Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 16 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakið. Þingið og stjórnar my ndunin Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, hefur gefið formönnum stjórnmálaflokkanna frest til mánu- dags til þess að mynda ríkisstjórn, sem njóti stuðnings meirihluta Alþinjgis. Það hefur ekki gerzt um áratuga- skeið að forseti íslands hafi séð sig knúinn til að setja formönnum stjórnmálaflokkanna slíka kosti við stjórn- armyndun. Nú hefur stjórnarkreppan staðið í tvo mánuði og þjóðin hefur fylgzt með framvindu mála á vettvangi stjórnmálanna með vaxandi undrun og jafnvel hneykslun. Þann stutta tíma, sem nú er til stefnu, verður Alþingi Islendinga að nota til þess að taka sig saman í andlitinu og vinna á málefnalegan hátt að myndun nýrrar ríkisstjórnar á drengilegan og hreinskiptinn hátt. Þjóðin á kröfu til þess, að þingið starfi á þann veg og ekkert annað er samboðið virðingu Alþingis. Þær fregnir, sem berast frá Alþingi og m.a. má lesa um í Morgunblaðinu í dag, benda til þess, að taugaveiklunar gæti hjá einstökum þingmönnum í þeirri stöðu, sem nú er í pólitíkinni. Slíkt leiðir ekki til farsællar niðurstöðu. Nú skiptir máli, að menn leggi persónulegan metnað til hliðar og láti ekki valdabaráttu einstakra manna villa sér sýn. Ríkisstjórn, sem mynduð yrði á slíkum grundvelli, nær engum árangri og gerir ekkert gagn. Stjórnmálabaráttan hér á Islandi hefur löngum einkennzt af sundrungu milli flokka og manna, persónu- legum fordómum og metnaði. Nú á síðustu árum hafa þessi einkenni stjórnmálabaráttunnar orðið æ ríkari. Þessi flokkur getur ekki unnið með þessum af þessum ástæðum, sem ýmist geta verið pólitískar eða persónu- legar, nýlega til komnar eða áratuga gamlar. Þessi flokksforingi getur ekki unnið með öðrum. Einn getur ekki setið í ríkisstjórn undir forsæti annars og svo mætti lengi telja. Þetta sjónarspil veldur því, að þjóðin ber ekki sama traust til þingsins og hún áður gerði. Þingið nýtur heldur ekki sömu virðingar hjá þjóðinni og það gerði. Stjórnmálamenn eru ekki jafn mikils metnir og þeir einu sinni voru. Þetta er hættuleg þróun og hún stefnir þingræðinu í voða. Þótt sjálfsagt megi mörgum um kenna og fjölmiðlar eigi m.a. hlut að máli fer ekki hjá því, að stjórnmálamennirnir sjálfir hljóta að líta í eigin barm. Segja má, að þjóðin hafi ráðið þá til ákveðinna starfa, þ.e. að hafa forsjá í málum lands og þjóðar. Fólki sýnist, sem býsna margir þeirra séu ekki starfi sínu vaxnir, að þeir ráði ekki við þau störf, sem þeir hafa tekið að sér. Þegar svo er komið, er hætta á ferðum. Forseti íslands á hins vegar ekki annan kost en þann að setja stjórnmálaflokkunum ákveðinn frest. Hann ber mikla ábyrgð við stjórnarmyndun og þess vegna er eðlilegt að hann vilji ekki láta þann leik standa yfir endalaust, sem fólk hefur fylgzt með undanfarnar vikur. Það segir sína sögu um ástandið, að hugmyndin um utanþingsstjórn á vafalaust miklu fylgi að fagna meðal almennings, sem er orðinn vondaufur um að þinginu takist að koma saman ríkisstjórn. Næstu sólarhringar skipta miklu máli. Þingmenn eiga að nota þá vel og falla ekki í þá freistni að eyða tíma í stjórnarmyndanir, sem augljóslega er enginn grundvöll- ur fyrir en taka til hendi við að kanna rækilega þá raunhæfu möguleika, sem enn eru til staðar. Vonandi tekst þinginu að rétta sinn hlut og tryggja þjóðinni trausta og sterka stjórn, sem byggð er á heiðarlegu, drengilegu og málefnalegu samstarfi. Svar Sovétríkjanna: Kortsnojmálið eingöngu á sviði sovézkra yfirvalda SOVÉZKA ríkisstjórnin hefur svarað áskorun íslenzku ríkis- stjórnarinnar um að eiginkonu Kortsnojs og syni þeirra verði leyft að fara frá Sovétríkjunum á þá leið, að þetta mál sé eingöngu á verksviði sovézkra stjórnvalda og fari að sovézkri löggjöf. Þessi svör valda miklum vonbrigðum segir í frétt utanríkisráðuneytis- ins um málið, en íslendingar líta ekki á þetta sem iokasvar heldur vænta þess að málið verði leyst á þann hátt að mæðginin fái leyfi til að flytjast til stórmeistarans. Frétt utanríkisráðuneytisins í gær er svohljóðandi: „Sendiherra Sovétríkjanna í Reykjavík gekk í dag á fund skrifstofustjóra utanríkisráðu- neytisins og kvaðst hafa fengið íslendingar neita að taka þetta sem lokasvar svör frá stjórnvöldum sínum við áskorun ríkisstjórnar íslands, sem fram vár borin hinn 28. nóvember 8.1., um að eiginkona og sonur Viktors Kortsnoj, stórmeistara í skák, fengju brottfararleyfi frá Sovétríkjunum. Svör sovésku ríkisstjórnarinnar eru á þá leið, að mál þetta sé á verksviði sovézkra stjórnvalda eingöngu og meðferð þess geti aðeins farið að sovéskri löggjöf. Sovéska sendiherranum var tjáð, að þessi svör yllu miklum •vonbrigðum. íslendingar væru áfram þeirrar skoðunar, að þeir hefðu fulla heimild til að bera fram óskir um farsæla lausn þessa máls, bæði á grundvelli lokaskjals ráðstefnunnar í Helsinki og með hliðsjón af öðrum samskiptum ríkjanna. Því væri ekki unnt að líta svo á að hér væri um lokasvar sovéskra stjórnvalda að ræða, heldur væri þess fastlega vænst, að málið yrði athugað af velvilja og nauðsynleg leyfi veitt til að eiginkona og sonur stórmeistar- ans gætu flutt til hans og fjöl- skyldan búið saman þar sem hún sjálf helst kysi.“ RÍKISSKIP 50 ÁRA Á blaðamannafundinum um borð í Heklu í gær. Frá vinstri: Standandi: Þorvaldur Jónsson frá Fáskrúðsfirði, umboðsmaður Ríkisskips frá stofnun, Hjörtur Emilsson tæknifræðingur, Jón Samúelsson frá Akureyri. Sitjandi frá vinstri: Þórir Sveinsson viðskiptafræðingur, Héðinn Eyjólfsson deildarstjóri, Gunnlaugur Sigmundsson deildarstjóri, Halldór S. Kristjánsson deildarstjóri, Guðmundur Einarsson forstjóri Ríkisskips, Halldór Oddsson skipstjóri og Tryggvi Blöndal skipstjóri. Ljósmynd Mbl. Emilía. Stefnt er að aukinni flutn- ingsgetu með nýjum skipum UM ÁRAMÓTIN varð Skipaút- gerð ríkisins 50 ára og í tilefni þess voru biaðamenn kaliaðir á fund um borð í Hckiu í gær. Þar var saga Ríkisskips rifjuð upp og kynntar ýmsar nýjungar í rekstri skipanna. Árið 1979 var nýtt metár í sögu Ríkisskips hvað varðar flutninga á stykkjavöru og voru flutn- ingarnir tæp 60 þús. tonn eða rúmlega 10 þús. tonnum meira en árið áður. Vegna aukinnar hagkvæmni i flutningum lækk- aði kostnaður á hvert tonn um 7%. Þá kynnti Guðmundur Ein- arsson forstjóri Ríkisskips hug- myndir og möguleika með nýj- um skipum sem nú er i athugun að láta smíða. Skip Ríkisskips sigla nú viku- lega eða oftar frá Reykjavík til allra landshluta og einnig hefur ferðum frá Akureyri fjölgað. Bygging vöruskemmu í Reykja- vík hefur lengi verið á döfinni hjá skipafélaginu, en aðstaðan í Reykjavík er vægast sagt mjög bágborin. Á yngri árum Ríkisskips flutti félagið allt að 20 þús. farþega á ári, en á s.l. þremur árum hefur farþegafjöldinn verið um 1000 að meðaltali. Ríkisskip hefur nú gert yfir- gripsmikla áætlun í sambandi við ný skip fyrir félagið og hentugri, en nú þegar hafa ýmsar breytingar verið gerðar á rekstri m.a. varðandi heim- keyrslu og fleira og í tilefni afmælisiiis hefur Ríkisskip tekið í notkun nýtt merki sem verður sett á tæki félagsins. Oll gögn fyrirliggjandi til að höíða mál á Sakharov Moskva, 31. jan. AP. SOVÉZKI ríkissaksóknarinn hefur undir höndum öll „nauðsynleg gögn til að hefja málssókn á hendur Andrei Sakharov“ segir í vikuritinu Nýr tími sem kom út i Moskvu i dag. Var einnig birt ensk þýðing á greininni unnin af Tass fréttastofunni. AP fréttastofan segir að þarna hafi birzt harðorð- asta grein i Sovetrikjunum gegn Sakharov síðan hann var fluttur nauðungarflutningi til Gorky. í greininni er vakin athygli á því að aðgerðir sovézkra stjórnvalda á hendur Sakharov hafi verið mjög mildar þegar haft sé í huga vægi glæpa hans. Sérstök áherzla er í greininni lögð á að fjalla um upplýsingamiðlun Sakharovs til afla fjandsamlegum Sovefríkjunum og honum í reynd borin á brýn landráð og það umbúðalaust. Yelena Bonner, kona Sakharovs, kom aftur til Gorky frá Moskvu á mánudag og þar hafði hún eftir manni sínum yfirlýsingu þess efnis að hann hefði aldrei lekið einu né neinu til aðila erlendis, sem kalla mætti ríkisleyndarmál. í Nýja tíma er sagt að enda þótt Sakharov verðskuldi að hann verði látinn sæta ábyrgð fyrir hinar miklu misgjörðir sínar hafi verið ákveðið af hálfu Æðsta ráðs Sovét- ríkjanna að láta við það sitja að vísa honum frá Moskvu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.