Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1980 8 Stærsta ÚTSALA Á ÍSLANDI Fatnaöur á alla fjölskylduna. Skór, leikföng, postulíns- og kristals- vörur, hljómplötur veiöistangir, hjól o.fl. 23 fyrirtæki Ija nýjar vandaöar aö 70% Opið laugardag 9—12 Opið mánudag 1—6 L Nú er tækifæri aö iera mjög góö kau| S55S 8TRÆTISVAQNALEIO NR. 10 J SÝNING ARHÖL UN, ■ís* Frumsýrdng í ÞýzkaUmdi á fyrsta leikriti Jóns Jón Laxdal leikari átti frumraun sína sem leikrita- höfundur á gamlársdag, þeg- ar einþáttungur hans „Der Weltsanger“ eða Heims- söngvarinn var frumsýndur í Fárbe-ieikhúsinu í Singen í Þýzkalandi. Hefur leikurinn verið sýndur þrisvar sinnum í viku allan jan- úarmánuð. En Fárbe er tiltö- lulega nýtt veitingahús og leikhús með ýmiss konar listastarfsemi, svo sem ball- ettskóla. Koma gestir oft ak- andi langt að og sitja við borð kring um leiksviðið. Frumsýningarkvöldið síðasta dag ársins var skv. lýsingu í blaðinu Súdkurier 3. janúar mjög hátíðlegt og gestir — leikhúsfólk úr nærliggjandi borgum — í smóking, síðum tískukjólum og dýrum pelsum. En Súkúrier skrifar þrisvar sinnum um leikritið, 27.12, 2.1 og 3.1. og gefur því lofsamlega Jón Laxdal i hlutverki Valgardo Herlico í leikriti sinu Heimssöngv- dóma. Einnig skrifar blaðið aranum. Myndirnar tók Dietmar Schonherr. Schwarzwálder Bote um það tvisvar. í undirfyrirsögn segir m.a. að þessi frumraun Jóns Laxdal hafi heillað áheyrendur í Fárbe. I leiknum er aðeins ein per- sóna, „listamannsróni" Valgar- do Herlico, sem Jón Laxdal leikur sjálfur. Hann er einangr- aður á háalofti sínu í óperuhúsi í Olten, einn og gleymdur og býr sér til sinn eigin heim. Spinnur sögur og hefur brúðu til að segja þær. Þannig gerir hann sér upp leiki fyrir brúðuna sína svo lengi sem hann lifir. Kannski er hann mesti lista- maður í heimi, en hann hefur aldrei sýnt það neinum, aldrei haft í sér kjark eða átak til að gera neitt í málinu. Honum er nóg að gera sér þetta upp. Segir Jón að leikritið sé mótmælaösk- ur gegn fasisma og þjóðernis- hroka, hvar sem hann kemur fyrir. I leikdómum kemur fram að þar beri á „paródíu og íróníu". Þetta fyrsta frumsamda leik- verk Jóns á eftir að fara víðar, því að búið er að bjóða honum að koma með það á íslensk- færeyska bókmenntaviku í Berlín í júlímánuði. Og í lok maí hefur verið beðið um það á leiklistarhátíðina í Recklings- hausen, Ruhrfestspiel, sem er einhvers konar verkalýðshátíð, er stofnað var til fyrir 30 árum, eftir heimsstyrjöldina. En þangað er safnað völdum stykkjum til sýningar. Jón sjálfur fær góða dóma fyrir leik sinn. I leikdómum um fyrrnefndu er talað um Jón sem þekktan leikara í sjónvarpi og kvikmyndum, m.a. „Littera- turkvikmynd" Rolfs Hádrichs, sem sýnd verði á kvikmynda- hátíðinni í Berlín 1980. Ekki getið um heiti hennar. Einnig sé hann kunnur fyrir stuttan prósa, einkum fyrir þýðingar sínar á verkum Halldórs Lax- ness. Segir í Súdkurier að hann sé orðin svo samgróinn þýzk- unni að hann dreymi á þýzku og æ-i á þýzku — segi „aua“ í stað æ — ef eitthvað bagi hann. Og leikhúsgestir í Singer eru minntir á leik hans í einu af fyrstu stykkjum í leikhúsinu, leikriti eftir Jean Genet sem sé hápunkturinn á ferli þess. -E.Pá. -------------------N afsakiö örstutt hlé Við flytjum á Nýbýlaveg 2 í ný og glæsileg húsakynni. Lokað frá og með mánudegi til fimmtudags. á. JÖFUR hf AUÐBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.