Morgunblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980 47 Búið að draga í töfluröð í 2. deild: Stefnir í óvenju harða keppni • Skautasvæðið á Leirutjörn. þar sem setningarathöfn vetraríþrótta- hátíðarinnar á Akureyri fer fram í kvöld. bar mun einnig vera keppt í skautahlaupi meðan á hátiðinni stendur. Naumur sigur KR ÞAD voru ekki buröugir taktarnir, sem leikmenn KR og Fram sýndu í gærkveldi er liöin áttust við í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. KR-íngar, sem þó misstu tvo menn af leikvelli vegna meiösla, reyndust þó sterkari á endasprettinum og sigruðu í leiknum meö fjögurra stiga mun 59—54, eftir aö staoan haföi veriö 33—30 í leikhléi, Fram í vil. Grindavík áfram GRINDAVÍK vann Ármann 107:97 í bikarkeppni KKÍ í gærkvöldi og mastir næst KR. Leikiö var í Njarövik og voru Ármenningar án Danny Shous, sem farinn mun af landi brott. Framarar, sem þurftu fyrstu 5 mínútur leiksins til að skora sín fyrstu stig, voru skárri aöilinn í fyrri hálf- leiknum, en íþeim síðari reyndist Jón Sigurösson ofjarl þeirra og nú er orðið ansi slæmt útlitið í herbúðum Fram, en þó e.t.v. ekki öll von úti enn. Símon Ólafsson var yfirburða- maður í liði Fram, en aörir áttu rólegan dag. Stig KR: Jón Sig. 21, Geir Þorst. 14, Birgir Guðbj. og Árni Guö- mundss. 9, Þröstur og Ágúst 4, Gunnar J. og Garðar 2 stig. Stig Fram: Símon 28, Darrel Shouse 9, Þorvaldur G. 11, Guöm. H. 4, Björn Jónss. 3 og Björn Magnúss. og Hilmar 2 stig hvor. - gíg- DREGIÐ var í töfluröð fyrir 2. deildar liðin í knattspyrnu fyrir komandi íslandsmót í knatt- spyrnu. Kom þetta þannig út, að Armann varð númer eitt, 2. Völsungur, 3. Þór, 4. Þróttur Nk., 5. Haukar, 6. Fylkir, 7. ÍBÍ, 8. KA, 9. Austri og 10. Selfoss. Samkvæmt reglum um niðurröð- un leikja á bls. 25. í mótabók KSÍ, leika því eftirtalin lið saman i fyrstu umferð íslandsmótsins í 2. deild: Ármann — Selfoss Völsungur — Austri Þór Ak - KA Þróttur Nk - ÍBÍ Haukar — Fylkir í annarri umferð leika síðan: Selfoss — Fylkir Ármann — Völsungur Austri — Þór KA — Þróttur ÍBÍ - Haukar í fljótu bragði mætti ætla, að baráttan í 2. deild verði geysilega hörð og tvísýn og ekki víst að eitt eða tvö yfirburðalið skeri sig úr eins og áður hefur gerst. Öll liðin í 2. deild utan KA hafa þegar gengið frá ráðningu þjálf- ara. KA er enn að leita fyrir sér í Vestur-Þýskalandi, en til umræðu hefur komið að þeir Þormóður Einarsson og Sigbjörn Gunnars- son sjái saman um þjálfun liðsins gangi dæmið ekki upp í Þýska- landi. Víkingurinn Bogdan Kow- alzik verður með lið Ármanns og hitt liðið sem kom upp úr 3. deild, Völsungur, verður undir stjórn Gísla Haraldssonar. Árni Njálsson verður þjálfari Þórs, Sigurbergur Sigsteinsson þjálfari Þróttar og Þorsteinn Friðþjófsson þjálfari Hauka. Fylkir hefur ráðið Gylfa Þ. Gísla- son og ÍBÍ hefur ráðið Kjartan Sigtryggsson. Landsliðsmaðurinn ungi í handknattleik, Sigurður Gunnarsson, mun sjá um þjálfun Austra á Eskifirði og Jón B. Stefánsson verður með lið Selfoss á sínum snærum. Manchester Utd vann Ýmis félagaskiptí síðustu dagana MANCHESTER Utd. komst upp ao hliö Liverpool í 1. deild í Englandi með 2:0 sigri yfir Bolton í gær- kvöldi. Bæði lioin hafa 40 stig en Liverpool hefur leikiö einum leik minna. Úrslit í 1. deild: Aston Villa — Manchester City 2.2 Manchester Utd. — Bolton 2:0 Tottenham — Coventry 4:3 Norwich — Middlesbroug 0:0 Gordon McQueen og Steve Copp- ell skoruöu mörk Manchester. Glenn Hoddle skoraði þrjú af mörkum Tottenham en Mark Falco skoraöi fjóröa markiö á síöustu sekúndunni. Tom English og Paul Dyson skoruðu mörk Coventry. Aston Villa tók forystu gegn MC meö marki Gary Shaw en Mike Robinson og Paul Power náöu for- ystunni fyrir MC. En Donarchie skor- aöi svo sjálfsmark stuttu fyrir leiksiok og jafnaöi metin. ÞORGEIR Þorgeirsson, Þróttar- inn marksækni, og Pétur ísleifs- son úr Austra hafa gengið til liðs við 3. deildar lið Hugins á Seyðis- firði. Þjálfari Hugins er Sigurð- ur Þorsteinsson úr Stjörnunni, en meðal leikmanna liðsins eru Adolf Guðmundsson, harðjaxl úr Vikingi, og Guðjón Harðarson, fyrrum leikmaður með Val og KA. Þá hefur Láurs Jónsson tekið að sér þjálfun Súlunnar á Stöðvar- firði. Lárus var áður hjá Aftureld- ingu, Víkingi og Haukum. Ein- herji á Vopnafirði er enn þjálfara- laus, en félagið hefur átt viðræður við Einar Friðþjófsson, sem þjálf- aði Völsunga á síðasta keppnis- tímabili og kom liðinu upp í 2. deild. Knattspyrna ¦' :-:-^.:v:-m' :¦ ¦íi-ro^:--" ::::::;-x-: .:.:l: ¦¦ " ¦:¦ „Spjaldanotkun á sér enga stoð í körfuknattleiksreglunum" UNDANFARNA daga hefur orðið nokkur umræða um reglur aganefndar KKI einkum hvað varðar kærumál vegna notkunar á gulum spjoldum við dómgæshi i kapploikjum vetrarins. Af þessu tilefni langar mig að benda á nokkur atriði sem málið varða. Reglur aganefndar KKÍ kveða mjög skýrt á um það hvernig kæra skal mál til nefndarinnar. I 7. grein segir. „Kæra skal vera rituð á bakhlið frumrits leikskýrslu ..." og síðar: „Ennfremur skal félagi hins kærða tilkynnt um kæruna á bakhlið leikskýrslu félagsins. „Með þessum ákvæðum ætti öllum að vera full Ijóst hvernig framkvæma skal kæru til nefndarinnar. I 3. grein reglnanna segir: „Aganefnd fjallar einungis um þau agabrot, sem kærð eru til nefndarinnar sbr. 6. gr. 1. lið". I 6. grein 1. lið segir m.a.: „öllum starfsmönnum leiks er heimilt að kæra, en dómari skal koma kærunni til aganefndar KKÍ." Körfuknattleiksdómarar okkar hafa á undanförnum árum reynt að samræma aðgerðir sínar vegna brota sem heyra undir reglur aganefndar. M.a. hefur notkun gulra og rauðra spjalda verið liður í þeirri viðleitni. Gul spjöid hafa verið notuð sem tilkynning um áminningu og rauð tákna brott- rekstur af leikvelli. Þessi spjalda- notkun á sér hins vegar enga stoð í körfuknattleiksreglum né heldur í reglum aganefndar KKÍ. í hvor- ugum reglunum er minnst einu orði á spjöld, rauð eða gul, til notkunar í þessum tilgangi. Þann- ig hefur dómurum láðst að tengja sínar spjaldareglur við gildandi reglugerðir um meöferð á aga- brotum. í þeim tilfellum sem Jeik- rnönnum hafa verið sýnd spjöid í leikjum að undanförnu hafa dóm- arar skrifað athugasemd þar að lútandi aftan á frumrit leik- skýrslu. Framkvæmdastjóri KKÍ hefur síðan fylgst með því hvernig staða leikmanna er í spjaldamál- um og tilkynnt aganefnd þegar sami leíkmaður hefur fengið þrjú gul spjöld, eða eitt rautt. í því máli sem mestum úlfaþyt hefur valdið þar sem Valsmennirnir Tim Dwyer og Ríkharður Hrafnkels- son áttu hlut að máli hafði ákvæðum 7. greinar aganefndar- reglna um tilkynningu til félags viðkomandi leikmanna ekki verið fullnsegt í neinu hinna sex tilfella sem um var að ræða. Samkvæmt reglum aganefndar á að refsa leikmönjium sem gera sig seka um „minniháttar ópruð- mannlega framkomu" eins og það er nefnt, með því að veita áminn- ingu fyrir fyrsta brot, en ítrekuð brot varða ieikbanni í einn leik. * Til þess að til kasta aganefndar komi að veita áminningu eða dæma leikbann þarf auðvitað að kæra hvert einstakt brot til nefnd- arinnar, og kæran þarf að vera gerð í samræmi við gildandi regl- ur. Fyrsta brot sem kært er varðar þá áminningu en næsta kæra veldur leikbannsdómi. Að athuguðu máli er vej hægt að fallast á þau viðhorf sem fram koma í Morgunblaðinu í gær hjá einum okkar ágætu dómara aö „... þarna væri um einhvern mísskilning að ræða. Greinilegt væri að reglurnar væru götóttar fyrst svona gæti komið fyrir. Og jafnvel að þarna væri um mikla mistúlkun að ræða," því dómara- stéttin hefur misskilið reglur aga- nefndar, sett sér götóttar starfs- regiur og mistúlkað þýðingu spjaldanotknnarinnar. Hvað viðvíkur ummælum for- manns KKÍ á bá lund að starís- reglur aganefndar vœru stórgall- aðar væri mjög æskiiegt fyrir korfuknattlciksmenn að fá á þvi nánari skýringar á opinberum vettvangi. Að lokum; til þess að taka af ðll tvímæli og forðast frekari reki- stefnu vegna þessara mála ætti dómurum að vera í lófa lagið að meðhöndla kærumál í samræmi við regiur aganefndar því ekki verður séð annað en úrskurður nefndarinnar s.l. mánudagskvöld þar sem máli Dwyers og Ríkharðs var vísað frá og öll gul spjöld vetrarins dæmd ómerk hafi veriö í fullu samræmi við gildandi reglur. Einar Matthiasson formaður unglingaráðs kðrfuknattleiksdeildar Vak B-liðið stóð í Valsmönnum VALSMENN unnu B-Iið KR i bikarlcik í korfuknattleik eins og við var að búast, en gömlu refirnir hjá KR komu þó skemmtilega á óvart. Lokatolurnar urðu 95—83 fyrir Val, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 51-43 fyrir Val. Segja má að leikur þessi hafi verið „Afslappaður", menn kapþkostuðu að hafa gaman af því sem þeir voru að gera og fyrir vikið var hér um mikla skemmtun að ræða, þar sem titturinn (KR-b) sýndí tilþrif gegn tröllinu (VAL). Ríkharður Hrafnkels- son var stigahæstur Vals- manna með 33 stig, en Einar Boilason skoraði mest fyrir KR, eða 24 stig. Áður hðfðu Njarðvíkingar lagt ÍR að velli suður í Njarðvík og komist þannig í 4-liða úrslitin. Dregið verður i 4-liðaúrslitin í dag. Badminton REYKJAVtKURMÓTIÐ í Badminton fer fram laugar- daginn 8. mars n.k. í Laug- ardalshöllinni. Keppt verður 1 Mfl. og A. fl. Þátttðkutil- kynningar þurfa að hafa borist fyrir 3. mars. Þær má tilkynna i sima 33270 Reyn- ir Þorsteinsson og hjá Hrólf i Jónssyni i sima 72528. Keppt í boccia iÞRÓTTAFÉLAG fatlaðra í Reykjavík efnír til innanfc- lagsmóts i boccia i iþrótta- húsi IIagaskólans, laugar- daginn 8. mars. Þátttaka tilkynnist til Jóhannesar P Sveinssonar Hátúni 12 eða Júlíusar Arnarsonar og Markúsar Einarssonar fyrir 3. mars. . Skíðatrimm SKÍÐARÁÐ í saf jarðar verður með skíðatrimm um helgina n.k. Keppt verður í göngu 3,5 km og svigi. Allir sem ljúka keppni fé viðurkenningu. Van Gool tíl Coventry ENSKA 1. deildar Hðið Cov- entry City hefur fest kaup á Roger Van Gool, belgiska landsliðsútherjanum, sem kemst ekki lengur i lið hjá FC Köln í Vestur-Þýskalandi vegna nærveru þeirra Öku- dera og Woodcock, en þýsk lið mega aðeins tefla fram tveimur útiendingum i einu og Van Gool hefur verið látinn víkja. Coventry greiddi Köln 250.000 sterl ingspund fyrir garpinn. Þriðjudeildar lið í knattspyrnu á Vesturlandi óskar eftir tilboöum í auglýsingar á búninga félagsins. Upplýsingar í síma 93-1964.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.