Morgunblaðið - 12.02.1980, Side 32

Morgunblaðið - 12.02.1980, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 Mikill dráttur á samþykkt endurskoðaðs aðalskipulags: Getum enn komið í veg fyrir stórkostleg vandræði og forðað illbætanlegu tjóni — segir Ólafur B. Thors Á horgarstjórnarfundi scm haldinn var í fyrri viku kvaddi Ólafur B. Thors (S) sér hljóðs o« Kcrði aó umtalscfni umsógn Þróunarstofnunar Rcykjavíkur- horjjar um staófcstintíu á aðal- skipulasi Rcykjavikurhorjíar 1975 - '95. „TilKannur minn cr sá að vckja athyn'li háttvirtra horjíarfulltrúa á því scm nú er að gcrast, að því cr varóar cndurskoóun aóalskipu- laKsins. cins o»{ þaö var samþykkt í horxarstjórn þann 25. apríl 1977." saKÖi Ólafur. „Sá furðule(íi dráttur sem orðið hefur á framvindu þessa máls 0« þar með á því að framf.vlfíja ákvörðunum borjíarstjórnar hefur æði oft orðið mér tilefni til athujiasemda úr þessum ræðustól ok fyrir rúmu ári fluttum við borfjarfuIItrúar Sjálfstæðisflokks- ins svohljóðandi tillöfíu: „Borfíarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir, að allt verði (icrt scm unnt cr til að flýta staðfcstin(;u aðal- skipulajís Reykjavíkur, scm sam- þykkt var í borfiarstjórn 25. apríl 1977. I því sambandi beinir borfjar- stjórn því til skipulafjsncfndar of; Þróunarstofnunar að láta [ircnta landnotkunarkort aðalskipulafis- ins, en skipulaKSStjórn ríkisins hefur gert prentun þeirra að skil- yrði fvrir því, að aðalskipulagið verði auglýst til staðfcstingar. Jafnframt beinir borgarstjórn þVí til skipulagsstjórnar ríkisins, að hún hraði eins og mögulegt er staðfestingu aðalskipulagsins". Ekki var meirihluti borgar- stjórnar ánægður með tillöguna eins og hún hljóðaði og flutti því og samþykkti svohljóðandi breyt- ingartillögur: „Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir, að flýtt verði sem unnt er staðfestingu endurskoðaðs aðal- skipulags Reykjavíkur. Borgarstjórn álítur ekki tíma- bært að hefja prentun landnotkun- arkorta, þar sem ýmsum undir- búningi til staðfestingar skipu- lagsíns er ekki lokið. Enn fremur telur borgarstjórn rétt, að beðið sé ráðningar nýs forstöðumanns Þróunarstofnunar og honum gef- inn kostur á að kynna sér aðalskipulagið og hafa umsjón með því, að endanlegum frágangi þess verði lokið með staðfcstingu í huga.“ Breytingartillaga þessi var að því le.vti samhljóða tillögu okkar sjálfstæðismanna að hún lcggur áherslu á að flýtt skuli scm unnt er staðfestingu hins endurskoðaða aðalskipulags, og samþykkt henn- ar að þcssu leyti lýsir þar með ákvörðun borgarstjórnar í því cfni. Að öðru lcyti hafði þessi -amþykkt tvíþætt áhrif. í fyrsta lagi var vinnu við nýtt landnotkunarkort hætt, sem þó er nauðsynlcgt gagn til þess að staðfesting fáist, og í öðru lagi skyldi væntanlegum nýj- um forstöðumanni þrounarstofn- unar gefinn kostur á að kynna sér aðalskipulagið og hafa umsjón með að endanlegum frágangi þess verði lokið með staðfestingu í huga. Forstöðumaðurinn skilaði okki verkefni sínu með staðfest- inKU í hujía. Síðan er liðið rúmt ár. Nýr forstöðumaður var ráðinn í marz 1979 og hefur væntanlega fljótlega hafist handa við að kynna sér þetta mál. Það dróst hins vegar fram til 28. janúar sl. að árangur 'ssarar kynningar liti dagsins 'S, — því að þá var lögð fram í oulagsncfnd umsögn Þróun- ■ftiunar, — eða Borgarskipu- um staðfestingu endur- soðaðs aðalskipulags. Og þá varð jafnframt ljóst að forstöðumaður- inn skilaði ekki verkefni með staðfestingu í huga. Þvert á móti varð niðurstaðan sú að ekki væri hinn minnsti ávinningur af því að leita staðfestingar aðal-skipulags- ins. Þessari niðurstöðu er slegið fastri í upphafi umsagnarinnar, og í því sem á eftir kemur, er leitast við að rökstyðja þessa niðurstöðu. Þennan rökstuðning ætla ég að biðja borgarfulltrúa að kynna sér vel. Hér virðist á ferðinni stóri dómur yfir öllu því starfi sem unnið var á Þróunarstofnun, í skipulagsnefnd, og hjá einstökum starfshópum á árunum 1972 til ársloka 1976 og í borgarráði og borgarstjórn, fram til þess tíma að borgarstjórn samþykkti endur- skoðunina í apríl 1977. Sannleik- ans vegna er rétt að taka fram að umsagnaraðilar segja af mikilli hógværð að í umsögninni felist ekki, „að hafnað sé í heild því verki, sem unnið hefur verið. Sitthvað stendur í góðu gildi, annað virðist hins vegar vafasamt, en ýmis atriði eru með þeim hætti að þau virðast þurfa endurskoðun frá rótum". Hér lýkur þessari tilvitnun og sýnist að við sem að þcssu vcrki unnum og stóðum að, við samþykkt þess, föllum ckki alveg á prófinu, — við fáum að minnsta kosti gefið fyrir viðleitn- ina. Þessi umsögn er þannig upp byggð, að annars vegar hefur hún að geyma algildar staðreyndir um eðli og efni aðalskipulagsins og hins vegar ályktanir, sem dregnar eru af forsendum sem annað hvort eru fyrir hendi eða höfundar gefa sér. Ymislegt virðist hæpið í þeim fræðum og annað beinlínis rangt, en cg ætla þó ekki að gera umsögninni efnisleg skil, vegna þess að borgarfulltrúar hafa al- mennt ekki þessa umsögn undir höndum, og hafa því ekki kynnt sér hana. Sýnist mér þó eðlilegt að hún hefði verið send borgarfull- trúum þegar eftir framlagningu, þar sem um svo mikilvægt mál er að ræða, sem best sést af því að umsögnin er lögð fram í borgar- ráði daginn eftir framlagninguna í skipulagsnefnd og áður en hún hefur nokkuð um hana fjallað. En þar sem slíkt var ekki gert verða efnislegar umræður að bíða, en ég vil biðja háttvirtan borgarstjóra að sjá til þess að borgarfulltrúar fái þessa umsögn svo og greinar- gerð borgarverkfræðings það tím- anlega að þeir geti kynnt sér efni þeirra rækilega áður en málið kemur til umræðu í borgarstjórn á ný. Ég legg á þetta höfuðáherslu, þar sem mér er til efs, að borgar- stjórn fjalli um annað mál mikil- vægara á næstunni," sagði Ólafur B. Thors. Síðan sagði Ólafur: „Ég minntist á greinargerð borgarverkfræðings. Sú greinargerð var lögð fram í skipulagsnefnd mánudaginn 4. fe- brúar og i borgarráði 5. febrúar. Ég vil vekja sérstaka athygli borgarfulltrúa á þessari greinar- gerð, því þar eru í skýru máli gerðar athugasemdir við marg- nefnda umsögn og hinum ýmsu efnisatriðum hennar svarað. Loka- orð borgarverkfræðings eru þessi: „Endurskoðun aðalskipulagsins er tímafrek. Undirritaður vill með þessum lokaorðum beina því til borgaryfirvalda að vænlegast sé nú að leita eftir staðfestingu A.R. ’95 (Aðalskipulag Reykjavíkur 1975 — ’95, innsk. Mbl. — í lítt breyttu formi. 'Allt annað mun reynast borgaryfirvöldum fjötur um fót og leiða til stöðvunar um ófyrirsjáanlegan tírna.” Hér lýkur tilvitnun í lokaorð borgarverkfræðings og eins og menn heyra kveður hér við annan tón. íbúasvæói upp- urin árið 1981 Tilgangurinn með þessari ræðu minni er að vekja athygli borgar- fulltrúa á því sem nú fer fram í skipulagsnefnd og borgarráði. Skipulagsmál eru grundvallarmál hvers sveitarfélags, sem geta ráðið úrslitum um þróun byggðar, og atvinnumál og þar með ráðið því, hvort lífvænlegt sé að eiga þar búsetu, eða hvort leita skuli annað. Reykjavík býr í dag við úrelt aðalskipulag. Mikilli vinnu og miklum fjármunum hefur verið eytt í að ráða þar bót á og fyrir hartnær þremur árum samþykkti borgarstjórn nýtt aðalskipulag, eða öllu heldur endurskoðun og breytingar á gildandi skipulagi. Þetta nýja skipulag hefur þó ekkert gildi og getur á engan hátt þjónað þeim tilgangi sem að var stefnt — því að það hefur ekki hlotið staðfestingu skipulags- stjórnar eða ráðherra. Meðan svo er hjökkum við í sama farinu og reyndar má segja að við séum vitandi vits að kyrkja vöxt borgar- innar og hefta eðlilega þróun hennar. Ég er ekki að tala um einhverja fjarlæga framtið, ég er Ólafur B. Thors að tala um það sem er að gerast hér og nú. Astandinu verður ekki betur lýst með öðrum orðum en borgarverkfræðingur notar í um- ræddri greinargerð, en þar segir hann: „Við Reykjavíkurborg blasir nú að hún á svo til engar lóðir undir iðnað eða aðra atvinnustarfsemi, og íbúðarsvæði innan ramma aðal- skipulagsins verða uppurin árið 1981. Það er því ekki seinna vænna að borgarstjórn marki sér þann vilja sem birta má í aðalskipulagi og leiti staðfestingar á honum. í þessu sambandi er rétt að minna á að endurskoðun aðalskipulagsins tók í meðförum Þróunarstofnunar og skipulagsnefndar 3—4 ár og eigi nú að fara að leita einhverra annarra leiða en þar voru fundnar mun tíminn hlaupa frá okkur og vöxtur borgarinnar stöðvast um ófyrirsjáanlegan tíma.“ Núverandi meirihluti ber alla ábyrgð Það er vegna þessa sem ég tel að borgarstjórn hafi ekki annað mál mikilvægara um að fjalla en örlög þessa aðalskipulags. Núverandi meirihluti borgarstjórnar ber alla ábyrgð á því hvernig nú er komið málum. Þar hafa úrtölumenn feng- ið að ráða, þrátt fyrir víðtæka samstöðu sjálfstæðismanna, fram- sóknarmanna og alþýðuflokks- manna, þegar hið endurskoðaða aðalskipulag var samþykkt. Úr- tölumönnum virðist nú hafa bæst liðsauki — og það úr óvæntri átt. Ekki veit ég hvaða hvatir búa þar að baki, en ég læt borgarfulltrúum eftir að dæma, hvort sá rökstuðn- ingur sem fylgir umsögn Þróun- arstofnunar eða Borgarskipulags, réttlæti þá niðurstöðu, sem þar er að finna. Mér finnst þar ekki faglega að verki staðið og þessi umsögn er ekki til þess fallin að vekja traust á vönduðum vinnu- brögðum Borgarskipulagsins. Sem dæmi má nefna, að það er furðu ósvífin ályktun, a.m.k. í hugum þeirra, sem best þekkja til, að halda því fram að borgarstjórn hafi í raun alls ekki samþykkt hið endurskoðaða aðalskipulag — en slíka staðhæfingu er að finna í umsögninni. Það alvarlegasta við umsögnina er þó e.t.v. það, að þar er hvergi tekið mið af því, hvernig ástatt er í skipulagsmálum borgarinnar — heldur virðast höfundar halda að tíminn skipti engu máli og enn sé hægt að velta aftur upp til mats og endurmats, atriðum sem búið er að taka ákvörðun um og eyða í ærnum tíma og fyrirhöfn. Sem dæmi um slíkt má nefna flugvöll- inn. Ugglaust má lengi velta fyrir sér kostum og göllum skipulagsákv- arðana, en ef slíkar vangaveltur koma í veg fyrir framkvæmd þeirra ár eftir ár, er skipulagið einskis virði og þjónar engum tilgangi. Ég efa hins vegar ekki, að sá tími sem liðinn er frá samþykkt- inni réttlæti einhverjar minni- háttar breytingar á aðalskipulag- inu. Slíkum breytingum er auðvelt að koma við, ef nauðsynlegt er talið, jafnhliða því sem unnið er að öflun staðfestingarinnar. En það sem nú skiptir höfuð máli er að tryggja framgang skipulagsins og koma í veg fyrir frekari drátt þessa máls. Við getum ekki unnið upp þann tíma sem þegar hefur glatast og efalaust mun þessi töf baka okkur eitthvert tjón, en við getum enn komið í veg fyrir stórkostleg vandræði og forðað illbætanlegu tjóni. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins munum fylgjast náið með framvindu þessa máls og berjast af alefli gegn því að þróun borgarinnar sé stefnt í fullkomna óvissu. I því efni munum við treysta á fulltingi fyrri samherja við samþykkt aðalskipulagsins hér í borgarstjórn, því að við trúum því ekki að þeir hafi glatað vilja sínum og sannfæringu í sambúð- inni við þá, sem í raun og veru hafa alltaf viljað þetta aðalskipu- lag feigt. Skemmdarverk á eignum borgarinnar: Kostuðu 80 milljón- ir síðastliðið ár Á borgarstjornarfundi sem haldinn var síðastliðinn fimmtu- dag var nokkuð rætt um fyrir- spurn frá Guðrúnu Ilclgadóttur (Ábl). Fyrirspurnin cr svohljúð- andi: í daghlöðum má sífellt lesa fréttir af skcmmdarstarfscmi á mannvirkjum borgarinnar. trjágróðri. götuljósum, almenn- ingsbckkjum og öðru því. sem borgarbúar njóta samciginlcga. Ég tcl því nauðsynlcgt að upplýst verði. hvcrsu mikil vcrðmæti fara forgörðum árlcga vegna þessa, og leyfi mér að spyrja háttvirtan borgarstjóra um cftirfarandi: 1. Hvcrsu mikið cr það tjón talið vcra. sem Reykvíkingar hafa orðið fyrir á árinu 1979 vcgna skemmdarstarfsemi? 2. Hvað hcfur verið gert til þess að vinna gegn slíkri starfsemi, t.d. mcð fræðslu í grunnskól- um og áskorunum á ahnenn- ing um bætta umgcngni í borginni? Fyrstur tók til máls Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri og svar- aði hann spurningum borgar- fulltrúans. Hann kvaðst hafa fengið upplýsingar á nokkrum stofnunum borgarinnar um bein- an kostnað þeirra af skemmdar- verkum á eigum borgarinnar. Ekki sagði borgarstjóri aó reynt væri að meta óbeinan kostnað borgarinnar- af þessum sökum. Hjá hreinsunardeild borgarinnar kvaðst borgarstjóri hafa fengið þær upplýsingar að kostnaður vegna auka hreinsunar glerbrota o.fl. hefði numið 2—5 milljónum á hverju ári. Á fræðsluskrifstofunni fengust þær upplýsingar að við- gerðir á skólabyggingum vegna rúðubrota og annarra skemmda næmi alls um 25 milljónum, en beinn kostnaður væri á milli 12 og 18 milljónir. Að sögn borgarstjóra var kostnaður Strætisvagna Reykjavíkur vegna skemmda á síðasta ári um 10.9 milljónir. Á sviði garðyrkjumála var kostn- aðurinn 30—35 milljónir króna. Borgarstjóri sagði að þetta næmi um 80 milljónum króna í heild, þ.e. beinn kostnaður borgarinnar vegna skemmda á hennar eigum. Hvað fyrirbyggjandi aðgerðir varðaði sagði borgarstjóri að eft- irlit hefði verið aukið og hefði oft náðst til skemmdarvarganna, og heföi því sú ráðstöfun borið nokk- urn árangur. Einnig hefði verið reynt að kynna þessi mál í skólum og hefði Rafveitan unnið þar merkt starf. Borgarstjóri sagði þó að árang- ur hefði verið nokkur í þeirri viðleitni að reyna að draga úr skemmdarverkum þá væri fjarri lagi að nóg væri að gert. „Betur Egill Skúli Ingibcrgsson. má ef duga ska!“, sagði borgar- stjóri. Að máli borgarstjóra loknu urðu nokkrar umræður um þetta mál. Tóku til máls Guðrún Helga- dóttir (Abl), Ólafur B. Thors (S) og Páll Gíslason (S). Voru þau öll á einu máli um að hér væri alvarlegt mál á ferðinni. Hvöttu þau til þess að átak yrði gert í þessum málum og að rekinn yrði áróður fyrir bættri umgengni um eigur samfélagsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.