Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 Eru umsagnir í»jóðhagsstofn- unar um ef nahagstillögur flokkanna ekki marktækar? Mér hefur lengi verið ljóst, að ýmsar tillögur svonefndra „efna- hagssérfræðinga" eða ráðleggingar „efnahagsráðunauta" hins opinbera, hafa verið hæpnar í meira lagi, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það var fyrst um 1950, að íslenzk stjórnvöld gáfust formlega upp við að hugsa sjálfstætt um vandamál efnahagslífsins og gáfu sig á vald „efnahagssérfræðinga" og „efna- hagsráðunauta". Þá hófst Benjamíns-tímabilið í íslenzkum efnahagsmálum og auð- vitað með stórfelldri gengislækkun. Síðan hafa nýir „Benjamínar" kom- ið til sögunnar með mikla „sér- fræði" og sífelldar gengislækkun- arráðleggingar. Það voru slíkir sér- fræðingar, sem reiknuðu það út, að nýju skuttogararnir af minni gerð gætu aldrei borið sig og að misráðið væri að kaupa slík skip. Reynslan hefur hins vegar leitt í Ijós, að þeir eru hagkvæmastir allra íslenzkra fiskiskipa í rekstri og eru nú reknir með gróða. Það voru líka þessir sömu „efna- hagssérfræði ngar“, sem ráðlögðu í desember 1972 20% gengislækkun og tilsvarandi kauplækkun og sendu frá sér langa og mikla skýrslu um ískyggilegar horfur í íslenzkum efnahagsmálum. Minnstu munaöi, að ríkisstjórnin félli vegna deilna um þessar efnahagsráðleggingar. Ríkisstjórnin hélt þó velli; gengið var fellt um aðeins 10.7% og fallið var frá kauplækkun. Aðeins tveir mánuðir liðu frá þessari gengis- lækkun þar til ljóst var, að gengis- iækkunin hafði verið óþörf og ástæða var til að hækka gengið aftur um meir en það sem gengis- lækkunínni nam. I 30 ár höfum við Islendingar búið við mikið sérfræðingaveldi í efna- hagsmálum og með þeim árangri sem allir þekkja í dag. Sérfræði er góð að því marki sem henni er ætlað að ná. Sérfræðistofn- anir t.d. á sviði efnahagsmála geta veitt gagnlegar upplýsingar um ýmsa þætti efnahagslífsins. Slíkar stofnanir eiga hins vegar ekki að taka pólitískar ákvarðanir eða ákveða stefnu í atvinnu- og efna- hagsmálum. Þá stefnu verða stjórn- málamenn að marka að fengnum þeim upplýsingum sem þeir telja nægilegar. Þeir stjórnmálamenn sem leggja sig í duftið fyrir allri „sérfræði" og ætlast til að sérfræði- stofnanir taki fyrir þá ákvarðanir, eru til lítils gagns, og í rauninni má segja, að þeir séu óþarfa milliliðir í kerfinu og betra sé þá að láta sérfræðingana stjórna beint og milliliðalaust. í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna að undanförnu hefur ósjálfstæði sumra stjórnmála- forystumanna verið alveg ótrúlegt. Þegar fram hafa komið nýjar tillög- ur eða hugmyndir, þá hefur verið spurt um skoðun Þjóðhagsstofnunar og umsagnir hennar síðan teknar eins og einhver stórisannleikur. Ljóst er að forstöðumaður Þjóð- hagsstofnunar er farinn að notfæra sér ósjálfstæði og skoðanaleysi þessara stjórnmálamanna og gefur því umsagnir um málefni, sem eru iangt frá sérfræðiþekkingu hans og reyndar sýnist „sérfræðin" æði hæpin á stundum. Ég ætla hér að víkja að nokkrum atriðum, sem fram hafa komið í þessum umsögnum Þjóðhagsstofn- unar m.a. til að vekja athygli á þeirri hættu, sem felst í gagnrýnis- íausri afstöðu til svonefndrar „sér- fræði“. 1. Sérfræði Seðlabankans gegn sérfræði Þjóðhagsstofnunar Þegar Hagfræðideild Seðlabank- ans fékk til athugunar umsögn Þjóðhagsstofnunar um tillögur Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmál- um, þótti sérfræðingum Seðlabank- ans meir en nóg um „sérfræði" þeirra í Þjóðhagsstofnun. í áliti Seðlabankans komu fram gjörólík- ar skoðanir þeim sem bjóðhags- stofnun hafði sett fram. Þannig segir Seðlabankinn orðrétt um álits- gerð Þjóðhagsstofnunar: „Hér eru að verki vélrænir út- reikningar reistir á forsendum um vanahundna verðbólguhegðun. Niðurstöður af þessu tagi verða ekki teknar alvarlega sem stefnu- ráðgjöf.“ Sérfræðingar Seðlabankans telja með öðrum orðum að umsögn Þjóð- hagsstofnunar sé svo langt frá réttu lagi að hún verði ekki tekin alvar- lega. I áliti Seðlabankans segir ennfremur: „leiðir niðurtalningarferiil Framsóknarflokks þannig til 7.8% kjaraskerðingar að meðaltali 1980, en frá sama grunni til 11.2% skerðingar að meðaltaii 1981.“ Þjóðhagsstofnun hafði hins vegar talið í sínum útreikningum að niðurtalningarleið Framsóknar leiddi til 5.2% kjaraskerðingar 1980 og 3% til viðbótar 1981. Hér ber „sérfræðinni“ ekki saman og sýnist greinilegt á línuriti Seðla- bankans og röksemdum að mái- staður Þjóðhagsstofnunar sé veikur. í umsögn Seðlabankans segir ennfremur um útreikninga Þjóð- hagsstofnunar: „að stefnt sé að mun meiri kjaraskerðingu en raunverulegt efnahagslegt tiiefni sé til.“ 2. Dæmi um hroðvirkni í vinnubrögðum Þjóðhagsstofnunar í umsögn Þjóðhagsstofnunar um tillögur Alþýðubandalagsins um lækkun vaxta segir t.d. orðrétt: „Líklega má finna dæmi þess að lækkun vaxta af rekstrarlánum gæti a.m.k. í orði leitt til lækkunar kostnaðar við framleiðslu eða dreifingu vöru og þar með e.t.v. til lækkunar vöruverðs.“ Hvað segja menn um „sérfræði" af þessari gerð? „Líklega má finna dæmi þess“ að lækkun vaxta gæti haft áhrif á kostnað í framleiðslu, eða við dreifingu á vöru. Og þó er hætt við „að minnsta kosti í orði“. Vaxtakostnaður er þó orðinn einn af hæstu útgjaldaliðum í rekstri allra fyrirtækja. í ýmsum tilfellum er vaxtakostnaðurinn orðinn hærri en allur launakostnaður, en mjög er algengt að vaxtagjöldin séu 40— 50% á móti launum. Samkvæmt skýrslum Seðlabankans voru útlán bankanna til verzlunarinnar þann 1. des. s.l. 47.7 milljarðar króna. Hagfræðideild Seðlabankans segir að meðalútlánsvextir séu nú um 37—38%. Ef reiknað er með að þessi útlánafjárhæð til verzlunarinnar beri 35% meðalvexti, þá nema vaxtagjöldin á einu ári 16.7 millj- örðum króna. Hér er aðeins um eitt dæmi um vaxtaútgjöld að ræða. Forstöðumaður Þjóðhagsstofnun- ar getur að sjálfsögðu haft sínar skoðanir á tillögum um vaxtalækk- un, en hann getur ekki stöðu sinnar vegna talað eins og óvitandi barn um málið. Það var heldur ekki verið að leita eftir „áliti hans“ á þeirri pólitísku aðgerð, sem vaxtalækkun er. Hann átti að meta afleiðingar hennar eða talnalega stærð, en allt fjas, sem.fram kemur í umsögninni, er í rauninni út í bláinn. 3. Andstaða við útflutningsbætur á landbúnaðarvörur I tiilögum Alþýðubandalagsins Lúðvík Jósepsson var tekin upp sú tillaga að útvega skyldi 3.0 milljarða króna að láni til að mæta að nokkru þeim vanda sem bændur eru í vegna skorts á útflutn- ingsbótum vegna framleiðslunnar 1978. Tillaga um þetta hefur verið flutt á Alþingi og nú liggur fyrir að mikill meiri hluti alþingismanna styður þessa tillögu. í umsögn Þjóðhagsstofnunar er í löngu máli fjasað gegn þessari aðgerð. Þar segir m.a.: „... að með þessu sé farið inn á þá braut að teygja verðábyrgð ríkissjóðs fram yfir lögskylt há- mark.“ Og enn fremur segir: „... virðist hér um beinar verð- uppbætur eða rekstrarstyrki að ræða og orkar tvímæiis að fjár- magna slíkt með lántökum." Allt eru þetta getsakir og rugl út í bláinn. Hér var um að ræða að útvega lán til að leysa í bráð úr aðkallandi vanda. Forstöðumaður Þjóðhagsstofnun- ar getur verið á móti öllum tillögum til að leysa úr vandamálum bænda. Um skoðanir hans er ekki spurt í þessu tilfelli. Auðvitað er það meiri- hluti Alþingis, sem ákveður hvort hann telur rétt og nauðsynlegt að hlaupa undir bagga með bændum eða ekki. 4. Ósamræmi í saman- burði á tillögum Þegar Þjóðhagsstofnun sendi frá sér umsögn um „efnahagsmálahug- myndir" sjálfstæðismanna gerði hún jafnframt samanburð á þeim og fyrri tillögum, sem fram höfðu komið. Hún setti því upp töflu um tillögur Framsóknar, tillögur Al- þýðuflokks og hugmyndir Sjálfstæð- isflokks. Samanburður þessi var kynlegur á margan hátt. í hugmyndum sjálfstæðismanna var gert ráð fyrir í öðru tilfellinu, að engar vísitölubætur á laun yrðu greiddar 1. marz n.k. og 1. júní, en í hinum að vísitölubætur á þessum 6 mánuðum yrðu felldar niður sem næmi 15%-stigum. Hér var því um mikla launalækkun að ræða, þar sem reiknað var með um eða yfir 20% vísitölubótum á laun á þessum tíma. Sjálfstæðismenn ætluðu síðan að bæta þetta upp að nokkru leyti með skattaiækkun. Þjóðhagsstofnun gerði hins vegar ekki mikið úr áhrifum á verðbólgu af þessari kauplækkun. Hún sagði: „Launasparnaðurinn 1. marz og 1. júní gæti um sinn leitt til hagstæðari niðurstöðu en ella, en þau áhrif eyðast fljótt þegar á líður." Enga slíka athugasemd gerði hún hins vegar um kauplækkunartillög- ur Framsóknar og Alþýðuflokks, þó að þar væri um sams konar visitölu- skerðingu að ræða, aðeins minni í upphafi, en jafnmikla þegar kæmi fram á árið 1981. Þetta þótti sjálfstæðismönnum harla einkennilegt og gerðu athuga- semdir. En þá svaraði Þjóðhags- stofnun: „ljóst er að allur samanburður á „kaupmáttaráhrifum" i dæmunum fjórum 1981, kann að orka tvímæl- is...“ Og síðar segir hún: „Þetta er því ekki nein kaup- máttarspá fyrir árið 1981.“ En eigi að síður hafði stofnunin stillt upp tillögum flokkanna í samanburðartöflu, sem síðan var lagt út af í öllum blöðum. Tillögu- hugmyndir sjálfstæðismanna gerðu ráð fyrir meiri kauplækkun fyrst, en á móti kom skattalækkun, sem lítið virtist tekið tillit til. 5. Ríkisfjármáladæmið í tillögum Alþýðubandalagsins var gert ráð fyrir allmiklum nýjum útgjöldum ríkisins, en einnig fyrir nýjum tekjum. í umsögn Þjóð- hagsstofnunar um þessar tillögur kemur fram undraverð þrjóska og þráhyggja og beinlínis rangtúlkun. Stofnunin setur upp töflu yfir áhrif þessara tillagna á ríkisfjármála- dæmið. Þar kemur þetta fram: Rekstrarjiifnuður yrAi .0.1 milljarAar hasstæAur Jöfnuður lána utan SeAlabanka ok jöfnuður viðskiptareikninxa ...10.4 milljarAar hagstæður Greiðsluafkoma yrði ..10.8 milljarðar hagstæður Áætluð endurgreiðsla lána við Seðlabankann .............5.6 milljarðar hagstæður Þetta eru allt tölur Þjóðhags- stofnunar, þegar hún hefur áætlað hve mikið gæti komið inn á árinu af nýjum tekjum samkv. tillögum Al- þýðubandalagsins. En hvað segir svo í umsögn Þjóðhagsstofnunar? Þar segir: „Samkvæmt þessu dæmi yrðu greiðsluhreyfingar ríkissjóðs við Seðlabankann 12—14 milljörðum króna óhagstæðari 1980 en reiknað er með í fjárlagafrumvarpi." Og enn segir Þjóðhagsstofnun að tillögunum hlyti að fylgja „alvar- legur halli á ríkissjóði". Hvoru tveggja fullyrðingin er röng. Beinar niðurgreiðslur á skuldum við Seðlabankann mundu lækka um 8.5 milljarða eins og skýrt kemur fram í tillögunum, en ekki um 12—14 milljarða og um rekstrar- halla yrði ekki að ræða hjá ríkis- sjóði, en hins vegar um verulegan greiðsluafgang. Þessar fullyrðingar Þjóðhags- stofnunar eru sérstaklega athyglis- verðar þegar þess er gætt, hvað hún segir um tillögur Framsóknar og Alþýðuflokks varðandi ríkissjóðs- dæmið. I þeirri umsögn er ekki minnzt á „hallarekstur ríkissjóðs" þó að aug- ljóslega vanti marga milljarða upp á að tekjur og gjöld standist á. í umsögn Þjóðhagsstofnunar um tillögur Sjálfstæðisflokksins og samanburð á þeim og tillögum Framsóknar- og Alþýðuflokks segir m.a.: „í dæmum 2 og 3 (Framsóknar- og Alþýðuflokks) er á sama hátt gert ráð fyrir skattalækkun um 1% af ráðstöfunartekjum i tilviki 1, en i tilviki 2 er gert ráð fyrir 10 milljarða króna skattalækkun til viðbótar." Hér kemur fram að í tilviki 2, sem er tillögugerð Framsóknar er gert ráð fyrir skattalækkun um 7.0 milljarða, eins og fjárlagafrumvarp kratanna gerir ráð fyrir og enn til viðbótar 10 milljarða skattalækk- un. Framsókn á því eftir að gera grein fyrir hvernig hún ætlar að gera upp ríkissjóðsdæmið með 7+10 ^Dale . Camegie Sölunámskeiðið Nýtt námskeið er að hefjast — Þriöjudagskvöld. Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öölast meir trú á söluhæfileikum þínum og starfið verður auöveldara. ★ Að nota vöruþekkingu þtna og byggja upp meiri eldmóð. ★ Þjálfa betri sölutækni og læra aö skilgreina söluna. ★ Svara mótbárum á sannfærandi hátt. Árangurinn veröur sá aö sölumaöurinn lærir að ná: Vinsamlegri athygli, vekja áhuga, byggja upp sannfæringu, kveikja löngun til aö Ijúka sölunni. Fyrir áhugasama sölumenn er þetta fjárfesting sem skilar arði ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 82411 Einkaleyfi á íslandi STJÓRNUNARSKÓLINN Konráð Adolphsson bAl.r. CARNF.GIF. N.4MSKEIDIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.