Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 5 Sjálfkjörið í Félagi járn- iðnaðarmanna ÞRIÐJUDAGINN 29. janúar síðastliðinn, klukkan 18. rann út frestur til að skila framboðslist- um um skipan stjórnar og trún- aðarmannaráðs Félags járniðn- aðarmanna fyrir næsta starfsár. Aðeins einn framboðslisti barst til kjörstjórnar og var hann borinn fram af trúnaðarmanna- ráði félagsins. Þvi var sjálfkjörið í stjórn og trúnaðarmannaráð fyrir næsta starfsár. Samkvæmt þessu verður stjórn Félags járniðnaðarmanna þannig skipuð næsta starfsár: Guðjón Jónsson, formaður; Tryggvi Bene- diktsson, varaformaður; Jóhannes Halldórsson, ritari; Kristinn Karlsson, vararitari; Gylfi Teó- dórsson, fjármálaritari; Guð- mundur S.M. Jónasson, gjaldkeri og Guðmundur Bjarnleifsson, meðstjórnandi. í trúnaðarmannaráð voru kjörnir: Gísli Sigurhansson, Brynjólfur Steinsson, Lárus Jóna- tansson,. Örn Harðarson, Rögn- valdur J. Axelsson, Birgir V. Helgason, Birgir Ágústsson, Einar Guðjón Jónsson Brynjólfsson, Daníel Friðriksson, Aðalsteinn V. Þórðarson, Óli Stef- án Runólfsson, Hallgrímur Jón- asson, Einar Tómasson og Ingvi Samúelsson. Varamenn í trúnað- armannaráði eru: Hreinn Hjart- arson, Haukur Þorvaldsson, Sig- urður I. Sigmarsson, Gunnar Vilmundarson, Valgarður Frið- iónsson, Ingólfur Jónsson og inorri Jónsson. Grenivík: 3.400 tonn til Kaldbaks 1979 Grenivík — 31. janúar. FRYSTIHÚSIÐ Kaldbakur hf. á Grenivík tók til starfa á árinu 1968. Þá var ársframleiðsla húss- ins 1050 tonn og hefur farið ört vaxandi siðan. Að sögn Knúts Karlssonar framkvæmdastjóra frystihússins var innlagður afli ársins 1979 3.400 tonn sem er 500 tonna aukning frá árinu áður. Framleidd voru 1035 tonn af freðfiski, 35 tonn af saltfiski og 80 tonn af skreið. Þrír stórir dekkbátar eru gerðir út frá Grenivík og nokkuð margir gera út á línu, en skipta væntan- lega yfir á net í febrúar. Aflinn hjá bátunum var mjög góður í janúar, eða í kring um 300 tonn. Unnið er að viðbyggingu við frystihúsið, m.a. stækkun á frysti- kerfi og vinnslusal. Vonast er til að sú bygging komist í gagnið á þessu ári. Knútur sagði, að á síðasta ári hefði verið tekinn í notkun nýr frystiklefi, sem rúmar um 20.000 kassa. Er Knútur var spurður, hvort von væri á að keyptur yrði togari til Grenivíkur svaraði hann því til, að mikill áhugi væri fyrir hendi og mikið öryggi væri að því að hafa togara, en hafnaraðstaðan leyfði það ekki enn sem komið væri, en þau mál væru öll í athugun. Hjá frystihúsi Kaldbaks hf. vinna nú um 60 manns, en engar ástralskar stúlkur hafa komið til vinnu í vetur að sögn Knúts. Fréttaritari kl afhending ókeypis happdrættismiöa og sala bingóspjalda (vinningar 1 Kynnir Þorgeir Ástvaldsson Næst á dagskrá á 25 ára afmælishátíð Útsýnar er meiriháttar ÞORRABLÓT Hótel Sögu 3. febrúar, 1980 19.00 Húsiö opnað — (Útsýnarferö o.fl.) milljón) Hressandi lystaukar á börunum. kl. 19.30 Kvöldveröur hefst stundvíslega: Þorrablót áratugsins: — Glæsilegt borö, hlaöiö 20 þorraréttum og hvers kyns góðgæti. Borðið eins og lystin leyfir fyrir aðeins kr. 5.500. kl. 20.00 Skemmtiatriði: Gítarsnillingurinn Örn Arason, Halldór Kristinsson og sjónvarpsstjarnan Þorgeir Ástvaldsson skemmta undir boröum. Valin verða: dama og herra kvöldsins — ferðaverðlaun. ★ Diskótek: Þorgeir Ástvaldsson kynnir Glæsilegt ferðabingó: Útsýnarferðir að verðmæti 1 milljón. ★ Tízkusýning: MODEL 79 sýnir glæsilegan tízkufatnaö. Myndasýning: Fegurð og fjör á sólarströndum. ★ Spurningaleikur: Glæsileg verðlaun m.a. Útsýnarferð. Fegurð 1980 ★ Forkeppni Ungfrú Útsýn 1980. Ljósmyndafyrirsætur á aldrin- um 17—25 ára verða valdar úr hópi gesta. 10—20 stúlkur fá ferðaverðlaun: ókeypis Útsýn- arferð. Dans til kl. 01.00 — Hin fjölhæfa, vinsæla og fjöruga hljómsveit Ragn- ars Bjarnasonar ásamt söngkonunni Maríu Helenu koma öllum í stuö. § < * Ferða-annáll Útsýnar: Allir gestir fá glæsilegt dagatal Útsýnar með ferðaáætlun. Feröizt ódýrt og vel 1980 — nýju verðin kynnt. Missið ekki af glæsilegri ódýrri skemmtun í sérflokki — aðgangur ókeypis — aöeins rúllugjald og heimill öllu skemmtilegu fólki sem kemur í góðu skapi og vel klætt. U'witóB Borðapantanir hjá yfirþjóni frá kl. 16.00 á föstudag. Símar 20221 og 25017. Stórkostleg rýmingarsala á ísl. plötum og kassettum 50—70 prósent afsláttur á öllum plötum og kassettum Vegna flutnlnga á vörulager og breytinga höfum viö innkallaö allar eldri plötur og kassettur og seljum nú á rýmingarsölunni á mjög lágu verði. Allt plötur og kassettur, sem ekki veröa lengur til sölu í verzlunum, en engu aö síöur vandaö og vinsælt efni. Barnaefni, kórsöngur, einsöngur, harmonikumúsik, gamanefni, popmúsik og mikiö af dans- og dægurlögum. ÓDÝRUSTU STÓRU PLÖTURNAR KOSTA AÐEINS KR. 1000,- Rýmingarsalan er í VÖRUMARKAÐNUM, Ármúla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.