Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 25 Veturseta á Mont- Everest + JAPANSKI fjallgöngukappinn og ofurhuginn Naomi Uemura, er kominn aftur í fréttirnar. — Það var hann sem vann það afrek á árinu 1978 að ganga einn síns liðs yfir Norðurpólinn eins og frægt er úr fréttum. Nú er hann að undirbúa leiðangur á Mont- Everest. Hann kleif tindinn einn sins liðs, eins og alltaf, á arinu 1970. Hann er einasti maðurinn í heiminum, sem klifið hefur alla hæstu fjallstinda í heimsálfunum fimm. Nú er Naomi farinn að undirbúa leiðangur, — einn síns liðs á sjálfsOgðu, á Mont Everest tindinn, en hann kleif tindinn árið 1970. — Hann ætlar að bjóða frosthörkum og öllum veðrum þar uppi byrginn og hafa þar vetursetu. Undanfarið hefur hann verið austur í „háalofti heimsbyggðarinnar“ — Hima- laja. Þar hefur hann verið á æfingum undir átök við vetur og kulda. Hefur hann haft bækistöð í rúmlega 17.000 feta hæð. Mont Everest tindurinn er 29.000 feta hár. Til móts við Rauða herinn + Afganskur skæruliði á hesti sínum skammt frá landamærum írans og Afganistans. Hann er á leið til bardaga við sveitir úr einum öflugasta her heims, Rauða hernum, sem ruddist yfir landamæri búinn fullkomnustu vopnum til þess að leggja undir sig land skæruliðans vígreifa. Sjóarar á frægu torgi + ÞESSI mótmælaganga skapaði mikið umferðar- öngþveiti í götum Rómaborgar fyrir skömmu. Voru það ítalskir sjóarar á fiskveiðiflotanum sem fóru fylktu liði um göturnar undir borðum þar sem þeir mótmæla síhækkandi verði á dísilolíum til bátaflotans. Hér kemur gangan inn á hið fræga Rómatorg, Piazza Venezia. Bridgefélag Reykjavíkur Sveit Guðmundar Péturssonar sigraði örugglega í Board a match keppni félagsins. Hlaut sveitin 98 stig. í sveit Guðmund- ar voru ásamt honum: Karl Sigurhjartarson, Ásmundur Pálsson, Guðlaugur R. Jóhanns- son og Örn Arnþórsson. Röð næstu sveita varð annars þessi: Sigurður B. Þorsteinss. 91 Jón Þorvarðarson 84 Sveit Óðals 84 Hannes Jónsson 83 Alls tóku 12 sveitir þátt í keppninni. Bridgefélag V-Húnavatnssýslu, Hvammstanga Fyrir nokkru lauk tvímenn- ingskeppni félagsins og urðu úrslit þessi: Karl — Kristján 401 Eyjólfur — Flemmirig 372 Símon — Jóhannes 367 Aðalbjörn — Guðrún 367 Örn — Þorsteinn 326 Bridge [ insjóii: ARNÓR RAGNARSSQN Fyrir áramót fór fram sveita- keppni milli Blönduóss og Hvammstanga og var spilað á Hvammstanga. Alls tóku fimm sveitir frá hvorum stað þátt í keppninni. Úrslit urðu þessi: 1. b. Blönduós 7 Hvammst. 13 2. b. Blönduós 19 Hvammst. 1 3. b. Blönduós 20 Hvammst. 0 4. b. Blönduós 19 Hvammst. 1 5. b. Blönduós 5 Hvammst. 15 Blönduós fékk 70 stig en Hvammstangi 30 stig. Núverandi stjórn er skipuð eftirtöldum mönnum: Símon Gunnarsson formaður, Baldur Ingvarsson gjaldkeri, Aðalbjörn Benediktsson ritari og með- stjórnendur eru Örn Guðjónsson og Eggert Levý. Nýhafin er sveitakeppni fé- lagsins með þátttöku 6 sveita. Spilað er í félagsheimilinu Hvammstanga á þriðjudögum kl. 20.00- . g k m / til Islands er nu er bíll sem blotið hefur fjö allan heim og af mörgum _ áralugar viðurkennlnga um ið talinn bíll þessa ' ''hefur frábæra aksturseiginleika og hönnun hans FIAT EINKAUMBOÐ A ISLANDI // DAV/Ð SIGURÐSSON hf // ___________SlÐUIWÚLA 35, SÍMI 85855. / •■'/MmmmmrnmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmiimmM 'r'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.