Morgunblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980 UffÍHORF UMSJON: ANDERS HANSEN Gunnlaugur Snædal haskolanemi: Samanburður á stöðu ungs fólks innan Sjálfstæóisflokksins og annarra flokka er sjálftæðismönnum hagstæður Þegar ræða á hlutverk og stöðu ungra sjálfstæðismanna þá koma fljótt upp í huga manns spurningar eins og: Hver er staða okkar, ungra sjálfstæðismanna, innan Sjálfstæðisflokksins miðað við unga menn í öðrum flokkum? Hvernig tekur Sjálfstæðis- flokkurinn og þá ungliðasam- tök hans á móti nýjum félög- um sem ganga til liðs við flokkinn? Hvernig augum líta nýliðar á starfsemi flokksins? Hvert er hlutverk ungra sjálfstæðismanna innan Sjálf- stæðisflokksins og á öðrum vettvangi? Samanburður við aðra Ef við berum okkur saman við jafnaldra okkar í öðrum stjórnmálaflokkum þá kemur sérstaða okkar miðað við þá fljótt í ljós. Ég hef gert mér það til gamans að bera saman FUF, FUJ og Ænab við Heim- dall til dæmis nú undanfarið. Starfið í þremur fyrst töldu félögunum er vægast sagt lítið. Framsóknarmenn eru að reyna að lífga við FUF sem verið hefur líflaust og er ekki séð fyrir hvort sú lífgunartil- raun tekst. Alþýðubandalagið getur eðli sínu samkvæmt ekki liðið alveg frjáls ungliðasam- tök. I stjórn Ænab er kosið af landsþingi flokksins og þá aðeins sex menn. Þessi nefnd er fárra ára gömul, hefur mér skilist af félögum mínum þar, og hefur hún tekið fáar tennur enn sem gagnast henni til að bíta sig lausa frá miðstýring- unni. FUJ starfar svo að segja ekkert nema ef vera kynni í kring um kosningar. Eitt hef- ur FUJ fram yfir okkur og það er að efri aldursmörkin hjá þeim eru 30 ár og mun ég vikja nánar að þvi á eftir. Ekki getum við ungir sjálfstæðis- menn sótt mikið til hinna ungliðasamtakanna nema ef til vill undirgefni og hlýðni við ráðamenn flokksins en ég ef- ast satt að segja um að það sé vel þegið. Samanburðurinn, þótt lítill sé gerður hér, er okkur svo sannanlega í vil. Staða okkar er góð, miðað við þá, en hversu góð hún er má endalaust deila um. Áhugi URga fólksins En hvernig tekur Sjálfstæð- isflokkurinn og þá ungliða- samtök hans á móti nýjum félögum? Áhugi ungs fólks á að ganga til liðs við Sjálfstæð- isflokkinn miðast yfirleitt við aðstæður í þjóðfélaginu og jafnvel heimsmáltinum hverju sinni. Nú undanfarið hefur áhuginn aukist töluvert þó ekki hafi hann mælst að ráði í síðustu kosningum. Ekki læt ég það breyta skoðun minni. Hin svonefnda hægri bylgja sem við öll höfum að minnsta Ræöa flutt á sambandsráösfundi SUS á laugardaginn var kosti heyrt um er þegar farin að sýna sig hér og er þá nærtækast að líta á úrslit skoðanakannana sem fram fóru í framhaldsskólunum síðastliðinn vetur. Svo að ég nefni dæmi úr MR þá áttum við 75% fylgi í þriðja bekk á móti 25% vinstri manna en í sjötta bekk höfðu hlutföllin snúist við 25%:75%. Sterkar hreyfingar til hægri, svo að ég leyfi mér að nota það um- deilda orð, eru að myndast í framhaldsskólunum meðal yngstu nemendanna og vænti ég mikils af þeirra starfi á næstu árum. Lækkun aldurshámarks Ein spurningin var: Hvernig Gunnlaugur Snædal taka ungliðasamtök Sjálfstæð- isflokksins á móti nýjum fé- lögum og þá þeim yngstu og hvernig augum líta nýliðar á starfsemina? Margt er skipu- lagt og þá mest alls kyns fundir og ráðstefnur. Forsvarsmenn ungliðasam- takanna eru flestir á fertugs- aldri og yngra fólkinu finnst það ekki eiga beina samleið með þeim. Ykkur sem eruð á fertugsaldrinum hér finnst þetta eflaust fráleitt. Þið teijið ykkur sennilega ekki svo ýkja gömui. En það er staðreynd að þessir hópar eru mjög ólíkir. Áhugasviðin eru ólík. Ég vil varpa fram þeirri hugmynd sem áður hefur komið fram innan vébanda SUS og meðal annars hefur verið rædd á SUS-þingi. Hún er sú að efri aldursmörkin verði lækkuð í 30 ár og vil ég þá meina að það gildi varðandi kosningarétt og Frá samhandsráðsíundi Sambands ungra sjálfstæðismanna. sem haldinn var í Kópavogi um síðustu helgi. — Ljósm.: Kristján Einarsson. '%,. «^tó ié \ V «*-*"" Við fundarstörf á Samhandsráðsfundinum. talið frá vinstri: Jón Magnússon formaður SUS. Svcrrir Bernhoft fundarstjóri og Björn Hermannsson fundarritari. kjörgengi. Ekki er þetta hug- mynd sem yngsti aldurshópur- inn styður eingöngu heldur eru margir sem komnir eru yfir þrítugt sem telja þetta æskilega breytingu. Ekki yrði verið með þessu að útiloka aldurshópinn yfir þrítugu frá áhrifum innan SUS, þau myndu minnka en jafnframt færast til í flokkskerfinu og leiða til yngingar í forystuliði flokksins og það er einmitt það sem við öll viljum. Yngri hópurinn fengi aukin áhrif og með því yrðu ungliðasamtökin meira aðlaðandi. Hlutverk unga íólksins íflokknum Hvert er þá hlutverk ungra sjálfstæðismanna innan flokksins og utan? Það er að útbreiða stefnu og hugsjónir sjálfstæðismanna meðal fólks, sérstaklega þess yngra. Vera vakandi yfir nýjum hugmynd- um og starfsaðferðum, veita forystu flokksins aðhald og á rökfastan hátt að koma fram sínum hugmyndum innan hennar. Á virkan hátt að veita vinstra genginu andstöðu. Þetta vinstra gengi er að sýkja íslenskt þjóðfélag með jarmi á aukna ríkisforsjá. Það krefst alls en lætur lítið af hendi sjálft. Ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessu svartsýn- ishjali vinstra gengisins alls staðar í kring um mig. Það er hægt og sígandi að brjóta niður þjóðfélagskerfi okkar. Við ungir sjálfstæðismenn eig- um að vera bjartsýnir og hressir, helst að gera grín að volæðinu í vinstra genginu, það fer ægilega í taugarnar á því. Við eigum bjarta tíma framundan, ótal möguleikar eru fyrir hendi í uppbyggingu íslensks þjóðfélags. Y.kkur finnst ég eflaust tala eins og fjallkonan 17. júní. En ef við verðum ekki bjartsýn og bar- áttuglöð, trúandi á mátt ein- staklingsframtaksins á móti ákallinu á stóra bróður, þá verðum við sjálf farin að kvarta og vola með vinstra genginu áður en langt um líður. Hlutverk okkar er því stórt og það verðum við að rækja af samviskusemi og vinnugleði. Ég er sammála því sem And- ers Hansen sagði hér þegar hann var að lýsa fyrir okkur hvernig gengur að innheimta greinar í Stefni. Menn eru sífellt að taka að sér verkefni sem þeir rækja ekki eða illa og úr því verða leiðindi og rifr- ildi. Þessu verðum við að breyta. Fela þeim mönnum verkefni sem við vitum að muni standa sig og þá megum við ungir sjálfstæðismenn vænta þess að eftir okkur verði tekið og mark á okkur tekið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.