Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 32
Sími á ritstjóm og skrifstofu: 10100 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 Gunnar Thoroddsen í við- ræðum við Framsókn og Alþýðubandalag Býður stjórnarsamstarf undir sínu forsæti Hann var fyrstur! — Kristinn Benediktsson varð fyrstur til að notfæra sér heimild í reglugerð, sem fjármálaráðherra gaf út í gær þar sem ferðamönnum er heimilað að hafa með sér bjór inn í landið. Mynd Mbl. Kristján ÞINGFLOKKUR Framsóknarflokksins samþykkti í gær, að ganga til stjórnarmyndunar með Gunnari Thoroddsen og Alþýðubandalaginu á grundvelli við- ræðna, sem farið hafa fram milli Gunnars og Framsókn- arflokksins um alllangt skeið, en alþýðubandalagsmenn urðu aðilar að viðræðunum í fyrrakvöld og í gær, og yrði slík ríkisstjórn undir forsæti Gunnars. Farið hafa fram þrír formlegir viðræðufundir á heimili Gunnars að Víðimel 27, þar af tveir í gær. Alþýðubandalagið hefur ekki endanlega tekið afstöðu til þessarar stjórnar, en er jákvætt og bíður eftir að sjá, hvort einstakir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fást til þess að styðja stjórnina, þannig að hún hafi starfhæfan meirihluta. Gunnar Thoroddsen hefur ekki fengið umboð þingflokks Sjálf- stæðisflokksins til þessara viðræðna, og ekkert um þæj rætt við formann Sjálfstæðisflokksins, Geir Hall- gnmsson. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins sagói í samtali við Morgunblaðið í gær: „Þegar þetta tilboð barst frá Gunnari Thoroódsen til okkar, höfðum við áhuga á samstarfi við Alþýðubandalag og Sjálfstæðis- flokk og við skiptum okkur ekki af því á hvern hátt Sjálfstæðisflokk- urinn nálgast okkur í stjórnar- myndunarviðræðum. Gunnar kvaðst hins vegar hafa nægan stuðning í þingflokki sjálfstæö- ismanna. Eg hefi ekki viljað blanda mér í innanhússmál sjálf- stæðismanna, en hins vegar ræddi ég þetta við Geir Hallgrímsson í gær. Gunnar Thoroddsen leggur áherzlu á, að mynduð yrði þing- ræðisstjórn, og ef þessi stjórn- armyndun tekst, þarf ekki að koma til utanþingsstjórnar." Morgunblaðið reyndi í gærkveldi að ná tali af Gunnari Thoroddsen, en árangurslaust. Steingrímur Hermannsson sagði, að hann hefði í gær þrisvar sinnum rætt við Gunnar á heimili hans að Víðimel. Morgunblaðið spurði hann, hverja Gunnar hefði nefnt sem stuðningsmenn sína í þingflokknum. „Hann nefndi þessa menn í algjörum trúnaði, svo að ég vil ekki nefna þá,“ sagði Steingrímur. Hann kvaðst heldur ekki hafa rætt við þessa ákveðnu þingmenn til þess að 'ganga úr skugga um stuðning þeirra. „Ég blanda mér ekki í innanhúsmál Sjálfstæðisflokksins. Slík afskipti vildi ég ekki að aðrir hefðu af Framsóknarflokknum og því tók ég þessa afstöðu. En við fram- sóknarmenn erum reiðubúnir til þessarar stjórnarmyndunar,“ sagði Steingrímur Hermannsson. Olafur Ragnar Grímsson, for- maður framkvæmdastjórnar Al- þýðubandalagsins sagði í samtali við Mbl. í gær, að til viðbótar við Gunnar Thoroddsen yrði nægilegt að fá einn eða tvo þingmenn til að styðja stjórnina. „Síðan yrði gott ef einn eða tveir aðrir sætu hjá, en í reynd þurfum við ekki nema einn til viðbótar Gunnari til þess að verja slíka stjórn vantrausti." Fyrsti viðræðufundurinn hófst í fyrrakvöld. Annar var haldinn klukkan 10,30 í gærmorgun og sátu hann ásamt Gunnari Guð- mundur G. Þórarinsson og Svavar Gestsson. Á sama tíma fóru fram þjóðstjórnarviðræður í Þórs- hamri, þar sem sátu Geir Hall- grímsson, Steingrímur Her- mannsson, Kjartan Jóhannsson og Ragnar Arnalds. í hádeginu sátu fund hjá Gunnari Pálmi Jónsson, Friðjón Þórðarson og Eggert Haukdal og strax á eftir kom Steingrímur Hermannsson. Síðan var formlegur fundur viðræðuað- ila aftur klukkan 16, en þann fund sátu auk Gunnars Svavar Gests- son, Hjörleifur Guttormsson, Steingrímur Hermannsson og Guðmundur G. Þórarinsson. Alþýðubandalagsmenn halda því fram, að viðræður hafi átt sér stað milli Gunnars og Framsókn- ar í alllangan tíma. Síðan hafi komið boð á þriðjudag frá Gunn- ari um framsóknarmenn um stjórnarmyndun. Sagt er, að mál- efnagrundvöllur sé í aðalatriðum fullbúinn og mun í honum fjallað um efnahagsmál, atvinnumál, kjaramál, utanríkismál og her- málið, svo að eitthvað sé nefnt. Er búizt við því að Gunnar Thor- oddsen muni á þingflokksfundi sjálfstæðismanna, sem hefst í dag klukkan 15 leggja þetta mál fyrir og óska eftir stuðningi þingmanna Sjálfstæðisflokksins við þessa stjórnarmyndun sína. Framsókn hafnar for- sæti þjóðhagsstjóra ÞINGFLOKKUR Fram- sóknarflokksins hafnaði í gær tilboði Benedikts Gröndals formanns Alþýðu- flokksins um samstjórn Al- þýðuflokks, Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Jóns Sigurðs- Dýralæknar vilja leigja Dýraspitala Watsons í eitt ár STJÓRN Ilýraspítala Wat- sons hefur nú til athugunar tilboð frá þremur dýralækn- um, sem áhuga hafa á að leigja dýraspítalann ásamt tækjum í eitt ár að minnsta kosti. Dýralæknarnir eru Brynjólfur Sandholt héraðs- dýralæknir, Helgi Sigurðsson og Eggert Gunnarsson. Þeir höfðu hug á að byrja samstarf um lækningar smádýra og hrossa í Dýraspítalanum í dag, en hafði ekki í gærdag borizt svar við tilboðinu. Nú er komið á fimmta ár síðan Dýraspítalinn var afhent- ur, en þar hefur fram til þessa ekki verið starfandi dýralæknir. Þar hefur þó ýmis starfsemi farið fram, einkum geymsla á gæludýrum. Samningaviðræður hafa lengi átt sér stað um ráðningu dýralæknis að spítal- anum, en ekki borið árangur til þessa. Stjórn spítalans hefur m.a. kannað möguleika á ráðn- ingu erlends dýralæknis að spítalanum. Sjá biaðsíðu 18: Þrír dýralæknar ... sonar þjóðhagsstjóra. Auk Jóns skyldu vera 8 ráðherr- ar, tveir frá Alþýðuflokki, 3 framsóknarmenn og 3 sjálf-stæðismenn. „Þá vilj- um við heldur utanþings- stjórn, en vera settir á hvalbeinið undir forystu embættismanns," sagði Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknar- flokksins í samtali við Mbl. í gær. Samkvæmt heimild- um Mbl. greiddu aðeins tveir þingmenn Framsókn- ar tilboði Benedikts at- kvæði. „Þetta mál hefur ekkert verið rætt í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins, þar sem enginn þing- flokksfundur var í dag. Þess vegna vil ég ekki tjá mig um þetta á þessu stigi," sagði Geir Hallgrímsson formaður Sjálf- stæðisflokksins í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „En það skal fram tekið að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ekki gert ágreining um forsætisráðherra í slíkri ríkisstjórn." „Steingrímur hefur tilkynnt mér afstöðu framsóknarmanna og þar með er þetta úr sögunni, nema eitthvað breytist. En þetta var tilraun af minni hálfu til að losa um þá togstreitu, sem forystuvandamálið var,“ sagði Benedikt Gröndal formaður Al- þýðuflokksins í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Mér virðist það vera almenn skoðun í flokkun- um þremur, að ef forystuvanda- málið væri ekki fyrir hendi, þá ættum við að geta náð málefna- legu samkomulagi. Jón Sigurðsson er embættis- maður, sem ekki tengist neinum flokki, og hefur átt náið sam- starf við forsætisráðherra úr öllum þessum flokkum og nýtur trausts þeirra. Þetta tilboð gerði ég í trausti þess að minn flokkur myndi fallast á, að þær hættur, sem Alþýðuflokknum eru búnar í stjórnarsamstarfi Við þessa tvo sterku flokka, yrðu mun minni með þennan mann á oddinum." Sjá samtal við Jón Sigurðs- son miðopnu. Geir Hallgrímsson Ekki raunhæf- ar hugmyndir MORGUNBLAÐIÐ hafði í gærkvöldi samband við Geir Hall- grímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og leitaði umsagnar hans um þær viðræður, sem Gunnar Thoroddsen hefur átt í síðustu daga um myndun ríkisstjórnar undir hans forsæti. Geir Ilallgrimsson svaraði á þá leið, að hann hefði í raun ekkert um þetta að segja, því að Gunnar Thoroddsen hefði ekki kynnt sér þessar hugmyndir og málið hefði alls ekki verið rætt innan þingflokksins. Hér væri því um að ræða aðgerðir, sem væru algerlega fyrir utan svið Sjálfstæðisflokksins. Að sínu mati væri ekki um að ræða raunhæfar hugmyndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.