Morgunblaðið - 11.03.1980, Page 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
59. tbl. 67. árg. __________ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Sættir Nkomos
og Mugabes
í Salisbury í dag og hafa sættir
tekist með skæruliðaforingjun-
um tveimur. Nkomo hafnaði í
síðustu viku boði Mugabes um
forsetaembættið honum til handa
en að sögn Zvobogos hefur
Nkomo samþykkt að taka að sér
embætti innanríkisráðherra.
Að sögn Zvobogos fá hvítir
menn tvö ráðherraembætti en
hann vildi ekki segja hvaða emb-
ætti það yrði nema hvað þau væru
„mikilvæg". Frá því Mugabe var
falin stjórnarmyndun eftir stór-
sigur flokks hans í kosningunum
hafa sjö manns beðið bana í
skærum í landinu.
New York, 10. marz. AP.
SAMKVÆMT skoðanakönnun ABC
sjónvarpsfréttastofunnar og Louis-
Harrisstofnunarinnar bæri Gerald
Ford. fyrrum forseti, sigur af Jimmy
Carter, forseta Bandarikjanna, í for-
setakosningum. Ford hlyti 54% at-
kvæða en Carter 44%. Konnunin var
gerð í síðustu viku. Samkvæmt sömu
könnun myndi Carter bera sigur af
Ronald Reagan með 58% atkvæða
gegn 40%.
I Gallupkönnun sem var gerð um
mánaðamótin og kynnt í dag þá bæri
Jimmy Carter sigur af Ronald Reagan
í forsetakosningum. Carter hlyti 57%
atkvæða en Reagan 34%. Þessi úrslit
eru heldur hagstæðari Reagan en í
fyrri skoðanakönnunum. í skoðana-
könnun snemma í febrúar hlaut Carter
60% atkvæða gegn 31% Reagans.
Sjá frétt af prófkjörum i Bandarikj-
unum á bls. 46.
Fundabann eftir
átök í Belgíu
Brussols. 10. marz. AI*.
STJÓRNVÖLD í Belgiu settu í dag bann við fundunt fleiri en fimm
manna i fimm þorpum i austurhluta Belgiu. Til mikilla átaka kom i
gær milli flæmskumælandi Belga og frönskumælandi landa þeirra.
Nitján lögreglumenn siösuðust ug að minnsta kosti jafnmargir
óróaseggir.
Rússar nota
taugagas
Peking, 10. marz. AP.
„SOVÉTMENN nota taugagas
til að drepa uppreisnarmenn
og myrða íbúa í Kunarhéraði,"
sagði kínverska dagblaðið
„Blað fólksins“ í Peking í dag
í forsíðufrétt. „Með notkun
taugagass hafa Sovétmenn
sýnt enn meiri hörku i út-
þensiu- og árásarstefnu sinni
en nokkru sinni fyrr,“ sagði í
blaðinu. Blaðið sagði að Sovét-
menn hefðu brotið i bága við
Genfarsáttmálann.
Salisbury. 10. marz. AP.
ROBERT Mugabe mun afhenda
Soames lvarði, landstjóra Breta í
Zimbabwe, ráðherralista sinn á
morgun, þriðjudag, að því er
talsmaður hans, Eddison Zvob-
ogo, skýrði frá í dag. Mugabe átti
í dag viðræður við Joshua Nkomo
Skoðanakannanir
| Bandaríkjunum:
Ford myndi
sigra Carter
Wilfred Martens, forsætisráð-
herra Belgíu, hvatti alla stjórn-
málaflokka til að stuðla að því, að
ekki kæmi til frekari átaka. Hann
sagði að átökin gætu komið í veg
fyrir þá áætlun stjórnar hans, að
koma á sjálfstjórn til handa
flæmskumælandi íbúum landsins
annars vegar og frönskumælandi
íbúum hins vegar.
Um tvö þúsund flæmskumæl-
andi Belgar lentu í átökum við 200
frönskumælandi landa sína í þorp-
inu de Voeren, skammt frá Liege.
Tólfhundruð lögreglumenn reyndu
að skilja á milli. Miklar skemmdir
urðu á mörgum húsum og fjöldi
bíla stórskemmdist. Á undanförn-
um árum hefur iðulega komið til
átaka í de Voeren.
Ghotbzadeh, fremst á myndinni. kemur af fundi með formanni rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna.
Hassah Habibi til hægri. simamynd ap.
Hörð barátta um
völd sögð í Iran
Washíngton. Teheran. 10. marz. AP.
JIMMY Carter, forseti Bandarikjanna, kaiiaði á sinn fund þingleið-
toga demókrata og repúblikana til að ræða nýjustu atburði i Iran, sem
Jody Powell, blaðafulltrúi forsetans, kailaði „mjög alvarlega“. Jody
Poweli tilkynnti um fundinn aðeins 15 minútum áður en hann hófst.
Powell sagði, að Carter hefði rætt við Cyrus Vance utanríkisráðherra
til að ræða ástandið i tran. Bandariskir embættismenn sögðu, að
vaidabarátta færi nú fram i íran og hún torveidaði iausn gislanna úr
prísundinni.
Ástæða fundarhaldanna í
Washington í kvöld er yfirlýsing
Ayatojlah Khomeinis, trúarleið-
toga írana, um að rannsóknar-
nefnd Sameinuðu þjóðanna fái
ekki að yfirheyra gíslanna nema
niðurstöður um meinta glæpi fyrr-
um íranskeisara verði birtar opin-
berlega. Embættismenn í Wash-
ington sögðu í einkaviðræðum, að
samkvæmt samkomulagi sem gert
var, þá verði niðurstöður nefndar-
innar ekki birtar opinberlega
nema nefndarmenn hafi rætt við
atla gíslana í sendiráðinu. Hodd-
ing Carter, blaðafulltrúi utan-
ríkisráðuneytisins, sagði í kvöld,
að Bandaríkin myndu ekki sætta
sig við neinar yfirheyrslur yfir
bandarísku gíslunum. Orðrómur
var í Washington um, að forsetinn
hygðist móta nýja stefnu gagnvart
íran.
Yfirlýsing Khomeinis gengur
gegn yfirlýsingum Bani-Sadr, for-
seta landsins, og Sadegh Ghotbza-
deh utanríkisráðherra. Þeir kröfð-
ust þess, að sendinefndin fengi að
ræða við alla gíslana eða að þeir
yrðu afhentir stjórnvöldum.
Ghotbzadeh bar á móti þessu, og
sagði að byltingarráðið hefði
ákveðið að fara ekki fram á, að fá
gíslana í sína vörzlu eins og sakir
stæðu. Hann sagðist vonast til
þess, að nefndarmenn yrðu áfram
í landinu næstu tvo til þrjá daga.
Bani-Sadr gagnrýndi náms-
mennina i sendiráðinu harðlega og
sakaði þá um að valda óróa. Hann
sagði að námsmennirnir „svertu
íslömsku byltinguna bæði innan-
lands og utan“. Teheranútvarpið
skýrði frá því í kvöld, að líklega
myndu nefndarmenn ekki ræða
við gíslana og að þeir færu frá
íran á morgun (þriðjudag).
Sovétmenn hafa gert samning
við írönsk stjórnvöld um byggingu
raforkuvers í Isfahan og lögðu
sérfræðingar af stað frá Moskvu
áleiðis tií borgarinnar í dag.
Talsmaður íranska utanríkisráðu-
neytisins skýrði frá því í dag, að
írönsk stjórnvöld hefðu krafist
þess, að írak kallaði heim um 92
sendiráðsstafsmenn frá Teheran.
*
Utiloka sam-
starf við að-
skilnaðarsinna
.. enginn var á lífi
til að grafa líkin
66
Khar. Pakistan. 10. mars. AP.
„SKÖMMU fyrir sólarupprás birtust skyndilega hundruð sovéskra
skriðdreka umhverfis þorpið og hófu skothríð á það. Orustuþotur
þutu yfir og vörpuðu sprengjum og þegar þorpið hafði að mestu
verið lagt í rúst vörpuðu þeir fallhiífarmönnum niður og þyrlur
lentu með hermenn,“ sagði Abdel Wahid, bóndi frá Chigall í
Kunarhéraði í Pakistan en hann komst í dag til Pakistans eftir
fimm daga ferð yfir fjöllin frá Afganistan, ásamt hundruðum
flóttamanna frá Kunarhéraði.
„Uppreisnarmenn voru að-
þrengdir en þeim tókst að fella
marga Rússa. Þá kölluðu Rússar
á orustuþotur og þær vörpuðu
sprengjum og napalmi. Sumir
þeirra brunnu til bana. Þegar ég
leit síðast til baka brann allt
sem brunnið gat og enginn var á
lífi til að grafa líkin,“ sagði
Wahid. Hann sagði að Sovét-
menn hefðu sett vörð við vegi frá
þorpinu. „Við gátum aðeins ferð-
ast að nóttu til,“ sagði Wahid.
Sovétmenn hófu vorsókn sína í
héraðinu í síðustu viku og að
sögn flóttamanna, hafa þeir
beitt orustuþotum, þyrlum,
skriðdrekum og fallhlífar-
mönnum auk stórskotaliðs.
Ástand þeirra hundraða flótta-
manna, sem daglega flýja yfir
landamærin til Pakistans er
sagt ákaflega bágborið, eftir
hina erfiðu ferð yfir fjöllin.
Að sögn Attaullah Khan, yfir-
manns flóttamannabúða í Khar
komu 2 þúsund flóttamenn til
búðanna í síðustu viku og þar
eru nú alls 35 þúsund manns.
„Margir þeirra eru frá Kerala,
þorpinu þar sem afganskir her-
mann, ásamt sovéskum hernað-
arráðgjöfum, frömdu fjölda-
morðin. í Kerala myrtu þeir
skipulega alla karlmenn. í Kun-
arhéraði myrtu sovéskir her-
menn fjölda fólks, án tillits
hvort um var að ræða uppreisn-
armenn eða bændur," sagði
Khan í samtali við fréttamann
AP.
Bilbao. 10. marz. AP.
ÞJÓÐERNISSINNAR unnu um-
talsverðan sigur í héraðskosning-
unum í Baskahéruðunum á Spáni
en úrslit lágu fyrir í dag. Þjóð-
ernissinnaflokkur Baska vann 25
þingsæti af 60. Ýmsir leiðtogar
þjóðernissinna útilokuðu stjórn-
armyndun við aðskilnaðarsinna,
Þjóðarbandalagið sem hlaut 11
þingsæti og Euskadiko Eskerra,
sem hlaut 6 þingsæti.
Miðflokkasamband Adolfo Suar-
ezar forsætisráðherra Spánar
hlaut aðeins 6 þingsæti og sósíal-
istar níu. Hinn hægri sinnaði
flokkur Alianza hlaut 2 þingsæti
og kommúnistar eitt þingsæti.
Kjörsókn var tæplega 60% , heldur
meiri en þegar Baskar gengu að
kjörborðinu í þjóðaratkvæða-
greiðslunni um sjálfstjórn. Carlos
Garaicocehea, leiðtogi þjóðernis-
sinna, sagði í dag að helsta verk-
efni nýrrar stjórnar væri að koma
á friði i Baskahéruðunum og vinna
bug á atvinnuleysi, en yfir 10%
vinnufærra Baska eru atvinnu-
lausir.