Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI ir mínum hugarheimi, og e.t.v. í slitróttri minningu þeirra örfáu, sem lásu þetta. Þetta var nú eiginlega forspil hjá mér. Niðurlag greinar Þ.J. er fremur sá hvati, sem kom mér af stað til að hripa þetta niður. En þar segir m.a. „ ... auðskilið mál, að nú er 9. tugur 20. aldar hafinn." Já — það er nú það. Ég minnist þess, að fyrir 10 árum síðan urðu nokkur blaðaskrif um þessa hluti, og töldu ýmsir að áratugurinn endaði á 9, en aðrir höfðu fullan skilning á þessu, og töldu tuginn ekki allan, fyrr en tölurnar 10 hefðu skilað sér. Tvær eða þrjár greinar hefi ég lesið nú nýlega um þessi efni, þar sem réttilega er á málinu tekið, en svo kemur Þ.J. í Mbl. þann 15. þ.m., og fullyrðir að 9. tugur aldarinnar sé bara hafinn. Þetta er furðuleg villa og skiln- ingsleysi. I raun og veru ætti ekki að þurfa mikið mál um svo augljósa hluti og það, hvenær einn áratugur er allur, hundraðið eða árþúsundið. Það segir sig alveg sjálft. Annað hundraðið byrjar ekki fyrr en því fyrsta lýkur. Talan einn er fyrsta talan í tugnum, alveg eins og talan sem endar á 0, lýkur tugnum, hundrað- inu og þúsundinu. Yfirstandandi áratugur, sá 8. á þessari öld, er að renna sitt skeið, og honum lýkur á næsta gaml- áarskvöldi, þegar klukkan slær 24. Svo fer klukkan að ganga 1 á nýju ári, nýjan áratug, hinn 1. jan. árið 1981. Þetta er svo auðskilið mál, að það er alveg furðulegt, að nokkur maður í okkar menntaða þjóðfélagi skuli þurfa að vera í vafa um slíkt. Hvað eru skólarnir að kenna, ef þeir kynna ekki hinni uppvaxandi þjóð skilning á þessu. Nú lifir ekki nema röskur fimmtungur aldarinnar. Það er því ljóst að meginþorri núl. manna iifir n.k. aldamót. Vonandi hafa allir þann þroska og vit til að gera sér grein fyrir því, hvenær þessari öld lýkur, og 21. öldin tekur við, en það verður á þvfherrans ári, árið 2001,1. janúar það ár, sem ný öld hefst. Það má e.t.v. segja að árið 2000 sé alveg eins mikið aldamótaár og árið 2001, en á milli þeirra ára eru aldamótin. Þegar hið fyrra ár SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á hinu árlega minningarmóti um Chigorin í Sochi í Sovétríkjun- um kom þessi staða upp í skák tveggja ungra sovézkra skák- manna, þeirra Panchenkos og Kharitonovs, sem hafði svart og átti leik. Síðasti leikur hvíts var 32. Hf2-e2, og hafði hann greinilega m.a. í huga gildruna 32. ... Ddl+ 33. Kf2 - Rd3+, 34. Kg3 - Dxe2, 35. Dd5+ og hvítur á a.m.k. jafn- tefli í hendi sér. En sér grefur gröf sem grefur: 32.... Hxb3! 33. axb3 — Ddl+, 34. Kf2 - Rd3+, 35. Kg3 - Bd6+, 36. Kh3 — Dxe2, 37. Dd5+ — c6 og svartur vann. a eru hnígur í hið mikla djúp liðinna alda, og hið síðara stígur fram sjónarsviðið tíma og rúms, þá “• hin réttu aldamót. Þeir sem halda öðru fram, vaða í villu síns eigin máls og hugsunar, og telja ekki nema 99 ár í fyrstu öldinni. Þeir reikna með árinu 0, en það ár finnst ekki í allri mannkynssögunni. Það þarf 100 ár til að fylla eina öld, alveg eins og það eru 100 krónur í hundrað króna seðli. Ég get svo varla lokið pistlinum þeim arna, að ég minnist ekki örfáum orðum á rabb Fyrrum bónda við Velvakanda 15. jan. s.l. Mig undrar satt að segja að Fyrrum bóndi þraukaði ekki svolítið lengur í sveitinni, til að njóta styrkjanna og fyrirgreiðsln- anna, sem hann telur bændur fá. Hún er nú dálítið undarleg, þessi árátta Fyrrum bónda og ýmissa lýðskrumara, að vera að hnýta í landbúnaðinn, þá stoðina, sem lengst og bezt hefur staðið undir lífi og starfi þessarar þjóðar. Skólarnir mættu gjarnan kenna það betur, hinni uppvaxandi æsku, hvert gildi landbúnaðurinn er þjóðinni. Án blómlegs landbúnað- ar lifum við ekki hér við yzta haf, nema sem fátæklingar og bein- ingamenn annarra þjóða. Fyrrum bóndi ræðir nú ekki af neinni þekkingu um landbúnað- armálin, enda ljóstrar hann því upp í lokin, að hann hafi ekki ártal sólaröld stærri sólaröld vænta, að þeir menn sem engan skilning hafa á landbúnaði og þörfum hans fyrir þjóðfélagið, hætti hnjóði sínu í þennan undir- stöðu atvinnuveg, og taki sér fyrir hendur þjóðhollari störf, ef þeir eru þá menn til þess, að slá svo ' odd af oflæti sínu. Gunnar Gunnarsson.“ • Rímið er réttara Guðbjörn Cecilsson: „Menn ræða mikið um áratug- inn og deila um hvort enn sé sá 8. eða byrjaður sá 9. Um áramótin var sagt að árið 1979 væri að kveðja og 1980 að heilsa. Ef það er rétt með farið þá er áratugurinn ekki liðinn fyrr en í árslok 1980. Tökum dæml: Bókin Öldin 17., minnisverð tíðindi áranna 1601 til 1700. Þessi bók byrjar á árinu 1601 og endar í árslok 1700. Ég hef verið fylgjandi þessari skoðun á áratugnum. En þegar ég sá öll þessi skrif í dagblöðunum þá datt mér í hug að leita til rímsins, eins og sumir tala um í skrifum sínum. Samkvæmt fingraríminu fékk ég sönnun fyrir því að það er búið að nota rímið í 366 daga áður en ártalið 1 er skrifað. Og samkvæmt því fylltist 8. áratugurinn 31. 12. 1979 kl. 24. Þessi niðurstaða breytti skoðun minni svo rækilega að ég varð að afskrifa hana með öllu, rímið er óumdeilanlega rétt- ara, samanber meðfylgjandi töflu: sunnudags- tunglöld bókstafur páskar 1 ba g 16.4 8.4 fylgst nógu vel með undanfarið, og væntir þess, að einhverjir ræði þessi mál af viti. Þar lagði hann þó gott til. Menn ættu almennt að kynna sér málin, áður en þeir fara að skrifa þar um. Og þess er að Þarna sést að sólaröldin minni og tunglöldin eru notaðar til útreikninga árið áður en ártalið 1 er skrifað. Lesendur góðir, nú hafið þið séð mín umskipti í áratugsskoðuninni við að leita til upphafsára ártalsins." HÖGNI HREKKVÍSI PLAKOT í litum eftir þínum eigin filmum. Verslið hjá fagmanninum m Verð aðeins Kr. 18.950 LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI 85811 Frá Júgóslavíu Pinnastólar borö kringlótt og aflöng Veriö velkomin LSIfeiGn SMIDJUVI-GI6 SIMI 44544 LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI 85811 EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.