Morgunblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980 45 VELVAKANDI SVARAR j SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS öðrum tækifæri til að flytja mál sitt svo hlustendum gefist þar með kostur á fræðslu um hin ýmsu viðfangsefni. Keflavík, 24. febr. 1980, Skúli Magnússon. • Eftirlíking æðri fegurðar Þjóðleikhúsið hefur í vetur sýnt þessa frægu óperu eftir Gluck (F. 1714), sem byggð er á forngrískri goðsögn. Þessi ópera hefur ekki hlotið næga aðsókn, þótt merkilegt megi virðast og því hefur leikhúsið neyðst til að fella sýningar niður. Ég þekki fólk, sem sótti eina þessa sýningu fyrir nokkru, en lét sér fátt um finnast og kvaðst enga skemmtun eða litla hafa af henni haft. Það var því með hálfum huga, að ég keypti aðgöngumiða og lagði leið í Þjóðleikhúsið, föstudaginn 8. febrúar, en það átti að vera næstsíðasta sýning þessa verks. Og ég verð að segja, að sjaldan eða ekki hef ég farið á jafnheill- andi leikverk. Fegurðin í- búning- um, litum, tónum, söng og hreyf- ingum þótti mér aðdáanleg. • Þýzka alþýðulýð- veldið eða Aust- ur-Þýzkaland Gunnar Gunnarsson kennari hringdi og bað Velvakanda fyrir eftirfarandi ábendingu til Bjarna Felixsonar stjórnanda íþrótta- þátta sjónvarpsins: „í fréttum afÓlympíuleikunum talar Bjarni alltaf annars vegar um þýska alþýðulýðveldið og hins vegar um Vestur-Þýskaland. Með þýzka al- þýðulýðveldinu á hann við Aust- ur-Þýzkaland og finnst mér að hann geti, eins og hann segir Vestur-Þýzkaland sagt Austur- Þýzkaland í stað þýzka aiþýðulýð- veldið. Ég vil aðeins benda honum á þetta“, sagði Gunnar í lokin. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson ' Á alþjóðlegu skákmóti í Plovdiv í Búlgaríu í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Durao, Portúgal, og ungverjans Pinters sem hafði svart og átti leik. Síðasti leikur hvíts var 28. Rbl—c3? 28. ... Dxc2! 29. Hgbl (Ef 29. Dxc2 þá Bxf3+, 30. Hg2 - Hhg8 o.s.frv.) Hd2! og hvítur gafst upp. Pinter sigraði á mótinu, hlaut 8'A vinning af 11 mögulegum og náði stórmeistaraárangri. Þættirnir, sem gerast eiga í dánarheimum eru stórkostlega heillandi. Birtan er svo mikil og fögur, hreyfingar dansendanna svo léttar og svífandi, að maður gæti freistast til að halda, að hér væri um að ræða sýn til æðri heima, sem engum hér á jörð er þó gefið að njóta, nema þeim sem ófreskigáfu hafa eða þeim, sem stilltir eru til draumasambands við lengra komna lifendur annars- staðar í alheimi. Enda er eins og Hér sé í raun verið að gera tilraun til eftirlíkingar á því, sem sjáend- ur í draumi eða vöku hafa fegurst litið, á ýmsum tímum. Grikkir hinir fornu munu hafa verið mjög sambandsnæmir og má til þess sambands óefað rekja fegurðarskyn þeirra og óvið- jafnanlega listsköpun, auk visku og vísinda. Hinir fögru búningar kvennanna gætu t.d. hafa átt rót að rekja til guðanna, sem þeir trúðu að heima ættu á Ólympos- tindi, en munu raunverulega hafa átt heima á björtu og fögru landi einhvers annars hnattar í fjar- lægu sólhverfi, og hafa Grikkir, vegna sambands við þessar æðri verur, náð þeim hátindi menning- ar, sem raun varð á, í vísindum og öllum tegundum lista. Hinir svifléttu dansar og mjúku hreyfingar dansendanna á sviði Þjóðleikhússins voru heillandi og minna mig á draum, sem kona nokkur sagði mér frá, fyrir mörg- um árum: Henni þótti hún standá undir fjallshlíð og sá dansandi fólk í léttum klæðum, eins og bylgjast hundruðum saman fram og aftur um hlíðina í litlum og stórum hringum og sveigum, næstum svífandi. Fólkið virtist varla snerta jörðina, svo mikill var léttleiki þess. Einn hópurinn kom til hennar og hún sveif með þeim í dansinn og fann guðdómlegan unað gagntaka sálu sína, uns hún vaknaði nokkru síðar. Sköpun sannrar listar og feg- urðar á öllum sviðum mun mega rekja til sambanda við lengra komna lifendur annarsstaðar í þessum stóra alheimi, sem allir lifa og hrærast í. Þangað mun að leita fyrirmyndanna að öllu því besta og fegursta, sem mönnum hefur tekist að skapa og túlka fyrr og síðar. Með sýningunni á Orfeifi og Evridís í Þjóðleikhúsinu mun hafa tekist einhver sú besta listtúlkun, sem þar hefur verið boðin fram og ég álít að hver sá, sem séð hefur þessa sýningu, en samt ekki getað notið hennar, hafi farið mikils á mis, sem og þeir, er alls ekki hafa átt þess kost, að koma þangað. I.A. HÖGNI HREKKVtSI &&>££ aæ/0 mUT/=*£ájA on." Óskum eftir aö taka á leigu 100—200 ferm húsnæöi fyrir mjög léttan og hreinlegan iönaö í Reykjavík eöa Kópavogi. Þarf aö vera meö góöri aðkeyrslu. Æskilegt er aö leigja á sama staö 2—3 skrifstofuher- bergi. Tilboö óskast send augld. Mbl. fyrir 3. marz n.k. merkt: „Leiga — 6161.“___________ Peugeot Diesel 504 árg. 1978 til sýnis og sölu. HAFRAFELL HF. — VÁGNHÖFÐA 7 — SÍMI 85211 NÁMSKEIÐ Hvernig ma verjast streitu? Á liðnu ári hélt Stjórnunarfélagið 4 nám- skeið þar sem kenndar voru aðferðir sem nota má til að draga úr áhrifum streitu og innri spennu á daglega líðan manna. Nám- skeiö þessi sóttu um 170 þátttakendur og þóttu þau afar fróðleg og gagnleg. Leiðbeinandi á námskeiöunum er dr. Pétur Guöjónsson, félagssálfræöingur, en hann hefur á undanförnum árum haldiö þessi námskeiö í Bandaríkjunum þar sem hann er búsettur. Stjórnunarfélagið mun nú í marz efna til 2ja námskeiða undir leiðsögn dr. Péturs þar sem hann kennir tækni til að verjast streitu, vanlíðan og innri spennu. Fyrra námskeiðið verður haldið að Hótel Esju dagana 10. og 11. mars kl. 13.30—18.30 báða dagana, en hið síðara 12. og 13. marz á sama tíma. Nánari upplýsingar og skráning þátttakenda hjá Stjórnunarfélagi íslands, Síðumúla 23, sími 82930. SUORNUNARFÉIAG ISIANDS Síðumúla 23 Sfmi 82930 i VAMPYR 4004 ryksugurwi sameinast allir þeir kostir sem góð ryksuga þarf að vera gædd, og meira til. Þessi nýja gerð er hljóðlátari, auk þess sem sogkraftur hefur verið stóraukinn. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.