Morgunblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980 DÓMUR Hæstaréttar i Guðmundar- og Geirf innsmálum var tilbúinn til birtingar i gær. Er þetta heilmikill doðrantur, rúmar 50 blaðsíður að stærð. I dómnum kemur fram, að Hæstiréttur telur sannað, að ákærðu Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marínó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson hafi í félagi átt i átökum við Guðmund Einarsson að Hamarsbraut 11 og misþyrmt honum svo, að til bana hafi dregið og ennfremur telur Hæstiréttur sannað að ákærðu Kristján Viðar, Sævar Marínó og Guðjón Skarphéðinsson hafi ráðist að Geirfinni Einarssyni í Dráttarbrautinni í Keflavik og misþyrmt honum svo að hann hlaut bana af. Hins vegar heimfærir rétturinn í hvorugu tilvikinu brot ákærðu undir 211. grein almennu hegningarlaganna, sem f jallar um manndráp af ásetningi heldur undir 215. grein, sem f jallar um manndráp af gáleysi og 218. grein, sem f jallar um visvitandi líkamsárás. Dómur Hæstaréttar: héraðsdóms eru afturkallanir Kristjáns og Sævars á játningum þeirra ekki marktækar. Með vísan til rökstuðnings hér- aðsdóms verður ekkert mark tekið á afturköllun Sigurðar Óttars Hreinssonar á framburðum hans. Svo sem greint er hér að framan, tók ákærða Erla aftur alla fram- burði sína er varða ferðina til Keflavíkur á dómþingi 11. janúar 1980 rétt áður en munnlegur mál- flutningur hófst í Hæstarétti. Fall- ast ber á þá úrlausn héraðsdóms, að sannað sé án tillits til framburða Talið sannað að ákærðu haf i banað Guðmundi og Geirf inni Hér á eftir verður birt það helsta úr dómi Hæstaréttar og þá fyrst hluti af kaflanum, sem fjallar um Guðmundarmálið: Ekki mark tekið á afturköllun játninga „Svo sem greint er hér að framan, hafa ákærðu Sævar og Tryggvi staðhæft, að rannsóknarmenn og fangaverðir hafi beitt þá harðræð- um í því skyni að knýja þá til játninga. Ákærði Kristján ber hins vegar fyrir sig, að rannsóknar- mennirnir hafi haft óeðlileg áhrif á þá ákærðu í því skyni að samræma framburði þeirra. Þegar hin rækilega rannsókn bæði fyrir og eftir uppsögu héraðs- dóms varðandi meint harðræði or ólögmæta rannsóknarhætti er virt, verður ekki séð, að játningar ákærðu hafi verið fengnar með ólögmætum aðferðum að hálfu þeirra, er fóru með rannsókn máls- ins. Kinnhestur sá, sem sannað er, að fangavðrður hafi lostið ákærða Sævar, var greiddur honum 5. maí 1976 við samprófun, alllöngu eftir að þessi ákærði játaði atferli sitt að Hamarsbraut 11. Játningar hinna ákærðu komu fram í skýrslum þeirra í janúar 1976 og voru endurteknar síðar bæði fyrir rannsóknarlögreglu og á dómþingum að viðstöddum verjend- um þeirra Kristjáns og Tryggva. Breyttu þeir ákærðu Sævar og Tryggvi eigi þessum játningum, fyrr en í )ok mars 1977, eins og að framan greinir. Ákærði Kristján hélt fast við játningu sína, þegar hann var samprófaður við ákærða Sævar og ákærða Tryggva 29. og 30. mars 1977, og hvarf eigi frá henni, fyrr en 27. september s.á. Með vísun til þess, sem að framan er ritað, ber að Ieggja játningar þeirra ákærðu Kristjáns, Sævars og Tryggva til grundvallar dómi í málinu, enda þykir ekki mark takandi á aftur- köllunum þeirra. Fá játningar þeirra stoð í framburðum ákærða Alberts, vitnisins Gunnars Jóns- sonar og ákærðu Erlu, svo og öðrum gögnum, sem drepið er á hér að framan og í héraðsdómi greinir. Samkvæmt þessu þykir sannað, að ákærðu Kristján, Sævar og Tryggvi hafi í félagi átt í átökum við Guðmund Einarsson að Hamars- braut 11 og misþyrmt honum svo, að til bana hafi dregið. Af gögnum máls verður ekkert fullyrt um, að hverju marki þáttur hvers einstaks hinna ákærðu Kristjáns, Sævars og Tryggva réð hér skópum, en allir áttu þeir sameiginlega þátt í aðfór- inni að Guðmundi og voru samvald- ir að því að veita honum slíka áverka, að bani hlaust af. Byggja verður á því, að Guðmundur Ein- arsson hafi látist að Hamarsbraut 11. Af rannsókn málsins verður ekki ráðið, að það hafi verið ætlun ákærðu Kristjáns og Tryggva að bana Guðmundi, er þeir þrír héldu að Hamarsbraut 11. Varhugavert þykir að fullyrða, sbr. 108 gr. laga nr. 74/1974, að slíkur ásetningur hafi myndast hjá þessum ákærðu og ákærða Sævari eftir að til átakanna kom eða meðan á þeim stóð. Verður brot ákærðu því eigi fært til 211. gr. almennra hegn- ingarlaga. Árásin á Guðmund Ein- arsson var hrottafengin. Hún var þeim viljaverk og mátti þeim vera ljóst, að af þessari stórfelldu líkamsárás gæti hlotist líftjón þess, er fyrir henni varð. Varða brot þeirra því við 218. gr. og 215. gr. almennra hegningarlaga, en heim- ilt er að beita þeim refsiákvæðum hér, þótt eigi séu þau greind í ákæru, sbr. 3. málsgr. 118 gr. laga nr. 74/1974, enda var mál reifað á þeim grundvelli fyrir Hæstarétti, svo sem áður greinir." Ekki gerð refsing vegna likf lutnings „Svo sem í héraðsdómi greinir og í ákæru getur, fluttu ákærðu lík Guðmundar Einarssonar frá Ham- arsbraut 11 með aðstoð ákærða Alberts Klahn Skaftasonar. Verður ákærðu Sævari, Kristjáni og Tryggva ekki gerð refsing vegna líkflutnings þessa. Ekki hefur tekist að leiða í ljós, hvert lík Guðmundar var flutt eða hvar líkamsleifar hans eru. Ákærði Albert Klahn Skaftason hefur viðurkennt, að hann hafi í bifreið flutt lík Guðmundar Ein- arssonar frá Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði út í Hafnarfjarðar- hraun og síðar síðla sumars 1974 flutt það aftur þaðan í bifreið, en hvert, er ekki upplýst. Framburðir ákærðu Sævars, Kristjáns og Tryggva eru mjög á reiki um flutning þenna, en leggja verður til grundvallar þessu ákæruatriði, að ákærði Albert Klahn hafi tvívegis, svo sem hann heldur fram, átt þátt í flutningi á Iíki Guðmundar. Staðfesta ber úrlausn héraðs- dóms um sýknu ákærða af ákæru um brot á 211. gr., sbr. 4. mgr., sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegn- ingarlaga. Fallast ber á úrlausn héraðsdóms að því er tekur til 2. mgr. 221. gr. almennra hegningarlaga. Með at- ferli sínu hefur ákærði raskað ummerkjum brotsins og varðar það hann refsingu samkvæmt 2. málsgr. 112. gr. almennra hegningarlaga. Krafa ákæruvalds um, að atferli ákærða Alberts varði við 124. gr. almennra hegningarlaga er vara- krafa, svo sem héraðsdómarar hafa og skilið hana. Tekið skal fram, að hún rúmast ekki innan verknaðar- lýsingar í ákæruskjali og kemur þegar af þeirri ástæðu eigi til álita." Geirfinnsmálið Geirfinnsþátturinn fær mun lengri umfjöllun en Guðmundar- þátturinn í dómi Hæstaréttar. Þar er fyrst rakinn í stórum dráttum gangur rannsóknar málsins en síðan eru reifaðar í samanþjöppuðu formi helstu skýrslur ákærðu og vitna og gögn eftir því sem dómur- um hefur þótt ástæða til. Jafnframt er víða vísað til héraðsdóms, þar sem fyllri reifunar nýtur við. Síðan segir orðrétt í dómi Hæsta- réttar: „Svo sem rakið er hér að framan, breyttu þeir ákærðu Kristján og Sævar framburðum sínum, Krist- ján hinn 6. júlí 1977 og Sævar hinn 13. september s.á., og tóku að mestu aftur játningar sínar. Jafnframt héldu þeir því fram, að fyrri játningar hefðu verið fengnar með því að rannsóknarmenn og fanga- verðir hefðu beitt þá ólögmætri harðneskju, leitt þá til ákveðinna frásagna, samræmt sögur þeirra og enda viðhaft óhæfilegar og ólög- mætar rannsóknaraðferðir. í úrlausn um 1. kafla ákæru 8. desember 1976 hér að framan er vikið að rannsóknum, er fram fóru bæði fyrir uppsögu héraðsdóms og eftir, gagngert vegna áburðar ákærðu á hendur rannsóknar- mönnum og fangavörðum. Eins og þar greinir, leiða þessar umfangs- miklu rannsóknir eigi í ljós, að þeir annmarkar séu á rannsókn málsins, sem valdi því, að játningar hinna ákærðu Kristjáns og Sævars verði út af fyrir sig eigi lagðar til grundvallar við úrlausn máls þessa. Um afturköllun þeirra á fyrri framburðum er þess að geta, að þeir höfðu margsinnis endurtekið játn- ingar sínar, bæði fyrir rannsókn- arlögreglumönnum og dómurum, stundum að viðstöddum verjendum. Hurfu þeir ekki frá játningum sínum, fyrr en alllangt var liðið á rannsókn málsins og eftir að ákær- ur voru gefnar út og mál gegn þeim þingfest. Ýmislegt er í frásögn þeirra, sem ekki gat verið frá öðrum komið en þeim sjálfum. Ráða má af gögnum máls, að hinir ákærðu hafa mjög Ieitað að fyrra bragði eftir viðtölum við rannsókn- armenn og að skýrslur yrðu af þeim teknar. Hinir ákærðu tóku þátt í sviðsetningu atburða í Dráttar- brautinni hinn 23. janúar 1977, og voru þá virkir, að því er ráða má af rannsóknargögnum, um að skýra frá staðsetningu ökutækja, stöðu einstakra manna í viðureign við Geirfinn Einarsson og ýmislegt annað, er varðar vettvangsviðburði. Enn er þess að geta, að ákærði Guðjón hefur haldið fast við fram- burð sinn og ýmis gögn önnur benda ótvírætt til, að ákærðu hafi verið í Dráttarbrautinni í Keflavík umrætt kvöld. Með skírskotun til þess, sem að framan er ritað, og með vísan til Björn Sveinbjörnsson forseti Hæstaréttar les upp dómsorð í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Á myndinni eru talið frá vinstri: Þórður Björnsson rikissaksóknari, Björn Helgason hæstaréttarritari, Þór Vilhjálmsson, Logi Einarsson, Björn Sveinbjðrnsson, Benedikt Sigurjónsson og Ármann Snævarr. með ákærðu, að Erla hafi verið í Keflavík að morgni 20. nóvember 1974 og farið þá til Hafnarfjarðar fyrst með bifreið frá Keflavík að Grindavíkurvegi og þaðan með ann- ari bifreið til Hafnarfjarðar. Erla hefur margoft breytt framburðum sínum, en jafnan sagt, að hún hafi farið til Keflavíkur kvöldið 19. nóvember 1974. Þykir þessi síðbúna afturköllun vera marklaus, og verða framburðir hennar um þennan þátt málsins virtir án tillits til hennar." Sannað að ákærðu hittu Geirfinn „Sannað er að með skýrslum ákærðu, Sævars og Kristjáns, er fá stoð í framburði vitnisins Þórðar Ingimarssonar, að þeir hafi hitt Geirfinn Einarsson í Klúbbnum sunnudagskvöldið 17. nóvember 1974 og rætt þar við hann um áfengisviðskipti. Hafi Geirfinnur sagt þeim nafn sitt og heimilisfang. Leggja verður til grundvallar, að Sævar hafi rætt við ákærða Guðjón hinn 18. nóvember 1974 og lagt drög að því, að Guðjón kæmi með sér til Keflavíkur næsta dag. Ennfremur, að Sævar hafi rætt við Kristján þenna dag og óskað eftir, að hann kæmi með sér til Keflavíkur vegna áfengisviðskipta og útvegað sendi- bifreið til fararinnar. Miða verður við, að hinn 18. nóvember s.á. hafi þeir Sævar eða Guðjón aflað símanúmers Geir- finns, en nafn hans var ekki í símaskrá, og annar hvor þeirra hafi hringt til hans milli kl. 1900 og 2000 hinn 19. nóvember 1974 og mælt sér mót við hann kl. 2130 til 2200 í Keflavík þá um kvöldið. Samkvæmt sakargögnum tóku þau ákærðu Erla og Sævar á leigu Volkswagen bif- reið 19. nóvember 1974. Fór Sævar með Erlu og móður sinni á Kjar- valsstaði að kvöldi þess dags, og horfðu þar á stutta kvikmynd, en tímasetningar um komu þeirra þangað og viðdvöl eru eigi nákvæm- ar. Að sýningu lokinni óku þau Erla og Sævar móður hans heim til hennar. Að svo búnu óku þau á nokkra staði, sem áður greinir. Kom Guðjón í bifreiðina, svo og Kristján nokkru síðar á Vatnsstíg. Tók Guðjón nú við stjórn bifreiðar- innar og ók henni til Keflavíkur. í framburðum Erlu, Guðjóns og Kristjáns, er fá stoð í framburði Sævars, felst, að Sævar hafi látið orð liggja að því í bifreiðinni á leiðinni til Keflavíkur að kvöldi 19. nóvember 1974, að „fullri hörku" skyldi beitt við „manninn", ef hann reyndist ósamvinnuþýður. Ekki er sannað, að Sævar hafi kveðið svo að orði, „að þeir ættu að láta manninn hverfa". Sannað er, að sendibifreiðin, sem Sigurður Óttar Hreinsson ók að beiðni Kristjáns, kom á Vatnsstíg kvöldið 19. nóvember 1974, og ók Sigurður Óttar henni til Kefla- víkur. Þar hafði Kristján tal af Sigurði Óttari og mælti svo fyrir, að hann legði bifreiðinni í grennd við Dráttarbrautina. Um tímasetningar varðandi við- burði í Keflavík er leitt í ljós, að Þórður Ingimarsson kom til Geir- finns rétt fyrir kl. 21.00 og bað hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.