Morgunblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980 flfofgtuslrlafrift Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Aúglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiósla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. 99 Útganga" framsóknar Framsóknarmenn fara nú hamfórum í tilraunum sínum við að reyna að þvo af sér skammarblettinn, sem þeir hafa fer.gið á sig vegna afstöðu Tómasar Árnasonar til fjárhags- legrar aðstoðar við bændur. Er bramboltið svo mikið, að þeir bíta höfuðið af skömminni, ef marka má forystugrein Tímans í gær. Áður en nýja ríkisstjórnin gaf Alþingi frí lagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra fram frumvarp um lántökuheimild til greiðslu á óafgreiddum útflutningsbótum til bænda. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag urðu sammála um afgreiðslu þess með þeirri breytingu, að helmingur 3ja milljarða lánsfjárhæðarinnar yrði greiddur úr Byggðasjóði. Þetta samkomulag rauf svo Tómas Árnason viðskiptaráð- herra með breytingartillögu þess efnis, að greiðsluskyldu Byggðasjóðs yrði breytt í greiðsluheimild. Eftir fjaðrafok í stjórnarherbúðunum dró Tómas svo tillögu sína til baka. En málið sjálft skildi ríkisstjórnin síðan eftir óafgreitt og gaf Alþingi frí, enda þótt þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins lýstu sig tilbúna til að stuðla að afgreiðslu málsins fyrir þinghlé. I forystugrein Tímans í gær kemur fram, að þrátt fyrir að Tómas Árnason hafi dregið tillögu sína til baka, eru framsóknarmenn alls ekki þeirrar skoöunar, að Byggðasjóður eigi að koma við sögu í þessu máli. I Tímanum segir: „Hið sanna í málinu er að andstæðingar Byggðasjóðs á Alþingi, og þeir eru allt of margir þar, höfðu í hyggju að binda fjármagn sjóðsins fyrir fram með sérstakri samþykkt Alþingis ..." Þurfa menn frekari staðfestingu á því, hverjir það eru, sem rjúfa samkomulagið, sem var forsendan fyrir aðstoð við bændur vegna erfiðleika þeirra? Séu einhverjir enn í vafa má benda þeim á þessa setningu í títtnefndri forystugrein Tímans: „Framsóknarmenn eru því andvígir, að fé Byggðasjóðs verði með einu pennastriki þessara aðila bundið ..." Fáir hafa látið meira af stuðningi sínum og umhyggju fyrir hag bænda en framsóknarmenn. En það er ekki einleikið, hve þeim hefur farist það óhönduglega að tryggja bændum aðstoð vegna erfiðleikanna undanfarið. Á meðan Steingrímur Her- mannsson var landbúnaðarráðherra þvældist málið afgreiðslu- laust um þingsali, nú er Tómasi Árnasyni fyrst att fram til að hefta framgang þess og eftir að hann hefur dregið sig í hlé, lýsir Tíminn því yfir, að Framsóknarflokkurinn ætli alls ekki að standa við gerða samninga um afgreiðslu málsins. Hag bænda er betur borgið í höndum annarra manna en þessara. Menntamálaráðherr- ann og hlutdrægnin Menntamálaráðherra hefur nú veitt prófessorsembætti í almennri sögu við Háskóla íslands og farið að meiri- hlutavilja heimspekideildar. Alll er þetta slétt og fellt á yfirborðinu. Hins vegar kraumar undir niðri, því að meðferð þessa máls af hálfu heimspekideildar hefur verið h'enni til lítils sóma. Menntamálaráðherra hefur beitt skipunarvaldi sínu sem þægur meðreiðarsveinn. Honum hlýtur að hafa verið ljóst, að forsendur voru brostnar fyríf ákvörðun meirihluta heimspeki- deildar, hafi ákvörðunin átt að byggjast á hlutlægu mati en ekki hlutdrægni. Offorsið í þessu máli af hálfu deildarmeiri- hlutans hefur leitt huga manna að því, að líklega væri annað í húfi en að fá hæfan prófessor til kennslu í almennri sagnfræði. Allt ber þetta mál keim af því pólitíska oflæti, sem einkennir alþýðubandalagsmenn mest nú um stundir. Fulltrúar Alþýðu- bandalagsins í ríkisstjórn skyldu þó ekki hafa sett Ingvari Gíslasyni menntamálaráðherra framsóknarmanna úrslita- kosti í þessu fyrsta máli, þar sem á hann reynir í ráðherrastólnum? Hvort sem svo er eða ekki, hafa aðgerðir ráðherrans í þessari prófraun ekki verið stórmannlegar. Hann hefði átt að beita sér fyrir því, að með skipan nýrrar dómnefndar yrði lagt mat á hæfni umsækjenda, sem unnið væri þannig, að óumdeilt væri. Davíð Ólafsson seðlabankastjóri: Hvorki núverandi né f j ríkisstjórn voru beðnar „SVO AÐ menn skilji betur, hvað hér er um að vera, er nauðsynlegt að fara nokkuð aftur i timann og rekja orsakir þess, sem nú er að gerast svo sjá megi, að hér er ekki um að ræða skyndilega handahófs- ákvörðun," sagði Davíð ólafsson, seðlabankastjóri i samtali við Morgunblaðið i gær, en tilefnið var sú umræða, sem orðið hefur vegna þeirrar ákvörðunar banka- stjórnar Seðlabanka íslands, að lækka i áföngum endurkaup bank- ans á afurðalánum. Skýrði hann aðdraganda og ástæður þessarar ákvörðunar. Davíð sagði: „Til þess að gera Seðlabankanum kleift að veita nokkru fé fyrst og fremst til útflutningsatvinnuveg- anna og jafnframt að tryggja fjár- hagsstöðu þjóðarbúsins út á við með því að byggja upp gjaldeyris- sjóð, var á árinu 1960 ákveðið, að hluti af innlánsaukningu innláns- stofnana skyldi bundinn í Seðla- bankanum. Þetta hlutfall hefur verið nokkuð breytilegt, 50% fyrsta hálfa árið, en síðan lækkandi í 25% og loks hækkandi í 30% eins og það er nú. Innstæður í innláns- stofnunum rýrnuðu um 86,5 milljarða. Á sjöunda áratugnum skilaði innlánsbindingin allt að tvöfaldri fjárhæð þess, sem Seðlabankinn endurkeypti af lánum viðskipta- bankanna til atvinnuveganna og lagði þá drjúgan skerf að uppbygg- ingu traustrar gjaldeyrisstöðu. Eft- ir 1971, þegar upphófst það verð- bólgutímabil, sem enn stendur, fór að sjá merki breytinga hér á. Sparnaður í formi innstæðna í innlánsstofnunum fór minnkandi að raungildi og því hlaut að fylgja minnkandi fjárráð Seðlabankans til útlána til atvinnuveganna. Er hér um að ræða alveg ótrúlegar fjár- hæðir, sem innstæður í innláns- stofnunum rýrnuðu á næstu fimm árum, eða um 68,5 milljarða króna miðað við verðlag síðustu áramóta. Þegar það svo bættist við á seinni- hluta þessa tímabils og jafnvel enn meira síðar, að ríkissjóður safnaði miklum skuldum í Seðlabankanum gat ekki hjá því farið, að það hefði gagnger áhrif á möguleika Seðla- bankans til að veita fé til atvinnu- veganna. Fram að lokum ársins 1974 hafði hið bundna fé í Seðlabankanum ávallt verið drjúgum meira en það, sem bankinn notaði til útlána til atvinnuveganna í formi endur- kaupa af viðskiptabönkunum. En þá um áramótin urðu alger um- skipti hér á og síðan voru endur- kaupin hærri en bundna féð allt fram á síðasta ár. En því til viðbótar hafa svo, eins og áður segir, safnazt skuldir ríkissjóðs. Til að gefa hugmynd um hvaða stærðir hér er um að ræða má geta þess, að yfir árið 1979 að meðaltali voru endurkaup vegna útlána til at- vinnuveganna kr. 43,7 milljarðar og Davið ólafsson, seðlabankastjóri. skuldir ríkissjóðs kr. 32,6 milljarð- ar. Þar á móti var svo bundna féð kr. 44,2 milljarðar. Þegar haft er í huga, að fram til 1972 höfðu skuldir ríkissjóðs yfirleitt verið smávægi- legar , er auðvelt að sjá, hver gífurleg breyting hér hefur orðið. Þessi breyting hefur öll orðið til að þrengja mjög möguleika Seðla- bankans til að veita fé til atvinnu- veganna. Viðbrögð Seðlabankans. „En hver hafa svo verið viðbrögð Seðlabankans við þessari þróun?" „í rauninni voru ekki nema tveir möguleikar fyrir hendi og þeir hafa báðir verið nýttir. Annar var að auka bindingu innlánsfjár með hækkun hámarkshlutfalls af inn- lánum en hinn var að draga úr útlánum. Á tímabilinu 1973-1979 hefur hámarkshlutfall, sem binda má af heildarinnlánum, og er lægra en framangreint hlutfall af aukn- ingu innlána, verið hækkað sex sinnum, úr 20% í 28% og var siðasta hækkun gerð möguleg með setningu laganna um stjórn efna- hagsmála o. fl. í apríl 1979. En þessar hækkanir innlánsbindingar hafa ekki dugað til að vega á móti því útstreymi, sem orðið hefur úr Seðlabankanum á þessu tímabili og enn á þessu ári er fyrirsjáanlegt, að hið bundna fé hrekkur ekki fyrir endurkaupum á afurðar- og rekstr- arlánum til atvinnuveganna, verði ekkert að gert." „Hver var hinn möguleikinn, sem nýttur var?" „Hann var lækkun endurkaup- anna. í ársbyrjun 1978 var endur- kaupahlutfall lækkað úr 58,5% í 56,5% út á útflutningsafurðir og hliðstætt út á aðrar afurðir. I ársbyrjun 1979 var hlutfallið enn lækkað í 53,5%. Samfara þessum lækkunum hafa viðskiptabankarnir yfirleítt hækkað hlutföll viðbótar- lána þannig að heildarlánin hafa haldizt óbreytt. Hafa þessar ráð- 99 Þátttaka í StjórnmáL anum fer sífellt vai — segir Guðni Jónsson formaður skólanefnd- ar Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins STJÓRNMÁLASKÓLI Sjálfstæðisflokksins hefst á mánudag- inn, þann þriðja mars næstkomandi. Skólinn, sem er heils dags skóli, stendur í eina viku, og lýkur honum með skólaslitum þann áttunda mars, eða á laugardaginn eftir rúma viku. Þetta er í áttunda sinn sem skólinn er starfræktur eftir að hann var endurreistur fyrir fáum árum. Formaður skólanefndar Stjórnmálaskólans er Guðni Jóns- son, en aðrir í skólanefndinni eru þau Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Margrét Arnórsdóttir, Krístín Thorarensen, Halldór Árnason og Benedikt Guðmundsson. Mikil aðsókn hefur verið að endur skólans undanfarin ár skólanum undanfarin ár, og er svo einnig nú, að sögn Guðna* Jónssonar, en síðustu forvöð til að láta skrá sig eru nú á laugardaginn. Skráning þátt- takenda fer fram í Valhöll við Háaleitisbraut, sími 82900. Guðni sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að rétt væri að ítreka það, að hér væri ekki um að ræða áróðursskóla fyrir Sjálfstæðisflokkinn, heldur fyrst og fremst fræðsluskóla um ýmsa þætti þjóðmála og kennslu í félags- málastörfum og ræð- umennsku. Sagði Guðni nem- hafa komið víða að af landinu, og væri greinilegt að aðsókn færi vaxandi með áfi hverju. Meðal þess sem er á dagskrá skólans að þessu sinni, er kennsla í ræðumennsku og fundarsköpum og almennum félagsstörfum, fjallað verður sérstaklega um utanríkis- og varnarmál, um starfshætti og sögu íslenzkra stjórnmála- flokka, um stjórnskipan og stjórnsýslu, um sjálfstæðis- stefnuna, um form og upp- byggingu greinaskrifa, kjör- dæmamálið, frjálshyggju, stöðu og áhrif launþega- og ' átám ¦&M IIIIMMIfflTM^B m£T * Jmmmmlmm\ ^m' ¦•¦¦ ^tmWt^mm ^-*>.||p | 'J^ 1 f 1 "*%» Guðni Jónsson. formaður skólanefndai StjórnmálaskólaSjálfstæðisflokksins. atvinnurekendasamtaka í þjóðlífinu, sveitarstjórnarmál, stefnumörkun og stefnufram- kvæmd Sjálfstæðisflokksins, stjórn efnahagsmála og fjallað verður sérstaklega um fjöl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.