Morgunblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980
41
fclk í
fréttum
+ Þessi mynd stendur undir titlinum: Tveir sænskir kóngar. — Hún er tekin á
Vetrarólympíuleikunum í Lake Placid. — Sænsku konuniíshjónin brugðu sér þangað
vestúr á leikana. Tóku þau á leiiíu einbýlishús þar skammt frá! Þegar við segjum
tveir sænskir kóngar þá er það vegna þess að á myndinni er Carl, Gustav
Svíakonungur (til v.) ásamt landa sínum sænska skíðakóngnum Ingmar Stenmark.
— E> myndin tekin eftir að skíðakappinn mikli hafði sigraði í brunkeppninni á
Ólympíuleikunum.
Virt og
elskuð
+ í BREZKA þinginu hefur
einn þingmanna vakið athygli
Margrétar Thatcher forsaétis-
ráðherra á því, að 4. ágúst
næstkomandi verði Elízabet
drottningarmóðir áttræð. — Sé
engin kona á Bretlandi jafn
heitt elskuð og virt af almenn-
ingi. Beri að halda upp á
afmælisdag hennar í formi
þjóðhátíðar með almennum
frídegi þegnanna. — Afmælis-
dagurinn er 4. ágúst næstkom-
andi.
Dóttir gömlu konunnar,
Margrét prinsessa. hefur líka
verið í fréttum blaðanna. —
Hún hefur verið við rúmið
vegna veikinda undanfarið. —
Er það eitthvert vírusafbrigði,
sem hrjáir prinsessuna. —
Telja blöðin allar horfur á því
að hún verði að hætta við
fyrirhugaða för sína til Kara-
biska hafsins ásamt skutul-
sveini sínum, hinum mjög svo
umdeilda Roddy Llewellyn. —
Prinsessan er nú 49 ára gömul.
Frœgir
menn
bjarga
tónlistar-
manni
+ ARGENTINSKI
píanósnillingurinn Mig-
uel Angel Estrella kom
fyrir skömmu til Parísar
og kvaðst vera ólýsan-
lega hamingjusamur
maður. — Það er reynd-
ar engin furða. Hann
kom beint úr fangelsi i
S-Ameríkuríkinu Urug-
uay, en þar hafði hann
verið í haldi í tvö ár. Er
hann ræddi við blaða-
menn við komu sína til
Parísar kvaðst hann
einkum vilja nefna nöfn
þeirra Amadou Mahtar
M’Bow forstöðumanns
UNESCO og fiðlarans
mikla Yehudi Menuhins
svo og Mstislav Rostr-
opovic hljómsveitar-
stjóra. — En þeir félagar
hefðu beitt áhrifum
sínum á stjórnvöld í Ur-
uguay. — Estrella var
handtekinn í desember
1977 sakaður um að hafa
skotið skjólshúsi yfir
skæruliða Montonnero.
Var Estrella þá dæmdur
í fjögurra og hálfs árs
fangelsi.
Vanefndir
vegna dauða
+ DÁNARBÚI hins fræga
vestraleikara í Bandaríkjun-
um, John Wayne. hefur borizt
endurgreiðslukrafa frá hinni
kunnu bandarísku sjón-
varpsstöð ABC að upphæð um
500.000 dollarar. — Hafði
sjónvarpsstöðin greitt hinum
látna kvikmyndaleikara þessa
upphæð upp í gerðan samning,
sem var til tveggja ára og nam
tveim milljónum dollara. —
En vegna veikinda leikarans,
sem síðan leiddu til dauða
hans hafi orðið um vanefndir
á samningi að ræða. Beri því
dánarbúinu að endurgreiða
þessa 500.000 dali, sem hinn
látni hafi verið búinn að taka
á móti. —
Það er sonur leikarans,
Michael Wayne sem er
skrifaður fyrir dánarbúinu og
er endurgreiðslukrafan stíluð
á hann.
Lærið
vélritun
Ný námskeiö hefjast þriöjudaginn 4. marz.
Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin
heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma
41311 eftir kl. 13.
Vélritunarskólinn
Suðurlandsbraut 20
Sykurinn er ennþá
ódýr hjá okkur
Strásykur
2 kg 630.-630,
10 kg 3000,-
Molasykur
1 kg 590,-
Kjötborðið okkar vinsæla er eins og venjulega
fullt af gómsætu kjöti og kjötvörum.
Ritzkex
nýkomið.
Opið til kl. 8 á föstudögum og til
hádegis á laugardögum.
Kvöld- og helgarsalan opin
öll kvöld til kl. 23.30.
MMMai
^ Þverbrekku 8, Kópavogi. Símar 42040 og44140^J
Það verður sannkölluð söng- og mat-
arhátíð í Blómasal fimmtudagskvöldið
28. febrúar.
Sælkerar kvöldsins verða hjónin Unn-
ur Arngrímsdóttir og Hermann Ragn-
ar Stefánsson.
Hjónin kunna þá list að skemmta
gestum sínum og telja kvöldinu best
varið við ljúffenga máltíð undir léttri
tónlist. Þau hafa fengið Skúla Hall-
dórsson tónskáld og Guðmund Guð-
jónsson söngvara til liðs við sig.
Á matseðli þeirra er m.a. „uppáhaldsréttur
eiginmannsins" eins og hann birtist eitt sinn í
viðtali við Unni í Lesbók Morgunblaðsins.
Matseðill
Menu
t
F'rönsk blciölcinkssúpct
Soup ctu.r poreau.r au Porto
Fiskrúllu r sœlkerct ns
Croquettes de poissou i/ourniet
Gríscilu ndir dtt nsherrct ns
Filet de porc danseur
flctUHl i i IS
Olace Hatvaienne
Hawaii-stemmning á Vínlandsbar frá kl. 18:30.
Matur framreiddur frá kl. 19:00. Sigurður Guðmundsson leikur á orgelið.
Borðapantanir hjá veitingastjóra í símum 22-3-21 og 22-3-22.
Pantið tímanlega. Saelkerar, látið koma ykkur skemmtilega á óvart.
Veriðevelkomin.
HOTEL
LOFTLEIÐIR
Simi 22322