-Þýzkal- andi. — Fiskur frá þessum þjóðum hefur verið boðinn á mjög lágu verði í Bretlandi og eru brezkir sjómenn mjög gramir vegna þessa innflutnings, sagði Þórleifur. — Þeir hafa lítið fengið fyrir sinn afla og haft á orði að þeir hefðu varla fyrir olíu. í Peterhead í Skotlandi gáfu sjómenn fisk í stað þess að setja hann á markaðinn og frá Þýzkalandi berast þær fréttir að sjómenn hafi lagt bátum sínum í nokkra daga vegna þess að þeir fá ekki nóg fyrir aflann, sagði Þórleifur. Hann bætti því við, að mark- aðurinn gæti lagast jafn snögg- lega og hann hefði versnað. Mætti í því sambandi minna á heims- metssölu Ögra í byrjun ársins, en þá hefði verið lítið framboð og gæði fisksins mikil, en þau hefði verið misjöfn hjá íslenzku skipun- um undanfarið. Skákmótið í Wijk aan Zee: Browne vann Kortsnoj Guðmundur hafnaði í næstneðsta sæti Hækkanir hjá Pósti og síma: Afnotagjaldið í 51,240 kr., umframskrefið í 28,18 kr. STOFNGJALD fyrir síma, sem var 67.100 krónur með söluskatti, hækkar í dag í 75.640. Gjald fyrir umframskref hækkar úr 24,89 krónum I 28,18 krónur, afnota- gjald heimilissíma á ársfjórðungi hækkar úr 11.346 krónum í 12.810 krónur og venjulegt flutn- ingsgjald milli húsa á sama gjaldsvæði hækkar úr 33.550 krónum í 37.820 krónur. Póst- burðargjald fyrir 20 gr almennt bréf hækkar úr 110 í 120 krónur og burðargjald fyrir prentað mál í sama þyngdarflokki hækkar úr 90 i 100 krónur I frétt frá Póst- og símamála- stofnuninni segir að samkvæmt greiðsluáætlun fyrir 1980 hafi fjárvöntunin verið 5.700 milljónir króna. „Til þess að ná þessu fjármagni, án þess að mikil stökk væru í gjaldskrárbreytingu, var farið fram á 12—15% hækkun frá 1. nóv. 1979, en við þeirri beiðni var ekki orðið. Hvert eitt prósentustig í hækkun 1. febr. gefur Pósti og síma um 132 millj. kr. en hvert prósentustig, sem hækkun 1. maí gefur er um 105 millj. kr. Samgönguráðuneytinu var því skrifað um miðjan desember og beðið um 30% hækkun frá 1. febr. Sú 13% hækkun, sem Póstur og sími fékk nú, eykur tekjur stofn- unarinnar um 1700 millj. kr. á árinu og vantar þá enn um 4000 millj. kr. til þess að endar nái saman,“ segir í frétt Pósts og síma. „ÞETTA gekk allt á afturfótun- um út í gegn hjá mér, ég tapaði fyrir Timman í síðustu umferð. Hins vegar gerðist það óvænta, að Browne vann Kortsnoj og urðu þeir Seirawan og Browne því jafnir og efstir með 10 vinninga og Kortsnoj þriðji með átta og hálían," sagði Guðmund- ur Sigurjónsson stórmeistari, er Mbl. ræddi við hann í gær að loknu skákmótinu í Wijk aan Zee. í síðustu umferð gerði Seiravan jafntefli við Sunye. Næstir Kort- snoj að vinningum urðu Alburt, Biyiasis og Timman með 7,5 vinn- inga. Guðmundur varð í 12. til 13. sæti ásamt Böhm með 4 vinninga og Lichterink rak lestina með 3 vinninga. Guðmundur vann eina skák og gerði 6 jafntefli. „Svo voru einar þrjár skákir, sem ég hefði unnið undir öllum venjulegum kringum- stæðum, en glutraði þeim af mér í tímahraki, féll meira að segja einu sinni á tíma með kolunnið tafl,“ sagði Guðmundur. „Ég hef ekki teflt á móti í hálft ár og er því ryðgaður. Ég hélt nú satt að segja, að þetta gæti ekki komið svona illa niður en klukkan er harður hús- bóndi. Vonandi reynist þetta mér þó góð æfing fyrir Reykjavíkur- mótið heima.“ Um skák þeirra Browne og Kortsnoj sagði Guðmundur að hún hefði verið átta tíma barátta. „Þetta var orðið jafnteflislegt endatafl, en Browne barði fram vinning, sem er furðulegt, því Kortsnoj er nú einn sá albezti í heiminum í endatafli. En sennilega hefur hann tapað á kæruleysi." Kalsaveður á loðnumiðunum KALSAVEÐUR gerði loðnubát- unum erfitt fyrir í fyrrinótt, en þó fengu nokkur skip góðan afla, þá stóð loðnan einnig djúpt. Eftirtalin skip tilkynntu Loðnu- nefnd um afla á miðvikudags- kvöld og í gærdag: Miðvikudagur: Hilmir II 530, Dagfari 510, Rauðsey 570. Samtals á miðvikudag 26 skip með 17.540 lestir. y Fimmtudagur: Haförn 770, Há- kon 720, Svanur 570, Eldborg 1500, Sigurður 1300, Helga II 400,' Húnaröst 550. Átta skip með 6410 lestir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.