Morgunblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980 15 að koma með sér á kvikmyndasýn- ingu. Ekki er ástæða til að rengja þá frásögn Þórðar, að Geirfinnur hafi synjað þeirri málaleitan með þeim orðum, að hann þyrfti að hitta einhverja menn við Hafnarbúðina um kl. 22.00. Með þætti Guðnýjar, eiginkonu Geirfinns, og Þórðar er sannað, að þeir fóru frá heimili Geirfinns um kl. 22.00. Ók Þórður Geirfinni til staðar í námunda við Hafnarbúðina. Að sögn Þórðar lét Geirfinnur í ljós, að hann hefði beyg af mönnum þeim, sem hann ætlaði að hitta. Sannað er, að Geirfinnur kom inn í Hafnarbúðina upp úr kl. 22.00, keypti þar vindlinga fyrir konu sína og svipaðist um eins og hann ætti von á einhverjum. Leggja ber til grundvallar þá frásögn Guðnýjar og Sigurðar Jóhanns Geirfinnsson- ar, að Geirfinnur hafi komið heim til sín eftir stutta stund, svo og að hringt hafi verið um kl. 22.15 og spurt eftir Geirfinni. Hafi hann þá að sögn Guðnýjar svarað: „Ég kom“ — „Eg kem.“ Ók hann síðan að heiman í bifreið þeirra hjóna. Með vætti tveggja manna, er unnu í Olíusamlagi Keflavíkur, er sannað, að bifreiðinni hafi verið lagt við hús Kaupfélags Suðurnesja skömmu eftir kl. 22.34, og fannst bifreiðin þar næsta morgun. Af hálfu Sævars hefur því verið haldið fram, að ekki geti verið að þau Erla hafi verið komin til Keflavíkur rétt eftir kl. 22.00 19. nóvember 1974 vegna viðdvalar þeirra á Kjarvalsstöðum. Telja verður sannað með framburðum allra hinna ákærðu og vitnisins Sigurðar Óttars, að þau hafi farið ferð þessa til Keflavíkur kvöldið 19. nóvember 1974. Er og sannað, svo sem áður er greint, að Erla fékk far með tveimur bifreiðum frá Keflavík til Hafnarfjarðar að morgni 20. nóvember 1974. Mælingar rann- sóknarlögreglu á vegalengdum og líklegur ökuhraði manna, sem Varhugavert að telja, að alveg nægi- lega sé sýnt fram á, að manndrápin hafi verið af ásettu ráði, eru niður- stöður Hæstaréttar þurftu að flýta sér til Keflavíkur, sýnir, að þau gátu verið komin tij Keflavíkur á tilgreindum tíma. í því sambandi er þess að geta, að óvíst er, hvenær þau Erla og Sævar fóru frá Kjarvalsstöðum." Sævar eða Kristján hringdu í Geirfinn „Miða verður við það, að ákærðu hafi komið í bifreiðinni að Hafnar- búðinni og að annaðhvort Kristján eða Sævar hafi hringt þaðan til Geirfinns rétt eftir kl. 22.15, eins og áður greinir. Þá er sannað með skýrslum hinna ákærðu, að Geir- finnur kom að bifreið þeirra litlu síðar og settist inn í hana, svo og að þar hafi byrjað umræður milli Geirfinns og Sævars og að ein- hverju leyti Guðjóns um áfengis- viðskipti. Hafi Sævar rétt Geirfinni peningaseðla, en hann hent þeim á gólf bifreiðarinnar. Þá er sannað, að ekið var að Dráttarbraut Kefla- víkur og að Guðjón, Kristján og Sævar hafi ásamt Geirfinni farið útúr bifreiðinni, er þangað kom, og Erla stuttu síðar. í þann mund hafi svo komið til átaka milli þeirra karlmannanna. Verður að leggja til grundvallar samkvæmt sakargögn- um, að Guðjón hafi tekið í handlegg Geirfinns, en síðan hafi Guðjón og svo Kristján tekið hann hálstaki. Þá verður einnig við það að miða, að ákærðu hafi alli.r greitt Geirfinni hnefahögg og að Guðjón og Sævar hafi barið hann með spýtu eða lurk. Benda sakargögn til þess, að mikill ofsi og æsing hafi verið í mönnum. Ber að fallast á þá niðurstöðu héraðsdóms, að sannað sé, að Geir- finnur hafi beðið bana af völdum ákærðu Guðjóns, Kristjáns og Sæv- ars í átökum þessum, en ekki verður fullyrt nánar um þátt hvers ein- staks þeirra í þessu voðaverki. Eru þeir allir samvaldir að bana Geir- finns Einarssonar að eiga refsi- verða sök á láti hans.“ Árásin hrottaleg „Ætla verður, að ákærðu hafi veist að Geirfinni Einarssyni í því skyni að knýja hann til sagna um geymslustað smyglaðs áfengis, er þeir hugðust síðan taka ófrjálsri hendi og flytja til Reykjavíkur. Bendir útvegun sendibifreiðar til þess, að Sævar, sem telja verður forgöngumann ferðarinnar til Keflavíkur, hafi haldið, að um mikið áfengismagn væri að ræða. Ummæli þau, sem höfð eru eftir ákærða Sævari á leiðinni til Kefla- víkur um, að fullri hörku yrði beitt við mann þann, sem þeir ákærðu ætluðu að hitta, veita vísbendingu um, að þessi ákærði hafi ætlað að beita manninn ofbeldi, ef þörf krefði. Ekki er fyllilega í ljós leitt, hver viðbrögð þeirra Guðjóns og Kristjáns voru við þeim ummælum. Eigi verður talið sannað, að með ákærðu hafi búið fyrirfram sá ásetningur að svipta Geirfinn lífi, ef hann léti ekki í té þær upplýs- ingar, sem eftir var leitað. Arásin var hrottaleg, og kemur mjög til greina að telja, að ákærðu hafi ekki getað dulist, að langlíklegast væri að árásarþoli myndi bíða bana af henni, bæði vegna ofsans í árásinni og þegar virt er, að þeir þrír sóttu að manninum á fáförnum stað seint að kvöldi. Þess er þó að gæta, að líkið hefir eigi fundist, en könnun á áverkum á því gæti veitt veigamikl- ar upplýsingar um það, hvernig dauða mannsins hafi borið að höndum. Með vísan til 108. gr. laga nr. 74/1974 þykir varhugavert að telja, að alveg nægilega sé sýnt fram á, að ákærðu Guðjóni, Krist- jáni og Sævari verði gefin refsiverð sök á manndrápi af ásettu ráði með atferli sínu, svo að va^ði við 211. gr. almennra hegningarfaga. Ber að færa háttsemi þeirra til 218. og 215. gr. almennra hegningarlaga, þar »em mannsbani hlaust af ofsafeng- inni líkamsárás þeirra, en þá afleið- ingu verður að virða þeim til stórfellds gáleysis. Er heimilt að beita þeim refsiákvæðum hér, þótt eigi séu þau greind í ákæru, sbr. 3. málsgr. 118. gr. laga nr. 74/1974, enda var mál reifað á þeim grund- velli fyrir Hæstarétti, eins og áður greinir. Hinir ákærðu voru þrír um atlöguna að Geirfinni Einarssyni, og er það refsiþyngjandi, sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningar- laga. Árásin var gerð á afviknum stað, sem ákærðu völdu, og er það einnig refsiþyngjandi. Sannað er, að ákærði Kristján tók peningaveski með 5000 krónum í, að því er hann telur, svo og blýant af Iíki Geirfinns. Varðar þessi háttsemi ákærða við 244. gr. al- mennra hegningarlaga.“ Sek um rangar sakargiftir Vikið er í dómnum að ákæru um rangar sakargiftir og segir að staðfesta beri málalok héraðsdóms að ákærðu Sævar, Kristján og Erla hafi með háttsemi sinni gerst sek um brot á 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 15. gr. laga nr. 101/1976, sem hér á við sbr. 2. gr. almennra hegningarlaga. Fram- burðir þeirra hafi leitt til þess að fjórir menn, sem þau báru sökum sættu alllangri gæzluvarðhaldsvist og beri við ákvörðun refsingar að líta til þessara. afdrifaríku afleið- inga af broti þeirra. Ákærðu í málinu voru öll talin sakhæf og var refsing þeirra ákveð- in sem hér segir: Kristján Viðar 16 ára fangelsi, Sævar Marínó 17 ára fangelsi, með sérstakri tilvísan til 2. mgr. 77. greinar almennra hegn- ingarlaga, Tryggvi Rúnar 13 ára fangelsi, Guðjón 10 ára fangelsi, Erla þriggja ára fangelsi og Albert 12 mánaða fangelsi. I lok dómsins gera dómarar Hæstaréttar, þeir Björn Svein- Dixieland & Jazz í kvöld björnsson, dómsforseti, Logi Ein- arsson, Benedikt Sigurjónsson, Ármann Snævarr og Þór VU- hjálmsson svohljóðandi athuga- semd: Umfangsmikil rannsókn „Rannsókn sakamáls þessa er hin umfangsmesta á landi hér á síðari árum. Rangir og reikulir framburð- ir ýmissa þeirra er rannsóknin beindist gegn, ollu þeim, sem með rannsóknina fóru miklum örðug- leikum. Liggur geysimikil vinna í rannsókn málsins, og var m.a. freistað að beita þar ýmsum tækni- úrræðum, er að haldi mættu koma. í fáein skipti verður eigi séð, að þess hafi verið gætt að benda sökuðum manni, sem yfirheyrður var fyrir rannsóknarlögreglu, á ákvæði 1. málsgr. 40. gr. laga nr. 74/1974, og við hefur borið, að yfirheyrsla hafi staðið samfellt lengur en 6 klukkustundir, sbr. 3. málsgr. 40. gr. sömu laga. Stöku sinnum bera bókanir ekki með sér, að reynt hafi verið að kveðja til réttargæslumenn eða verjendur við yfirheyrslu, þar sem slíkt hefði verið rétt. Vegna ummæla í mál- flutningi hér fyrir dómi þykir ástæða til að taka fram, að fanga- vörðum er eigi heimilt að hafa afskipti af rannsókn opinbers máls að eigin frumkvæði. Það er ámælis- vert, að fangavörður laust einn hinna ákærðu kinnhest við yfir- heyrslu, en ráðið verður af gögnum máls, að framkoma fangans við rannsóknarmenn í umrætt skipti hafi verið vítaverð." — SS Námskeið í „Eurytmi“ HÉR á landi er nú staddur þýskur Eurytmist, Albrecht Redlich sem vill kynna þessa listgrein þeim sem áhuga kunna að hafa. Eurytmi er hreyfilist sem á uppruna sinn i mannspeki (antroposofi) Rudolf Steiner. Einnig má nefna eurytmi sýni- legt tal eða sýnilega tónlist. Mannspeki (antroposofi) Rud- olf Steiner er þekkingarleið sem gerir kleift að skoða vandamál nútímans frá nýjum sjónarhóli og getur orðið hvöt til að finna nýja lausn þeirra. Þeir sem áhuga hafa geta fengið nánari upplýs- ingar í síma 99—4362. Nýja postulakirkjan hefur nú fengið nýtt aðsetur og er það við Iláaleitisbraut 68 í Reykjavík. Ileldur hún þar guðsþjónustur hvern sunnudag kl. 11 og 17 og er bpðið upp á kaffi og meðlæti að lokinni guðsþjónustu. Einnig verður guðsþjónusta á fimmtudagskvold kl. 20.30. Engin aðgangseyrir. Veitingar kvöldsins: Salatbar. Síldarréttir á hlaðborði. Heitur pottréttur. Við efnum til jazzkvölds á Esjubergi í kvöld kl. 20.30-23.30. Dixieland-hljómsveitin ,,Trad-Kompaníið“ leikur. Auk þess kemur fram hljómsveitin ,,Swing-bræður“ sem vakið hefur athygli að undanförnu. m n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.